Tíminn - 29.01.1994, Side 4

Tíminn - 29.01.1994, Side 4
4 Laugardagur 29. janúar 1994 llfljfÍlMf STOFNAÐUR 1 7. MARS 1917 Útgáfufélag: Tímamót hf; Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjóm og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 105 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmi&ja Frjálsrar fjölmi&lunar hf. Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 125 kr. m/vsk. Borgarstjórnarmeiri- hlutinn í skollaleik Um þessar mundir stendur yfir prófkjör sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Greinar um ágæti frambjóöenda fylla síður Morgunblaðsins og fyrirheit um þau straumhvörf, sem munu verða hjá borginni ef þeir verða kosnir. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins hefur nú stjórn- að borginni um tugi ára, utan fjögur ár sem minnihlutaflokkarnir stjórnuðu. Því fylgja mikil völd að stjórna Reykjavíkurborg og meðferð mikilla fjármuna. Eitt af því, sem meirihlutinn telur sér til gildis, er það að vera nákvæmur í fjármálum borgarinnar og stjórna þeim af mik- illi prýði. Mikill munur verði þar á, ef minni- hlutáflokkarnir komast að fjármálastjórninni. í borginni hefur verið byggt upp sterkt embætt- ismannakerfi. Það treystir meirihlutinn á og get- ur leyft sér að vera í skollaleik með bundið fyrir augun í prófkjörum eða einhverjum öðrum uppákomum, á meðan embættismenn færa til bókar. Síðustu tíðindi úr bókhaldi borgarinnar sýna að borgarfulltrúarnir taka allsendis gagnrýnis- laust við tölum, sem koma frá embættismanna- kerfinu. Borgarstjórinn mætir til umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar með þau tíð- indi að skuldir borgarinnar hafi aukist um 40% án þess að leiða hugann að því hvað liggur á bak við þessa tölu. Það er forvitin kona í minnihlutanum, Sigrún Magnúsdóttir, sem rekur augun í þetta og fer að spyrjast fyrir um hvað hér sé á ferðinni. Þá kem- ur í ljós að embættismaður í borginni hefur af misgáningi fært einn milljarð króna af skuldum bílastæðasjóðs yfir á borgina. Nú mætti halda að meirihlutinn hefði orðið harla feginn að einhver hafði rænu á því að skoða málið. Það bregður hins vegar svo við að borgarstjórinn segir í viðtali við Morgunblaðið að þetta sé eitt af hinum dæmigerðum upp- hlaupum Sigrúnar Magnúsdóttur. Þetta sé „tæknilegt atriði", sem engu máli skipti. Það er að sönnu rétt að bílastæðasjóður í eigu borgarsjóðs. Hins vegar vakna þær spurningar hvernig sú stjórnun er, þar sem kjörnir fulltrúar taka við þeim upplýsingum frá embættismönn- um að skuldaaukning hafi verið 40% milli ára, án þess að skyggnast á bak við slíka lykiltölu í rekstri borgarsjóðs. Slíkt er aldeilis með ólíkind- um.' Það er ólíklegt að sjálfstæðismenn hefðu talað um að slík færsla væri „tæknileg", ef minni- hlutaflokkamir hefðu borið ábyrgð á fjármálum borgarinnar og Sigrún Magnúsdóttir hefði kynnt málið í borgarstjórn. Það hefur sigið svo hratt á ógæfuhliðina í fjár- málum borgarinnar að það veitir ekki af að halda öllu til skila, sem lagar þá stöðu. Það er einkennilegt að hreyta ónotum í Sigrúnu Magn- úsdóttur fyrir að líta á reikninga borgarsjóðs gagnrýnum augum. Það er venja góðra stjórn- enda, sem bera ábyrgð gagnvart sínum kjósend- um. Steinar fyrir brauð Oddur Ólafsson skrifar Opinbera fjánnálavitið er búiö að finna upp nýtt orð um ástand eða ástandsleysi efnahagsmála. Verðstöður skal þaö heita, þegar ekkert er að gerast og sagt er að stöðugleiki ríki. Þá er engin verð- bólga og vextir eiga að lækka. Vaxtamunurinn minnkar þó ekki að sama skapi, en ekki er vert að gefa því gaum í leitinni aö stöð- ugleikanum. Stjómvöld kætast yfir nýlegri spá Seðlabankans um verðstöðu á þessu ári, sem þýöir að lánskjara- vísitalan stendur í stað. Fram- færsluvísitalan hækkar að vísu nokkuð, en hvað em nokkur pró- sent í svoleiðis vandræöagangi á milli vina? Önnur gleðitíðindi úr efnahags- lífinu em þau að viðskiptajöfn- uöurinn svokallaöi er hagstæöur um fleiri milljarða. Samkvæmt því ætti að safnast í gjaldeyris- sjóðinn og þjóðin að auðgast að sama skapi. Orsök og fylgifiskur Ef nánar er gætt að hvað veldur nýyrðinu verðstöðu og þeirri veröhjöðnun, sem hún dregur heiti sitt af, gæti verið að hér sé ekki um einskært happ fólksins, sem landiö byggir, að ræða. Verð- hjöðnun er nefnilega ekki síður einkenni kreppuástands en stöð- ugleika. Sá stöðugleiki, sem fæst með samdrætti og hjöðnun, er dým veröi keyptur. Launarýmun og kaupmáttarskerðing er bæði or- sök og fylgifiskur svokallaðs efna- hagsbata, sem er að tryggja sér heiti í hagsögunni. Hagstæði viðskiptajöfnuðurinn er ekki til kominn vegna aukins útflutnings eða meiri verðmæta- sköpunar í landinu, heldur minnkandi innflumings. Fjárfestingar og framkvæmdir hafa dregist vemlega saman og gefur auga leið að það veldur minni innflumingi. Hitt er einn- ig þungt á viöskiptavoginni að minnkandi tekjum fylgir rým- andi kaupmáttur og er því ekkert eðlilegra en aö innflutningur á almennum verslunarvarningi minnki. Launhelgar í spástofum Þaö em sem sagt kreppuein- kennin, sem opinberar spástofur telja til emahagsbata. Stjómvöld- in og málgögn þeirra hælast um þann árangur, sem náðst hefur í efnahagsmálum, og með fylgja hvamingarorð um a& viöhalda ástandi veröstöðunnar og helst að herða á marglofuðum stöðug- leika með enn meira aðhaldi, op- inberum spamaði og hagræð- ingu, sem einkum eða aðallega felst í því að segja upp fólki og skera vinnulaun viö nögl. Nema til þeirra, sem hæsta kaupiö hafa fyrir stjórnsemi og elju við að spara kaupgreiöslur til allra ann- arra. Veröstaöan meö öllum þeim for- merkjum, sem skapa hana og af henni leiöa, er draumaástand þeirra sem ár og síð halda því fram að mámlegt atvinnuleysi sé forsenda eðlilegs efnahagslífs. Samkvæmt þeim kokkabókum er bjart framundan í íslensku efnahagslífi. Skammturinn búinn Hvergi ber á öðra en að sam- drátturinn haldi áfram með allri þeirri hagræðingu sem af honum leiðir. Skammturinn af þorski Hvab er ípípunum? þetta kvótaárið er að verða bú- inn. Guð og lukkan stýra því hvort loðnan gefur sig og í hvaöa magni, en kvóti flestra annarra tegunda býður tæpast upp á óvænt uppgrip til sjávarins. Fjárfestingar eru minni en í öðr- um löndum, sem viö teljum eðli- legt að bera okkur saman við, enda örlar varla á vilja til fram- kvæmda og nýsköpun atvinnu- veganna heyrir til liðinni tíð. Helsta von unga fólksins, sem er að ljúka misjafnlega löngu og ströngu námi, eru þeir möguleik- ar til vinnu og búsetu, sem opn- ast með þátttöku íslands í Evr- ópska efnahagssvæðinu. Eða svo er sagt. En fréttir af atvinnu- ástandi svæðisins benda kannski ekki allar til þess að þar drjúpi smjör af hverju strái. Nauðugir iðjuleysingjar eru þar fleiri en elstu menn muna og fer fjölg- andi. Náttúrufyrirbæri Við atvinnuleysi á íslandi er ékk- ert gert nema hlakka yfir því hve hagræðingin tekst vel og hve kreppueinkenni veröhjöönunar eru auðsæ. Gjaldþrot fyrirtækja og einstak- linga eru talin náttúrufyrirbæri, sem ekkert er við að gera nema taka þeim eins og hverju öðru hundsbiti eöa leiðinlegum út- synningi. Þeir, sem betur mega, kæra sig kollótta um hvemig öðrum reiðir af og taka mæöulega undir kór- sönginn um hve hræðilegt það sé að borga þessi helvítis býsn í at- vinnuleysisbætur. Og það úr sjálf- um ríkiskassanum, sem efnafólk- ið er svo duglegt að borga í. Sannleikurinn er sá að atvinnu- leysisbætur eru svo nánasarlegar að vafasamt er að telja ísland til velferðarríkja. Dýrkeyptur stöðugleiki Það væri útúrsnúningur ef ein- hver færi að lesa það út úr þessu skrifi aö verðbólga sé æskileg eða lækkun vaxta af hinu illa. Það er síöur en svo, og stöðugleiki í efna- hagsmálum er nauösynlegur til að viðhalda heilbrigöu athafna- lífi. Kannski er hann enn nauð- synlegri en ella, vegna þátttöku í Evrópusamvinnunni miklu En að kaupa stöðugleikann með efnahagskreppu í sinni leiðinleg- ustu mynd orkar tvímælis. Það er einnig mjög vafasamt að telja það til stöðugleika, þegar veruleg lífs- kjararýmun og versnandi afkoma atvinnulífsins veldur samdrætti, sem sálarlausir útreikningar kalla verðstöður og telja batamerki. Á hvaða stigi atvinnuleysið verð- ur mátulegt hlýtur að byggjast á mati þeirra, sem aðhyllast efna- hagsstefnu sem byggist á því. í augum annarra er atvinnuleys- ið þjóðfélagsmein, sem á ekki að vera til. Því getur það aldrei veriö mátulegt og síst af öllu nothæft sem hagstjómartæki. Sjálfhælni og veruleiki Hagræðing og stöðugleiki, sem byggir á kjaraskeröingum með til- heyrandi basli hinna mörgu sem fyrir þeim verða, er ekki boðlegur í þjóðfélagi þar sem samhjálp og gagnkvæm virðing fyrir rétti ná- ungans til mannsæmandi lífs á að vera gmndvöllur samfélagsins. í stað þess aö hlakka einhliða yf- ir þeim árangri að verðstöður taka við af verðbólgu, er ástæða til aö hyggja að því hvað ástandið kost- ar og hvort það er eins æskilegt og spámenn og postular opinbera efnahagslífsins vilja vera láta. Enn síður er ástæða til að hælast um hve vel er búið að athafnalífi framtíðarinnar. Það er ekki nóg að heimta bjartsýnistal, en geta með engu móti sagt til um með hvaöa hætti betri tíð með blóm í haga ber að. Áframhaldandi samdráttur, hag- ræbingar, atvinnuleysi og almenn lífskjaraskerðing er það sem við blasir, og er ekki boöib upp á ann- að til aö auka bjartsýni og lífs- glebi en nýyröiö VERÐSTÖÐUR. Þaö er ab gefa steina fyrir brauð.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.