Tíminn - 21.12.1993, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.12.1993, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur21. desember 1993 BÓKMENNTIR HALLDÓR KRISTJÁNSSON Tímarit Þjóðvinafélags Andvari, Tímarit Hins íslenska þjóðvinafélags. Hundraðasta og átjánda ár. Ritstjóri: Gunnar Stefánsson. Hér verðúr því sleppt, sem nokkur ástæða væri til, að svara þeirri spum- ingu hvað þetta Þjóðvinafélag væri. En nokkur orð frá ritstjóra fremst í þessu hefti skýra frá því að Bókaút- gáfa Menningarsjóðs var lögð niður 1992, en „settur á stofn nýr menn- ingarsjóður' og segir ritstjórinn að þetta mál sé „dæmi um það hvemig pólitíska valdið í landinu fer með op- inberar menningarstofnanir". Höfuðritgerð þessa Andvara er um Pálma Jónsson, sem kenndur er við Hagkaup, og er Hannes Hólmsteinn Gissurarson höfundur. Hann gerir grein fyrir fólki Pálma, frændliði í föður- og móðurætt og niðja sem fæddir vora er greinin var samin. Hannesi tekst að gera athyglisverða mynd af sérstökum manni, sem kaupmennskan var næstum ástríða og lífsnautn. Vilmundur landlæknir sagði að Pálmi hefði séð og sýnt að hægt var að græða á því að selja ódýrt. U1 þess að það yrði gróðavegur var nauðsyn- legt að gera hagstæð innkaup og halda kostnaði niðri. Það var alla tíð stefna Pálma Jónssonar. Hannes segir frá baráttu Pálma við ýmsar reglur sem þrengdu að versl- un, svo sem reglur um opnunartíma og fleira. Honum verður skrafdrjúgt um Kringluna og virðist telja hana byggða af framsýni og raunsæi. Hann rifjar upp að þegar lóð undir Kringl- una var samþykkt í borgarstjóm, var bent á að verið væri að opna „5 þús- und fermetra stórmarkað í Holta- görðum' og „Vöramarkaðurinn hefði nýlega opnað 2 þúsund fer- metra verslun'. Sumum þótti þetta ógætileg fjárfesting svona í einu. Hannes segir að þeirri deilu hafi lokið svo að „Kringlan stóð uppi eins og sigurbogj í tilefni harðrar baráttu þar sem allir héldu þó lífi'. Hér vantar nokkuð í söguna. Hannes víkur að því að Hagkaups- menn hafi strítt í ströngu með útveg- un lánsfjár til að koma Kringlu sinni upp. Hann getur þess ekki að Albert Guðmundsson fjármálaráðherra kom þeim til liðs á þrautastund og lét ÁTVR kaupa verslunarpláss fyrir 50 milljónir króna. Þá örvaðist salan, því að margir kaupsýslumenn töldu hag- kvæmt að eiga sína verslun nærri áfengissölunni. Hitt er vangá hjá Hannesi að deilu hafi lokið svo að allir hafi lífi haldið. Fimm þúsund fermetra verslunin í Holtagörðum er dauð. Vöramarkað- urinn komst hjá gjaldþroti, þar sem vinsamlegur ráðherra lét ríkið kaupa húseignir hans við Ármúla til heil- brigðisþjónustu. Fjöldi annarra versl- ana hafa komist í þrot og halda ekki lífi. í mínum huga er Kringlan hróp- legasta dæmi um offjárfestingu í landinu síðustu áratugi og þar með dæmi um blinda slysni þar sem markaðslögmálin fá að fara sínu fram stjómlaust, hvort sem er í versl- un eða öðra. Að segja að því stríði hafi lokið svo að allir hafi lífi haldið er mikil blindni. Tryggvi Gíslason skólameistari á í Andvara grein um Evrópubandalag- ið. Þar era skipulega rakin tildrög þess og saga og hugmyndir í því sam- bandi. Við höfum heyrt að fróðir menn ættu að upplýsa okkur fáfróða um Evrópumálin. Það eru frómar óskir, en ætla má að þegar menn hafa lesið grein Tryggva sé þeim ljóst að enginn geti svarað, því að enginn veit hvað framundan er í Evrópu- málum. Þar hafa ýmsir þeir, sem best og mest ættu að vita, sagt sitthvað sem þeir geta ekki staðið við, svo sem hugsanleg frávik eða undanþágur einstakra þjóða. Það er t.d. óséð og SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON Míkill fróðleikur dreginn á land Þórður Tómasson: Sjósókn og sjávarfang — Baráttan við brimsanda. Formála ritaði Þór Magnússon þjóðminjavörður. Bókaútgáfan Öm og örlygur 1993. Þórður Tómasson hefur skrifað mörg rit, sem snerta menningar-, at- vinnu- og persónusögu í Skaftafells-, Rangárvalla- og Ámessýslum. Auk þess hefur hann gefið út gagnmerk rit Eyjólfs Guðmundssonar á Hvoli. En þar að auki hefur hann komið upp og annast eitt merkasta þjóð- menningarsafn hér á landi, Byggða- safnið á Skógum. Það væri ekki það sem það er, ef Þórðar Tómassonar hefði þar ekki notið. Hann er einhver fróðasti kunnáttumaður og fræði- maður um foma búskaparhætti og einnig um sjávarhætti. Fomólfur (Jón Þorkelsson) kveður í Vísnakveri 1923: „Ég hef morrað mest við það / að marka og draga á land / og koma því undan kólgu, svo / það kefði ekki allt í sand....' Þórður Tómasson hefur verið manna iðnast- ur að draga á land og koma liðnum búskapar- og sjávarháttum undan sjó gleymskunnar. Þessar línur gætu verið mottó nýjustu bókar Þórðar: Sjósókn og sjávarfang. Sviðið er brimsandar Suðurlands og sjósókn þaðan. Svo til hafnlaus ströndin hamlaði ekki sjósókn forfeðranna, þeir sóttu fast sjóinn eins og annars staðar umhverfis landið, en Suður- land hafði sérstöðu um ýmsa sjávar- hætti vegna aðstæðna. Höfundurinn skrifar inngang þar sem hann rekur hvaðan hann hefur heimildir um þessa horfnu sjávar- hætti og aðra búskaparhætti. Hann skrifar: „f heimabyggð minni undir Eyjafjöllum var mcU’gt gamalt fólk er ég var að vaxa á legg, það elsta fætt um miðja 19. öld, sumt sjófrótt.' Höfundur segir frá starfi sínu við að afla heimilda um fyrri tíða búskapar- hætti og með því flutu sjóhættir. Efn- ið óx við samtöl manna og kvenna sem mundu og sögðu frá búskapar- og sjóháttum. Sumt af þessu efni hef- ur birst í fyrri ritum höfundar, en margt var óbirt. Efnið var orðið það mikið um sjóhætti að höfundur ákvað að birta það í heild og hér er það birt. Höfundur nefnir ritíð laus- tengda þætti, bundna við svæðið milli Lónsheiðar og Þjórsár „eða við brimsandana sunnlensku sem höfðu um margt sérstöðu í sjósókn'. Höfundur bar gæfu til að bjarga frá eyðingu eða koma því efni „undan kólgu, svo / það kefði ekki allt í sand'. Hann bjargaði skipum, hins gamla brimsandalags, skipum smíð- uðum að aðstæðum. Og hann bjarg- Þóröur Tómasson. ar fleira í þessu efnismikla riti um sérleik vinnubragða, tækja og tækni við sjósetningu og lendingu. Hér er kominn mikill og sérstæður fróðleik- ur um sjóhættí og verklag sem hvergi tíðkuðust nema við brimsanda Suð- urlands. Höfundur kemur þessum sérstæða fróðleik mjög vel til skila og leitast við að tíunda hvert tæki og tól, vinnu að aflanum í landi, geymslu og fisknytjar, eða nytjar hinna ýmsu lagardýra. Ritið skiptist í nokkra kafla: Skip og skipasmíði, þar er lýst brimsandalagi skipa, gerðum og skipsnöfnum, lýst nánar nokkram þekktum happa- fleytum; áhöld og sjóklæði næsti kafli, síðan lýsingarnar á sjó og í landi. Slysfarabálkur, guðhræðsla og þjóðtrú, þetta er mjög vel skrifaður þáttur, höfundur skilur viðhorf þeirra tíma til guðhræðslu (pietas) og sýnir samþættingu trúar og atvinnu- hátta. Síðan koma þættir af mönn- um, sjósóknuram og formönnum, sem voru uppi fram undir okkar daga, og loks bókarauki, úr fyrri skrifum höfundar um þessi efni. Rit- ið er persónusaga, enda er manna- nafnaskrá í bókarlok 10 blaðsíður þrídálka, atriðisorðaskrá og staðaskrá fylgja. í ritinu er samankominn geysilegur fróðleikur, sem finnst ekki annars staðar. Nákvæmni höfundarins og vandvirkni ásamt þekkingu á við- fangsefnunum og mannlífi almennt á þessum slóðum markar alla frá- sögnina og lýsingarnar. Ef ætti að líkja þessum skrifum við önnur, sem birst hafa um og eftir miðbik þessarar aldar, þá ber helst að jafna henni við rit sveitunga höfundar, Eyjólfs á Hvoli. Málfarið er hnitmiðað og blessunarlega eðlilegt, frábragðið tildurslegu orðalagi eða leiðinda skrúðmælgi, sem sumir höfundar temja sér, einhverskonar skólabóka- bjálfastíl. BÆKUR Heitbaugurinn Ut er komin bókin Heitbaug- urinn eftir Þorstein Stefáns- son. Þorsteinn er borinn og barnfæddur Austfirðingur, fæddur árið 1912 að Nesi í Loðmundarfirði. Fyrsta bók hans, Frá öðrum hnetti, kom út árið 1935 og sama ár stefni Þorsteinn fleyi sínu til Danmerkur. Þar kom út bók hans Dalen árið 1942 og fyrir þá bók fékk harrn H.C. And- ersen-verðlaunin. Þessi verðlaun voru veitt höfundum undir 35 ára aldri og var þeim fyrst úthlutað árið 1930 í tilefni 125 ára afmælis H.C. Andersen. Dalurinn kom síðan út í íslenskri þýðingu Friðjóns Stefáns- sonar, bróður Þorsteins, árið 1944. Framtíðin gullna kom út hjá Ox- ford University Press árið 1974 og í Bandaríkjunum 1977. Bókin hefur verið þýdd á fleiri tungumál, m.a. þýsku og hollensku. Heitbaugurinn kom fyrst út árið 1976 hjá Oxford University Press undir nafninu The Engagement Ring. Bókin kom síðan árið eftir á dönsku undir nafninu Forlovels- esringen, og nú hefur Þorsteinn þýtt bókina á íslensku. Heitbaugurinn hefur fengið mjög góða dónia. Krist- mann Guðmundsson skrifaði um bókina í Morgunblaðið í október 1977 og bar á hana mikið lof, og einn danskur ritdómandi komst svo að orði: „... Tungutak höfundar er einfalt og einmitt þess vegna svo tært. TitiU- inn er bæði táknrænn og afar nálæg- ur raunveraleUcanum. Hann dregur fram það sem er ævarandi, en er samt sem áður að einhvetju leyti fyr- irlitið í hinum harða og tílfinninga- snauða heimi. Þorsteinn Stefánsson væri sannarlega verðugur bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs.' Birgitte Hovrings Biblioteksforlag, sem rekið var af Þorsteini og konu hans Birgitte Hovring, gaf út margar íslenskar skáldsögur og bamabækur og var það Þorsteinn sem þýddi bæk- umai á dönsku. Birgitte Hovring lést árið 1978 og árin þar á eftir sendi Þorsteinn frá sér þrjár ljóðabækur undir nafninu Du som kom, þar sem höfundur sækir að miklu leyti efnivið í samband þeirra. Þorsteinn Stefánsson. Árið 1991 kom út á íslensku ung- lingasagan Grettir sterki, sem Þor- steinn skrifaði á ensku. Sagan byggir á Grettissögu, en er umskrifuð og inn óvitað hvort Svíar og Finnar fengju að halda einkasölu áfengis innan EB. Trúlega er harla margt í óvissu og verður þangað til dómstóll banda- lagsins hefur kveðið upp dóm í próf- máli. Ritgerð Tryggva er vissulega sam- boðin riti Þjóðvinafélags. Annað efni Andvara er bók- menntalegt. Það era allt vel læsilegar greinar um þætti úr sögu og verkum mætra höfunda: Gríms Thomsen, Jóns Trausta, Gunnars Gunnarsson- ar, Stephans G., Þórarins Bjömsson- ar og höfunda fombókmennta. Allt er það fróðlegt og vekjandi til um- hugsunar þeim, sem unna íslenskum bókmenntum og menningu þessarar þjóðar. Menningarsjóður hinn nýi styrkir útgáfu Andvara. Ástæða er til að óska þess að framhald verði á útgáfu þessa rits, þar sem allt er í heiminum hverfult. Þórður Tómasson telst til þess hóps íslenskra fræðimanna, sem skil- merkilegast hafa ritað um mannlíf fyrri aldar og sem þekkja af eigin raun þá hættí, sem þá tíðkuðust, og fólk þeirra tíma. Hófsemi og kurteisi einkennir stflsmáta þeirra. Þekking þeirra á lifnaðarháttum og háttsemi er eðlilega mismunandi, atvinnu- háttum og þekkingu á verkfærum og tækni, en óhætt er að fullyrða að Þórður Tómasson hefur til að bera meiri þekkingu í þeim greinum en almenn er. Mikill fjöldi samtíma mynda er birt- ur í texta, af tækjum, bátum og em- staklingum. Myndefnið aðlagast textanum. Það er ekki síst mikill fengur að bók Þórðar, vegna þess að hann fjallar um takmarkað land- fræðilegt svið, sem hann gjörþekkir, og þjóðháttalýsingar hans verða því dýpri og gjörtækari fyrir bragðið. Hér skrifar maður um efni sem hann gjörþekkir. Höfundur þakkar í for- mála þeim, sem stutt hafa útgáfu bókarinnar, þ.á m. Örlygi Hálfdanar- syni, „sem hefur gefið þjóðinni veg- legar útgáfur mikilsverðra heimildar- rita í þjóðfræði'. Rit Þórðar Tómas- sonar telst vissulega til þeirra veglegu heimildarrita um íslenska þjóðfræði og af merkara taginu. í hana bætt persónum sem gefa sög- unni nýtt sjónarhom. Árið 1992 gaf Þorsteinn út bók sína Horft tfl lands, sem byggir á endurminning- um skáldsins frá uppvaxtarárum sín- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.