Tíminn - 09.02.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.02.1994, Blaðsíða 3
Miövikudagur 9. Jebrúar 1994 3 Bœndasamtökin þinga um ímynd sína og breytta tíma í landbúnaöi: Sameining B.í. og Stéttar- sambands á döfinni Tillögugerb aö sameiningu Stéttarsambands bænda og Búnaöarfélags íslands er á lokastigi og veröur afrakst- urinn lagöur fyrir Búnaöar- þing í byrjun næsta mánaö- ar. Aö sögn formanns Stétt- arsambands bænda er þetta liöur í aö einfalda félagskerfi bænda og gera þaö ódýrara og skilvirkara. Þetta kom fram í máli Hauks Halldórssonar, formanns Stéttarsambandsins, á ráö- stefnu sem ber yfirskriftina „ímynd íslensks landbúnað- ar", sem hófst í gær. Nefnd fulltrúa B.í. og S.B. hefur tmn- iö að tillögugerðinni frá því í haust. Ráðstefnan er í raun ár- legur ráðunautafundur Búnað- arfélags íslands og Rannsókn- arstofnunar landbúnaðarins, en hún stendur út þessa viku. Talsmenn bændasamtakanna hafa áhyggjur af neikvæðri ímynd íslensks landbúnaðar. Haukur sagði í ræöu sinni, að á sama tíma og landbúnaður væri aö laga sig aö breyttu rekstrammhverfi og kortleggja tækifæri morgundagsins, rynni fjölmiðlaumræðan fram á spori fortíðarinnar. Haukur sagöi að til þess að sýna fólki að talsmönnum bænda væri alvara með að beina umræð- unni að stöðu dagsins í dag og sóknarfærum framundan, þyrftu bændasamtökin að byrja á því að taka til í eigin garði. Einfalda félagskerfi bænda og gera þaö ódýrara og skilvirkara. Formaður Stéttarsambands- ins vék að mikilvægi afstöðu neytenda, sér í lagi gagnvart hinum pólitísku öflum, sem á næstunni munu taka afdrifa- ríkar ákvarðanir varðandi landbúnaðinn - ekki síst þegar kæmi að því að framkvæma al- þjóðlegar skuldbindingar sem fylga EES og GATT. „Þegar menn ræða um land- búnaðarkerfið virðist allt sett undir einn hatt, félagssamtök bænda, afurðarstöðvamar og útvinnsluiðnaðurinn, ásamt landbúnaðarráðuneytinu og öðmm þeim opinbem stofn- unum og nefndum sem um málefni landbúnaðarins fjalla. í umræðunni er þetta orðið að einum óskilgreindum óskapn- aöi, „sem situr á herðum bænda og kemur í veg fyrir að þeir geti fengið notið afrakst- urs erfiðis síns", eins og það er orðað," sagði Haukur Hall- dórsson. -ÁG Framreibslufólk á endur- menntunarnámskeibi á Hótel Sögu: Smakkað á ebalvínum í gær fór fram annar dagur vínnámskeiðs fyrir fram- reiðslufóUc, sem haldið er á Hótel Sögu. Þaö er fræðsluráð hótel- og veitingagreina sem stendur fyrir námskeiðinu sem er endurmenntunamám- skeið fyrir starfandi fram- reiðslufólk og styrkt sem slíkt af starfsmenntunarsjóöi fé- lagsmálaráðuneytisins. Námskeiðið fer fram í áföng- um og stendur yfir í fjórar vikur. Tekin verða fyrir vín frá mis- munandi ræktunarsvæðum í heiminum, notkun vínhand- bóka, innkaup og verðmyndun ÁTVR o.fl. Fyrsta námskeiðinu lauk í gær en það fjallaði um þýsk vín. Leiðbeinandi var Helmut Jung frá German Wine Academy í Maniz. ' -ÁG Þýski vínsérfrœbingurinn Helmut Jung frá German Wine Academy, leibbeinir landa sínum, Dr. Alexander Olbrich, sendifulltrúa Þýska sendirábsins á íslandi. Tímamynd c s Ellefu „stútar" kraföir um yfir hálfa milljón hver Alls 82 körlum og 15 konum hefur verið gert að endur- greiða tryggingafélögunum tæplega 20 milljónir kr. sem þau hafa greitt í bætur vegna tjóna sem þessir 97 einstaklingar hafa valdið af ásetningi eöa stórkostlegu gáleysi. Meöalupphæöin er um 205 þús.kr. Alls hljóða 11 úrskurðir upp á 500.000 kr. eða hærri upp- hæð. Þar af er hæsta endur- krafan 1.200.000 kr. og sú næsthæsta um 1.050.000 kr. í 90 tilfellum (93%) var ölvun tjónvalds ástæðan fyrir kröf- unni en einhver önnur ástæða í 7 tilfellum. Þessar upplýsingar em frá endur- kröfunefnd sem dómsmála- ráðherra skipar, samkvæmt umferöarlögum, til að kveöa á um hvort og ab hve miklu leyti skuli beita endurkröfum og úrskurða um endurkröfur tryggingafélaganna. Um tí- unda hver krafa er ekki tekin til greina. Góðu fréttimar em þær ab samþykktum endur- kröfum hefur fækkað um nærri helming frá árinu 1992, þegar þær vom 170 talsins (þar af 154 vegna ölvunarakst- urs) og námu samtals um 47 milljónum króna. Þeim „stút- um" virðist því fara fjölgandi sem átta sig á að það getur oft orbið óskaplega dýrt aö spara sér leigubíl. Auk endurgreiðsl- unnar sitja þessir ölvubu og gálausu ökumenn svo oftast uppi með óbætt tjón á eigin bílum. Af þeim 90 tjónvöldum sem fengu endurkröfu vegna tjóna sem þeir ollu sökum ölvunar, reyndust 37 hafa yfir 2 pró- mill vínandamagn í blóði og 1 yfir 3 prómill. í endurkröfunefnd sitja Helgi Jóhannesson, Andri Amason og Sigmar Ármannsson. -HEI Atvinnuleysistryggingasjóöur: VSÍ varar vib niður greibslu vinnuafls Alusuisse hœttir álframleiöslu í Þýskalandi og ÍSAL eina verksmiöjan sem heldur áfram á fullu: Áltonnið hækkað úr 1.200 í 1.300 doll- ara á skömmum tíma „Við vörum mjög ákveöið við þeirri tilhneigingu í At- vinnuleysistryggingasjóbi að greiöa niöur vinnulauna- kostnað einstakra fyrirtækja. Það getur raskað samkeppxii og falið í sér óeðUlegan mis- munun," segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ. Framkvæmdastjóm VSÍ hefur sent félagsmálarábherra at- hugasemdir vegna styrkveit- inga Atvinnuleysistrygginga- sjóðs við einstök fyrirtæki. Svo virðist sem athugasemdin sé Leiðrétting Blaðamanni urðu á þau leiðu mistök að rangfeðra hinn góð- kunna kaupmann Hauk Hjalta- son, framkvæmdastjóra Dreif- ingar, í frétt í Tímanum í gær. Haukur var sagður Hjartarson, sem er aubvitaö alrangt og er beðist velvirðingar á þessari handvömm. - ÁG sérstaklega tilkomin vegna styrks sem sjóöurinn veitti Reykjavíkurborg vegna loðnu- frystingar hjá Granda hf. og samþykktar meirihluta sjóös- stjómar til ab styrkja endur- nýjxm fiskvinnsluhúss á Suður- nesjum vegna saltfisksvinnslu. „Við ætlum ekki að sitja und- ir áburði formanns stjómar At- vinnuleysistryggingasjóðs að atvinnurekendur sitji um sjóð- inn til að minnka launakostn- aðinn," segir formaður VSÍ. í athugasemdum VSÍ er m.a. gagnrýnd sú „skyndilega þörf fyrir opinberan fjárstuðning til að auka á vinnslurými í sjávar- útvegi," á sama tíma og rætt er um mikilvægi þess að úrelda og fækka fiskvinnsluhúsum. Lýst er yfir fullum stuðningi við bókun stjómar Atvinnu- leysistryggingasjóðs frá því í fyrradag að ekki komi til greina að veita styrki til að nið- urgreiða vinnuafl sem skapar mismun og raskar samkeppn- isstöðu fyrirtækja. -grh „Það er svona frekar ólíklegt aö það verði gert. Þab má þá eitthvab mikið ganga á. Því framleiðslukostnaður hjá okk- ur er ennþá lægri heldur en hjá þeim sem verst em settir og ennþá em í gangi," sagði Einar Guðmundsson, verk- smiðjustjóri í Álverinu í Straumsvík, aðspurður hvort þar þurfi að draga úr álfram- leiðslu vegna þeirrar ákvörb- unar helstu álframleiðenda aö draga úr heimsframleiðslu. Sé litið á Alusuisse sem einn stóm álframleiðendanna, eins og þeir vom a.m.k., þá séu þeir búnir að minnka framleiðslu sína verulega á tiltölulega skömmum tíma og taka ákvarð- anir um enn frekari samdrátt. „í gær var tilkynnt um ab síð- asti skálinn í Essen í Þýskalandi yrði stöbvaður. Þannig að Al- usuisse, ef við lítum á það sem fyrirtæki, er búið ab leggja fram hlutfallslega meira en aðrir á þessu sviði." Ekkert verði eftir í rekstri nema ÍSAL og helming- urinn af verksmibjunni í Nor- egi. Því áöur var búið að stöðva litla verksmiðju í Austurríki, aðra fremur litla í Þýskalandi (framleiddi helming á vib ÍSAL) og taka ákvörðun um ab stöðva enn eina álíka stóra verksmibju í Sviss á þessu ári. Sömuleiðis var áður búib að stöbva einn skála í Essen í Þýskalandi, sem fram- leiddi 45 þúsund tonn á ári. En þar verður svo öllu lokab innan skamms, sem áöur segir. Hvaða áhrif hefur þá minni heimsframleiösla á rekstur ÍSAL? „Áhrif þess koma væntan- lega fram í því að verð hækkar og hefur gert það. Þessi umræða að undanfömu hefur valdið því aö verð hefur hækkað, ef við miðum við tímabilið þegar þab var kringum 1.200 dollarar, sem er ekki fyrir ýkja löngu síðan, þá er þab komið í kringum 1.300 dollara núna, eba sveiflast þar um og kannski aðeins upp fyrir þab. Við merkjum örlítið aukna eftirspum. Vib vitum ekki hvort það er einhver panik. En það er nóg af áli til í heiminum, kring- um 4 milljónir tonna á lager. Til Iengri tíma litið er þetta spor í rétta átt, en hvort það dugar til að rétta þennan iðnað við vitum við ekki," sagði Einar Guð- mundsson. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.