Tíminn - 21.12.1993, Page 2
2
tímimi
Priðjudagur 21. desember 1993
LEIÐARI
Erfðavísar og mannréttindi
S
Iliðinni viku bárust fréttir af því að franskir vísindamenn hefðu birt nær
fullgert kort af erfðavísasamsetningu mannslíkamans. Reuterfréttastof-
an hafði það eftir Francois Gros, erfðafræðingi og ritara frönsku vísinda-
akdemíunnar að ,Með þessu hefði verið stigið fyrsta skrefið til þess að leita
uppi og skilgreina erfðavísa sem ráða alvarlegum erfðasjúkdómum/
Deilt er um mikilvægi þessa framtaks en öllum ætti að vera ljóst að við
höfum færst skrefi nær því að gegnumlýsa manninn. Fjöldi siðferðilegra
vandamála siglir í kjölfar þessa vísindaafreks og í framtíðinni verður senni-
lega litið á þennan atburð sem upphaf nýrrar aldar í sögu mannsins.
Upplýsingamar sem erfðakortið kemur til með að veita í framtíðinni
eiga eftir að auðvelda rannsóknir á sjúkdómsvaldandi erfðavísum og grein-
ing áhættuerfðavísa á eftir að aukast. Pær munu auðvelda mönnum að
flokka fólk í áhættuhópa þótt fyrirsjáanlegt sé að fjöldi óvissuþátta muni
draga úr gildi slíkra spásagna. í nánustu framtíð eru litlar líkur til þess að
hægt verði að stunda lækningar byggðar á upplýsingum kortsins. Og ef vart
verður við erfðasjúkdóma í fóstri er lítið annað að gera en að mæla með
fóstureyðingu.
En hvaða siðferðilegu vandmál eru það sem fylgja þessari kortlagningu
erfðavísa? Af hveiju þurfum við að vera á varðbergj gagnvart líffræðilegum
upplýsingum um manninn?
Nútímá hugmyndir um mannréttindi ganga útfrá því að vemda beri
einkalíf fólks sem framast er kostur. Erfðavísispróf opnar leið að innsta
kjama mannslíkamns og sú spuming hlýtur að vakna hvort notkun upplýs-
inga sem þannig fást bijóti gegn grundvallar mannréttindum.
Áhættusvæðin fyrir mannréttindabrot í sambandi við slík próf em:
- Að fengnar séu upplýsingar án vitundar þess sem gengst undir prófið.
- Að til séu gögn um afbrigðilega („gallaða") erfðavísa fólks án þess að
hægt sé að segja til um það hvaða gjldi slíkar upplýsingar hafa þegar fram
líða stundir.
- Að hægt sé með óeðlilegum hætti að afla upplýsinga um skyldleika
fólks.
- Að borin séu kennsl á fólk að ástæðulausu án þess að það hafi óskað
eftir slíku.
Þrátt fyrir þessi gráu svæði í kortlagningu erfðavísanna má ekki horfa
fram hjá jákvæðum þáttum málsins. Erfðavísakortið á eftir að auðvelda
greiningu arfgengra sjúkdóma í framtíðinni og auka þannig líkumar á að
hægt sé að lækna fólk. Auðveldara verður að komast að því hvaða um-
hverfisþættir hafa slæm áhrif á erfðavísa mannsins. Og síðast en ekki síst
dregur kortlagningin úr hættunni á að sakbomingar verði dæmdir saklaus-
ir. Á því máii er þó önnur hlið. Sú hætta er fyrir hendi að dómarar hætti að
krefjast hefðbundinna sönnunargagna í trausti þess að erfðavísamir segi til
um sekt ákærða eða sakleysi. Önnur hætta og ekki minni er að í framtíðinni
verði fólki með erfðagalla gert erfitt um vik að fá vinnu þar sem krafist er
upplýsinga um erfðavísakort viðkomandi. Einnig er líklegt að tryggingaf élög
óski eftir erfðafræðilegum upplýsingum þegar fólk óskar eftir því að fá
keypta líftryggingu. Þannig gæti myndast ný lágstétt fólks sem teldist vera
með einhverskonar erfðagalla.
í grein Sigurðar Ingvarssonar „Rannsóknir á erfðamengi mannsins' sem
birtist í Tímanum í dag bendir hann á að sú siðfræðilega umræða sem orðið
hefur í sambandi við rannsóknir á erfðavísum og staðsetningu þeirra hafi
aðallega snúist um áhyggjur fólks af því að hægt sé að misnota þær upplýs-
ingar sem fást með þessum hætti. Sigurður telur nauðsynlegt að hefja fræð-
andi umræðu um mögulegar lækningar á erfðavísum til að fyrirbyggja ó-
þarfa áhyggjur vegna þekkingaskorts. Undir þau orð skal tekið og er hér
með skorað á stjómvöld að bregðast við nýrri tækni með viðeigandi hætti.
Erfðarriertgi mannsins
SIGURÐUR INGVARSSON,
erfðafræðingur, Dr.Med.Sc.
Að undanfömu hefur farið
fram talsverð umfjöllun um
kortlagningu á erfðaefni
mannsins. Ástæðan fyrir þessu er
samantekt franskra vísindamanna á
nýju korti erfðamengisins (heildar-
magn erfðaefnis í hverri frumu). Við
þetta hafa vaknað ýmsar spumingar
um hvemig aðferðir erfðaverkfræð-
innar geti nýst í heilbrigðisþjónustu.
Hér á eftir verður lauslega vikið að
nokkxum þáttum í aðferðafræði
erfðaverkfræðinnar, rannsóknum á
erfðamengi m.t.t. sjúkdóma og drep-
ið á siðfræðilegar spumingar sem
vakna við hraðvaxandi þekkingu á
erfðasjúkdómum.
Erfðaverkfræði byggir á að hægt
sé að einangra erfðaefni (DNA), búta
það niður og skeyta saman á ýmsa
lund. Einnig er hægt að búa til í til-
raunaglasi stutta búta erfðaefnis og
skeyta saman við aðrar DNA raðir.
Þetta þýðir að hægt er að skeyta
tveim genum saman, stjómröð eins
gens og táknröð annars. Stjómröð
ræður hvar (í hvaða frumum) og
hvenær gen er virkt og táknröð á-
kvarðar byggingu og starfsemi
próteinsins sem genið framleiðir.
Hægt er að einangra gen (klóna, ein-
rækta) með aðferðum erfðaverk-
fræðinnar og rannsaka það síðan
frekar. Flytja má gen milli fmma í
frumurækt og einnig koma því inn í
erfðamengj lífvera (aðallega gert við
mýs). Þetta þýðir að hægt er að inn-
lima virk gen í frumur í stað
skemmdra gena sem valda sjúkdóm-
um. í nokkrum mæh hefur verið
hægt að bæta skemmd gen í músum
en vinnan er enn á tilraunastigi.
f dag er verið að gæla við hug-
myndir um genalækningar en þessar
aðferðir gefa enn ekki nógu stöðugt
ástand á virkni gena sem flutt hafa
verið inn í frumur. Einnig hefur ver-
ið erfitt að stýra örlögum slíkra
fruma er þær hafa verið settar inn í
líkamann. Tekist hefur að bæta ein-
falda ensímgalla en ekki er hægt að
tala um lækningu, því áhrif vara að-
eins í stuttan tíma. f flestum tilfellum
eru genin í erfðamengi mannsins
ekki þekkt, þar meðtalin þau sem
eru áhættugen sjúkdóma. Því er þörf
á ítarlegum rannsóknum á byggingu
og starfsemi gena. Við aukna þekk-
ingu á byggingu og starfsemi á-
hættugena sjúkdóma vakna hug-
myndir um að hægt sé að gera við
skemmdir í viðkomandi genum.
Ekki er vitað hvað mörg gen eru í
erfðamengi mannsins en oft er talan
100.000 nefnd. Aðeins örlítill hluti
genamengisins er gen (sjá skýringar-
mynd). Þetta þýðir að erfðamengi
mannsins er mjög stórt og erfitt er að
rannsaka það í heild sinni. Ekki er
búið að einrækta nema h'tið brot af
genum mannsins og fæst þeirra hafa
verið rannsökuð til hlítar.
Lokatakmark í rannsóknum hvers
gens (þegar búið er að einrækta það)
er að kortleggja hvar það situr í
erfðamenginu, skoða í hvaða frum-
um og vefjum það er virkt, hver er
bygging próteinsins sem það fram-
leiðir, hvað stjómar virkni gensins.
Vissar upplýsingar um það tvennt
síðastnefnda fást með því að rað-
greina genið, þ.e. greina hveija ein-
ustu byggingareiningu DNAsins.
Byggingareiningar DNAs gefa upp-
lýsingar um byggingareiningar
(amínósýrur) þess próteins sem það
framleiðir og þar með er hægt að spá
fyrir um byggingu og starfsemi
próteinsins. Áhættugen sjúkdóma
eru talin nokkur þúsund (-4.000).
Skemmdir í þessum genum greinast
með því að skoða byggingu erfðaefn-
is. Mörg þessara áhættugena valda
erfðasjúkdómum. í fæstum tilfellum
eru genin þekkt sem valda erfðasjúk-
dómunum, en í nokkrum þó. Oft er
búið að kortleggja hvar áhættugen
situr á genakorti mannsins þó genið
sjálft sé ekki þekkt. Þetta er gert með
erfðamörkum af ýmsum gerðum.
Þess vegna er mikilvægt að hafa gott
kort af erfðamengj mánnsins.
Alþjóðleg samvinna um rann-
sóknir á erfðamengi mannsins á
upptök sín í Bandaríkjunum en
mjög mikilvæg starfsemi fer fram í
Evrópu. Starfsemin í Bandaríkjun-
um hefur verið nefnd HUGO (hum-
an genome organization), sú Evr-
ópska HGA (human genome analys-
is) og sú norræna "Nordic Genome
Initiative". Lokatakmarkið er að rað-
greina allt erfðamengið, en ljóst er að
slikt tekur óratíma, ef það verður
nokkum tíma framkvæmanlegt.
Hvaða erfðamengi á að raðgreina? í
mér eða þér? Sumir vilja halda sig
við að raðgreina eingöngu það erfða-
efni sem framleiðir prótein, en það
erfðaefni er mjög líkt milli einstak-
linga. Ef það er gert vantar samt
mjög mikilvægar upplýsingar t.d.
um hvað stjómar virkni gena.
Áður en gen eru einangruð og
raðgreind er mikilvægt að kortleggja
erfðamengið (bæði m.t.t. gena og
erfðamarka), en áframhaldandi
vinna byggir á góðu korti. Núver-
andi samantekt af erfðamenginu í
formi korts, er oft nefnt genakort.
Þetta er rangnefni í vissum skilningi
því ekki er búið að kortleggja nema
h'tinn hluta af genum erfðamengis-
ins. Kortið byggir frekar á sérstökum
þekktum einkennum í genameng-
inu, svokölluðum erfðamörkum.
Samt sem áður mun kortlagningin á
erfðamörkunum auðvelda rann-
sóknir á genum í framtíðinni, en
mikilvægt er að þekkja tengsl ein-
stakra gena við þekkt erfðamörk.
Einkum eru tvær nálganir notaðar
til að kortleggja erfðamengi.
1) Erfðakort (genetic map). Það
byggir á erfðum milli kynslóða og
endurröðunartíðni erfðaefnis í
þroska kynfruma. Erfðakortlagning
er gerð með tölfræðilegri úrvinnslu,
sem nefnist tengslagreining (tengsl
milli tveggja erfðamarka). Því oftar
sem endurröðun verður milh
tveggja erfðamarka því fjær eru þeir
innbyrðis á erfðakortinu. Nákvæmt
erfðakort mannsins var birt í vís-
indatímaritinu Nature á síðasta ári.
2) Eðliskort (physical map). Mæli-
eining eðliskorts eru litningabönd
eða byggingareiningar einrækta
erfðaefnis. Fyrsta eðhskort af erfða-
menginu var nýlega birt í sama tíma-
riti og vakti mikla athygli. Vinnan
byggir á að skeytt er saman stórum
bútum af erfðaefni úr mönnum við
htninga gerfruma. Hver bútur inni-
heldur nokkur gen og með því að
kortleggja 33.000 slíka búta með
erfðamörkum hefur fundist skörun
milli þeinra og nokkuð samfeht kort
hefur verið hannað. Eðhskortlagn-
ingin hefur það fram yfir erfðakort-
lagninguna að kortið auðveldar okk-
ur að nálgast (einrækta) genin í til-
raunaglasinu. Eðliskortlagningin vís-
ar beint til tilbúinna genasafna en úr
þeim er hægt að einangra gen.
Genasöfn mannsins eru mörg og
ekkert þeirra fullkomið. Þar sem
erfðamengi mannsins er mjög stórt
hafa gervflitningar úr gerfrumum
verið notaðir til að hanna genasöfn.
Slíkar genafeijur (vektorar) hafa
talsvert framyfir eldri genafeijur (t.d.
veiruUtninga eða bakteríuplasmíð)
einkum það að gerfrumuUtningarnir
taka mun stærra magn af erfðaefni
inn og eru því hentugir til að kort-
leggja stór erfðamengi. Talsverðir
annmarkar eru á gerfrumuUtning-
unum, því mikið er um endurraðan-
ir og tap á erfðaefni. Þ.e. eðhskort-
lagningin á eftir að veita góðar upp-
lýsingar til að einangra og rannsaka
áður óþekkt gen, þar á meðal á-
hættugen sjúkdóma, hraði á rann-
sóknum á eftir að aukast miðað við
þær forsendur sem hafa verið til
fram að þessu. Heildarupplýsingam-
ar um eðUskortið koma ekki frctm í
Nature greininni en em aðgengileg-
ar á tölvuneti og íslenskar rann-
sóknastofur eiga aðgang að þessum
upplýsingum. Á íslenskum rann-
sóknastofum hefur gagnabanki með
upplýsingum um erfðamörk nýst
vel, en hér er verið að vinna við
kortlagningu á takmörkuðum svæð-
um í erfðamenginu í tengslum við
erfðasjúkdóma.
Greining áhættugena sjúkdóma á
eftir að aukast í framtíðinni. Sið-
fræðileg umræða hefur komið upp,
einkum em áhyggjur um að hægt sé
að misnota upplýsingamar. Oftast er
ekki hægt að veita neina læknismeð-
ferð en ef genagallinn greinist á fóst-
urstigi er hugsanlegt að mæla með
fóstureyðingu. Þeir sem vinna í fag-
inu gera sér grein fyrir siðfræðilegum
vandamálum í sambandi við þetta,
en flestir em sammála um að svipuð
umræða eigi við hér ems og um aðra
hátæknilæknisfræði. Bent skal á að
Utningarannsóknir hafa verið stund-
aðar í áratugi, m.a. til að mæla auka-
Utning sem veldur Downs sjúkdómi
(mongoUsma). Nokkur dæmi um
greiningu erfðasjúkdóma á íslandi
með DNA mælingu em: heilablæð-
ing, beinbrotasýki, dreyrasýki.
Einnig vakna upp margar aðrar
siðfræðilegar spumingar í umræð-
unni um genalækningar. Flestir hafa
þó minni áhyggjur af lækningum á
einstökum frumum í vefjum Ukam-
ans og telja að almenn umræða um
hátæknilæknisfræði eigi einnig við
hér. Flestir em einnig sammála um
að ekki beri að reyna genalækningar
þar sem skemmdir em í kímlínu.
Kímlínuskemmd er gaUi í erfðaefni
allra fruma líkamans, þ.á.m. í kyn-
fmmum og erfist á milU kynslóða.
Tækni í dag gefur ekki kost á að bæta
gaUa í erfðaefni kynfruma og því em
þetta kannski óþarfa áhyggjur, betra
væri að hafa fræðandi umræðu um
genalækningar í einstaka vefjum til
að fyrirbyggja óþarfa áhyggjur sem
em tíl staðar vegna þekkingarskorts.