Tíminn - 29.01.1994, Side 11

Tíminn - 29.01.1994, Side 11
Laugardagur 29. janúar 1994 n Dr. Helgi Gunnlaugsson, lektorí félagsfrœbi, segir vibhorf nútímans til daubarefsinga vera allt annab en þab var fyrir mibja nítjándu öldina. Tímamynd: gs. velja leikara og ekki heldur tökustaöi endanlega en þá verði að velja „bæði með tilliti til drama og kostnaðar." Snorri sagð að lokum að „þetta væri stórbrotið og dramatískt verk sem spilaði á dýpstu tilfinningar í mannlegu eðli. Það er alltaf spurning hvort dauðarefsing sé réttlætanleg og sem betur fer lifum við ekki í svo ofbeldissinnuðu þjóðfélagi að við sættum okkur við það að taka fólk af lífi." Dauðarefsingar Áriö 1928 voru dauða- refsingar afnumdar með lögum frá Alþingi eða um einni öld eftir að þeirri síðustu var framfylgt. Á síðustu árum hefur fylgi við beitingu dauðarefsinga aukist á Vesturlöndum. í Bandaríkjunum voru dauð- arefsingar t.d. teknar upp á nýjan leik í sumum fylkjum á síðasta áratug. Dr. Helgi Gunnlaugsson, lektor í félagsfræði við H.Í., segir að gildi refsinga, annars vegar að refsa einstaklingi fyrir afbrot og hins vegar fæla aðra frá því að fremja afbrot, standist varla þegar um dauðarefsingar er að ræða. „Köld skynsemishyggjan segir að einstaklingnum sé vissulega refsað fyrir af-brotiö, auga fyrir auga", segir Helgi, „en samkvæmt rannsóknum þá virðast dauðarefsingar ekJd hafa nein áhrif á morðtíðni og því er ekki hægt að segja að fælingin út í samfélagið virki. Á tímum Agnesar og Friðriks var almennt talið að hún gerði það. Ástæða þess að fælingin virkar ekki er eflaust sú að raunveruleiki morða lýsir sér meir í persónulegum harmleik milli aðila sem tengjast fjölskyldu- eða vinaböndum en að þau séu skipulögð af kaldri rökhyggju. Fólk er ekki að hugsa um refsinguna þegar það myrðir. Það er síðan að sjálfsögðu spuming hvort það sé hægt siðferðilega að réttlæt? dauðarefsingar. Ef morð t. svona alvarlegur glæpur, bætir maður það athæfi eitthvað að taka síðan upp á því sjálfur í nafni samfélagsins? Fleira kemur þama til. Ekki er hægt að taka dauðarefsinguna til baka ef seinna kemur í ljós að einstaklingurinn sem tekinn var af Iífi hafi síðan verið saklaus." Helgi kannaði afstöðu íslendinga til dauðarefsinga sumarið 1989, þ.e. hvort þeir væru hlynntir eða andvígir því að tekin yrði upp dauðarefsing við alvarlegum glæpum eins og morði að yfirlögðu ráði. Mikill meirihluti var andvígur en um 9% voru frekar eða mjög hlynntir. í þessu sambandi benti Helgi á hvað forseti íslands, frú Vigdís Finnboga-dóttir, heföi látið hafa eftir sér fyrir kosningarnar 1988 um möguleg afskipti sín af störfum Alþingis. Hún sagði þá að ef svo ólíklega vildi til að Alþingi samþykkti lög er heimiluðu dauðarefsingu myndi hún neita að skrifa undir þau. Hann taldi þessi orð endurspegla viðhorf flestra íslendinga. Löng bið Þaö er öruggt að þeir fáu íslendingar sem hlynntir eru dauðarefsingum verða að bíða mjög lengi eftir því að sjá þær teknar upp að nýju. Aftaka Agnesar og Friðriks verður vonandi áfram sú síðasta á íslandi. Kannski verður kvikmynd Snorra Þórissonar og félaga til þess að fylgjendum dauðarefsinga á íslandi fækki enn meira og veki fólk til umhugsunar um þær. Öm Markússon Orðsending til Einkareiknings- og tékkareikningshafa Frá og með 1. febrúar n.k. verður tekið 45 kr. útskriftargjald fyrir hverja útskrift Einkareiknings- og tékkareikningsyfirlita. Framvegis verða yfirlit send áður en skuldfærsla vegna þjónustugj alda verður framkvæmd. Áramótayfirlit verður sent án gjaldtöku. f dag eru flestar útskriftir sendar þegar blaðið er fullt, þ.e. eftir 45 færslur. Fleiri möguleikar eru á tíðni útskrifta s.s.: • Mánaðarleg • Þriðja hvem mánuð • f árslok - gjaldfrítt f Þjónustusímanum (91) 62 44 44, Grænt númer 99 64 44, getur þú fengið upplýsingar um 20 síðustu færslur og stöðu reikningsins, allan sólarhringinn. Þeim viðskiptavinum sem óska eftir breytingu á tíðni útskrifta er bent á að hafa samband við tékkareikningsdeild. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Hagyrðingaþáttur Ekki bregðast hagyrðingar og limrusmiðir úr hópi Tímalesenda. Síðasta sunnudag hóf vísna- og limruþátt- ur göngu sína og lesendur beðnir að veita honum lið- veislu og senda limrur og botna vísu. Hér fer á eftir það, sem best var kveðið að mati Tíma- manna. Á Tímanum brosa menn blíöar, því blaðið fer miklu víðar. Nú kveður þar Jón við kunnugan tón, en Hermannsson handlaginn smíðar. Höfundur þessarar ágætu limru gaf ekki aðrar upplýs- ingar um sig aðrar en þær að hann er sveitamaður. Óskar sendi eftirfarandi: Þorratíð ég þrauka í sátt, þolinmóður á allan hátt, og bót er að þó að bakatil snjó, ég vcenti mér vorsins brátt. (Ortá Vincentíusarmessu 1994) Fleiri yrkja um þorrann og var eftirfarandi limra send undir heitinu „Þorrablótsstemmning": Soðið er kjötið sauða, svo má vindurinn gnauða. Ég hefnóg afhrútsþung og nóttin er ung er sýp ég á svartadauða. „Mér til gamans gert og sent," skrifaði Óskar með sínu ágæta framlagi til Hagyrðingaþáttar, en auk limrunnar botnaði hann fyrripart okkar, sem er svona: Víst þarfávallt vitið til vísu litla að ríma. Óskar bætti við: Bragareyra bót að skil, svo bregðist ekki glíma. Srn. sendi eftirfarandi botn: Ég óttast hefum árabil um útgáfu míns Tíma. Annar ágætur hagyrðingur sendir eftirfarandi: Andans menn ég ekki skil er við þetta glíma. Um leið og hagyrðingum er þakkað ágætt framlag þeirra, fá þeir nýjan fyrripart að botna og er sá pólitískur í besta lagi: , Markús týndi milljarði og minnihlutinn fann hann. Limrur og botnar eru vel þegin og snjallar ferskeytlur ekki síður. Senda skal hugverkin, greinilega skrifuð, á eftirfarandi heimilisfang: Tíminn Hagyrðingaþáttur Stakkholti 4 105 Reykjavík Símbréf: 16270

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.