Tíminn - 08.01.1994, Síða 8

Tíminn - 08.01.1994, Síða 8
8 Wkumn Laugardagur 8. janúar 1994 X fg segi ykkur, ab ef vib gerum ekkert sem dugar gegn af- brotum og eitri og ofbeldi, þá eybileggur þetta okk- ur." Svo komst Bill Clinton Bandaríkjaforseti ab orbi ekki alls fyrir löngu í rœbu, sem hann flutti í Mason Temple í Memphis í Tenn- essee. Hann flutti raeðu þessa úr sama prédikunarstólnum og Martin Luther King hafði stigið í er hann prédikaöi í síðasta sinn, rétt áöur en hann var myrtur 1968. Orb í tíma tölub Clinton talaöi við þetta tækifæri með þesskonar tilþrifum að minna þótti á prédikun. Áheyr- endur vom um 5000 fomstu- menn svartra Bandaríkjamanna. Ekki fór á milli mála að orð forset- ans vom að þeirra mati í tíma töl- uð. Engin tilviljun var það að Clin- ton flutti ræðu þessa einmitt úr þessum prédikunarstól og einmitt yfir fomstumönnum blakkra landa sinna. Glæpatíðnin í Bandaríkjunum er slík, af um- fjöllun fjölmiðla og einnig sumra sagnfræöinga að dæma, aö ætla má aö í þeim efnum séu Banda- ríkin í sérflokki meðal Vestur- landaríkja. Jafnframt er Ijóst, að blökkumenn verða öömm fremur fyrir barðinu á glæpamönnum þarlendis, sem og það að tiltölu- lega margir glæpamanna þar em blökkumenn. Blökkumenn em um 12% íbúa Bandaríkjanna, en samkvæmt einni heimild em 48% moröa þar framin af blökku- mönnum. Athyglisvert í þessu sambandi er að undanfama tvo áratugi hefur dregið úr glæpum og afbrotum í Bandaríkjunum sem heild, og það svo talsveröu munar, samkvæmt skýrslum frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Síðan 1973 hefur tíðni „afbrota gegn persónum" þarlendisLlækkað um 25% og inn- brota um 40%. Morðatíðni þar er nú lægri en var 1975. Heildamið- urstaðan um þetta er sú, að á sama tíma og dregið hefur vem- lega úr afbrotum og glæpum af hálfu annarra Bandaríkjamanna en blökkumanna, hefur glæpa- tíðnin af hálfu blakkra Banda- ríkjamanna verið á hraðri upp- leiö. Af fjölmiðlaumfjöllun aö dæma hefur ótti Bandaríkjamanna við glæpi aldrei verið meiri en nú. Jafnframt er svo að sjá og heyra að sá ótti sé öðrum þræði mikill og vaxandi ótti hvítra, rómansk- amerískra og austurasískra lands- manna við blökkumenn og blökkumanna hverra við annan. Jesse Jackson, einn kunnustu leiðtoga bandarískra blökku- manna, segir: „Þegar ég er úti aö ganga og heyri allt í einu fótatak fyrir aftan mig, verð ég hræddur. Eg skammast mín fyrir að mér léttir ef ég sé að þar er hvítur maður á ferð." Bandaríska glæpaofbeldiö er mest eöa langmest í svokölluðum innborgum (inner cities), borgar- hlutum þar sem þorri íbúa er svartur. Þar er ofbeldið víötækara nú en nokkru sinni fyrr, skrifar John Dilulio jr., prófessor við Princetonháskóla, í New York Times. Tíðni morða og mann- drápa, sem svört ungmenni bandarísk fremja, er nú næstum þrefalt meiri en var 1976. Sérstak- lega hefur fjölgun ofbeldisglæpa framinna af svörtum unglings- Lögregla handsamar ungan blökkumann: glœpatíbnin mebal svartra unglinga er líklega hœrrí en hjá nokkrum öbrum samfélagshópi. Glæpir og kynþátta- vandamál í Banda- ríkjunum Hvítir óttast svarta og svartir eru farnir ab óttast hver annan piltum verið mikil síðustu fimm árin. Flesta af þessum glæpum fremja þeir gegn öörum svörtum ungmennum. Ofbeldi þetta er fyrir löngu komið inn í gmnn- skólana og orðið þar útbreitt. Að sögn US News and World Report eru á ári hverju framin yfir þrjár milljónir glæpa og aífbrota í grunnskólum Bandaríkjanna, um 85.000 að tölu, og í grennd við þá. Ofbeldib færir út kvíarnar Samkvæmt rannsókn, sem gerö var á bamasjúkrahúsi í Boston, var tíxmda hvert bam, sem á sjúkrahúsið kom árið 1992, búið aö sjá einhvem skotinn eða stunginn áður en það hafði náð sex ára aldri. 224 böm og img- Iingar undir 18 ára aldri hafa ver- ið skotin til bana í Washington síðustu fimm árin, stóð fyrir skömmu í Washington Post. í augum bama í borgarhlutum, þar sem ofbeldið er mest, em mann- dráp orðin hvendagslegir við- burðir. Glæpir í Bandaríkjunum framdir af blökkumönnum koma einkum niður á öömm blökkumönnum, svo sem fyrr er aö vikið. En und- anfarið hefur glæpum, frömdum af blökkumönnum gegn hvítum mönnum, hispaníkum (Banda- ríkjamönnum af rómanskamer- ískum uppmna) og fólki ættuðu frá Austur-Asíu fjölgað ört. í fjöl- miðlum, bæði bandarískum og öörum, er því haldiö fram að drjúg ástæða á bak við þennan þátt glæpaöldunnar sé kynþátta- hatur af hálfu blökkumanna. Jafnframt þessari þróun í glæp- um gætir þess aö ofbeldið færi út kvíamar út fyrir innborgimar, þar sem það hefur lengi verið og er enn mest. Þannig hefur það geng- ið til í New York. „Fyrst breiddist ofbeldið þar út á götur, sem til þessa höfðu verið öraggar, síðan til neöanjarðarlestanna, þar næst til bílastæöa viö stórverslanir, þar sem rán urðu tíð. Eftir það hófust svo bflaránin," skrifar fréttamað- ur finnska Hufvudstadsbladet og sænsku TT-fréttastofunnar í New York. (Bílarán (car-jacking) fara þannig fram að glæpamenn sæta lagi aö ryðjast inn í bfla, einna helst er þeir nema staðar við um- ferðarljós.) Morb og kynþáttahatur Mikla athygli og skelfingu vakti fyrir nokkru er blökkumaður að nafni Colin Ferguson stóð allt í einu upp í vagni í farþegalest í einni útborga New York og hóf skothríð á hvíta og austurasíska samfarþega sína. Drap hann og særði marga þeirra, en var yfir- bugaður er hann hafði tæmt skot- vopnið og var að hlaða það á ný. Má ætla að hann hefði drepið og sært fleiri, hefði honum gefist ráðrúm til að endurhlaða. Fram að því höfðu farþegalestimar milli New York og útborga henn- ar verið taldar nokkuð óhultar fyrir glæpalýb; nú er það liðin tíð. Ferguson þessi ólst ekki upp í slömmi í bágum kringumstæðum og án framtíöarmöguleika. Þvert á móti má segja að hann hafi fæðst með silfurskeið í munnin- um. Hann er frá Jamaíku og af einni efnuðustu og virtustu fjöl- skyldu eyjarinnar, þar sem hann ólst upp í velsæld og öryggi og gekk í bestu skóla. Foreldrar hans létust skömmu eftir að hann nábi fullorðinsaldri og mun efnahagur fjölskyldunnar þá hafa verið kominn eitthvaö á niðurleiö. Flutti hann þá til Bandaríkjanna, en vegnabi þar ekki ýkja vel, a.m.k. verr en hann mun hafa gert sér vonir um. Komst hann að þeirri niöurstöðu að það væri allt hvítum mönnum og Austur-Asíu- mönnum að kenna, svo og svert- ingjum sem væm á þeirra bandi, og lagði gríðarlegt hatur á allt það fólk. Hami þekkti ekki fólk þaö, sem hann skaut á í lestinni, og er talib að hann hafi ráðist á þab eingöngu af því að þaö var af hvíta kynþættinum og þeim gula. í Atlanta er stofnun, sem komib var á fót í þeim tilgangi að hún rannsakaði morð Ku Klux Klan á blökkumönnum. Hún hefur nú komist aö þeirri niðurstöðu aö menn þeir hvítir, sem fremja morð af kynþáttahatri, séu flestir hvorki í Ku Klux Klan né nýnas- istahópum, heldur fremji þeir ill- virki sín yfirleitt á eigin vegum. Og blökkumenn þeir, sem falla fyrir morðingjum af eigin kyn- Clinton: „... þá eybileggur þetta okkur." þætti, em svo margir ab öll morð Ku Klux Klan á blökkumönnum frá upphafi þess alræmda félags- skapar þykja nú ekki mikið í sam- anburði við það. Hinsvegar telur stofnunin sig hafa sannprófaö að morð blökkumanna á hvítum mönnum af kynþáttaástæðum verði æ algengari. Enn er þau fá miðaö við heildarfjölda morða, en ekki fer á milli mála, að sögn stofnunarinnar, að þeim hefur farið fjölgandi síðustu þrjú árin. 68% svartra mæbra ógiftar Þetta var ekki beinlínis það sem Martin Luther King, helsti leib- togi bandarískra blökkumanna í baráttu þeirra fyrir mannréttind- um og jafnrétti, vonabist eftir þegar hann sagði í frægri ræðu ab hann ætti sér draum. Ljóst er ab kringumstæður blökkumanna landsins og samskipti þeirra við aðra Bandaríkjamenn hafa þróast mjög á annan hátt og á miklu verri veg en flestir munu hafa gert sér vonir um fyrir um þremur ára- tugum, þegar blökkumenn fengu lögum samkvæmt fullt jafnrétti á við aðra landsmenn. Um ástæður til þess ab svo skuli hafa gengið til hefur mikið verið skrifað og skrafað. í því sambandi er minnst á mikla vopnaeign landsmanna og það hve auðvelt sé að verba sér úti um vopn, svo og ofbeldi í sjónvarpi og á mynd- böndum. En hvomgt er viðhlít- andi skýring á því hve ofbeldiö er miklu meira meöal blökkumanna en annarra landsmanna. Meira atvinnu- og möguleikaleysi hjá blökkumönnum en öðrum er sennilegri skýring, en ljóst er að fleira kemur hér til. Drjúg ástæöa er ab líkindum að eiturefnaplág- an hefur lagst meö þyngra móti á blökkumenn. Sérstaklega er þaö BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON krakkið (crack), eiturefni frá kóka- ínbarónunum í Cali í Kólombíu, sem fyrir tæpum áratug fór eins og sinueldur um blökkumanna- hverfi bandarískra stórborga og er þar síðan útbreidd plága. Ung- lingar em öðmm fremur í krakk- inu og vitað er að það örvar mjög hatur og ofbeldishneigð. Upplausn fjölskyldunnar er enn ein ástæöa sem aö margra mati er hér þung á metunum. Af hverjum þremur konum, sem þessi árin fæða böm í Bandaríkjunum, er ein ógift, og meðal svartra kvenna er það hlutfall 68%, þannig að í þeim efnum viröist mega ætla aö þeir séu í sérflokki, miðaö við landsmenn í heild. Þab liggur sem sé við að fjölskyldan, gruxmeining hvers samfélags, sé á léiö meö að verba undantekning meðal bandarískra blökkumanna. 70% allra afbrota og glæpa fram- inna af unglingum, sem banda- rískir dómstólar taka fyrir, em um þessar mundir framin af ungling- um sem alist hafa upp hjá ein- stæðum foreldrum, langoftast mæðmm. Flókinn vandi Ætla má að þeir, sem kunna að hafa gert sér vonir um ab sam- skipti hvítra og svartra Banda- ríkjamanna yrðu vandræðalítil eftir að þeir síðamefndu höfðu í raun fengið jafnrétti á við þá fyrr- nefndu, hafi oröiö fyrir sámm vonbrigbum. Um vandræbi í samskiptum hvítra og svartra hafa lengi verið ofarlega á baugi fremur einfeldningslegar skoban- ir á þá leið að „þetta sé allt hvít- um mönnum að kenna" og að all- ur sá vandi myndi leysast ef hvít- ir kæmu sómasamlega fram vib svartra. Hætt er við að vandi af þessu tagi, sennilega jafngamall mannkyninu, sé flóknari en svo. í samskiptum fólks af ólíkum kyn- þáttum hafa löngum veriö og em að verki hneigðir, sem erfitt er að finna áþreifanlegar orsakir á bak við, ab hafa hemil á og jafnvel aö henda reibur á. Þar er um að ræða ásamt með öbm tortryggni, öf- und, misskilning, hræðslu, við- bjóð, hatur. Líkur benda til að drjúgur hluti vandræöanna í samskiptum hvítra og svartra Bandaríkja- manna um þessar mundir sé ná- tengdur því að þeir síðamefndu hafa til þessa vanist því aö „mega" telja sjálfum sér trú um að allir þeirra erfiöleikar séu ein- hliða hvíta samfélaginu að kenna, eða þá austurasískum og rómanskamerískum innflytjend- um, sem taki af þeim vinnu og tækifæri. Bandarískur uppeldis- fræðingur af blökkumannaættum sagði fyrir skömmu af tilefni morða á ferðamönnum í Flórída að svartir glæpamenn drepi stundum hvíta menn, sem reyni að komast undan þeim, vegna þess að glæpamönnunum finnist aö þeir hafi rétt á að ræna þá hvítu. Reyni þeir hvítu að komast hjá því að verða rændir, líti svörtu glæpamennimir á það sem móðg- un og rangsleitni af þeirra hálfu. Jesse Jackson kallaöi nýlega vib- leitnina til að draga úr ofbeldinu af hálfu svartra ungmenna „nýjar vígstöbvar borgararéttindahreyf- ingarinnar". Þar meö virðist hann vera aö gefa í skyn að hann telji aö sá vandi, sem blasir við Banda- ríkjunum vegna glæpaöldunnar meðal og af hálfu blökkumanna, sé ekki minni en sá, sem þau áttu vib að glíma þangað til fyrir um þrjátíu ámm í sambandi við mis- rétti í ýmsum myndum sem þar- lendir blökkumenn sættu þá.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.