Tíminn - 08.12.1993, Page 4

Tíminn - 08.12.1993, Page 4
Innlent 4 Miðvikudagur 8. desember 1993 Veiðar við Svalbcirða fyrir alþjóðadómstóla? Ólafur Þ. Þórðarson hvetur til veiða við Svalbarða og segir engan landskika hafa unnist án ófriðar Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður sagði á Alþingi í gær að ef Norð- menn tækju íslensk skip vegna veiða við Svalbarða, ættu íslensk stjómvöld að tryggja að málshöfðun vegna slíks athæfis færi fram fyr- ir alþjóðlegum dómstóli. Ólafur sagði hugsanlegt að íslendingar gætu fengið að veiða óáreittir við Svalbarða, ef þeir stofnuðu fyrirtæki í Rússiandi og sendu skip í eigu þess til Svalbarða. Ólafur óskaði eftir umræðu ut- an dagskrár á Alþingi um Sval- barðamálið. Hann hóf ræðu sína á að þakka þeim íslensku sjó- mönnum, sem hófu veiðar í Smugunni og við Svalbarða. Hann gagnrýndi jafnframt ís- lensk stjómvöld fyrir stefnuleysi í þessu máli. Hið eina, sem þau hefðu gert, væri að reyna að draga kjark úr íslenskum sjó- mönnum sem hafa stundað þama veiðar. Ólafur sagði réttarstöðu Norð- manna í þessu máli veika. ís- . lensk stjómvöld eigi þess vegna að tryggja að ef Norðmenn taka íslensk skip, sem veiða við Sval- barða, fari málshöfðun fram fyrir alþjóðlegum dómstóli. Ólafur benti á að þar sem Rússar fái að veiða við Svalbarða óáreittir, sé hugsanlegt að íslendingar geti fengið að gera það sama með því að stofna fyrirtæki í Rússlandi og senda skip í eigu þess til Sval- barða. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- Ólafur Þ. ÞórSarson ráðherra sagði að lögð hefði ver- ið fram tillaga í ríkisstjórninni um að ísland gerðist aðili að Svalbarðasamkomulaginu. Eðli- legt sé að ræða þetta mál við Norðmenn og það verði gert. Hann sagði jafnframt mikilvægt að skapa samstöðu milli flokk- anna um stefnumörkun í mál- inu. Unnið sé að því að skapa slíka samstöðu og m.a. hafi verið haldnir tveir fundir með sjávar- útvegs- og utanríkismálanefnd- um Alþingis. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra Iagði einnig áherslu á samstöðu á Alþingi um málið og sagði gagnrýni á stefnu ríkisstjómarinnar í málinu ekki fallna til að styrkja samstöðuna. Fulltrúar Kvennalistans í um- ræðunni, Anna Ólafsdóttir Björnsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Iögðu áherslu á að ís- lendingar færu varlega í þessu máli og leitað yrði eftir því að leysa málin við samningaborðið. Ólafur Þ. gagnrýndi þessa af- stöðu Kvennalistans og sagði að íslendingar ættu að reyna að öðlast veiðireynslu bæði í Smug- unni og við Svalbarða. „Það em veiðar og aftur veiðar sem skipta máli á þessu svæði. Það hefur aldrei landskiki unnist við samn- ingaborð sem ekki var búið að ná áður með ófriði," sagði Ólafur Þ. -EÓ Gjald tekið af seldum búvélum Stjómvöld áforma að innheimta sérstakt gjald af öllum seldum búvélum á næsta ári. Gjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við prófanir á vélum, vinnu- og verktæknirannsóknir og fleira. Áætlað er að þetta gjald skili um 8 milljónum í ríkissjóð á næsta ári. í greinargerð með frumvarpi, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi og hefur m.a. að geyma laga- grein um þessa gjaldtöku, segir að gjaldtakan sé í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að atvinnuvegimir sjálfir kosti hluta af þeirri þjónustu sem þeir njóta. -EÓ Hafnarfjöröur Breyting á staðfestu deiliskipulagi mið- bæjar Samkvæmt ákvörðun skipulagsstjórnar ríkisins, með vísan til 17. og 18. greinar skipulags nr. 19/1964, er lýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á staðfestu deiliskipulagi miðbæjar í Hafnarfirði, dags. 1.09. ‘93. Breytingin felst í því að fýrirhugað hringtorg á gatna- mótum Reykjavíkurvegar, Vesturgötu og Fjarðargötu er fært til og breytir lögun. Strandgata er tengd inn á þetta endurhannaða hringtorg og er nú fyrirhuguð sem tví- stefnugata að Linnetstíg. Byggingarmagn er óbreytt á ráðhúsreit, en nú er gert ráð fýrir u.þ.b. 90 bílstæðum undir nýbyggingum sem eru í hönnun. Á þessum reit er gert ráð fyrir stækkun skrifstofu bæjarins, sýslumanns- embætti og héraðsdómi. Gert er ráð fyrir lítilli bensín- stöð við hringtorgið. Þessi breyting er sett inn á nýjan kortagrunn, sem sýnir áður samþykktar skipulagsbreyt- ingar og breytingar á umferðarmannvirkjum vegna nán- ari hönnunar og framkvæmda. Tillagan var samþykkt af bæjarstjórn Hafnarfjarðar 2. nóvember sl. sem breyting á staðfestu deiliskipulagi miðbæjar í Hafnarfirði frá 2.06. ‘93. Tillagan liggur frammi á afgreiðslu tæknideildar Hafnarfjarðarbæjar á Strandgötu 6 frá 3. desember 1993 til 14. janúar 1994. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til bæjarstjóra Hafnarljarðar fyrir 28. janúar 1994. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við skipulagstiilöguna inn- an tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Hafnarfirði/Reykjavík, 24. nóvember 1993. Skipulagsstjórí ríkisins. Bæjarstjórí Hafnarfjarðar. Skóksamband íslands hefur valiS eflirtalda keppendur til þátttöku í Evrópuhraöskákmóti Disney í Frakklandi. F.v. Berta Ellertsdóttir, Svava Bjarney Sigbertsdóttir, Haraldur Baldursson fararstjóri, sem jafnframt er stjórnarma&ur í Skáksambandinu, Bragi Þorfinnsson og Jón Victor Gunnarsson. Skáksnillingar framtíðar Fjórir íslenskir unglingar munu taka þátt í fyrsta Evrópuhrað- skákmóti Disney, sem fram fer í Disneygarði Evrópu í Frakklandi dagana 18. og 19. desember n.k. Alls munu fulltrúar frá 36 lönd- um keppa á mótinu sem haldið er af Alþjóðaskáksambandinu FI- DE, Disneygarði Evrópu og IBM- töl'vufyrirtækinu. Á mótinu verður keppt í tveim- ur aldursflokkum hjá báðum kynjum, 12 ára og yngri og 12- 14 ára. Fremsta skákfólk Evrópu af ungu kynslóðinni keppir á þessu móti, þar sem fastlega má reikna með að skáksnillingar framtíðar láti ljós sitt skína. Til marks um það, þá hefur forstjóri Disney-fyrirtækisins í Frakklandi sagt að hann búist við að sjá Bobby Fischer morgundagsins á þessu móti. -GRH Litháíska einka- leyfastofnunin styrkt Nýlega veitti Einkaleyfastofan litháísku einkaleyfastofnuninni, Valstybinis Patentu Biuras, styrk að upphæð einni milljón íslenskra króna. Styrknum verður varið til tölvubúnaðar hjá þessari stofnun í Litháen og kemur hann sem viðbót við framlag, sem danska einka- leyfastofnunin ráðstafar í sama skyni. Á vegum einkaleyfastofnana Norðurlanda var á síðasta ári far- ið af stað með samstarfsverkefni, er miðaði að því að hjálpa Eystrasaltsríkjunum við að byggja upp sérhæfðar skráningarskrif- stofur til að annast skráningu hugverkaréttinda, s.s. á sviði einkaleyfa, vörumerkja og hönn- unar. Norræna ráðherranefndin veitti 600 þúsund danskar krón- ur til verkefnisins, sem eingöngu var varið til námskeiða og þekk- ingarmiðlunar. Jafnframt ákváðu einkaleyfastofnanirnar að leita eftir fjárstuðningi stjórnvalda hver í sínu landi, er veija mætti til kaupa á tæknibúnaði. Það er danska einkaleyfastofn- unin, sem sér um tengsl við Iit- háen vegna verkefnisins fyrir hönd Norðurlanda og er hún jafnframt ráðgjafar- og milli- gönguaðili varðandi kaup á um- ræddum tölvubúnaði. -GRH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.