Tíminn - 29.01.1994, Síða 6

Tíminn - 29.01.1994, Síða 6
Laugardagur 29. janúar 1994 Minnkandi líkur á bandarískum hern- aöaríhlutunum. í stabinn reyna Vest- urlönd aö koma á stööugleika í Norö- urheimi meö sam- böndum viö fyrrver- andi sovétblökk. Ekki fleiri V onarendurreisnir Suöur-Súdani daubvona úr hungri: þar var ástandib ekki betra en íSómaiíu og hefur ekki batnab. Clinton og Hillary erþau tóku vib sem húsrábendur í Hvíta húsinu: líst ekki á ab vera „lögreglumenn heimsins". Fréttaskýrendur virbast nokkuð á einu máli um að reynsla Bandaríkjanna af íhlutuninni í Sómalíu (sem nefnd var Vonarendurreisn, Operation Restore Hope) hafi leitt til þess ab þau séu orðin næsta treg til að vera „lögreglu- maður heimsins". Bandarískar hemaðaríhlutanir þurfi að vísu ekki að vera úr sögunni, en Bandaríkjastjóm muni næstu árin vart leggja í þessháttar, nema því aðeins að hún þykist sjá á því nauðsyn, hagsmunum Bandaríkjanna til vamar. Þannig var það er Bandaríkin réðust á Panama í árslok 1989 og er þau sendu her gegn írak eftir að það hafði hertekið Kú- veit í ágúst 1990. í Sómalíu var hinsvegar vart um teljandi bandaríska hagsmuni ab ræöa. En stöðugar sjónvarpsmyndir af sómölskum bömum deyjandi úr hungri höfðu komið viö hjartað í samviskusömum Vest- urlandamönnum, sem þar af leiðandi vom margir orönir á því að eitthvað yrði að gera til að stöðva þann hrylling, og blökkumenn á Bandaríkjaþingi, sem þar geta haft mikil áhrif ef þeir standa saman, létu að því liggja að Bandaríkjastjóm hefði ekki samúð, meb nauðstöddu fólki nema það væri hvítt og kröfðust þess að hún gerbi eitt- hvað svörtum Sómölum til bjargar. Þetta tvennt olli líklega mestu um það að Bush sendi her til Sómalíu. Hernabaríhlutanir orbnar eftirsóttar Fyrst lét hann spyrjast fyrir um undirtektir hjá Afríkuríkjum. Vesturafríska smáríkib Benin svaraði á þessa leið: Fyrst Bandaríkin hefðu ákvebið að bjarga Sómölum, vildu þau þá ekki vera svo góð aö bæla í leið- inni niöur uppreisn, sem þá stób yfir í Tógó, grannríki Ben- ins, og friba Líberíu? Þar var BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON ástandið þá litlu gæfulegra en í Sómalíu. Ekki var laust við að ráða- mönnum í Washington hnykkti við. Fram ab þessu höfðu þeir veriö vanastir því að hemaöaríhlutanir þeirra væm gagnrýndar og fordæmdar sem „heimsvaldastefna". En tilmæli þessi frá Benin vom tákn nýrra tíma. í stað þess að hafa í háveg- um fullveldi og sjálfsákvörðun- anétt og fordæma íhlutanir vom Afríkuríki sunnan Sahara farin að efast um gildi „frelsis- ins", sem tekið hafði vib af ný- lendutímanum, og biðja um af- skipti og jafnvel að einhverju marki forræði voldugustu ríkja heims, og þá sérstaklega þess voldugasta þeirra, Bandaríkj- anna. Þessarar tilhneigingar gætir ekki einungis í Afríku. Eitt af því, sem fylgt hefur lokum kalda stríðsins, er að ríki klofna í færri eða fleiri parta eða leysast alveg upp. Haldið er fram því til skýring- ar að kalda stríðib hafi í raun haldið lífinu í mörgum ríkjum; þau hafi dregið það fram fyrst og fremst með hjálp frá abilum kalda stríðsins, öbrum þeirra, báðum til skiptis eða jafnvel báðum í einu. Þegar ríki þessi misstu þá aðstoð að kalda stríði loknu, hafi þau um leib misst tilvistargmndvöll sinn, eins og sýni sig „allt frá Haiti í Vestur- álfu til braksins úr Júgóslavíu í Évrópu, frá Sómalíu, Súdan og Líberíu í Afríku til Kambódíu í Suðaustur-Asíu ..." Þama blasi við „nýtt og uggvænlegt fyrir- bæri", ríki sem séu „algerlega ófær um vera áfram í heimssam- félaginu af eigin rammleik", skrifuðu bandarísku stjómarer- indrekamir D. Gerald Helman og Steven Ratner nýlega í tíma- ritið Foreign Policy. „Vinsælasta hern- abarbandalag sög- unnar" Með ráðamönnum í Washing- ton virðist nú ofarlega á baugi skoðun á þá leið, að Bandaríkj- unum sé best að halda sig í vissri fjarlægð frá löndum sem þannig sé ástatt um, annars sé hætt við að þau flækist í enda- laus vandræöi og styrjaldir víðs- vegar um heim. Stöðugleikinn er þrátt fyrir allt meiri á norðurhluta hnattarins en á suðurhluta hans og í sam- ræmi við það fráfælast Banda- ríkin síður virka utanríkisstefnu í Norðurheimi en Suðurheimi. Nató hefur verið í óvissu með sjálft sig frá því að kalda stríð- inu lauk, en ekki er laust við að niðurstöður leiðtogafundar að- ildarríkja bandalagsins í Bmssel fyrir skemmstu bendi til þess ab í hönd fari markvissari stefna af hálfu þess. Svo er að sjá af nið- urstöðum Brusselfundar þessa að Vesturlönd, undir fomstu Bandaríkjanna, stefni að vax- andi samstarfi í öryggismálum við fyrrverandi austantjaldsríki og jafnvel að einhver þeirra (helst Pólland, Tékkland og Ungverjaland) verði tekin inn í Nató eftir ekki mjög mörg ár. (Áður hafbi að vísu verib stofn- að til tengsla milli Nató og fyrr- verandi austurblakkarríkja, en þau em lausleg.) Svo er að heyra, að næstum öll fyrrver- andi austantjalds- og sovétríki vestan Rússlands séu óðfús að komast í Nató, og vart fer á milli mála að ótti þeirra við Rússland veldur mestu um þab. „Nató stendur frammi fyrir því að þab er orðið langvinsælasta hemað- arbandalag sögunnar," skrifar Halvor Tjonn, fréttaritari norska Aftenpostens í Moskvu. „Evrópukonsert" fyrir Norburheim? Hér er Vesturlöndum mikill vandi á höndum. Hætt er viö að tortryggni Rússa í þeirra garð aukist, ef Nató hleypir inn til sín fyrrverandi sovéskiun fylgi- ríkjum. Enda bauð Brasselfund- ur öllum RÖSE-ríkjum, þ.á m. Rússlandi og öllum öðmm fyrr- verandi sovétríkjum, að vera með í Partnership for Peace (PFP), eins og fyrirætlanir Nató um aukin sambönd austur á bóginn em nefndar. Reynist PFP hafa framtíb fyrir sér, mundi það þýða „öðravísi Nató", eins og það er orðað í leiðara í Aftenposten. Verði eitt- hvað úr fyrirætlunum þessum, gæti það íeitt til stöðugleika á noröurhluta hnattarins, stööug- leika sem byggbist fyrst og fremst á því að voldugustu ríkin þar fylgdu þeirra reglu að hafa samráð sín á milli gagnvart helstu deilumálum, ekki ósvip- að því samráði, sem segja má að hafi lengst af verið meb stór- veldum Evrópu frá lokum Na- póleonsstríða til fyrri heims- styrjaldar — Evrópukonsert var sú samráðsstefna kölluð um skeið. Ótti Rússa við Kína eykur líkur á því að þeir hafi fyrir sitt leyti augun opin fyrir þeim möguleika. En þær stööugleika- horfur ná ekki til suðurhluta hnattarins.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.