Tíminn - 16.03.1994, Page 8
8
Mi&vikudagur 16. mars 1994
Aukiö atvinnuleysi
í Sviss veldur
svartsýni:
Svisslendingar hafa lengi bú-
iÓ vib efnahagslega velsaeld
og atvinnuöryggi. Þab er
því engin furba ab atvinnuleysi
og samdráttur setji þá út af lag-
inu.
Þeir sérfræbingar sem treysta
sér til ab spá í framtíöina þar á
bæ fullyröa ab Svisslendingar
eigi eftir ab láta í minni pokann
fyrir helstu keppinautum sín-
um. Henner Kleinewefers, efna-
hagssérfræöingur í Friborg, segir
ab allir þeir hópar samfélagsins
sem máli skipti séu komnir í
skotgrafahemaö og leggi allt
upp úr því aö verja stööu sína í
staö þess aö sækja fram.
Silvio Borner, virtur hagfræb-
ingur í Basel, bendir á aö nauö-
synlegar efnahagsumbætur
komist ekki til framkvæmda.
Svissneski stöðugleikinn hefur
breyst í stöbnun.
Þjóöin viröist sama sinnis.
Samkvæmt skoöanakönnun
Gallup- stofnunarinnar töldu
aöeins 27 af hundraöi aö þeim
myndi vegna betur í ár en á síö-
asta ári.
Þetta breytir ekki því aö Sviss er
enn sem fyrr eitt ríkasta land
veraldar. Skuldir ríkisins em
enn vel viöráöanlegar þó að þær
hafi aukist nokkuö aö undan-
förnu, svissneskar verksmiðjur
em nýtískulegar og vinnuafliö
er vel menntað. Samdrátturinn
er aöallega í fólksfrekum grein-
um eins og fata- og málmiðnaði
og í byggingariönaöinum. Þar
bitnar hann fyrst og fremst á
ómenntuðu starfsfólki. Upp-
sagnir og hagræöing em boðorb
dagsins.
Þó að atvinnuleysið hafi ekki
veriö meira svo áratugum skipt-
ir þá er þaö ekki nema rúm
fimm prósent en í nágranna-
löndunum þætti slíkt víst vel
viðunandi. Svissneski gjaldmib-
illinn er sterkur og vextimir em
lágir.
Þjóöarsátt úr
sögunni
En tölurnar blekkja - í sálarkytr-
um Svisslendinga ríkir þung-
lyndi. Meirihluti þjóöarinnar
telur sig útilokaöan frá hagsæld
og gróöa. Fólkiö sér hvemig
bankar og tryggingafélög hagn-
ast og tölur um gróöa iönfyrir-
tækja fara síhækkandi. Fyrirtæki
í efnaiðnaöi, matvælaiðnaöi,
úraframleiðslu og vélsmíði
græöa á tá og fingri.
Gróðinn skilar sér þó ekki til
launþeganna. Launin halda
ekki einu sinni í viö verðbólg-
una en þaö hefur hingaö til þótt
sjálfsagt mál. í vikublaðinu „Die
Weltwoche" hélt leiðarahöf-
undur blaösins því nýlega fram
að „eftirstríösáragróbinn" væri
uppétinn.
Svona fullyröingar vekja skilj-
anlega gremju almennings.
Þrátt fyrir staöhæfingar um
annað er ríkidæmi óvíöa eins
misskipt og í Sviss. Sá fimmt-
ungur þjóöarinnar sem fær
minnst í sinn hlut telst hafa yfir
að ráða minna en fimm af
hundraöi þjóðarteknanna á
meöan þau tuttugu prósent sem
hafa þaö best fá tæplega helm-
ing þjóöarteknanna í vasa sinn.
Til 'samanburöar má geta þess
aö í Þýskalandi fær fátækasti
fimmtungurinn tæplega sjö
prósent í sinn hlut og ríkasti
hlutinn vel innan viö 40 pró-
sent.
Svisslendingar hefðu hvorki í
vöku né draumi látið þaö
hvarfla aö sér aö markaðsbú-
skapurinn gæti leikið þá svona
Álver í svissnesku Ölpunum.
Svisslendingar að
missa s j álfs traus tið
Atvinnuleysið í sviss-
nesku kanlónunum
Jl’ýski hluti Sviss
|Fjöldi atvinnu-
llausra: 110 204
lí prósentum 4,2
• Bem
"í
‘
. l3usanne
Vestur-Sviss og Tessin'
Fjöldi atvinnl. 77 963
hlutfall í prósentum 7,7
ettuverksmiðjan á hausinn og
til að kóróna allt saman rúllaöi
rafiðnaöarfyrirtæki í bænum yf-
ir um eftir að hafa hætt sér út á
hálan ís í fasteignaviðskiptum.
Það er ekki nema nokkur ár síð-
an Waadt var blómlegasta kant-
óna landsins. Á níunda áratugn-
um bættust rúmlega 60 þúsund
ný störf við í Waadt en á síðasta
ári fóru aftur á móti 700 fyrir-
tæki á hausinn. Rúmlega átta af
hundraði eru atvinnulausir í
kantónunni. Ástandiö er svipað
í Genf. Þar er eymdin sérstak-
lega áberandi vegna glæsileika
og íburöar þeirra sem einhvers
mega sín. Atvinnulausir banka-
ÚTLÖND
grátt. Allt frá árinu 1937 þegar
málmiðnaðarmenn og starfs-
fólk í úraverksmiðjunum afsal-
aöi sér verkfallsréttinum í samn-
ingum viö atvinnurekendur,
hafa Iaunþegar í Sviss getað
treyst á félagslegan stuöning
vinnuveitenda.
Af ofangreindu má ljóst vera
að sú „þjóðarsátt" sem ríkt hef-
ur í landinu er úr sögunni. Þeg-
ar kreppt hefur að svissneskum
fyrirtækjum á liönum áratugum
hefur ekki verib gripiö til rót-
tækari aögerða en aö stytta
vinnutímann tímabundib. Nú
er fólki sagt upp störfum viö
svipaðar kringumstæöur og ekki
ráðið aftur þó að hagur viökom-
andi fyrirtækis vænkist.
Fjöldi þeirra sem þurfa á opin-
berri aöstoð ab halda eykst stöb-
ugt. Talið er aö þrír af hundraöi
Svisslendinga lifi undir fátækr-
armörkunum. Á götum borga
og bæja eru betlarar og heimilis-
lausir dagleg sjón.
Genf nærri
gjaldþrota
Kreppan hefur koniiö sérstak-
Húsnœbisauglýsingar í Sviss: Fátœkt mitt í auölegöinni.
lega hart niöur á þeim sem búa í
Wallis og vesturhluta lándsins
þar sem frönskumælandi hluti
þjóöarinnar býr. í ferðamanna-
bænum Vevey í kantonunni
Waadt við Genfarvatn er 15%
atvinnuleysi. Það dugar auösjá-
anlega ekki til þó aö fjölþjóða-
fyrirtækið Nestlé sé með aöal-
stöövar sínar í bænum. Hruniö
hófst þegar vagnasmiöja bæjar-
ins varð að loka vegna verkefna-
leysis. Skömmu síðar fór sígar-
menn, auglýsingafólk og fólk í
byggingariðnaöi sækir í fá-
tækrarhjálpina og margir þeirra
sem höföu þaö gott fyrir nokkr-
um ámm þurfa nú aö gista í
tómum jámbrautarvögnum yfir
nóttina.
Borgin sem hýsir fundarstabi
Sameinuöu þjóðanna er því sem
næst gjaldþrota. Enn sem kom-
iö er hefur það ekki nægt til aö
borgaryfirvöld taki vib sér og
grípi til aðgerða. Þaö eina sem
þeim hefur dottið í hug er slag-
oröið „Uppbyggingin byrjar í
höfðinu". Þetta á aö hressa upp
á dapra stemmninguna sem nú
ríkir í Genf.
Ótti fólks við þaö sem framtíð-
in kann að bera í skauti sínu
kemur í veg fyrir að þaö aðhafist
nokkuö og ekki bætir kok-
hreysti atvinnurekenda úr skák
sem nota öll tækifæri til að lýsa
því yfir aö nú verði að skera niö-
ur velferöarkerfiö.
Efnahagskreppan hefur líka
breytt leikreglum stjómmála-
lífsins. Hingað til hefur ríkt
ótrúleg eining imi stjórn lands-
ins og varla veriö hægt aö tala
um stjómarandstööu í hef-
bundnum skilningi. Undanfar-
iö hefur þetta breyst og óvænt
átök hafa brotist út milli misvel
skilgreindra stjómmálaafla.
Svisslendingar virðast hafa
misst sjálfstraustið. Þeir halda
sig heima og spara viö sig sem
mest þeir mega. Allar frámtíðar-
spár benda til minnkandi
neyslu, samdráttar og stöönun-
ar. Útlitið virðist vægast sagt
dökkt allsstaðar nema hjá bönk-
unum. Þeir geta nuddaö saman
höndum því almenningur hefur
tekiö til viö aö spara. A síöasta
ári jókst spamaöur Svisslend-
inga um fjóröung og nam sem
svarar ellefu milljörðum ís-
lenskra króna.
Nýlega bámst samt þau gleöi-
legu tíöindi aö spamaöarham-
urinn væri mnninn af þjóðinni
og hún væri farin að snúa efna-
hagslífinu meö aukinni neyslu.
Þau leiöindi fylgdu þó meö
þessum upplýsingum, aö raun-
tekjur fólks fæm minnkandi.
Silvio Bomer segir aö sviss-
neska þjóöin sé eins og skjald-
baka á hvolfi. Henner Kleinewe-
fers segir efnahagsbata ekki fyr-
irsjáanlegan. Hann segir ástand-
iö ekki nógu slæmt til að hreyfa
almennilega viö fólki.
Der Spiegel/ÁÞÁ