Tíminn - 16.03.1994, Síða 5
Mi&vikudagur 16. mars 1994
»miiww
5
Páll Pétursson:
/
Island og Evrópusameiningin
Vib fullgildingu Maast-
richt-samkomulagsins
var hinu enska nafni Evr-
ópubandalagsins breytt úr Eur-
opean Community í European
Union, skammstafað EU. Vib-
hlítandi íslenskt nafn hefur ekki
verib fest á hina nýju Union.
Líklega nær orbib sameining
frekast meiningunni. Síbustu
daga hafa gosib upp miklar um-
ræbur um hvemig samskiptum
íslands og EU verbi heppilegast
háttab.
Skrítin skobanakönnun
Skáís gerbi nýlega skobana-
könnun fyrir vikublabib Eintak.
Niburstaba skobanakönnunar-
innar var sú aö meirihluti ab-
spuröra vildi freista innlimunar
íslands í Evrópusameininguna.
Þetta þóttu mér ill tíðindi og þó
sérstaklega ef meirihluti aö-
spuröra framsóknarmanna væri
þessarar skobunar. Hingaö til
hafa samþykktir flokksins geng-
ib í aöra átt og málflutningur
okkar, sem höfum taliö okkur
eiga ab vera fyrir Framsóknar-
flokkinn. Ef niðurstaöan lýsir
meirihlutavilja flokksmanna,
þá emm viö ekki réttir menn á
réttum staö.
Miklu betri kostur
Raunar tel ég að sú spuming,
sem blaðib Eintak lét leggja fyr-
ir kjósendur, hafi verið leibandi.
Það er deginum ljósara að ef rík-
isstjómum EFTA-ríkjanna —
Svíþjóðar, Finnlands, Austurrík-
is og Noregs — tekst aö knýja
þjóöir sínar til aö samþykkja þá
samninga, sem þeir hafa gert
um innlimun, þá er Evrópskt
efnahagssvæði andvana fætt.
Rætt var um tveggja stoba sam-
starf þar sem önnur stoðin væri
EB og hin EFTA. Þegar EFTA-
megin væri einungis eftir ísland
og Liechtenstein, væri ekki um
raunverulega stoð ab ræöa og
óbærilegt fyrir ísland og Liech-
tenstein að halda uppi EFTA-
stoðinni kostnaöar vegna.
Alþingi ályktaði einróma sl.
vor, að tillögu Steingríms Her-
mannssonar, aö ríkisstjóminni
bæri að leita eftir tvíhliða viö-
skiptasamningi viö EB, þar sem
abrar EFTA-þjóöir hefðu sótt
„Þetta þóttu mér ill tíð
indi og þó sérstaklega ef
meirihluti aðspurðra fram-
sóknarmanna vœri þessar-
ar skoðunar. Hingað til
hafa samþykktir flokksins
gengið í aðra átt og mál-
flutningur okkar, sem höf-
um talið okkur eiga að
vera fyrir Framsóknar-
flokkinn. Efniðurstaðan
lýsir meirihlutavilja
flokksmanna, þá erum við
ekki réttir menn á réttum
stað."
VETTVANGUR
um inngöngu í EB. Ríkisstjómin
hefur ekkert sinnt því máli enn,
en verbur nú ab fara að taka á
sig rögg samkvæmt einróma
vilja Alþingis.
Út af sporinu
Þrátt fyrir þessa skýlausu
stefnumörkun Alþingis ákvaö
ríkisstjómin fyrir nokkmm dög-
um, ab tillögu Jóns Baldvins, að
fela deildum Háskólans aö gera
úttekt á kostum og göllum inn-
limunar íslands í Evrópusam-
eininguna. Ekki þarf að fara í
grafgötur um hver veröa svör
Háskólans. Lagadeildin mun
benda á fullveldisafsal og nauð-
syn breytinga á stjómarskrá. Fé-
lagsvísindadeild hlýtur ab upp-
lýsa ab ísland yrði ab færa niöur
félagsleg réttindi til samræmis
vib Evrópusameininguna. Hins-
vegar eru í fyrirsvari Viöskipta-
og hagfræðideildar hávæmstu
barátmmenn innlimunar og
þeir munu vafalaust gylla hana.
Frá einstökum rábhermm hafa
borist sérkennilegar yfirlýsing-
ar. Ólafur G. er óttasleginn, Sig-
hvamr harmi lostinn og heldur
að hann hafi misst af strætis-
vagninum, Jón Baldvin fimbul-
fambar, Þorsteinn og Davíð
virðast hinsvegar enn halda ró
sinni og dómgreind. Þá hefur
Kjartan Jóhannsson, ambassa-
dor og fyrrverandi krataforingi,
látib frá sér fara einstaklega
óviöeigandi hugmyndir um ab
kollvarpa ákvörbun Alþingis.
Tilverugrundvöllur
Islendinga
Örlögin hafa hagað því svo að
ísland er byggt sérstakri þjóð, ís-
lendingum. Við hömm byggt
hér upp þjóðfélag sem er til fyr-
irmyndar á margan hátt. Viö
höfum betri skilyröi en flestar
þjóöir aörar til þess ab halda
uppi sjálfstæbu menningar- og
velferðarþjóöfélagi þar sem viö
getum búið viö efnahagslega
velferö og félagslegt öryggi.
Hver er tilvemgmndvöllur þessa
þjóöfélags? Sérstakt mngumál,
öflug menning, fagurt og gott
land og auölindir þess og gjöfult
haf umhverfis landiö. Fiskveiöi-
lögsaga okkar er sjöföld stærð ís-
lands ab flatarmáli. Ef við höf-
um full yfirráö og rétt til skyn-
samlegrar nýtingar lands og
sjávar, þ.e. stjómarfarslegt sjálf-
stæöi og milveldi, eigum vib aö
geta tryggt efnahagslegt sjálf-
stæöi.
Ekki innlimast
Innlimun íslands í Evrópusam-
eininguna raskar þessum til-
vemgmndvelli. Meö aðild aö
EES var nokkm af fullveldinu af-
salað. Innlimun krefst miklu
víötækara milveldisafsals. Hin
raunvemlega æbsta stjóm
landsins færöist til Brussel. Þar
yröu allar meginákvarðanir
teknar. Ekki af fulltrúum sem ís-
lendingar hafa kosið, heldur af
útlendum embættismönnum.
Evrópusameiningunni er stjóm-
aö af embættismönnum, vald
pólitískt kjörinna miltrúa er
ótrúlega lítiö.
Yfirráð yfir auðlindum var
skert með aöild að EES. Þó var
þaö afmarkað nokkuð, sérstak-
lega hvaö varðar fiskveiðar. Þar
var líka sá reginmunur á aö ís-
lendingar geta sumstaðar komiö
nokkmm vömum viö, ef vilji er
fyrir hendi. Þannig er það ekki í
Evrópusameiningunni, þá veröa
menn aö hlýöa skilyrðislaust.
Fiskveiðipólitík Evrópusamein-
ingarinnar er okkur íslending-
um gjörsamlega óbærileg. Við
yrðum að flytja stjóm fiskveiöa
„Frá einstökum ráðherrum
hafa borist sérkennilegar
yfirlýsingar. Ólafur G. er
óttasleginn, Sighvatur
harmi lostinn og heldur
að hann hafi misst af
strœtisvagninum, fón
Baldvin fimbulfambar,
Þorsteinn og Davíð virðast
hinsvegar enn halda ró
sinni og dómgreind. Þá
hefur Kjartan fóhannsson,
ambassador og fyrrver-
andi krataforingi, látið frá
sér fara einstaklega óvið-
eigandi hugmyndir um að
kollvarpa ákvörðun Al-
þingis."
til embættismannanna í Bms-
sel. Þar yrði ákveðib hve mikið
Spánverjar mættu veiða á ís-
landsmiðum. Okkur veitir ekki
af þeim fiski sem íslandsmiö
gefa af sér. Sama gildir raunar
um aðrar auðlindir landsins, við
þurfum á þeim að halda til að
tryggja lífsafkomu og tilvem
þjóðar okkar.
Hættuleg blinda
Það er gjörsamlega ótrúlegt aö
greindir og málsmetandi menn
skuli vera slegnir þeirri blindu
að innlimun geti þjónað hags-
munum íslands. Innlimun
hinna EFTA-þjóöanna skiptir
okkur ekki miklu máli. Okkar
markaðir og markabsmöguleik-
ar liggja víðar en í Evrópusam-
einingunni. Hlálegust er sú rök-
semd þegar menn, sem aldrei
vildu skítnýta norrænt samstarf
meöan þab stóð í blóma, telja
nú ab vegna norrænnar sam-
vinnu beri íslendingum að elta
hinar Norðurlandaþjóðimar til
Bmssel. Umsóknin um innlim-
un er að sjálfsögöu yfirlýsing
um vilja til að innlimast. Það er
aumlegt yfirklór aö hugsa sér að
sækja um og hætta síðan við.
Verði bónorðinu svarað játandi,
fer biðillinn ekki að segja nei.
Geysileg áróðursmaskina fyrir
innlimun er komin í gang. Fjöl-
miðlamenn, sem lengi hafa bar-
ist fyrir innlimun, lifa glaða
daga. Þegar EES var á dagskrá
var ljóst af hendi sumra baráttu-
manna fyrir aðild, að þetta væri
hugsað sem fyrra skrefiö inn í
Evrópusameininguna. Þeir
stjórnmálamenn, sem vildu
innlimun, þorðu ekki að hafa
það stærra. Nú em þeir aftur
komnir af stað og koma út fel-
um hver af öðmm.
Hefjum gerb tvíhliöa-
samnings
Okkur ber umsvifalaust ab snúa
okkur að því formlega að gera
viðskiptahlið EES aö tvíhliða
viðskiptasamningi íslands og
Evrópusameiningarinnar. Þann-
ig er viðskiptahagsmunum okk-
ar á meginlandinu borgib. Um-
boðsmaður í Bmssel getur leyst
okkur frá stofnanakerfinu og
gætt eðlilegra hagsmuna ís-
lands. Þannig gætum vib endur-
heimt nokkub af því fullveldi
sem afsalað var með EES.
Ef spuming sú, sem Skáís lagði
fyrir kjósendur, hefði verið
hvort menn vildu heldur inn-
limun eða tvíhliðasamning, hef
ég trú á að tvíhliðasamningur
njóti yfirgnæfandi fylgis.
Framsóknarflokkurinn hefur
lagst eindregið gegn innlimun í
Evrópusameininguna. Stefnu-
breyting hefur ekki átt sér stað.
Ég mun framvegis sem hingab
til halda mig við þá sannfær-
ingu mína að innlimun sé okk-
ur til tjóns, en ekki til farsældar.
Höfundur er alþingismabur.
Tónleikar, tvö píanó í Hafnarborg
Föstudaginn 18. mars kl.
20.30 halda Ingibjörg Þor-
steinsdóttir og Jerzy Tosik-
Warszawiak píanótónleika í
Hafnarborg.
Tónleikamir hefjast á fantasíu
eftir Schubert; hana samdi
hann árið sem hann lést, 1828,
en hún kom ekki út fyrr en
1829. Næst á efnisskránni er
Scaramouche (Heigulssvítan)
eftir franska tónskáldið Darius
Milhaud. Þetta er meðal þekkt-
ari verka hans, en þar em áber-
andi áhrif frá kaffihúsatónlist
millistríðsáranna og einnig suð-
uramerísk áhrif. Síðasti kafli
svítunnar heitir Brazileira og
byggir á hrynjandi þaöan. Síð-
asta verkið fyrir hlé er Paganini-
tilbrigðin eftir pólska tónskáld-
ið Lutoslawski, sem nú er nýlát-
inn, 81 árs áö aldri. Verkið var
fmmflutt áriö 1941. Þá var tón-
listarlíf Varsjárborgar í mikilli
Iægð vegna síðari heimsstyrjald-
TONLIST
arinnar. Lutoslawski, sem var
píanisti og vildi leggja sitt af
mörkum, hélt ásamt félaga sín-
um Panfunik fjölda tónleika á
tvö píanó. Hann umskrifaði 200
verk fyrir þá félaga í þessum til-
gangi og meðal þeirra em þessi
tilbrigði. Hann tók mið af út-
setningum Franz Liszt, sem
kunni að skapa glæsilegan og
stórkostlegan píanóstíl, en þó er
handbragð Lutoslawskis aub-
þekkt í þessu verki.
Eftir hlé verður fyrst flutt lítil
svíta í fjómm þáttum eftir De-
bussy, þvínæst hin mikla sónata
KW 488 í D-dúr eftir Mozart.
Tónleikunum lýkur með arm-
enskri rapsódíu eftir tvö þarlend
tónskáld, Amtiunian og Bab-
adzianian. Verkið kom út árið
1967. Um þetta verk er ekkert
vitað annaö en að Jerzy Tosik-
jerzy Tosik-Warszawiak og Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
Warszawiak fékk það á einni af
tónleikaferöum sínum til Ar-
meníu fyrir nokkmm ámm.
Ekki er vitað til að þab hafi ver-
ið flutt á íslandi fyrr en síðast-
liðiö haust, þegar þessi dagskrá
var flutt í Borgamesi.
Ingibjörg Þorsteinsdóttir
stimdaði píanónám við Tónlist-
arskólann í Reykjavík. Að loknu
kennaraprófi var hún í nokkur
ár á Guildhall School of Music
and Drama í London hjá Mary
Peppin og lauk þaðan einleik-
araprófi (LGSM) árið 1981. Síð-
an hefur hún starfað sem tón-
listarkennari við tónlistarskóla
Borgarfjarðar, kórstjóri og meb-
leikari söngvara og hljóðfæra-
leikara.
Jerzy Tosik-Warszawiak fædd-
ist í Kraká í Póllandi. Hann hóf
píanónám sex ára og lauk prófi
frá Tónlistarakademíu Kraká-
borgar. Hann er meðlimur í
Berlínartríóinu. Tosik hefur
unnið til verðlauna og hlotiö
styrki fyrir píanóleik sinn, meb-
al annars í keppni í Bratislava og
í Chopin-píanókeppninni í Var-
sjá. Hann hefur farib í margar
tónleikaferðir innan Póllands
og utan og hefur oftsinnis kom-
ið fram í útvarpi og sjónvarpi.
Hann hefur starfab við Tónlist-
arskóla Borgarfjarðar síðan 1992
sem píanókennari og undirleik-
ari. ■