Tíminn - 08.01.1994, Síða 2

Tíminn - 08.01.1994, Síða 2
2 Laugardagur 8. januar 1994 Albert Guömundsson, fyrrverandi sendiherra, segist hafa mikinn áhuga á ab hefja þátttöku í stjórnmálum aö nýju: „Ég hef ýmislegt a ö segja þegar ég fer af stað" Albert guðmundsson, fyrrum sendiherra, seg- ist hafa mikinn áhuga á aö hefja þátttöku í stjómmál- um ab nýju. Hann segir brýn verkefni óleyst hjá Reykjavík- urborg, t.d. í málefnum aldr- abra og fatlabra. Hann segir aö gríöarleg afturför hafi átt sér staö í fjármálum borgar- innar frá því aö hann hvarf úr borgarstjóm. „Þaö er því ým- islegt sem ég hef aö segja viö fólk, þegar ég fer af staö," seg- ir Albert. Ég hef áhuga á ab hefja þátttöku í stjómmálum aö nýju Fréttir hafa borist af því að margir hafi skorað á Albert að fara í framboö í borgarstjómar- kosningunum í vor og m.a. séu undirskriftalistar famir af stað Aibert til stuönings. Þessar frétt- ir vom bomar undir Albert. „Jú, þaö hefur æöioft veriö haft samband viö mig. Þaö höföu allmargir samband viö mig meöan ég var úti og hvöttu mig til aö hefja þátttöku í stjómmál- um aö nýju. Þetta hefur aukist mjög mikiö aö undanfömu." Hverju svarar þú fólki sem er að hvetja þig til þátttöku í stjómmál- um? „Ég er ekki tilbúinn aö svara. Þaö liggur ekkert á því. Þaö er ekki fyrr en í maí sem kosningin fer fram. Flokkamir era upp- teknir í prófkjörsbaráttu og best er aö láta þá í friöi á meðan." Hefurþú enrtþá áhuga á þátttöku í stjómmálum og þá borgarmálum sérstaklega? „Já, já, ég hef mikinn áhuga á þjóömálum og borgarmálum ekki síst. Ég kom nálægt þeim á öllum þeim sviðum sem snerta almenning, eöa litla manninn eins og ég segi. Ég á þar viö mál- efni aldraöra og fatlaöra, sem ég hef mikinn áhuga fyrir. Þetta snertir allt það mannlega líf sem ég þekki og er alinn upp viö í Reykjavík. Ég kynntist fátækt í mírium uppvexti og veit hvar skórinn kreppir hjá almenn- ingi." Hefur þú ekki þegar komið því fram sem þú hefur að segja í stjómmálum? Er þinn tími ekki liðinn? „Nei, þab tel ég ekki vera. Ég hef verið sendiherra I fimm ár og kynnst pólitík meö nýjum hætti og öblast mikla og dýr- mæta reynslu. Ég lít svo á að þessa reynslu hafi ég öölast á kostnaö þjóöarinnar og mér finnst alveg ótækt aö menn, sem hafa öðlast reynslu á þenn- an hátt, hafi svo ekki vilja eða nennu til þess aö miðla-af henni til fólksins í landinu, þegar þess er vænst aö þeir geri þaö." Gríbarleg afturför hefur átt sér stab í fjármálum borgar- innar Hvemig finnst þér Sjálfstœðis- fiokkurinn hafa staðið sig í borg- armálunum? „Ég get ekki dæmt um það. Ég hef ekki komið nálægt þeim í alllangan tíma. Ég veit bara aö borgarsjóður Reykjavíkiu stóð mjög vel, þegar ég var þama í borgarstjóm og vissi hvemig peningamál og ástandið var. Nú skilst mér aö ástandiö sé þannig aö í staö þess að vera meö stórar inneignir sé borgarsjóöur kom- inn meö stórar skuldir, bæöi innlendar og erlendar. Það er náttúrlega gríöarleg afturför. Og þetta þýðir ekkert annaö en hærri álögur á borgarbúa, sem borgarbúar þola bara alls ekki. Þaö er því ýmislegt sem þarf að gera." Þú kannski sþyrð þig hvort borg- arsjóður hafi á undanfómum ár- um eytt þeningum í óþarfa? „Ja, þegar maður horfir á þær framkvæmdir, sem hafa veriö í gangi og era ekkert merkilegar nema að þær era nýjar hér á landi, þá sér maður aö það hef- ur alltof mikil eyösla átt sér staö á skömmum tíma. Það segir sig sjálft, þegár borgarsjóbur Reykjavíkur þarf aö grípa til þess ráðs að taka stórar fúlgur aö láni erlendis, að þá líst mér ekki vel á stööuna." Þab á ekki ab fela skóladrengjum stjóm landsins Nú ert þú orðinn sjötugur. Ert þú það líkamlega hress að þú hafir tök á að hella þér út í stjómmál af fullum krafti? „Já, já. Ef við bara lítum á helstu þjóöarleiötoga þessarar aldar, Churchill, Adenauer, de Gaulle eöa aöra sem era á toppnum. Þeir komast ekki á toppinn fyrr en þeir hafa öölast ákveöna reynslu. Þessa reynslu hafa þeir yfirleitt öölast í mikilli þátttöku í stjómmálum í sínu heimalandi og eins og ég sagði, þegar menn gera þaö á kostnað þjóöarinnar þá geta þeir ekki hlaupiö í burtu þegar þess er vænst aö reynslan fari aö nýtast þjóöinni. En aö taka skóladrengi meö prófskírteini, sem blekiö er varla þornað á, og gera þá að ráðandi mönnum í þjóðfélag- inu er bara eins og aö taka bam af bamaheimili og segja því aö stjóma bamaheimilinu. Það er ekki hægt aö hafa þaö áfram þannig í stjómmálum á íslandi aö unglingamir, sem era aö út- skrifast úr skóla, berji nibur þá sem era í forystu til að komast að sjálfir. Það er ekki hægt. Þaö veröur að fara aö stjóma þessu þjóðfélagi af alvöra." Ég kem til baka meb meiri reynslu Hvað vilt þú segja við þá stuðn- ingsmenn þína sem vilja fá þig til að taka þátt í stjómmálum að nýju? „Ég vil segja við þá að mér þyk- ir vænt um aö fólk hafi áhuga á aö ég komi til baka. Ég kem miklu betur undirbúinn en þeg- ar ég fór. Þetta segi ég þó aö ég sé búinn aö vera tvo áratugi í stjómmálum, bæöi sem ráö- herra og forystumaður í Sjálf- stæðisflokknum. Ég kem til baka meö miklu meiri reynslu heldur en ég haföi þegar ég fór út úr stjórnmálum á sínum tíma. Þaö stóö reyndar aldrei til af minni hálfu að hætta í stjóm- málum. Ég var flæmdur út úr stjómmálum af mönnum sem þótti ég kannski vera orðinn of áhrifamikill. Það tók mig tíma aö sanna sakleysi mitt, en ég datt ekki dauður niður eins og sxunir hafa kannski vænst. Þeir áttuöu sig ekki á því ab ég hef þann karakter aö gefast aldrei upp." Örlög Borgaraflokks- ins draga ekki úr mér kjark Þú hefur einmitt reynslu afþví að fara í sérframboð. Þú stofhaðir Borgaraflokkinn á sínum tíma. Örlög hans urðu önnur en þú hafð- ir vcenst. Dregur saga Borgara- flokksins ekkert úr þér kjark til að Albert Cubmundsson, fyrrverandi sendiherra. fara aftur af stað? „Nei, nei, félagar mínir í Borg- araflokknum vildu bara fara aörar leiöir en ég. Þeir völdu þær leibir án þess aö hafa sam- ráö viö mig. Þeir unnu á bak við mig sem formann í sambandi viö þátttöku í stjóm landsins. Þegar þeir höfðu náö þeim ár- angri, sem þeir óskuöu eftir, í samtölum viö stjórnina á sínum tíma, þá var ekkert annað fyrir mig aö gera en aö segja, ég ætla ekki aö bregða fyrir ykkur fæti, en ég er ekki sammála ykkur. Því skilja nú leiðir." Ertu ekkert hrœddur um að eitt- hvað sviþað geti gerst aftur? „Það verbur hver og einn að ráða sínum örlögum. Ég veit ekkert hvaö getur gerst í fram- tíðinni." Flest þessi ferbalög til útlanda eru óþörf Hvað hefur fimm ára reynsla í utanríkisþjónustunni kennt þér um samskiþti íslands við aðrar þjóðir? „Öll þessi feröalög, sem farin era á vegum þess opinbera á alls konar fundi erlendis sem kosta mikið í dagpeningum og ferða- kostnaði, era mörg hver algjör- lega ónauösynleg, sérstaklega þar sem sendiráö meö starfs- fólki er á staðnum. Það er ekkert vit í því aö vera að senda dýrt fólk aö heiman í hópum. Síðan sitja þessir fulltrúar þegjandi og gera ekkert annað en að taka meö sér fundabókanir heim, ef þær era þá tilbúnar. Oftast nær era þær sendar heim í pósti. Flestir af þessum fundiun, sem ég hef setið hjá alþjóöastofnun- um, fara í að ræða um dagskrá síðasta fundar og um dagskrá væntanlegs fundar; jafnvel fara fundimir í að búa til fundar- geröir fyrir fundi sem á að halda eftir eitt eða tvö ár." Þannig að það gerist oft ekki margt á þessum fundum? „Þaö gerist bara þaö að við eyð- um stóram hluta af þjóðarfram- leiðslunni í svona óþarfa, í staö þess aö hugsa um velmegun fólksins í landinu. Mikiö af þessum kostnaöi er greiddur með erlendum lántökum af okkar háifu. Þaö er því ýmislegt sem ég hef að segja við fólk, þegar ég fer af staö," sagöi Albert aö lokiun. -EÓ Frjalst framsal verði takmarkað Forystumenn sjómanna af- hentu í gær Ólafi Davíössyni, ráöuneytisstjóra í forsætis- ráöuneytinu, tillögur í þrem- ur liöum sem miöa aö því aö útiloka kvótabrask. Fyrsta krafa sjómanna lýtur að breytingum á lögum um stjóm fiskveiða sem miöast við ab tak- marka heimildir til framsals veiöikvóta. Þessar breytingar lúta fyrst og fremst aö því aö fella niður heimild í umrædd- um lögum, sem leyfir framsal og tilfærslu á aflahlutdeild og aflamarki fiskiskipa, meö und- antekningu um jöfn skipti á milli skipa, tilflutning afla- heimildar meö skipi þegar um sölu er að ræba og þegar fiski- skip er tekiö úr rekstri og fram- sal á aflahlutdeild með ákveön- um skilyrbum. Einnig leggja samtökin til að viðeigandi breytingar veröi gerðar á lögunum sem tryggi ab leyfður heildarafli veiðist inn- an fiskveiðiársins í kvóta- bundnum tegundum. Þá leggja samtök sjómanna til að útgerðarmenn skuli sjá til þess aö afli sé seldur á löggild- um uppboðs- og fjarskipta- markaöi. Sé afli hinsvegar ekki seldur á markaöi, skuli verð einstakra tegunda á aflanum vera ákveöinn hundraöshluti af meðalveröi markaöa innan- lands. Sömuleiðis fara sjómenn fram á nýja lagasetningu sem miðast við aö tryggja betur réttarstöðu sjómanna. I því sambandi vísa sjómenn til samþykktar Al- þjóöa vinnumálastofnunarinn- ar, ILO, frá júní 1982 um réttar- stöðu launafólks vegna upp- sagnar úr starfi o.fl. A miðstjórnarfundi ASÍ í vik- unni var ítrekaöur stuöningur við sjómannasamtökin í deilu þeirra viö útvesgmenn vegna þátttöku sjómanna í kvóta- kaupum. Jafnframt tekur mib- stjómin undir þau sjónarmið sjómanna, sem leið til lausnar á kjaradeilunni, aö allur afli veröi seldur á fiskmarkaöi innan- lands. -grh

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.