Tíminn - 04.02.1994, Qupperneq 8
8
Föstudagur 4. febrúar 1994
Síöari umferö finnsku forsetakosninganna á sunnudag:
Ahtisari
úr Rehn
siglir fram
Frá Ösp Viggósdóttur
fréttaritara Tímans í Finnlandi.
Síbari umferb finnsku for-
setakosninganna fer fram á
sunnudaginn. Kosib verbur á
milli Elísabetar Rehn frá
Sænska þjóbarflokknum og
Marttis Ahtisaris frá Jafnabar-
flokknum. Ahtisari hefur sótt
verulega á síbustu viku og er
kominn fram úr Rehn sam-
kvæmt síbustu skobanakönn-
unum.
Fyrri umferb kosninganna fór
fram 16. janúar. Þar hlaut
Martti Ahtisari rúman fjórbung
greiddra atkvæba og Elísabet
Rehn kom skammt á eftir meb
tuttugu og tveggja prósenta
fylgi. Samkvæmt skobana-
könnunum sem gerbar vom
eftir fyrri umferbina naut Rehn
sextíu til áttatíu prósenta fylgis
en Ahtísari einungis fjömtíu
prósenta og virtist hún því eiga
sigurinn vísan í seinni umferb.
Á einni viku hefur Rehn hins-
vegar lækkað snögglega flugib á
meðan Ahtisari hefur sótt í sig
veðrið og samkvæmt nýjustu
skoðanakönnunum fær hann
tveimur próstentum fleiri at-
kvæbi þegar kosið verður.
Mikill áhugi er á kosningun-
um í Finnlandi enda er um
valdamesta embætti landsins
að ræða. Yfir þriðjungur at-
kvæðisbærra manna, eða 1,4
milljónir, hefur þegar kosið ut-
an kjörfundar en erfitt er ab
ætla hversu margir muni greiða
atkvæði á kjördag. í dreifbýlinu
líta margir svo á að tilgangs-
laust sé að kjósa þar sem bæði
forsetaefnin styðji inngöngu í
EB og bændur em mjög ugg-
andi um hag sinn.
Elísabet Rehn er vamarmála-
ráðherra Finnlands og varð
fyrst kvenna í heiminum til að
gegna því embætti. Hún er full-
trúi Sænska þjóöarflokksins
sem stendur vörð um hags-
muni sænska þjóðarbrotsins en
aðeins sex af hundraði lands-
manna hafa sænsku að móður-
máli. Það verbur því að teljast
einstakt að fulltrúi þessa fá-
menna hóps hafi komist í aðra
umferð kosninganna því Finn-
ar em margir hverjir mjög for-
dómafullir í garð þeirra eftir
aldalanga kúgun Svía fyrrum.
Sumir ganga jafnvel svo langt
Martti Ahtisari
ab halda því fram að kúguninni
sé ekki lokið þar sem sænska er
enn skyldunámsgrein í skólum
landsins, rétt eins og danska á
íslandi. Rehn talar að vísu reip-
rennandi finnsku en það skýrir
ekki óvænt fylgi hennar. Það er
eins og margir kjósendur hafi
fengið sig fullsadda af gömlu
stjómmálamönnunum og vilji
eitthvað nýtt. Og þótt Rehn sé
ráðherra í einni óvinsælustu
ríkisstjóm Finna fyrr og síðar
þá hefur hún þá sérstöðu ab
vera kona, nokkuð sem finnsk-
ir kjósendur grípa fegins hendi.
Martti Ahtisari er einnig
„öðmvísi" forsetaefni. Hann
Elisabet Rehn
hefur aldrei setið á þingi og í
upphafi kosningabaráttunnar
fyrir nærri ári sýndi hann oft
litla þekkingu á málefnum
Finnlands. Hann er gmnn-
skólakennari að mennt, gekk til
liðs við utanríkisráðuneytið og
gegndi lengi sendiherraemb-
ættí í Afríku og starfaði þar síð-
ar á vegum Sameinuðu þjób-
anna, mebal annars að undir-
búningi sjálfstæðis Namibíu.
Um tíma var hann aðstoðar-
framkvæmdastjóri samtakanna
og nú síðast starfaði hann sem
sérlegur ráðgjafi í friðammleit-
unum þjóöarbrota fyrrverandi
Júgóslavíu.
UTLÖND
í utanríkismálum em Rehn og
Ahtisari nokkuð svo sammála.
Bæði vilja að Finnland gangi í
Evrópubandalagið og hvomgt
útilokar aðild að Nato. Ahtisari
hefur því einbeitt sér að því að
gagnrýna ríkisstjómina, fyrst
og fremst stefnu hennar í heil-
brigðis- og félagsmálum, enda
er flokkur hans, Jafnaðarflokk-
urinn, í stjómarandstöbu.
Elísabet Rehn hefur ekki eytt
mikilli orku í ab verja ríkis-
stjómina en bendir þó á að við-
skiptajöfnuður sé orðinn hag-
stæður og hagur útflutningsfyr-
irtækja hafi vænkast mjög á ný-
liðnu ári. Hún segist trúa þvi að
botninum sé náð og framund-
an séu bjartari tímar þótt at-
vinnuleysið haldi enn áfram ab
aukast. Þab er nú tæp tuttugu
og tvö prósent. Hún telur sig
vera fulltrúa mjúku gildanna
en á samt erfitt með ab útskýra
fyrir æstum útvarpshlustend-
um hvers vegna ráðuneyti
hennar keyptí vopn fyrir tutt-
ugu milljarða finnskra marka á
meðan eitt hundrað og tuttugu
þúsund Finnar áttu varla fyrir
mat.
REUTER
Frönsk óeiröalögregla berst viö fiskimann.
Franskir lögregluþjónar börbust í gœr vib fiskimenn sem vildu mótmœla innflutningi á ódýrum fiski. Á annab þús-
und fiskimenn brutu allt og brömlubu á einum helsta fiskmarkabi Parísarborgar.
REUTER
Teheran \
Byssumaburinn
ekki einn ab verki
Yfirvöld í íran segja ab mabur-
inn sem hleypti af skoti undir
ræðuhöldum Akbars Hashemís
Rafsanjanís forseta hafi verið
þátttakandi1 í samsæri um ab
drepa forsetann. Fullyrt er aö
ajlir sem hlut áttu ab máli hafi
verib handteknir.
Sarajevó
Nýr yfirmabur
sýnir hörku
Herlið Bosníu-Serba hörfaði frá
eftirlitsstöð friðargæslulibs
Sameinuðu þjóbanna í Bosníu
eftir ab samtökin höfðu hótað
að senda herliö á vettvang.
Þetta átti sér stað sólarhring frá
því að Michael Rose herforingi
tók við embætti sem æbsti yfir-
maður friðargæsluliðsins. Hann
hét því að svara ögrunum stríð-
andi fylkinga af fyllstu einurb
og beita hörku við að koma ab-
stob til nauöstaddra.
Zagreb
Króötum sagt aö
hætta árásum
Yfirmaður friðargæsluliös Sam-
einuðu þjóðanna í fyrrverandi
lýðveldum Júgóslavíu hefur
skipaö Bosníu- Króötum ab
hætta árásum á þá hluta borgar-
innar Mostar sem Múslimar
búa.
Tókíó
Ríkisstjórn Japans
í upplausn
Morihiro Hosokawa, forsætis-
rábherra Japans, berst vib ab
halda stjóm sinni á lífi eftir að
flokkur sósíalista hótabi að rjúfa
stjómarsamstarfib. Sósíalistar
em pirraðir út af skattaáformum
forsætísráðherrans sem ætlar að
koma á viröisaukaskatti til að
vega upp á móti tekjutapi ríkis-
ins.
Kiev
Rændi börnum til
aö komast til
Bretlands
Öryggisvörðum á flugvelli í
Suður- Rússlandi tókst í gær ab
yfirbuga mann sem tekið hafði
fullorðna og böm á bamaheim-
ili í gíslingu. Maburinn heimt-
aöi að flogiö yrbi meb sig til
Bretlands efttr því sem rússnesk-
ir embættismenn sögðu.
jóhannesarborg
Bæta fýrir
syndirnar
Stjómarflokkurinn í Suður-Afr-
íku sendi í gær frá sér stefnuskrá
vegna fyrstu lýðræðislegu kosn-
inganna í landinu sem verða í
apríl. Þar er skýrt hvemig flokk-
urinn ætlar að afnema þab kyn-
þáttamisrétti sem hann kom á
meban aðskilnaðarstefnan var
við lýði.
Tbilisi, Ceorgíu
Áhrif Rússa aukast
í Georgíu
Boris Jeltsín undirritaði í gær
samkomulag vib stjóm Georgíu
um samstarf á svibi hermála.
Samkomulagiö eykur mjög áhrif
Rússa í Georgíu. Undirritunin
fór fram abeins nokkmm
klukkustundum eftir að aðstoð-
arvamarmálaráðhena Georgíu
lét lífiö í sprengjutilræði.
Kairó
Útlendingum
hótaö
Herskáir íslamstrúarmenn í Eg-
yptalandi hafa komiö þeim
boðum tíl sendiherra erlendra
ríkja að útlendingar ættu ab
halda sig frá landinu. Margir
sendiherrar hafa bmgðist við
með því ab herba öryggisgæslu.
Dublin
ÓblíÖar móttökur
viö heimkomu
Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fe-
in, á írlandi mátti þola pústra
og köll þegar hann sneri heim í
gær úr frækilegri för vestur um
haf. Adams var í heimsókn í
Bandaríkjunum í tilefni ráð-
stefnu um framtíð írlands. Það
vakti heimsathygli að honum
skyldi veitt vegabréfsáritim og
bmgðust stjómvöld í Bretlandi
og mótmælendur á írlandi
ókvæða viö.
Moskva
í breiöan faöm
Vesturlanda
Viktor Chemomyrdin, forsæt-
isráöherra Rússlands, mjakaöist
í gær í áttina ab breiðum efna-
hagsfaðmi Vesturlanda með því
aö lofa að veita landsmönnum
sínum ekki lán á óeölilega lág-
um vöxtum. Chemomyrdin hét
því jafnframt að virða nýsett lög
um gjaldþrot.
Portland
Skautadrottning
kemst á ólympíu-
leika
Bandaríska skautadrottningin
Nancy Kerrigan, sem varð fyrir
grófri líkamsárás fyrir skömmu,
getur tekið þátt í skautakeppn-
inni á vetrarólympíuleikunum í
Lillehammer í Noregi. Kerrigan
meiddist á fætí þegar maður sló
til hennar með barefli. íþrótta-
heimurinn hefur staðið á önd-
inni að undanfömu vegna
málsins.
Washington
Ættingjar týndra
hermanna vilja
viöskiptabann
Ættingjar bandarískra her-
manna sem em á lista yfir þá
sem er saknað frá dögum Víet-
namstríðsins gera nú lokatíl-
raun til aö fá bandarísk stjóm-
völd til að hætta við að aflétta
viðskiptabanninu af Víetnam.