Tíminn - 07.01.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.01.1994, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. janúar 1994 3 Forsœtisráöherra farinn á NATO-fund og sjávarútvegsráöherra í Fcereyjum: Rætt um ab styrkja samningsákvæði er bannar kvótakaup sjómanna Óformlegar viðræöur fóru fram í gær á hvem hátt væri hægt að styrkja það ákvæði í kjarasamningum sjómanna sem bannar þátttöku þeirra í kvótakaupum útgerða. Deilu- aðilar vom þó ekki kallaðir saman til sáttafundar, heldur ræddi ríkissáttasemjari við hvom aðila fyrir sig. Samn- inganefnd sjómanna kom saman til vinnufundar í Karp- Til oð tryggja oð kvótaviöskipti séu ekki í uppgjörum til sjómanna: Fiskverö verbi markaöstengt „Við viljum ljúka þessari meðal fiskvinnslufólks, eins og deilu þannig að menn geti útvegsmenn hafa haldið fram. borið höfuö hátt og séu ekki Hann bendir m.a. á að ÚA á Ak- reknir ur skipsplássum þar sem þeir béra sig upp undan kvótaviðskiptum. Þaö veröur aö vera niöurstaða málsins," segir Guöjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiski- mannasambands íslands. Hann sagöist í gær hvorki vera bjartsýnn né svartsýnn á lausn verkfallsins á meðan sú staða væri uppi að viðsemjendur þeirra vildu ekki halda áfram aö ræða málin. „Þá er það bara á þeirra ábyrgð." Guðjón .segir að krafa sjó- manna um markaöstengingu fiskverðs sé krafa, sem öll sam- tök sjómanna bera fram. „Meö þeim hætti viljum við tryggja að það verði ekki komið fyrir kvótaviðskiptum í uppgjörum til sjómanna. Við bendum á þá lausn að halda áfram að þróa frjálst fiskverð hér á landi, með því að reyna að taka sameigin- lega þá ákvörðun, þegar útgerð- armenn eiga að sjá um sölu afl- ans og tryggja hæsta mögulega verð, eins og kveöið er á um í kjarasamningum, að þá komi verð á fiskmarkaði, fjarskipta- markaði eöa hundraðshluta- tengd viðskipti miðað við verð á fiskmörkuöum." Formaður FFSÍ neitar því aö sjómenn séu með þessu aö reyna að auka tekjur sínar og vísar því einnig á bug að þetta muni leiða tii atvinnuleysis ureyri er með fast fiskverö og 15% markaöstengingu, sem gef- ur að meðaltali um 63-64 krón- ur fyrir þorskkílóið. Aðrir samn- ingar, t.d. á Austfjöröum, séu svipaðir að þessu leyti og á Vest- fjörðum er fiskverðiö frá 63-68 laónur. „Við emm að tala um mark- aðstengingu, sem leiðir okkur eitthvað inn í þetta millistig. Þannig að markaðsverð á þorski innanlands væri t.d. 80% hlut- fall af meðalverði markaðanna. Meöalmarkaðsverð á síðasta ári var sennilega 82-85 krónur og því gæti meðalverð í 80% teng- ingu verið eitthvað á bilinu 65- 68 krónur." Guðjón segir að sjómenn hafi líka boðið upp á að ef of lítiö magn færi um fiskmarkaðina, þá mundi vægi markaðanna ekki duga til að breyta fiskverðs- samningi. „Ef fiskverð fer niöur úr öllu valdi, þá kemur einnig vel til greina að hafa einhvem hugs- anlegan botn. Ef menn vilja fá einhverja tryggingu fyrir toppnum, þá hljóta menn líka að vilja fá einhverja tryggingu fyrir botninum." Hann segir að með þessari út- færslu sé ekki endilega verið aö blása nýju lífi í Verðlagsráð sjáv- arútvegsins og ekki sé heldur verið að hverfa aftur til fortíðar. -grh Islensk barnabók gefin út á Grænlandi Fyrir jólin kom út í grænlenskri þýð- þurfti líka oö teikna nýjar myndir fyrir hina ungu lesendur á Crcenlandi.. ingu bokin Ommustelpa eftir Armann Kr. Einarsson. Þetta er fyrsta barna- bókin sem kemur út á grænlensku eft- ir íslenskan rithöfund. Bókin, sem heitir Emutannguaq á grænlensku, er myndskreytt af grænlenska lista- manninum Ivalu Risager. Þýöandi bókarinnar er Benedikta Þorsteinsson, en hún bjó hér á landi um árabil, en býr nú í Qaqartoq á Grænlandi og vinnur m.a. aö kynn- ingu á feröamálaþjónustu milli grann- þjóðanna íslendinga og Grænlend- inga. Ömmustelpa kom út 1977. Hún hlaut á sínum tíma verðlaun Fræðslu- ráðs Reykjavíkur sem besta frum- samda bamabók ársins. Ömmustelpa hefur einnig komið út á norsku undir titlinum Jenta som ville bli högtalar. Emutannguaq er prentuð í Dan- mörku og gefin út meö styrk frá Nor- ræna þýöingarsjóðnum. -EÓ húsinu í gærmorgun, þar sem markaðstenging fiskverös var efst á baugi sem leið til að koma í veg fyrir kvótabrask, en formaður LIÚ hélt til á skrif- stofu sinni og eyddi hluta af deginum við bréfaskriftir. Það vakti hinsvegar athygli í gær að forsætisráðherra hvarf af landi brott til að sitja NATO- fund í Brussel n.k. mánudag, daginn eftir að deiluaðilar höföu gert honum grein fyrir því að sjómannaverkfallið væri komið í hnút. Aftur á móti er von á sjávarútvegsráð- herra heim frá Færeyjum í dag. „Eftir því sem ég skildi forsæt- isráðherra, þá koma þessi fisk- verðsmál ekki til greina sem úrlausnarefni á vegum hins opinbera. En hann talaði um að styrkja samningsákvæðiö með einhverju lagaboði. Það gerist þó ekki nema meö ein- hverju samstarfi milli þessara þriggja aðila, þar sem við kæmum líka að og sátt yrði um þá niðurstöðu," sagði Kristján Ragriarsson, formaður LÍÚ. Kristján bjóst ekki við því að deiluaðilar myndu setjast nið- ur til að vinna sameiginlega að því að styrkja samningsákvæði kjarasamninga, sem kveða á um að sjómönnum sé óheimilt að taka þátt í kvótakaupum út- gerða, á meðan fulltrúar sjó- manna einblíndu á markaðs- tengingu fiskverðs sem leið til að koma í veg fyrir kvótabrask og þátttöku sjómanna í kvóta- kaupum. Formaöur LÍÚ sagöi að mark- aðstenging fiskverðs komi ekki til greina. „Það er ekkert verið að taka á kvótasvindli með því að markaöstengja fiskverð. Það er bara verið að hækka fiskverð í landinu og sjómenn að auka tekjur sínar; brjóta niður þjóð- arsáttina." Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari sagði í gær að menn hefðu rætt óformlega um að styrkja ákvæði kjara- samnings sem bannar þátt- töku sjómanna í kvótakaupum útgeröa. Hann sagðist vona að það gæti kannski orðið til að höggva á hnútinn. Það gæti þó brugðið til beggja vona. Sjómenn ræddu sín í milli um markaðstengingu fiskverðs, en ríkissáttasemjari taldi líklegt að sú krafa mundi stranda á af- stöðu útgerða og ríkisvalds. Ríkissáttasemjari ræddi við hvem deiluaðila fyrir sig í gær og taldi það ofmælt að það hefði slitnað upp úr viðræðum í fyrrakvöld. Ef að líkum lætur, mun ríkissáttasemjari kalla deiluaðila til formlegs sátta- fundar í dag. -grh Húsbréf Fyrsti útdráttur í 4. flokki húsbréfa 1992. Innlausnardagur 15. mars 1994. 5.000.000 kr. bréf Að þessu sinni komu engin bréf til útdráttar. 1.000.000 kr. bréf 92420038 92420529 92420939 92421441 92422066 92422558 92423079 92423408 92420084 92420539 92420961 92421501 92422092 92422627 92423164 92423415 92420134 92420543 92421147 92421817 92422116 92422651 92423216 92423430 92420166 92420550 92421177 92421847 92422231 92422724 92423282 92423442 92420260 92420599 92421197 92421922 92422258 92422846 92423288 92423451 92420294 92420667 92421273 92421923 92422316 92422862 92423341 92423498 92420359 92420776 92421347 92421971 92422348 92422883 92423372 • 92420475 92420797 92421384 92422035 92422484 92422926 92423375 92420480 92420811 92421386 92422036 92422495 92422930 92423380 100.000 kr. bréf 92450075 92452568 92453715 92454267 92455381 92456724 92457790 92458771 92450289 ' 92452610 92453830 92454462 92455428 92456731 92457893 92458877 92450310 92452726 92453879 92454535 92455459 92456797 92458069 92450545 92452374 92453924 92454692 92455891 92456830 92458470 92450635 92453110 92454103 92454699 92456233 92456922 92458471 92450899 92453177 92454128 92454813 92456253 92456956 92458549 92451091 92453235 92454221 92454882 92456376 92457217 92458691 92452449 92453436 92454235 92454963 92456396 92457623 92458765 10.000 kr. bréf - 92470068 92471486 92473184 92474400 92475635 92476459 92477485 92477865 92470112 92471626 92473326 92474589 92475723 92476511 92477621 92478040 92470265 92471800 92473382 92474692 92475799 92476609 92477654 92478057 92470600 92471802 92473784 92475209 92475876 92476742 92477705 92478199 92470702 92472329 92473943 92475371 92475880 92476793 92477772 92470852 92472485 92474136 92475406 92475954 92476900 92477812 92471075 92472546 92474207 92475611 92476210 92477246 92477846 Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. Þvi er áríðandi fyrir eigendur þeirra að innleysa þau nú þegar, og koma andvirði þeirra í arðbæra ávöxtun. Húsbréf eru innleyst í veðdeild Landsbanka íslands, Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.