Tíminn - 06.01.1994, Qupperneq 1
STOFNAÐUR 1917
Stakkholti 4
Inngangur frá
Brautarholti
78. árgangur
Fimmtudagur 6. janúar 1994
3. tölublað 1994
Allt umfram 7-10 daga verkfall skapar
mikinn vanda:
Viöræðuslit í
sjómannadeilu
Síödegis í gær slitnaði upp úr
kjaraviðræðum sjómanna og
útgerðarmanna. Þaö var krafa
sjómanna um markaösteng-
ingu fiskverös sem olli því að
upp úr sauð. Forsætísráðherra
sagöi í gær aö hann útilokaði
ekki aö lög yröu sett um þann
þátt kjaradeilunnar sem varð-
ar kaup og sölu á kvóta.
Menn vora sumir hverjir reið-
ir þegar þeir gengu af samn-
ingafundi í gær. Einn eða tveir
skelltu hurðum og var því ekki
um annað að gera fyrir sátta-
semjara en að slíta fundi.
Eftir atburði gærdagsins era
menn svarstsýnir á að verkfalliö
verði stutt. Sýnt þykir að þrýst-
ingur muni aukast á að stjóm-
völd komi að málinu með ein-
um eða öðram hætti. Fulltrúar
sjómanna gengu einmitt á fund
forsætisráðherra í gær til að
gera honum grein fyrir stöð-
unni.
„Það er almennt talaö að þetta
verði mjög erfitt ef verkfallið
dregst á langinn. Menn þola al-
veg verkfall í viku og jafnvel í
tíu daga, en allt umfram það
skapar mikil og mörg vanda-
mál. Fólk er skilningsríkt fyrstu
dagana en eftir það fer að koma
pirringur í það," segir Grétar
Friðriksson, framkvæmdastjóri
hjá Fiskmarkaöi Hafnarfjaröar.
I gærmorgun vora seld á mark-
aðnum alls um 15 tonn úr smá-
bátum. Sem dæmi um verð þá
seldust sex tonn af óslægðri ýsu
á 191 krónu kílóið og sjö tonn
af óslægðum þorski á 117 krón-
ur kílóiö. Þetta verð á ýsunni
samsvarar því að kílóið af
slægðri ýsu hafi farið á 240
krónur.
Grétar segir að helstu kaup-
endur séu þeir sem era í út-
flutningi á ferskum fiski og þeir
skáki yfirleitt þeim sem era að
kaupa í fiskbúðimar. Ýsan af
trillunum hefur verið það sem
kallað er góð í soðningu en
línuþorskurinn þetta um tvö
kíló, eða eins og hefðbundinn
togarafiskur að þyngd.
„Ég held að þeir fái um 700
krónur fyrir kílóið úti. Verðið
þama úti miðast þessa dagana
við verðið héma heima. Það er
mikil eftirspum eftir fiski og
mér skilst að eini ferski fiskur-
inn sem kemur á markað í
Bandaríkjunum sé frá íslandi.
Þannig aö markaðurinn þama
úti er bullandi góður og búinn
að vera það síðan í haust," segir
framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs
Hafnarfjaröar.
Enn sem komið er fátt sem
bendir til þess að fiskur hafi
komið á markaðinn að vestan.
Grétar segir að mörg vestfirsku
skipanna séu bimdin sínum
húsum, auk þess sé fiskmarkaö-
ur t.d. á ísafirði, Patreksfirði og
víðar. -grh
Margrét Tómasdóttir dýfir sér í pappírsflóöiö.
A tvinnuleysistryggingasjóbur:
Starfsfólkið ab
drukkna í pappír
„Viö emm vanmönnuö og er-
um að drukkna héma í papp-
ír og þaö sér varla í okkur
'vegna þess að héma er allt
handunnið. Vikulega afgreiö-
um við yfir eitt þúsund ein-
staklinga fyrir utan allt það
sem viö fáum hingað frá
verkalýðsfélögunum. En þaö
er verið að tölvuvæða hjá okk-
ur og sennilega fáum við kerf-
iö inn um helgina, sem hefði
átt að vera komið fyrir tveim-
ur ámm," segir Margrét Tóm-
asdóttir hjá Atvinnuleysis-
tryggingasjóði.
Formabur Framsóknarflokksins segir ekkert hugab ab framtíb Keflavíkur og litla stob í ab
sníkja hernabarumsvif út úr Bandaríkjmönnum þegar þeir vilji sjálfir fara frá Keflavík:
Utanríkisráðherra með
allt niður um sig
Steingrímur Hermannsson, for-
maöur Framsóknarflokksins,
segir það dapurlegt að utanrík-
isráöherra skuli ganga meb
betlistaf á hendur Bandaríkja-
mönnum og til þess ab krefjast
aukinna hemaðammsvifa á ís-
landi á fribartímum. Nibur-
staða viöræðnanna um framtíb
vamarliðsins í Keflavík sýni, ab
stjómvöld gangi frá borði með
allt niður um sig varðandi
framtíbarstarfsemi á Keflavík-
urflugvelli.
„Ég lít á þetta samkomulag sem
bráðabirgðagjörning og mér
finnst heldur lítib leggjast fyrir
okkur íslendinga að hafa sníkt
þetta út úr Bandaríkjamönnum,
sem augljóslega vilja flytja F-15
flugsveitina í burtu og telja það
óhætt af öryggisástæbum," segir
Steingrímur Hermannsson.
Samkomulag utanríkisráðherra
og vamarmálaráðherra um fram-
tíð vamarliðsins er einimgis til
tveggja ára. Steingrímur segir það
liggja ljóst fyrir aö íslendingar
verði í framtíðinni ab taka alfarið
viö rekstri Keflavíkurflugvallar og
til þess að undirbúa það hafi ís-
lensk stjómvöld lítiö sem ekkert
gert.
„Samkomulagib til tveggja ára
sýnir mér ab Bandaríkjamenn era
ákveðnir í að flytja flugsveitina í
burtu og hafa bara fyrir grát-
beiðni utanríkisráöherra fallist á
að fresta því. Viö erum famir að
leggjast ansi lágt því einu sinni
var það samkomulag allra abila
um það að hér yTði ekki her á
friðartímum.
Við fáum tveggja ára frest til
þess að búa okkur undir ab taka
við flugvellinum. Vitanlega hefb-
um viö átt að gera það miklu fyrr.
Við verðum að snúa okkur aö því
af fullum krafti ab gera Keflavík-
urflugvöll að því fyrirtæki, sem
skapar atvinnu og fjárstreymi inn
í landiö, sem hann getur orðið."
Steingrímur segir lítrið sem ekki
neitt hafa veriö gert til þess að
reyna að finna Keflavíkurflugvelli
rekstrargrandvöll með hliösjón
af því aö bandaríski herinn hverfi
héöan?
„Lendingargjöld hér era mjög
há. Sömuleiðis hefur öll aöstaða
til umskipunar og geymslu á vör-
um verib léleg og fyrst og fremst í
höndum Flugleiða. Þetta hefur
fælt önnur flugfélög frá. Það þarf
að stofna rekstrarfélag um flug-
völlinn og gefa því mjög frjálsar
hendur til þess að ráöa lendingar-
gjöldum og skapa aðstöðu til aö
taka á móti erlendum flugfélög-
um. Ég er ekki í nokkram vafa um
að Keflavíkurflugvöllur gæti orö-
ið miðstöb mikillar starfsemi. Að
þessu hefur bókstaflega ekkert
verið unnið, því miður." ÁG
Sjóðurinn greiðir út atvinnu-
leysisbætur fyrir opinbera
starfsmenn, sjálfstætt starfandi
og launamenn utan stéttarfé-
laga. Að öbra leyti fer öll vinna
í sambandi viö skráningu og
útborgun bóta fram á skrifstof-
um stéttarfélaga, eftir að starfs-
fólk atvinnuleysistrygginga-
sjóbs hefur farið yfir gögnin.
Þessa dagana hefur atvinnu-
laust fiskvinnslufólk verið að
skrá sig á atvinnuleysisskrár
hjá vibkomandi stéttarfélög-
um vegna verkfalls sjómanna.
Búast má við að atvinnulaus-
um fjölgi um allt að helming
vegna þessa, en talið er aö
landverkafólk í sjávarútvegi sé
hátt í sex þúsund manns. Hins-
vegar fá sjómenn í verkfalli
engar atvinnuleysisbætur, en
verkfallið nær til um fimm
þúsund sjómanna.
Margrét segir að það sé
ómögulegt aö segja til um
hvað það muni þýða í auknum
atvinnuleysisbótum. Það fari
allt eftir því hvað verkfallið
standi lengi.
Hún segir að starfsfólk stærstu
fiskvinnslufyrirtækjanna séu
með kauptryggingasamninga,
þannig að því er sagt upp með
fjögurra vikna fyrirvara vegna
hráefnisskorts. Af þeim sökum
mun það fólk ekki koma inn á
skrá fyrr en töluvert er liðiö á
mánuðinn. Auk þess fá fyrir-
tæki með kauptryggingasamn-
inga endurgreitt frá atvinnu-
leysistryggingasjóði.
Á fjárlögum þessa árs era
sjóðnum ætlaðir tæpir þrír
milljarðar króna, auk þess sem
sjóðurinn fær um 600 miljónir
frá sveitarfélögum til atvinnu-
skapandi verkefna. Á nýliðnu
ári notaði sjóðurinn allt þaö fé
sem honum var ánafnaö á síð-
ustu fjárlögum og gott betur.
-grh