Tíminn - 07.01.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.01.1994, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 7. janúar 1994 ÍffMÉIW STOFNAÐUR 1 7. MARS 1917 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Póthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiðja Frjálsrar fjölmiölunar hf. Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk. Velmegun og kreppa Deilt er um hvort kreppuástand ríki í landinu eba hvort hér sé aðeins um tímabundna efna- hagslægð að ræða, sem heyra mun sögunni til innan tíðar. Afstaðan til ástandsins mótast af því hvernig það kemur við einstaklinga og einstök fyrirtæki. Útlend skilgreining á kreppu hljóðar eitthvað á þá leið, að ef ná- granninn missir vinnuna er það samdráttur, en verði maður sjálfur atvinnulaus er komin kreppa. Þeir, sem verst verða úti í þeim þrengingum sem hrjá efnahagslífið, búa við kreppuástand. Það eru þeir atvinnulausu og eigendur fyrir- tækja, sem starfsgrundvelli er kippt undan, og þeir sem búa við launakjör sem ekki duga til lágmarksframfærslu. Samdrátturinn mæðir á þeim, sem búa við minnkandi tekjur vegna styttingar vinnutíma og margs kyns hagræðingar í rekstri fyrirtækja og stofnana. En niðurskurðurinn, bæði hjá því opinbera og einkafyrirtækjum, beinist nær einvörðungu að því að segja upp fólki og spara vinnulaun. Minna ber á því að hátekju- mennimir þurfi að gefa neitt eftir af sínum tekjum og við þá er ekkert sparað. Því er það að sumir búa við kreppu og eygja ekki annað en örbirgð og volæði, á meðan aðrir þola tiltölulega vægan samdrátt og enn aðrir lifa í velmegun og berast á sem aldrei fjnr og safna eignum og auði. í landinu ríkir því bæði kreppa og velmegun og ennfremur samdráttur sem hvergi sér fyrir endann á. Einhver meðaltöl um neyslu og ferðalög og að íslendingar séu sjöunda tekju- hæsta þjóð í heimi segja harla lítið um eigin- legt eftiahagsástand og afkomu einstaklinga og heimila. Það er sívaxandi fjölda atvinnuleysingja lítil huggun, þótt þeir lendi ofarlega í meðaltali um tekjur á mann meðal þjóða. Sömuleiðis þeim, sem verða að sætta sig við skertar tekjur og minnkandi lífsgæði. Meðaltalstölur af þessu tagi, sem birtar voru fyrir nokkrum dög- um, sýna helst hvað launin eru misjöfn og hve mikið þeir bera úr býtum, sem mest geta skammtað sjálfum sér. Kreppan og velmegunin eru í sjálfu sér ekki andstæður, miklu fremur lélegt siðgæði. Mis- rétti í launum og á öðrum sviðum er meira en fámenn þjóð í ríku landi fær þolað til lengdar. Ef umtalsverður hluti fólks þarf að lifa á bón- björgum eða jafnvel ástand, sem jaðrar við ör- birgð, hvílir samfélagið á svo veikum stoðum að ekki þarf miklar hremmingar til viðbótar til að þær bresti. Skuldug heimili þar sem fyrirvinnur búa við þverrandi atvinnuöryggi og kvíðvænlega framtíð, er sú kreppa sem alltof margir þurfa að horfast í augu við. Engin meðaltöl eða aug- ljós velmegun þeirra, sem mest bera úr být- um, megna að þurrka kreppuna burt úr lífi þeirra sem hana verða að þola. Sama er hversu fjálglega forsætisráðherra og menn hans tala um batnandi tíð og vitna til meðaltala; svo lengi sem einhver íslendingur býr við atvinnuleysi og bjargarskort, þá ríkir kreppuástand í landinu. Þegar Róm brennur Að undanförnu hefur ekki liðið sá dagur öðmvísi en að fisk- vinnslufólk hafi hundmöum saman bæst í raðir atvinnu- iausra. Svangar konur ráfa um stórmarkaðina meö komaböm sín í leit að matvöm á tilboðs- verði eða einhverju ætilegu, sem lækkað hafi vegna matar- skattsbreytingarinnar. Slíkur vamingur er þó vandfundinn. Eftir að viðræðuslit urðu milli deiluaðila er ljóst aö verkfalls- átökin eiga eftir aö magna til mikilla muna andstæður þess stéttaþjóðfélags sem ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hefur verið að festa í sessi í landinu undan- farin ár. Það er þó ekki við sjó- menn eina að sakast, þó trúlega hefðu þeir mátt íhuga og útfæra kröfugerö sína eitthvað betur áður en þeir stöðvuðu gangvirki þjóðfélagsins. Hitt er þó alveg ljóst að verkfallsaðgerðirnar nú bæta gráu ofan á það svarta ástand sem fyrir var í landinu. Jafn ljóst er líka að óstuddir munu deiluaðilar sjómanna- deilunnar ekki greiða úr henni og þetta hefur nú verið form- lega viðurkennt eftir aö deiluað- ilar leituðu eftir aðstoð hjá Dav- íð Oddssyni og ríkisstjóm hans í fyrrakvöld. Vonbrigöi En hafi menn átt von á skjót- um viðbrögðum og styrkri landsföðurlegri leiðsögn ráö- herra, hljóta vonbrigðin að hafa verið stór. Davíð Oddsson sagði vissulega ekki nei þegar sjó- menn báðu um forystu, leið- sögn og hjálp við að leysa úr deilunni. Hann sagði kannski, kannski, kannski og lét sig síðan hverfa af landi brott. Nú er Dav- íð Oddsson, yfirstjómmálafor- ingi íslensku ríkisstjórnarinnar, sagður spóka sig á fundum í Bmssel og leggur lagsmönnum sínum í ríkisstjóminni þar með línurnar um aö taka því nú ró- lega á meðan Róm brennur. Enda kemur á daginn að hinn GARRI höfuðforingi ríkisstjómarinnar í sjávarútvegsmálum, Þorsteinn Pálsson, hefur líka að mestu haldið sig í Færeyjum eftir að hann gaf einkavinum SR-mjöl- ið. Það, að íslenski sjávarútvegs- ráöherrann skuli leita til frænda okkar Færeyinga á þessari ögur- smnd í íslenskum sjávarútvegi, kemur ekki á óvart þegar horft er til hagstjórnar ríkisstjómar- innar undanfarin ár. Og þú líka, Össur... Krataráðherramir virðast líka hafa ákveðið að taka mark á ábendingu verkstjóra síns og sitja með hendur í skauti á með- an bálköstur hagkerfisins brennur. Þeir ýmist þegja þunnu hljóði eða tala um allt annað en efnahagsástandið. Þannig er Jóhanna stikkfrí frá efnahagsmálum, en situr sem fastast í sjómanni við Valsklíku Péturs Sveinbjamarsonar út af Sólheimum í Grímsnesi. Guð- mundur Ámi rúntar um í ráð- herrabílnum sínum, en Össur hrósar happi yfir því að nú sé búið að friða þorskinn fyrir öll- um nema einkavinum hans á smábátum. Raunar virðist þessi efnahagslega harmsaga eitthvað fara í taugarnar á Össuri, því hann hefur allt á homum sér þessa dagana. Þetta sést best á því að hann skrifar langa og orðljóta skammagrein um Tím- ann í æsifréttablaðið Pressuna í gær. Allir, sem til þekkja, vita þó að Össur er þarna að skamma Albaníu, enda er svo stutt síöan hann afklæddist bolsévíkabún- ingnum aö hann kann þá list enn að skamma pólitíska sam- starfsmenn með því að skamma einhverja aöra. En þó Össur kunni að hafa snert af sam- viskubiti út af skemmdarverka- starfsemi stjómarinnar á þjóðfé- laginu, virðist það ekki duga til, því hvort tveggja er að sjálfum finnst honum ráðherrastóllinn notalegur og samstarfsmenri hans hafa engan móral yfir því sem þeir eru að gera. Vonin eina virðist því bundin þeim degi sem landsmenn bíða eftir með óþreyju, að stjómin fari einfaldlega frá. Garri „Þorpið fer með þér alla leið" Þegar næði gefst um jól og ára- mót er ég í skapi til þess að líta í bók eba horfa á sjónvarp. Inn- lend dagskrárgerö dregur mig að tækinu, sem góð tilbreyting frá því erlenda efni sem boðið er upp á hversdags. Einn af þeim þáttum, sem boð- ið var upp á um jólin að þessu sinni, var þáttur um skáldið Jón úr Vör, sem bar nafnið „Stillt vakir ljósið". Hinn hljóöláti maöur Fólkið á götunni var spurt, hver þessi maður væri, og ég verð að segja að það vakti at- hygli mína að almenningur stóð síbur en svo á gati um það. Mér fannst þetta athyglisvert í ljósi þess aö Jón úr Vör hefur ekki hrópað á torgum, allra síst síð- ustu árin, og hann hrópar held- ur ekki hátt í ljóðum sínum. Ljóð hans eru frekar í ætt við ljósið, sem vakir stillt og rólegt. Jón úr Vör var einn af þeim sem em kenndir við formbylt- inguna í ljóðagerð. Margir hafa vafalaust átt erfitt með ab viður- kenna prósaljóbin hans, sem er meðal annars að finna í ljóða- bókinni Maurildaskógi, sem ég leitaði uppi í bókaskápnum mínum eftir þáttirm í sjónvarp- inu. Hins vegar er hann lýsandi dæmi um að formið eitt gefur ekki ljóði líf. Aðalatriðið er að það hafi innihald. Þaö sker úr um líf eöa dauða þess. Bókmenntir þorpsins Fólkið, sem var talað við á göt- unni, nefndi margt ljóðabókina Þorpið, þegar verk Jóns voru nefnd. Það er aö vonum, því þetta er hans þekktasta bók. Það er ekki nýtt á íslandi ab sjávar- þorp eigi sér stað í bókmennt- um. Hins vegar er þab mín skob- un að þetta sé sú ljóðabók, sem með nærfærnustum hætti hefur gert þessu verkefni skil. Mynd- imar, sem em dregnar upp í Á víbavangi þessari bók af lífsbaráttunni hjá fátæku fólki í íslensku sjávar- þorpi, leita undra oft á hugann. Þrátt fyrir að þetta séu lágværar bókmenntir, þá þrengja þær sér fram, standa Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum. A5 hafa til hnífs og skeiöar Eitt eftirminnilegasta kvæði bókarinnar hefst með þessum orðum: Manstu hin löngu mjólkurlausu miðsvetrardœgur útmánaðatrosið, bútung sem afvatnast í skjólu brunnhús og bununnar einfalda söng, báta í nausti. í þessu kvæði, þar sem er að- eins vitnað til upphafserindis- ins, er lífsbaráttunni lýst í knöppu formi, baráttunni við náttúmöflin, þegar róið var á smábámm til fiskjar og barátt- unni viö allsleysið, þegar fólkið þurfti ab „þreyja þorrann og gó- una" í orðsins fyllstu merkingu. Þær myndir, sem birtast í þess- ari ljóbabók, höfða til manns með þeim hætti að upp í hug- ann kemur hvort ég hafi lifað tímana tvenna. Það má auðvit- að til sanns vegar færa. Sú mynd í sveitum og sjávarþorpum, sem var þegar ég og mínir jafnaldrar slitu bamsskónum um miðja öldina, var ólík því sem nú er. Úrræðin em fleiri núna. Tæknin gaf og tæknin tók Það er hins vegar langt í frá að þab sé búið að leggja niður lífs- baráttuna, þó að ólíkt sé sjávar- þorpið í dag þeirri mynd sem ljóbabókin Þorpið birtir. Tæknin gaf okkur möguleikana og birt- ist í gervi öflugra atvinnutækja. Hins vegar hefur þetta sama fyr- irbrigði svipt fjöldamarga at- vinnu sinni um víða veröld, og það hefst ekki vib að skapa vinnandi höndum verkefni í staðinn. Tækniframfarirnar gefa því bæði og taka. Það er sú stað- reynd sem blasir við í dag. A5 vekja áhuga Það er mjög af hinu góba ef innlend dagskrárgerð í sjón- varpi, sem er sterkur miðill, vek- ur áhuga fyrir nánari kynnum af því málefni sem um er fjallað. Þessar línur em sprottnar af því að þátmrinn um Jón úr Vör, sem sýndur var á jólunum, vakti áhuga minn á því að rifja upp frekar kynni af þessum hljóðláta manni, grafa upp ljóðabækum- ar hans og glugga í þær. Ég vil ljúka á því að vitna til síðasta Ijóðsins í Þorpinu, sem ber nafn- ið „Ég er svona stór". Þar segir: Enginn slítur þau bönd, sem hann er bundinn heimahög- um sínum. Móðir þín fylgir þér á götu, er þú leggur afstað út í heiminn, en þorpið fer með þér alla leið. Mér finnst þetta orð að sönnu og ég trúi ekki öðm en að sveita- menn, sem em ab sýsla hér í höfuöborginni í ýmsu, skilji þennan kveðskap. Jón Kristjánsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.