Tíminn - 16.03.1994, Síða 3

Tíminn - 16.03.1994, Síða 3
Mi&vikudagur 16. mars 1994 3 Þegar upp er staöiö er þessi skýrsla baráttutaeki lcekna: Skýrsla Ríkisendurskoðunar besta 75 ára afmælisgjöfin „Skýrsla Ríkisendurskoöunar fletti ofan af ríkisvaldinu og þar, meb eftir atvikum einnig . ráöherra heilbrigbismála og skildi hvort tveggja eftir nak- ií>. Skýrsla Ríkisendurskobun- ar er því áfellisdómur yflr þess- um abilum. Hún er ekki áfell- isdómur yfir læknum. Hvorki ráöherra heilbrigöismála né Ríkisendurskoöun áttuöu sig á því og fóru því fram meö áróö- urslegu offorsi. Þegar upp er staöiö er þessi skýrsla baráttu- tæki lækna. Svo merkilegt sem þaö kann aö viröast var því þessi bláubókarútgáfa Ríkis- endurskoöunar á jólaföstunni eftir pöntun ráöherra heil- brigöismála ef til vill besta gjöfin sem samtökum lækna gat borist á 75 ára afmælinu." Þetta segir m.a. í ályktun stjóm- ar Læknafélags íslands um skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í desember 1993 um greiösl- ur til lækna, sem birt er í frétta- bréfi lækna. Stjóm Læknafélags- ins hefur fjallaö um skýrsluna á mörgum fundum og í framhaldi af því samiö ályktun og sent til heilbrigðisráöherra og Ríkisend- urskoðunar. Að mati lækna gerði Ríkisendurskoðun sig seka um mistúlkanir og þó einkum að reyna aö leiða í ljós; aö læknar væm ekki trúveröugir, sinntu ekki starfsskyldum sínum, hefðu óeðlilega há laun, væm í starfi hjá fleiri aöilum en svo aö eðli- legt gæti talist og þeir meö góöu móti komist yfir. Fjölmiðlar brugbust Fjölmiðlamir fá líka sitt. Að Morgunblaöinu undanskyldu hafi þeir hampaö og gert að meginatriöum einstökum og fá- um hugsanlegum frávikum, alið á fjöldaráöningum og dyggilega geflö í skyn aö læknar sinntu ekki starfsskyldum sínum. „Stjóm Læknafélags íslands hlýmr að lýsa harmi fremur en fyrirlitningu þótt viö ætti á þess- um vinnubrögöum og þessari framkomu. Ríkisendurskoðun og fjölmiðlar meö undantekn- ingu eins og aö framan greinir verðskulda enga frekari umræöu. Em þó aö mestu kostuð af skatt- peningum borgaranna þar á meðal lækna og ætm aö þekkja ríkar siðferöisskyldur sínar." Ööm máli gegni um ráöherra heilbrigöismála. Enginn fárist yf- ir því þótt hann leiti sér upplýs- inga og með hverjum hætti. „Læknar munu hins vegar ekki gleyma forsendum hans fyrir könnun þessari né heldur kynn- ingu hans á niðurstöðunum." Niðurstöður í könnun á kjörum lækna segja þeir ekki koma sjálf- um þeim á óvart. Af 850 lækn- um sem hún náöi til hafl 200 tekjur undir tveim milljónum á ári og læknar með meira en 8 milljónir á ári séu tæpur tugur. Meðaltekjur lækna séu 350 þús- und kr. á mánuði, hvar af föst laun séu á bilinu 80-200 þús.kr. Vegna lágra fastra launa verði viðbótartekjuöflunin tiltölulega há. Ekki sé nákvæmt aö tala um yfirvinnu og aukavinnu á stofn- unum. „Yfirvinna er í mörgum tilvikum alls ekki greidd. Þaö á einkum við þegar hún er í raun unnin þótt merkilegt megi virð- ast. Ýmsar heilbrigðisstéttir fái hins vegar greidda óunna yfir- vinnu en það á ekki við um lækna." Læknar benda á að vegna þess hve föstu launin séu lág hafi þeir líka lág eftirlaun — „reyndar svo að fæstir læknar treysta sér til að hætta að starfa svo lengi sem þeir fá í fæturna staðið og ein- hverja heila hugsun hafa. Eftir 75 ára aldur þurfa þeir árlega að sanna að þeir séu færir um að starfa áfram." „Launakerfi á íslandi er skrípi," er einkunn lækna. Höfundar launakerfls lækna séu samninga- nefndir ríkisins í umboði ráðu- neyta fjármála og heilbrigöis- mála. Ríkisvaldið hafi haft sitt fram í samningagerð og kjara- samningar við lækna séu því hugmyndafræðilegt afkvæmi þess. - HEI Stóra fíkniefnamáliö: Gæslu- varbhald framlengt Gæsluvarðhald var í Héraös- dómi Reykjavíkur framlengt í gær yfir höfupaumum í stóra fíkniefnamálinu sem kom upp í fyrrasumar og gildir varöhaldið þar til dómur fell- ur en þó ekki lengur en til 15. júní nk. Saksóknari hefur gefiö út ákæru í málinu og auk höfuö- paursins eru margir fleiri ákærðir. Talið er að umfang fíkniefnainnflutningsins hafi veriö gríðarlegt, eða um 34 kíló af hassi og allt að 4,9 kíló af am- fetamíni. Innflutningurinn á að hafa farið fram í 3 ferðum. Auk þessa hafa aðrir aðilar sem tengjast þessu máli flutt inn 12 kíló af hassi og kíló af amfetam- íni. Höfuðpaurinn sem ákærður hefur verið, hefur setið inni frá því í ágúst í fyrra þegar hann var fyrst dæmdur í gæsluvarð- hald. Auk hans hefur meira en tugur manna sem tengjast mál- inu setiö inni í lengri eða skemmri tíma. ■ Veöriö lék v/ð höfubborgarbúa í gœr og vorhugur var í fólki sem dreifsig út úr húsi. Þessar blómarósir voru ab máta tröppurnar á hinu nýja Ingólfs- torgi síbdegis og virtust kunna vel vib sig í marssólinni. Tímamynd cs Niflungahringurinn á Listahátíð 1994 Miðasala er hafín á fyrsta viö- buröi Listahátíðarinnar 1994 sem hefst þann 27. maí næst- komandi. Þjóöleikhúsiö frum- sýnir þaö kvöld sérstaka út- gáfu á Niflungahringnum eftir Richard Wagner. Um er að ræða eins kvölds sýn- ingu þar sem valin atriði úr Hringóperunum fjórum verða sviðsett og skeytt saman með tengitextum. í vali atriða er lögð nokkur áhersla á íslenskan bak- grunn verksins en Wagner studdist mjög viö íslenskar fom- bókmenntir við gerð þess. Bæði söguefni og helstu persónur Niflungahringsins munu koma þeim Islendingum kunnugiega fyrir sjónir sem em vel heima í Snorra-Eddu, Eddukvæðum og Völsungasögu. Niflungahring- urinn er stærsta og viðamesta tónverk vestrænna tónbók- mennta og tók þaö Wagner um 28 ár aö semja hann. Verkið samanstendur af fjómm óper- um: Rínargullinu, Valkyrjunni, Sigiuöi Fáfnisbana og Ragnarök- um og tekur flutningur þess í heild 15 klukkustundir. Nifl- ungahringurinn hefur verið sýndur í öllum stærri ópemhús- um heimsins og einnig hafa mörg minni hús sett hann upp með minnkaðri hljómsveitar- gerð. -GBK Rumlega 95 milljóna kr. hagnaður hjá Skeljungi A aðalfundi Skeljungs sem haldinn var í gær var sam- þykkt tillaga stjómar um aö greiöa 358 hluthöfum félags- ins 10% arö af hlutafé. Hagn- aöur af rekstri Skeljungs hf. í fyrra nam 95,6 milljónum króna og haföi hagnaöurinn þá aukist um 2,4% frá árinu áöur. Heildartekjur félagsins áriö 1993 námu 6.173 milljón- um kr. en vora 5.610 milljón- ir áriö 1992. Eldsneytíssala fé- lagsins dróst saman um 1% milli ára en vörasala jókst hins vegar um 10%. Fjárfestingar vegna fram- kvæmda, endurbóta og annarra Ofí liiiíiiGOÁZ XSIIÍOQ ííi verkefna námu 377 milljónum króna á síðasta ári. Að meöaltali störfuðu 258 starfsmenn hjá félaginu og hafði þá fjölgað um 6 frá árinu áður. Heildarlaunagreiöslur námu 430,2 milljónum króna. Alls flutti Skeljungur inn 169 þúsund tonn af fljótandi elds- neyti, sem er um 26% af heild- arinnflutningi þessara vara til landsins og kom stærstur hluti þess frá Shell í Noregi. Mest flutti félagiö inn af gasolíu, skipagasolíu og SD skilaolíu eða rúm 85 þúsund tonn. Bensín- innflutningurinn nam rúmum 40 þús. tonnum en þar á eftir koma svartolía og flugvélaelds- neyti. Fram kom á aðalfundinum í gær að heildarsala olíufélag- anna, þar meö talinn influtn- ingur Flugleiöa, hefði numið 655 þúsund tonnum sem er 4% aukning frá árinu áöur. Þessi aukning var nær eingöngu í gas- og svartolíu en innflutningur gasolíu jókst um 8,6% og svart- olíu um 3,4%. Hins vegar dróst bensínsalan saman m 1% og flugvélaeldsneytissalan um 4%. Mest seldist í fyrra af 92 oktan bensíni eöa 51%, þá 30% af 95 oktan og aðeins 19% af blýbens- íni. - BG

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.