Tíminn - 04.12.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.12.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. desember 1993 Sakamál Paula Willoughby I^LUKKAN VAR 6.30 að K morgni mánudagsins 1. “1 júlí 1991 þegar James Darrel Willoughby steig upp á krafmikla 750 Honduna sína og hélt til vinnu. Hann var starfs- mannastjóri hjá bifreiðaumboði, giftur og tveggja bama faðir, bú- settur í smábænum Georgetown, Indianapobs, Bandaríkjunum. Er Darrel keyrði út á Georgetown Road fagnaði hann því að hann myndi komast í vinnuna áður en sólin kæmist hærra á loft, þvílíkur var hitinn. Hann gaf hjólinu vel inn og einbeitti sér að akstrinum en tók ekki eftir rauðum pallbíl sem lagt hafði verið nokkra tugi metra frá heimili hans. Pallbíllinn veitti honum eftirför. Pegar Darrel tók eftir að honum var veitt eftir- för jók hann hraðann, en þá geyst- ist pallbíllinn á mikilli ferð upp að hlið hans og skyndilega mfu fimm byssuskot morgunkyrrðina. Á sama tíma voru vaktaskipti í höfuðstöðvum lögreglunnar í hin- um rólega 20.000 manna smábæ. Morð voru mjög fátíð, 2-3 nauðg- anir á ári og þjófnaðir í lágmarki. Lögreglan var aðeins með 20 starfsmenn á sínum snærum en þrátt fyrir það var rólegt hjá þeim flestum. Klukkan var 6.34 þegar tilkynn- ing barst um bifhjólaslys. Rodney Ferguson fulltrúi var kominn á staðinn ásamt mönnum sínum innan nokkurra mínútna. Það var engum vafa undirorpið að maðurinn sem lá úti í kanti, hálfur undir mótorhjólinu, var látinn. Hann var klæddur í gallabuxur og stuttermabol sem eitt sinn hafði verið hvítur en var nú blóðugar druslur einar. Maðurinn bar skil- ríki þannig að auðvelt var að hafa uppi á ættingjum. Því var í upphafi slegið föstu að ökumaðurinn hefði misst stjóm á hjólinu á mikilli ferð og um slys væri að ræða, en þegar skothylki fannst skammt frá laut Ferguson niður að líkinu og kom auga á skotsár aftan við vinstra eyra fóm- arlambsins. Það var því sannað að eitt af örfáum morðmálum í sögu Georgetown hafði litið dagsins ljós. William Jones var yfirmaður glæpadeildar og hann var ræstur um þetta leytá. Hann hraðaði sér á vettvang og hóf vettvangsrann- sókn og þannig liðu næstu klukkustundir. Jones fór nokkmm tímum síðar til vinnustaðar eiginkonu fómar- lambsins en hún hafði þegar fregnað tíðindin. Hún var deildar- stjóri hjá auglýsingastofu og henni virtist mjög bmgðið. Hún féllst á að reyna að tala við lögregluna daginn eftir. Jones fékk það staðfest hjá vinnuveitendum Darrels að hann hefði verið samviskusamur, reglu- samur og iðinn starfskraftur. Þeir vissu ekki til að hann hefði átt í neinum vandræðum og enginn gat getið sér til um ástæðu þess að einhver hefði viljað hann feigan. Bæjarfélagið allt var sem lamað yf- ir atburðinum. Um kvöldið sama dag gaf vitni sig fram við lögregluna og sagðist hafa tekið eftir rauðum pallbíl um sex- leytið um morguninn. í honum höfðu setið tveir menn, annar um tvítugt en ökumaðurinn var eitt- hvað eldri. Farþeginnn var Ijós yf- irlitum með ljóst krullað hár og skegghýjung en hinn var jarp- hærður og skegglaus. Vitnið hafði Því var í upphafi slegið föstu að ökumaðurinn hefði misst stjóm á hjólinu á mikilli ferð og um slys væri að ræða, en þegar skothylki fannst skammt frá laut Ferguson niður að líkinu og kom auga á skotsár aftan við viiístra eyra fómarlambsins. Það var því sannað að eitt af örfáum morðmálum í sögu Georgetown hafði litið dagsins ljós. KOLD ERU KVENNARÁÐ gengið framhjá bflnum skömmu fyrir morðið og einhverra hluta vegna veitti hann mönnunum sér- staka eftirtekt. Þetta var fyrsta vísbendingin sem Jones fékk í málinu. Þegar var gef- in út viðvörun til lögreglumanna á vakt að svipast eftir rauðum pall- bíl, sennilega af Chevrolet gerð, og hjólin byijuðu hægt og rólega að snúast. Skömmu seinna barst Jones nafnlaus símhringing þar sem staðhæft var að Paula hefði verið manni sínum ótrú og átt í ástar- sambandi með vinnufélaga sínum. Sá sem hringdi sagði að Paula væri kaldlynd kona og ekki öli þar sem hún væri séð. Þessar upplýsingar leiddu til þess að Jones kallaði Paulu Willoughby á sinn fund þar sem best reynist að hamra jámið á meðan heitast er í morðmálum sem þessum. Paula var öll hin grunsamlegasta í samtalinu og bar hegðun hennar öll merki þess að hún hefði eitt- hvað að fela. öfugt við það sem Jones hafði fregnað frá vinnuveit- endum manns hennar, sagði hún að Darrel hefði þótt ósanngjam og harður í vinnunni og hann hefði rekið margan starfsmanninn fyrir litlar sakir. Það hefði aflað honum óvinsælda og jafnvel hefðu hon- um borist morðhótanir síðustu daga. Það taldi hún skýringuna á morðinu. Viðtalið rofnaði er tíu ára gamall strákur gekk inn á skrifstofu Jones og spurði hvort hann vissi hver hann væri. Jones játti því. „Einhver skaut pabba minn til bana í dag,' sagði strákurinn. Jones tók á öllu sínu til að halda andlitinu og svaraði þvingaðri röddu: „Já, ég veit það.' „Ætlarðu að lofa mér því að finna morðingjann og setja hann í fang- elsi?' spurði snáðinn. Jones játti því en í sömu svifum féll drengur- inn saman og skreið upp í kjöltu móður sinnar. Jones ákvað að nóg væri komið að sinni og leyfði mæðginunum að fara heim. Douglas Steuber. Maðurinn sem Paula var sögð í slagtogi með hét Douglas Steuber. Jones hélt til fundar við hann um kvöldið en það fyrsta sem blasti við honum í innkeyrslunni var rauður Chevrolet pallbíU. Jones lét kyrrt liggja í bih og sneri heim. Daginn eftir barst niðurstaðan úr krufningunni. Darrel hafði hlotið fjögur skotsár úr 22ja kalíbera riffli og auk þess höfðu nokkur bein brotnað. Riffillinn sem notaður var, var hljóðlátur og því kjörinn fyrir morð um hábjartan dag. Doug Steuber var 22ja ára gamaU og virtist óþroskaður eftir aldri. Þegar lögreglan reyndi að hafa uppi á honum daginn eftir kom í ljós að hann hafði ekki mætt til vinnu. Af öllum stöðum fannst hann síðar um daginn hjá hinni „syrgjandi eiginkonu', Paulu Willoughby. Hann sagði við Jones að þau væru góðir vinir en ekkert meira. Ennfremur viðurkenndi hann að eiga rauðan pallbíl og 22ja kalíbera riffil en hann hefði ekki komið nærri morðinu á Darrel. Jones kvaddi hann með þeim orðum að hann væri í vondum málum og vonaðist til að Steuber myndi játa glæp sinn og ganga í Uð með yfir- völdunum. Mat Jones var að Paula Darrel Willoughby. hefði skipulagt glæpinn og Steuber væri aðeins leiksoppur kaldrifjaðr- ar konu sem hefði haft hann í greip sinni. Ýmislegt í fari Paulu benti til þess, en enn vantaði sannanimar. Morguninn eftir var Steuber handtekinn og ákærður fyrir morð. Honum var gefinn kostur á að sýna samstarfsvilja og játa á sig verknaðinn og eftir nokkra um- hugsun ákvað hann að segja sann- leikann, enda gat það mtídað refs- ingu hans verulega, sérstaklega ef sannað þætti að Paula hefði verið prímusmótorinn á bak við verkn- aðinn. Hann hafði átt í ástarsam- bandi við Paulu um tveggja ára skeið en nýlega hafði maðurinn hennar komist að því. í kjölfarið vildi Darrel fá skilnað en Paula vildi ekki kasta öllu frá sér og upp úr því kviknaði hugmyndin hjá henni um að myrða Darrel. Til að gera langa sögu stutta þá fékk Steuber einn vin sinn til að bíða eftir Darrel morguninn örlagaríka í bfl sínum. Steuber var vopnaður riffli sem Paula hafði keypt handa honum en hlutverk félaga hans var að keyra. Það var því Steuber sem tók í gikkinn en þegar hann var spurður hver hefði skiplagt morðið svaraði hann: „Það var tví- mælalaust Paula. Og ég sé það fyrst núna að hún var aðeins að nota mig. Eftir morðið hefur hún fjarlægst mig og hún sagði mér í gær að öUu væri lokið. Ég var leik- soppur í höndum hennar. Hún er ill kona.' Vitnisburður Dougs Steuber var hljóðritaður og skjal- festur 4. júlí. Um kvöldið fór Jones heim til hinnar ungu ekkju og sagði henni að hún væri grunuð um morð á eiginmanni sínum. „Ætlarðu að handtaka mig?' spurði Paula og virtist örugg með sig. „Hvernig geturðu sannað að ég hafi átt hlut að máU?' Jones ætlaði að fara að svara henni þegar hann horfðist skyndi- lega í augu við lítinn bláeygan dreng sem starði á hann í þögulli spurn. Hann minntist loforðsins sem hann hafði gefið honum, að hann ætlaði sér að handtaka morðingja föður hans. Nú var komin upp sú staða að með því mundi hann svipta hann móður sinni einnig. Jones þurfti því að taka á honum stóra sínum til að halda embættisframkomu sinni óhaggaðri en Paula var leidd út og börnunum komið fyrir hjá ætt- ingjum. Paula neitaði alltaf staðfastlega að hafa átt nokkurn þátt í morðinu á eiginmanninum en vitnisburður bæði Steubers og Samuels Ray, ekilsins þegar morðið var framið, vitnaði gegn henni. Að auki fund- ust bréf skrifuð af Paulu, þar sem hún lagði á ráðin og hvatti Steuber til „að gera það sem sannur karl- maður verður að gera'. Við réttar- höldin steig vinkona hennar og samstarfsfélagi í stúku og sagðist hafa heyrt Paulu tala um að hún ætlaði sér að losa sig við manninn sinn án þess að missa nokkuð af sameiginlegum eigum þeirra hjóna. Auk þess mundi afgreiðslu- maður í skotvopnaverslun eftir henni, en þá hafði hún verið að leita sér að litlum riffli. Paula Willoughby var því fundin sek að því að hafa skipulagt svívirðilegan glæp með ísköldu blóði og fyrir það varð hún að gjalda. Morðið var hins vegar ekki fullkomnara en svo að þrátt fyrir að hún héldi að Steuber yrði einn ákærður fyrir morðið, þótti sekt hennar mun meiri en hans. Um þessar mundir er verið að taka málið fyrir í hæstarétti í Indi- anapolis. Paula áfrýjaði dómi und- irréttar en þar var hún sek fundin um morð og morðsamsæri og dæmd í 110 ára fangelsi. Doug Steuber fékk 65 ára dóm en getur vænst náðunar eftir 25 ár. Köld eru stundum kvennaráð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.