Tíminn - 29.01.1994, Síða 10

Tíminn - 29.01.1994, Síða 10
10 Laugardagur 29. janúar 1994 Styrkir til umhverfismála Á næstunni verður úthlutað styrkjum úr Pokasjóði Landverndar. 1. Um styrki geta sótt: Félög, samtök, stofnanir og ein- staklingar. 2. Úthlutun er bundin verkefnum á sviði umhverfis- mála, svo sem landgræðslu, skógrækt, friðun, vemd- un, fegrun og snyrtingu lands og til fræðslu og rann- sókna. Skilyrði er að verkefnin séu i þágu almennings. 3. Verkefni, sem sótt er um styrk til, þurfa að vera vel afmörkuð og skilgreind. 4. Farið er fram á að styrkþegar leggi af mörkum mót- framlag, sem getur falist í fjárframlögum, vélum, tækj- um, efni eða vinnu. 5. Styrkþegar skuldbinda sig til að skila skýrslu um framkvæmd og árangur verkefnisins fyrir lok úthlutun- arárs. 6. Styrkumsóknir þurfa að berast skrifstofu Landvernd- arfyrir kl. 17:00 þann 28. febrúar 1994. Umsóknum ber að skila á þar til gerðum eyðublööum, sem fást á skrifstofu samtakanna. Stöndum vörð um Pokasjóðinn. LANDVERND, SKÓLAVÖRÐUSTÍG 25, 101 REYKJAVÍK. Sími: 25242. Myndsendir: 625242. PÓSTUR OG SfMI Utboð Póst- og simamálastofnunin óskar eftir tilboðum í húsgögn og annan búnað fyrir umdæmi V, skrifstofu- byggingu. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu inn- kaupa- og birgðadeildar Pósts og síma, að birgða- stöðinni Jörfa (v/ Dverghöfða), 112 Reykjavík, gegn 5.000,- kr. skilagjaldi. Tilboðin verða opnuð á sama stað 18. febrúar kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóð- endum sem þess óska. Póst- og símamálastofnunin. Auglýsing um styrki úr Fræðslusjóði brunamála 1. ( samræmi við reglugerð um Fræðslusjóð brunamála nr. 138/1993, skv. 24. gr. laga nr. 41/1992, er hér með auglýst eftir umsóknum um styrki til náms á sviði bruna- mála. Markmið Fræðslusjóðs brunamála er að veita slökkvi- liðsmönnum, eldvamaeftiriitsmönnum og öðrum sem starfa að brunamálum styrki til náms á sviði brunamála. Sjóðurinn greiðir styrki til rannsókna- og þróunarverk- efna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalarstyrki, styrki vegna námskeiða, aukaþóknun fýrir óvenju umfangs- mikil verkefni, laun á námsleyfistíma og aðstoðar styrk- hæfa umsækjendur til endurmenntunar. Stjórn Brunamálastofnunar fer með stjórn Fræðslusjóðs brunamála. 2. Yfirmönnum slökkviliða er bent á að sjóöurinn mun veita styrki til þátttöku í námskeiöi í slökkvistörfum sem haldið verður í Reykjavík og í Sandö í Svíþjóð, í viku á hvorum stað. Þeim, sem sóttu um styrki 1993 og vilja endumýja um- sóknir sínar, skal bent á að staðfesta þær símleiðis eða í bréfi. Umsóknir um styrki úr Fræðslusjóði brunamála skal senda stjóm Brunamálastofnunar ríkisins, Laugavegi 59, Reykjavík, fyrir 1. mars 1994. Nánari upplýsingar verða veittar á Brunamálastofnun ríkisins í síma 91 - 2 53 50. Reykjavík, 25. janúar 1994. Stjóm Brunamálastofnunar rfkisins. Sagan um Agnesi, Friðrik og Sigríbi vakin til lífsins á ný: Síbasta aftakan á h ví ta t j aldið inorri Þórisson kvikmyndagerbarmabur segist œtla oð búa til mynd, sem leggur áherslu á samband Agnesar og Natans. ann 12. janúar 1830 fór fram á Þrístöpum, einum hinna nyrstu Vatnsdalshóla, síöasta aftakan á íslandi. Aftakan er ekki aðeins söguleg fyrir þaö eitt fyrir að hafa veriö sú síðasta hér á landi. Fram að henni höföu dauðadæmdir íslendingar um langa hríð verið sendir utan til Danmerkur og teknir af lífi þar. Ástæðan fyrir því að hún fór fram hér var sú að embættismenn þeirra tíma trúðu því að dauðarefsingar fældu fólk frá því að fremja afbrot. Á Vesturlöndum hefur fylgi við dauða-refsingar aukist á síðustu árum og hefur Dr. Helgi Gunnlaugsson, félags- fræð-ingur við Háskóla íslands, meðal annars kannað afstöðu íslendinga til þeirra. Margir þekkja tildrög þessa fræga sakamáls sem leiddi til aftökunnar. Um síðustu helgi fékk Snorri Þórisson hæsta styrkinn sem veittur var úr Kvikmyndasjóði í ár, 30 milljónir króna, til að kvikmynda Agnesi, mynd sem byggð verður á þessum atburöum. Nafnið, sem enn er vinnutitill, vísar til Agnesar Magnúsdóttur sem, ásamt Friöriki Sigurðssyni, var tekin af lífi fyrir morðið á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni. Áður en lengra er haldið er réttast að rekja stuttlega atburðarásina sem leiddi til þessarar aftöku. Málavextir Natan Ketilsson (f.1795) var í lifanda lífi mjög þekktur maður á íslandi. Hann var í tygjum við Skáld-Rósu, harðgifta og fræga konu, en þekktastur var hann fyrir skottulækningar sínar. Arið 1826 flyst Natan að Illugastöðum á Vatnsnesi og var þar hjá honum vinnu- konan Sigríöur Guðmunds- dóttir, 15 ára gömul. Ári síðar varð hún bústýra hans og réðst þá einnig til hans vinnukonan Agnes Magnúsdóttir (f.1795). Um haustið og veturinn 1827- 28 vandi Friðrik Sigurðsson frá Katadal (f.1810) komur sínar aö Illugastööum. Flestir þeir sem um þetta mál hafa fjallað telja að Natan hafi flekað Agnesi, svikið hana og hún síðan eggjað Friðrik og Sigríði til að drepa Natan vegna svikanna. Annað sjónarmiö er að fégræðgi hafi legið að baki því Natan var talinn ríkur. Hvað sem því líður þá er það að kvöldi 13. mars 1828 sem Sigríður og Agnes fara út í fjós og hitta þar Friðrik. Inni í bænum sofa Natan og Pétur Jónsson, sem var fyrir tilviljun gestkomandi þetta kvöld. Sigríður sótti slaghamar sem hún fékk Friöriki og gengu síðan öll þrjú til svefnskála Natans. Friðrik rotaði bæði Natan og Pétur með hamrinum og stakk þá síðan mörgum stungum með sjálfskeiðungi. Eftir þetta hirtu þau allt fémætt úr bænum, báru eld að og hlupu síðan Agnes og Sigríöur að Stapakoti, nálægum bæ, og sögðu að kviknað hefði í Illuga-stöðum, Natan og Pétur brunnið inni en þær sloppið. Boð voru send Blöndal sýslumanni sem grunaði að ekki væri allt með felldu. Þegar líkin voru skoðuð sáust greinilega hnífstungur og hóf sýslumaður þá þegar próf. Sigríður var yfirheyrð fyrst og játaði hún svo að segja fortölulaust en Agnes og Friðrik stuttu síðar. Dæmt var í málinu í héraði 21. júlí 1828, í landsyfirrétti um haustið sama ár og loks í hæstarétti 25. júlí 1829. Á öllum dómstigum voru þau Agnes, Friðrik og Sigríður dæmd til dauða. Með kon-ungsbréfi var refsingu Sigríður seinna breytt í ævilanga gæslu í tyftunar- húsi Kaupmannahafnar. Aftakan fór eins og áður sagði fram á einum hinna nyrstu Vatnsdalshóla þann 12. janúar 1830. Reistur var pallur með grindverki í kring og á honum miðjum var trjádrumbur með rauðum dregli yfir. Friðrik var höggvinn fyrst, síöan Agnes og höfuð þeirra sett á stengur. Guðmundur Ketilsson, bróðir Natans, framkvæmdi aftökurnar og fékk fyrir 60 ríkisdali sem hann gaf fátækum. Ástríbumorö? Eins og fram kom hér á undan þá virðist ekki ríkja eining um hvaða hvatir lágu að baki morðinu á Natani. Þótt Snorri Þórisson hafi aðspurður lítið vilja fara náið út í efni myndarinnar sagði hann þó aö „ætlunin væri ekki að gera leikna heimildamynd um þessa atburði heldur að gera mynd sem byggir á þeim með áherslu á samband Agnesar og Natans. Skáldaleyfi verður tekið í verulegu mæli. Til dæmis verður morðið ástríðumorð Agnesar þótt samkvæmt heimildum hafi það jafnvel ekki verið svo. Persónum veröur bætt við og sumum skeytt saman í eina." Upphafsmaður þess að færa þetta efni í kvik-myndabúning er Jón Ásgeir Hreinsson sem ásamt Snorra skrifar handritið að myndinni. Jón Ásgeir var í sveit á Illugastöðum og smitaði Snorra með áhuga sínum á efninu. Egill Eðvarðsson mun leikstýra en Snorri mun framleiða og stjórna kvikmyndatökunni. Kostnaöaráætlun hljóðar upp á 160 milljónir króna þannig aö styrkur Kvik-myndasjóðs er rétt rúm 18% af heildarkostnaöi. Erlendir framleiðendur munu svo væntanlega leggja fram fé í verkefnið. Áætlað er að hefja tökur í haust og frumsýna síðan myndina haustið 1995. Snorri segir að ekki sé búið að

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.