Tíminn - 29.01.1994, Qupperneq 1

Tíminn - 29.01.1994, Qupperneq 1
SÍMI 631600 78. árgangur STOFNAÐUR 1917 Laugardagur 29. janúar 1994 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 20. tölublað 1994 Vinnslumet hjá ÚA á síöasta ári: Verðmæti jókst um 28% Þaö var kalt i höfuöborginni ígcer en krakkamir úr Langholtsskóla létu þab ekki á sig fá. Snjórinn er kjörinn til leikja og þegar menn búa sig vel er óhœtt ab œrslast í brekkunum. Hægur efnahagsbati „Aö okkar mati eru öll skil- yröi til þess aö á síöari hluta ársins veröi hægur efnahags- bati. En því má hinsvegar ekki tefla í tvísýnu meö því aö efla stórkostlega erlendar lántökur," segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ. Ast?eöumar fyrir hægum efna- hagslegum bata em að mati VSÍ aö samdrætti í fiskveiöum er að ljúka, árangurs er aö vænta vegna aðildar íslands að EES og sömuleiðis búast menn viö því aö árangur fari að sjást af þeirri vinnu sem fyrirtæki landsins hafa veriö aö inna af hendi. „Það er hinsvegar engin stór- bylting framundan og ekkert eitt sem kemur til með að eyða atvinnuleysinu. Viö reiknum ennfremur með því aö atvinnu- leysiö geti numiö 5%-6% á ár- inu." Hann segir það aftur á móti al- veg ljóst aö þaö hafi orðið mik- il vatnaskil í starfsumhverfi fyr- irtækja á liönum missemm og samkeppnisstaöa þeirra sé stór- um betri en veriö hefur í lang- an tíma, með lækkun og af- námi ýmissa gjalda, lækkun vaxta og lítilli sem engri verö- bólgu. „Þetta hefur alveg ömgglega oröiö til aö draga úr aukningu atvinnuleysis og stööva fækkun atvinnutækifæra. En það hefur ekki enn komið til einhver stór og öflugur nýgræðingur." Þórarinn V. segir að krafan um hagræðingu til að lækka kostn- að og auka framleiðni vegna harðnandi samkeppni á öllum sviöum, hefur leitt til fækkunar starfsmanna. „Við emm með færra fólki að gera sama eða meira en við vor- tun að gera fyrir nokkrum ár- um," segir framkvæmdastjóri VSÍ. Hann segir það ekkert vafa- mál að fyrirtækin hafi verið of- mönnuð af starfsfólki hér áður ogfyrr. Þórarinn V. segir það vera ein- hvem misskilning hjá for- manni Dagsbrúnar að lífeyris- sjóöimir séu að svíkja lit með því að fjárfesta erlendis, í staö þess að leggja sitt af mörkum til að efla atvinnulífið með tilliti til atvinnuleysisins. „Þetta em tryggingasjóðir og mikilvægt fyrir lífeyrisþega framtíðarinnar að sjóðimir verði byggöir þannig upp að áhættimni sé dreift sem allra mest." Framkvæmdastjóri VSÍ segist ekki óttast að fjármagn flæði úr landinu, en telur það hinsvegar ekkert óeðlilegt aö landinn muni fjárfesta erlendis í ár fyrir svona 2-3 milljarða króna. -grh Aldrei fyrr í sögu Útgeröarfé- lags Akureyringa hf. hefur veriö framleitt jafnmikiö í frystihúsi félagsins og á sl. ári, eöa 7.769 tonn aö verömæti um 2.003 milljónir króna. Þaö er 28% aukning í ffamleiöslu- verömæti frá árinu áöur þrátt fyrir minnkandi afla togar- anna, bæöi miöaö viö afla- magn og úthaldsdag. Hins- vegar keypti félagiö töluverö- an afla af öðmm veiöiskipum. Rekstrartekjur félagsins í fyrra námu alls um 2,9 milljöröum króna og heildarveltan reyndist vera um 3,7 milljarðar króna. Aflaverðmæti frystitogara var tæpar 800 milljónir króna 1993 miðað við 713 milljónir áriö áð- ur. Framleiðsluverðmæti þeirra jókst því um 11% frá árinu áð- ur, þrátt fyrir aflasamdrátt. En afli þeirra var um 6.128 tonn á síðasta ári á móti 6.745 tonnum 1992. Hinsvegar var aflaverömæti ís- fisktogara félagsins tæplega 700 milljónir króna í fyrra á móti um 755 milljónum árið 1992. Það ár nam afli þeirra alls 14.858 tonum en í fyrra 14.659 tonn sem er 1,3% minnkun á milli ára. Á þessu fiskveiöiári hefur kvóti fimm ísfisktogara og tveggja frystitogara ÚA verið skorinn niöur um 2400 tonn. -grh Egill Jónsson: Athugandi abflyta kosningum í viðtali við Tímann í dag segir Egill Jónsson, formaður land- búnaðamefndar Alþingis, að það geti vel veriö skynsamlegt í þeirri stööu sem nú er uppi að flýta alþingiskosningum. Blabsíða 2 Piltanna úr Keflavík er enn saknaö: Leituöu án árangurs I.eitin aö piltunum tveimur frá Keflavík hefur enn engan árangur boriö, en þeirra hefur veriö saknaö frá því um miöj- an dag á miðvikudaginn. Um 300 manns leituðu piltanna í gær og var leitaö um öll Suö- umes, auk þess sem leitaö var í sumarbústööum í nágrenni Reykjavíkur. Um er aö ræöa eina víötækustu leit sem fram hefur fariö á Suöumesjum. Síödegis í gær bárust vísbend- ingar um aö drengimir heföu sést viö Eyrarbakka. Grunur hefur leikið á að pilt- amir hafi fariö niöur að sjó eftir að þeir fóra að heiman frá sér, en þeir léku sér þar oft. Því hef- ur verið lögð áhersla á að leita í höfnum og við ströndina. 25 kafarar hafa tekið þátt í leitinni. Ennfremur var leitað á sex slöngubátum og þyrla Land- helgisgæslunnar fór yfir leitar- svæðið. Leitarmenn lögðu mikið undir í leitinni í gær en spáö er leið- indaveðri yfir helgina. Leitað verður áfram um helgina eftir því sem veður leyfir. Piltamir heita Júlíus Karlsson og Óskar Halldórsson. Júlíus er 14 ára og Óskar verður 14 ára í næsta mánuði. Báðir piltamir vora klæddir í bláa kuldagalla. Júlíus er grannvaxinn, 1,67 m á hæð með rautt slétt hár nibur á herðar. Óskar er 1.80 m á hæð, grannur með ljóst slétt hár nið- ur að eyrum. júlíus Karlsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.