Tíminn - 16.03.1994, Qupperneq 2
2
Mi&vikudagur 16. mars 1994
Tíminn
spyr...
Samkvæmt alþjóölagri könnun
er landafræöikunnáttu ís-
lenskra grunnskólanema veru-
lega ábótavant. Er þörf á aö
breyta kennsluháttum í landa-
fræbi í grunnskólum?
Bjöm Jónsson, skólastjóri í Haga-
skóla í Reykjavík
„Ástæðan er fyrst og fremst áhuga-
leysi ungs fólks á þessari greiri. Ég
hef fylgst með kennslu í aldarþriðj-
ung og allan þann tíma hefur
landafræðikunnátta yfirleitt verið
léleg þar sem ég hef þekkt til. Á
þessum tíma hefur verið kennt eft-
ir tvennum gmnnskólalögum, það
hafa verið samdar nýjar bækur og
kennsluháttum verið breytt. Það er
því ekkert einfalt svar til við þessu.
Landafræöi virðist einfaldlega vera
utan viö áhugasvið ungs fólks."
Svanhildur Kaaber, formaður
Kennarasambands íslands
„Niðurskurður í gmnnskólunum
hefur að sjálfsögðu haft áhrif á
starfið í skólunum og árangur nem-
enda í einstökum námsgreinum.
Ég tel mikilvægt að kennsluaðferð-
ir og kennsluefni í öllum náms-
greinum gmnnskóla séu í stöðugri
og markvissri endurskoðun. Kenn-
arar verða að eiga þess kost að fylgj-
ast með þróun og nýsköpun í
skólamálum og sinna kennslu í
samræmi við kröfur sem gerðar em
til skólans. Um leið er mikilvægt að
skólastarf búi viö stöðugleika og
festu. Því hefur því miður ekki ver-
ið að heilsa í íslenskum gmnnskól-
um hin síðari ár."
Ámi Magnússon, skólastjóri í
Hlíöaskóla
„Sjálfsagt þarf að endurskoða
kennsluna í landafræði. Við höfum
gefib eftir með því ab fara út í sam-
þættingu sögu og landafræði sem
hefur mglað krakkana. Hins vegar
er naubsynlegt að taka öllum
könnunum með vissri varúb, því
sumar alþjóblegar kannanir eiga
lítib erindi vib íslendinga."
Smábátasjómenn óánœgbir meb vinnubrögb Hafró og sjávarútvegsins vegna veibibanns yfir
hrygningartímann:
Veiöi bönnuö á svæöum þar
sem enginn þorskur hrygnir
Öm Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátateig-
enda, segir ab þótt smábátasjó-
menn séu langt frá því aö vera á
móti fiskvemdun yfir hrygn-
ingartímann, þá telji þeir marg-
ir ab veibistoppib yfir hrygn-
ingartímann í næsta mánubi sé
nær eingöngu snibib ab því ab
stoppa veibar smábáta.
Hann segir að samkvæmt reglu-
gerð sjávarútvegarins um veiði-
bann í apríl, sé verið að loka
mörgum svæðum fyrir veiðum
þar sem engin dæmi séu um ab
þorskur hrygni og þá einkum á
svæbum fyiir norðan og austan.
Hann dregur jafnframt í efa að
ákvöröun sjávarútvegarins bygg-
ist á beinum tillögum frá Haf-
rannsóknastofnun og því sé nær
að líta á þær sem hugmyndir en
faglegar tillögur frá stofnuninni.
Mun skynsamlegra hefði verið að
tillögur um svæðalokanir hefðu
komið frá heimamönnum á
hverju svæöi.
Máli sínu til stuðnings vitnar
Örn m.a. í bréf Hafró til sjávarút-
vegsráðuneytisins 7. febrúar sl.
þar sem segir:
„Talið er að staðbundin hrygn-
ing fari fram í flestum fjörðum
við Norður- og Austurland.
Megnið af þessari hrygningu á sér
stað á svipuðum tíma og hrygn-
ing við Suður- og Suðvesturiand.
Því er hugsanlegt, ef vilji er fyrir
hendi, ab banna veiðar innan 3
mílna meðfram Austur- og Norð-
urlandi á sama tíma."
Framkvæmdastjóri segir að
Landssambandið hafi mótmælt
þessum forsendum á samráðs-
fundi í febrúar en á það hafi ekki
verib hlustað. Hann segir að ráðu-
neytið hafi gefið út reglugerð um
veiðibannib, nánast strax eftir
fundinn á forsendum sem Öm
telur að séu vægast sagt mjög
hæpnar.
í bréfinu telur Hafró að ástæbu-
laust sé að mismuna neta-, drag-
nóta- og botnvörpuveiðarfæram í
sambandi við veiöibannib en
minnist ekki einu orði á króka-
veiðar þótt bannib nái einnig yfir
þær.
Öm segir að það séu ekki nema
þrjú til fjögur ár síðan Hafró hélt
því fram ab engin hrygning ætti
sér stað nema við suðurströndina.
Fram að þeim tíma hefðu sérfræö-
ingar á Hafró gert grín að þeim
sjómönnum sem héldu því fram
að þab væra staðbundnir hrygn-
ingarstofnar í nær flestum fjörð-
um lantísins. -grh
Markús ekki
á Möggann
Óvíst er hvað Markús Öm Ant-
onsson tekur sér fyrir hendur
þegar hann lætur af starfi borgar-
stjóra á fimmtudag. Á blaða-
mannafundi í fyrradag sagði
Markús að hann hefði áhuga á að
starfa við fjölmiðla- eða kynning-
arstörf. Haraldur Sveinsson,
framkvæmdastjóri Morgunblabs-
ins, ber þann orðróm til baka að
Markús verði ráðinn sem einn af
ritstjóram blaðsins og á fundin-
um í fyrradag vildi Markús ekkert
gefa út á hugsanlega endurkomu
sína til Ríkisútvarpsins. -GBK
Atvinnulausir:
Námskeiö
Félag heymarlausra
hélt í fyrrakvöld opib hús fyrir Norburlandameistara
heyrnarlausrá í handknáttleik í Félagsheimili heyrnarlausra vib Klapparstíg í Reykjavík. Landslib heyrnarlausra
vann Norburlandameistaratitilinn um síbustu helgi og bæbi menntamálarábuneytib og HSÍ veittu libinu vibur-
kenningu afþví tilefni. Hér má sjá Ólaf Schram form. HSÍ óska leikmönnum til hamingju meb árangurinn.
Tímamynd:
CS
Kvennalist-
inn býbur
fram í
Hafnarfiröi
Kvennalistinn í Hafnarfirði
ákvað á fundi sínum nýlega
að bjóða fram til bæjar-
stjómar í komandi sveita-
stjómarkosningum.
Samkvæmt uþplýsingum frá
Kvennalistanum í Hafnarfirði
er mikill áhugi fyrir framboði
kvenna í bænum og margar
nýjar konur hafa komiö til
starfa.
Allt bendir til þess aö hlutur
kvenna í bæjarstjóm Hafnar-
fjaröar verði mjög rýr næsta
kjörtímabil komi ekki til
framboö Kvennalistans.
Laugardaginn 19. mars nk.
kl. 11 f.h. halda Kvennalista-
konur fund í kaffistofu Hafn-
arborgar. Fundurinn er opinn
ölllum sem áhuga hafa á
framboði Kvennalistans til
bæjarstjórnar í vor.
Sighvatur hefur bætt
vio umsækjendalistann
„Já, Sighvatur Björgvinsson
hefur óskað eftir aö leggja
fram ábendingar eða nöfn og
þær verða teknar fyrir á
bankaráðsfundi á fimmtudag-
inn, auk umsókna hinna sem
sóttu um beint til bankaráðs-
ins," sagöi Ágúst Einarsson,
bankaráðsformaður Seðla-
bankans.
Aðspurður segir Ágúst banka-
ráðið hafa verið að vinna í þeim
umsóknum sem hafa þegar bor-
ist. En nöfn og aðrar upplýsing-
ar um umsækjendur segir hann
fyrst verða tekin fyrir á banka-
ráðsfundinum áður en það fari í
almennar umræður. „Þannig að
það er ekkert nýtt af málinu að
frétta fyrr en á fimmtudag."
-HEI
fyrir
ungt fólk
íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur og Hitt Húsið hafa
ákveðið ab bjóða atvinnulausu
fólki á aldrinum 16 til 25 ára
upp á tvö þriggja vikna nám-
skeið í Hinu Húsinu. Námskeiö
þessi eru ókeypis og munu hefj-
ast 5. apríl.
Námskeiðin sem hér era á ferð-
inni era sniðin aö þörfum og
áhugamálum ungs fólks og vel til
þes fallin að auka hæfni þess á
vinnumarkaöi. I boði verða
ákveðnar kjama- námsgreinar
s.s. íslenska, félagsfræði daglegs
lífs, hagnýt stærðfræði og per-
sónuleg viðskipti. Auk þess veður
boöið upp á valfög og tóm-
stundahópa eftir áhugamálum
hvers og eins, en dæmi um slíkt
era tölvunám, skyndihjálp, listir
og menning, textagerð, hljóð-
versvinna, ljósmyndun og hrað-
lestur. í þessum valfögum verður
farið í vettvangsheimsóknir í
skóla og á vinnustaði. ■
Stjórn UN vegna beibni BHMR um úttekt á vinnureglum sjóbsins:
Innheimtan í samræmi við lög
Stjóm Lánasjóðs íslenskra
námsmanna vill koma eftir-
farandi á framfæri vegna
fréttar um aö BHMR hafi farið
þess á leit við ríkisendurskoð-
un að athuguö verði fram-
kvæmd á endurgreiðsluregl-
um sjóðsins.
Hinn 29. júní á síðasta ári var
þingfest í Hérabsdómi Reykja-
víkur mál á hendur lánþega sem
er þeirrar skoðunar að Lánasjóð-
urinn standi ekki rétt ab inn-
heimtu þeirra lána sem hann
fékk. BHMR tók að sér að reka
málið fyrir hönd lánþegans. Úr
þessum ágreiningi verður skorið
í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lán
eins og þessi lánþegi fékk, hafa
verið innheimt meb sama hætti
síðan 1979 og ekki hefur áöur
komið upp ágreiningur um inn-
heimtu þeirra. Stjóm LÍN vill
ennfremur taka þaö fram að
hún telur að innheimta náms-
lána sé í einu og öllu í samræmi
viö skilmála sem lánþegar hafa
gengist undir og í fullu sam-
ræmi viö lög og reglur sem gilda
um Lánasjóöinn. Aö lokum vill
stjórnin ítreka að vibskiptavinir
sjóösins geta hér eftir sem hing-
að til leitaö upplýsinga um
stöðu skulda sinna hjá sjóðnum
og útreikninga á afborgvmum.
-GBK