Tíminn - 06.01.1994, Page 13
Fimmtudagur 6. janúar 1994
13
Hjörtur Bergstab, varaformabur Fáks og Vibar Halldórsson, formabur Fáks, óska Sigurbirni Bárbarsyni hjartanlega
til hamingju. Ljósm. G.T.K.
Vonarvængir
landsmótsarsins
Sá einstæði atburður gerðist í þjóð-
lífinu í fyrradag, að hestamaður var
kosinn íþróttamaöur ársins. Varla
höfðu sjónvarpsvélamar suðað út
nafni Sigurbjöms Bárðarsonar fyrr
en vinir hans og aðdáendur í Fák
hófu símhringingar á flugaskeiði til
hárra og lágra og buðu í samkvæmi
í Fáksheimilinu. Mætti og snilling-
urinn sjálfur ásamt fjölskyldu eftir
myndatöku í hesthúsinu. Við þetta
tækifæri mæltist honum svo til að
þessi atburður gæfi hestamennsk-
unni vængina til þess að svífa inn í
landsmótsárið. Eilert B. Schram,
forseti ÍSÍ og ritstjóri- DV, sagði
hestamenn ekki enn gera sér grein
fyrir hvað þessi atburður þýddi fyr-
ir hestamennskunna í framtíðinni.
Hann sagði þetta þó tímabært með
Sigurbjöm enda hefði það þegar
verið staðfest í DV, sem kaus Sigur-
bjöm íþróttamann ársins á síðum
blaðsins. Ragnar Tómasson sagði
þetta einkaniega gleðilegt f>Tir þá
sem hefðu náð þeim árangri í lífinu
að skáka Sigurbimi í keppni, en nú
stæðu vonir hans ekki lengur til
slíks. Ólafur Schram, formaður HSÍ
og hestamaður, sagði hestaíþróttir
hafa liðið fyrir þaö að einhverjir
stöguðust jaijfnan á því, að klárinn
gerði eitthvað líka í hestaíþróttun-
um. Því svaraði hann jafnan bolta-
íþróttamönnunum félögum sín-
um, að boltinn heföi líka hlutverki
að gegna í leiknum hjá þeim.
G.T.K.
Gubmundur Björnsson, fv. formabur Fáks, gefur Sigurbirni gott „tibs" fyrir
landsmótib.
f |
Ellert B. Schram, forseti ISI, ávarpar fagnabinn. Sigurbjöm og kona hans,
Fríba Steinarsdóttir, yst til hægrí. Formabur Fáks og formabur íþróttadeild-
ar fyrír mibju.
í spegli Tímarts
Pétur jökull Hákonarson, fv. for-
mabur HÍS, fyrir mibju heilsar Sig-
urbi Þórhallsyni, framkv.stj. LH.
Gubbrandur lœknir, varaformabur
LH, fylgist meb.
jón Albert, formabur HÍS, og
Hákon fv. formabur íþróttadeildar
Fáks fagna eftir tíu ára baráttu.
Ólafur Schram, formabur HSÍ, flytur ávarp. Handboltamaburínn frœkni
Geir Sveinsson hlaut einmitt annab sœtib í kosningunni.
sss
Einvalalib var mœtt til fagnabaríns.