Tíminn - 06.01.1994, Síða 10

Tíminn - 06.01.1994, Síða 10
10 Fimmtudagur 6. janúar 1994 Sveinbjöm Beinteinsson bóndi, skáld og allsherjargoði frá Draghálsi Fæddur 4. júlí 1924 Dáinn 25. desember 1993 Sveinbjöm Beinteinsson, bóndi og allsherjargoði, f. 4.7. 1924 í Grafardaí í Skorradals- hreppi, Borgarfiröi. Svo segja Samtíöarmenn, bók útgefin af Vöku-Helgafelli 1993, þá kyrmtur er skáldbóndinn og höföingi Ásatrúarmanna. Ég átti því láni aö fagna að kynnast Sveinbimi nokkuö og ræöa við hann trúmál á ör- fleygri stund. Hann var trúmaö- ur og marktækur, kom til dyr- anna, þar sem annars staðar, eins og hann var klæddur. Viö trúöum báðir á æöri mátt, hverju nafni sem nefndist. Hví var hann þá Ásatrúar? Ekki var hann maöur sem mælti um hug sér þvert. Nei, hann sagðist telja siðfræði hinnar fomu trúar betri en þeirrar kristnu. Lái hon- um hver sem vill. Ekki gerði ég þaö, en ýmislegt flaug um hug- ann. Hvaö er siðfræði, hvaö guöfræöi? Er ekki skeggiö skylt hökunni? í Gísla sögu Súrssonar segir frá Ingjaldi í Hergilsey, sem barg lífi skógarmanns og lagöi þar sitt að veöi. Skáldbóndinn íslenski, einyrkinn og Kletta- fjallaskáldið Stephan G., bróöir Sveinbjamar í anda og starfi, segir í kvæöinu „Hergilseyjar- bóndinn": Ég aldrei við svívirðu scemd mína gef. Þú selur mér tórandi aldrei mitt líf. En Gísla þinn útlaga haldið ég hef, og hvencer sem get það ég verð 'onum hlíf. Og slitin og fom eru föt mín og Ijót, að flíka þeim lengur ég skeyti ekki hót. Stephan G. nær anda sögunn- ar. Svar Hergilseyjarbóndans til Barkar digrá er siðfræði Ingjald- ar, sem var Ásatrúarmaður. Þeir Gísli voru systrasynir og hafði hann komið með honum út hingað. Hinn fomi drengskapur og manngildi forfeöra okkar, heið- inna, í orði og verki, stendur vart langt aö baki siðfræði krist- inna og má vera að enn þann dag í dag búi íslenskir dreng- skaparmenn að hinni fornu sið- fræði, þótt kristnir séum að nafni. Amnesty Intemational stendur um þessar mundir fyrir alþjóð- legri herferð gegn pólitískum morðum og „mannshvörfum". Meðal þeirra mála, sem samtökin vilja vekja athygli á, er morð á hjúkrunarkonu í Perú og „hvarf" Tamíla á Sri Lanka. Venesúela Venesúela hefur lengst af verið í hópi þeirra Suöur-Ameríkuríkja sem einna helst hafa virt mann- réttindi. Efnahagsþrengingar undanfarinna ára hafa valdið vax- andi ólgu í landinu. Stórfelld aukning moröa á óbreyttum borg- luum hefur átt sér stað af hálfu stjómvalda í kjölfar mótmæla og skipulagðrar andstööu við ríkis- stjómina. Meöal þeirra mála, sem Amnesty Intemational hefur einkum látiö til sín taka, er mál 21 árs gamals læknanema frá Ve- nesúela sem skotinn var til bana á lóð Carabobo-háskólans. MINNING Skáldsnillingurinn Magnús Stefánsson, Öm Amarson, læt- ur drottin sjálfan standa á ströndu, er breyskur sonur en góður drengur lendir á strönd- inni hinum megin. Við honum var vel tekib. Skyldi alfaðir sjálf- ur ganga til strandar þegar hempuklæddur farísei leitar þar lands? En minnast skulum við orða meistarans frá Nasaret, sem segir í Jóhannesargub- spjalli, 14 kafla: „í húsi fööur míns em margar vistarverur." Sönnum dreng og trúmanni sem Sveinbimi held ég verði greið gatan hinsta. Ég óska hon- um fararheilla. Sá einstæði atbinöur gerðist í íslenskri menningarsögu nú fyr- ir jólin að út kom bók, „Raddir dalsins", ljób og stökur átta systkina, systkinanna frá Graf- ardal í Hvalfjarðarstrandar- hreppi, Beinteinsbama. Eitt þeirra var skáldið og allsherjar- goðinn, Sveinbjöm. í bókinni á hann m.a. lítið ljób, aðeins tvær stökur og heitir „Þökk". Ég gef honum meb þeim orðib: Heimsins vegur hulinn er huga manns og vilja, enginn þarfað cetla sér örlög sín að skilja. Trúin hrein og hugsun djörf hjálpa mest í raunum, þakkir fyrir fógur störf flyt ég þér að launum. Má vera að hér birtist trú og siö- fræði goðans. Breytnin skiptir mestu. Hann flytur þökk fyrir störf, en annab kann að vera órætt. Ég læt stöku hans í sömu bók, „Menningarfé", fylgja hér með. Hún skýrir sig sjálf: Rúman skerfað rembast við reynist erfitt klúður fyrir gervigáfha lið, gráar kerfisbrúður. Hin þyngri og óræðari ljóð goöans og skáldbóndans læt ég öðrum „að rembast við". Luis Enrique Landa Díaz var viö- staddur hátíðahöld í tilefni 17 ára afmælis Carabobo-háskólans þann 17. september 1992, þegar þjóðvarðliðar hófu aö skjóta á varnarlausa nemendur eftir orða- hnippingar milli þeirra og nem- endanna. Luis Enrique var skot- inn í höfuðiö og lést samstundis. Eftir að faðir hans hafði rætt við fjölmiöla um moröiö var honum hótaö og seinna var skotiö á hann fyrir utan heimili hans og hann særður, auk þess sem fjölskyldan hefur sætt margvíslegum ofsókn- um. Þó svo ab opinber rannsókn hafi veriö sett af staö, hefur enginn þurft aö svara enn til saka, og þjóbvaröliöinn, sem grunabur er um moröiö, var fluttur til af yfir- völdum og færður í annaö fylki í Venesúela. Meðferb máls Luis Enrique Landa Díaz er dæmigerö fyrir mál á hendur þjóðvarðliöum sem njóta vemdar stjómvalda. Sveinbjöm var bóndi og fædd- ur skáld, stóð föstum fótum í ís- lenskri bændamenningu þeirri sem nú er að vegiö, svo að ginn- ungagap virbist eitt framundan í menningarmálum þjóðarinn- ar. Einn hinna mörgu vitmanna Borgfirðinga og ekki sá sísti sagði við mig fyrir nokkru að þeir ættu þó enn „síbasta geir- fuglinn". Ekki má tæpara standa að brotið verði fjöregg þjóöarinnar og hvað tekur þá viö? Ég sakna Sveinbjamar Bein- teinssonar og finnst landið okk- ar fátækara vib fráfall hans. Hjörtur Jónasson Jólin em heiðin hátíö Ijóss og friðar. Þá eiga fjölskyldumar, homsteinn samfélagsins, helga stund. Síðastliöinn jóladag var þægi- leg þögnin rofin með andláts- fregn Sveinbjöms Beinteinsson- ar allsherjargoöa. Sjaldan hefur mér orðið jafn bmgðið, sjaldan hafa andstæð- umar orðið jafn skarpar: friðsæl helgi jólanna og ótímabært andlát hins djúpspaka mann- vinar og allsherjargoða. Forlögin höguöu því svo til aö leiöir okkar Sveinbjöms skámst fyrir nær 20 ámm. Sveinbjöm var þá bóndi að Draghálsi og var löngu landskunnur hagyrðing- ur, enda meðal fremstu rím- snillinga íslendinga. Það er ekki fráleitt að halda því fram að Sveinbjörn hafi mótast á mörk- um tveggja tíma, í tiltölulega af- skekktri sveit við gamla búskap- arhætti, við gömul gildi, þar sem babstofumenningin reis sem hæst og fólk kunni skil á og mat gömul menningarverð- mæti, og hinsvegar nútímann eins og við þekkjum hann. Ég man hvað hann stakk í stúf þessi yfirlætislausi en svipmikli bóndi, sem eyddi stómm hluta fritíma síns í að ganga til Reykjavíkur og afla sér fróðleiks á Landsbókasafniriu. Þaö hefur veriö sagt um Svein- bjöm að hann væri jafn íslensk- ur og fjöllin og jöklamir. Sveinbjöm var alla tíð heiðinn til orbs og æðis í eldri skilningi Amnesty Intemational hvetur fólk til að skrifa stjómvöldum í Venesúela og mótmæla pólitísk- um morbum og „mannshvörf- um". Vinsamlegast skrifiö til: President of Venezuela Sr. Ramón José Velásquez Presidente Interino de la República de Venezuela Palacio de Miraflores Caracas, Venezuela Perú Þann 8. september 1989 var Marta Crisóstomo García, 22 ára hjúkmnarkona, myrt af einkenn- isklæddum hermönnum á heimili sínu í Huamanga í Perú. Fyrr um daginn hafbi Marta gefib sérstök- um rannsóknarabila vitnisburb sinn vegna fjöldamorba her- manna á 30 bændum í bænum Cayara þann 14. maí 1988. Morb- ib á Mörtu hefur ekki verib rann- sakab né ábyrgir abilar sóttir til þess orbs, þ.e. hreinlyndur. Hann var mabur hógvær og þekkti vel sín takmörk og fór aldrei með fleipur. Hver meðal- greindur maöur þurfti þó ekki að vera lengi í návist Svein- bjöms til að veröa þess áskynja að þar fór afburðagreindur mað- ur. Sveinbjöm var glaðlyndur og hafði gaman af græskulausu gríni og kastaði fram kviöling- um í góðra vina hópi þegar það átti við, en aldrei gat hann hugsað sér aö meiöa nokkum mann. Sveinbjöm sóttist ekki sérstaklega eftir veraldlegum auð, en lét sér annt um ýmis verðmæti sem veröa ekki í aska látin. Það væri fjarri öllum sannleika aö halda því fram að Sveinbjöm hafi á þessum ámm verib klæddur samkvæmt nýjustu tísku. Það er því að vonum að mörgurn þótti þar fara kynlegur kvistur, þegar þjóðin kepptist við að sverja af sér uppmna sinn, vísitöluforeldrar gáfu bömum sínum kókópuffs og unga menn dreymdi um að veröa forsætisráðherrar, svo þeir gætu opnað ameríska hamborg- arastabi. En það var fyrst nýlega ab ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Sveinbimi náiö. Sveinbjöm var ákaflega mikill trúmaður. Hann hafði talsvert annan skilning á heiðnum sið en sumir kristnir söguskýrend- ur, sem ekki verður rakið hér. saka, þó svo að dómstólar hafi undir höndum stabfestar frásagn- ir vitna. Marta var ein átta vitna ab bændamorbunum, öll vitnin átta hafa verið myrt. Vinsamlega skrifib kurteislega orbub bréf til stjórnvalda í Perú og bibjib um ab rannsókn verbi framkvæmd á morbinu á Mörtu Crisóstomo Garría og ábyrgir ab- ilar sóttir til saka. Skrifib til: Presidente Alberto Fujimori Presidente de la República Palacio de Gobiemo Plaza de Armas Lima 1, Perú Vættir vom Sveinbimi hug- fólgnir og hann talaði með ótta- blandinni virðingu um land- vættina. Sveinbjöm gat með engu móti fallist á það viðhorf kristinna manna ab guð hefði skapað manninn og gert hann að herra jaröarinnar. Sveinbjöm talaði varla um trú- mál án þess að árétta þá gmnd- vallarskoðun sína að trúarbrögb væm einkamál manna og þab væm mannréttindi, sem bæri að viröa, að hver hefði sína trú eða trúleysi í friði. Sveinbjörn átti sín helgu vé í lífinu. Eitt þeirra var Ásatrúarfé- lagið, sem hann stofnaði fyrir rúmum tveimur áratugum síð- an og helgaði starfskrafta sína að miklu leyti. Aldrei í sögu fé- lagsins þáði hann greiðslu í neinu formi fyrir starf sitt fyrir félagið. Þegar félagið stóð fyrir einhverju, sem kostaöi útgjöld, lét hann af litium efnum oftar en ekki eitthvað af hendi rakna. Þremur dögum fyrir andlátið ræddum vib langt fram á kvöld um ýmsar áætlanir sem hann haföi á prjónunum. Sveinbjöm virtist fullur lífsorku. Hann tal- abi um bók, sem hann hafði haft í smíðum í mörg ár um siðareglur ásatrúarmanna og hann hugðist fljótlega gefa út. Hann tjáði mér að það væri staðfastur ásetningur sinn að helga starfskrafta sína Ásatrúar- félaginu enn frekar en hingað til og kvaddi mig glaðbeittur. Ég votta sonum Sveinbjöms dýpstu samúb mína og vona að góbar vættir fylgi þeim, svo veg- ferð þeirra verði mörkuö gæfu- spomm. Forfeður okkar sögðu að við ættum öll eftir að deyja, en menn lifðu í verkum sínum. Sveinbjöm helgaði hluta ævi sinnar því að hlaða vörðu um fom lífsgildi og menningararf- leifð andspænis firringu nútím- ans. Nú, þegar Sveinbjöm er farinn á fund feðra sinna, verður lífs- hlaup hans okkur hinum, sem kynntumst honum náið, áminning um að glutra ekki niður fomum menningarverð- mætum. Sigurður Þórbarson Sri Lanka Þann 5. september 1990 „hurfu" 159 ungir Tamílar úr flótta- mannabúbum í Vantharamoolai á Sri Lanka. Vitni sáu lögreglu- menn flytja mennina á brott í bíl- um, enginn þeirra hefur sést síb- an. Lögreglan neitar ab hafa þá í haldi. Seenithambay Pillanaya- gam, ungur fjölskyldufabir, er einn þeirra sem „hurfu" þennan dag. Hann og fjölskylda hans vom mebal þúsunda annarra sem leitubu hælis í flóttamannabúb- um til ab flýja átök milli ríkishers- ins og vopnabra andspymuhópa. Vinsamlega skrifib kurfeislega orbub bréf til yfirvalda á Sri Lanka og bibjib um ab „hvarf" Seenit- hambay Pillanayagam og hinna 158 verbi rannsakab. Bibjib um ab rannsóknin verbi óháb og gagnger og ab upplýsingar um af- drif eba verustab þeirra verbi op- inberabar og ábyrgir abilar sóttix til saka. Skrifib tU: The Hon. JA.E. Amaratunga Minister ofHome Affairs Ministry of Home Affairs Secretariat Independence Square Colombo Sri Lanka Alþjóöleg herferb Amnesty International: Gegn pólitískum morðum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.