Tíminn - 16.03.1994, Síða 16

Tíminn - 16.03.1994, Síða 16
Vebriö í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland, Faxaflói, Subvesturmib og Faxaflóamib: Norbaust- an kaldi eba stinningskaldi í fyrstu en svo áílhvasst eba hvasst. Lægir aftur síbdegis. Léttskyjab. • Breibafjörbur og Breibafjarbarmib: Allhvöss norbaustan átt og smáél í fyrstu en síban norban nvassvibri og léttir til. Lægir mikib upp úr hádegi. • Vestfirbir, Strandir og Norburland vestra, Vestfjarbamib og Norbvesturmib: Gengur í norban hvassvibri eba storm meb snjó- komu. Norbaustan kaldi eba stinningskaldi og él er líbur á daginn. • Norburland eystra, Austurland ab Glettingi, Norbausturmib og Austurmib: Norban og norbvestan átt, stinningskaldi eba allhvass í fyrstu en síban hvassvibri eba stormur og snjókoma. Lægir í kvöld. 9 Áustfirbir og Austfjarbamib: Norbvestan hvassvibri eba stormur. El, einkum á mibum og norban til. • Subausturland og Subausturmib: Norbvestan allhvass eba hvass. Sums stabar él á mibum en léttskýjab til landsins. Halldór Ásgrímsson alþingismaöur telur samninga Norömanna og ESB um sjávarútvegsmál ekki breyta neinu um afstööu íslendinga til ESB-aöildar: Tvíhliöa viöræður viö ESB þola enga biö Halldór Ásgrímsson, alþing- ismaöur og varaformaöur Framsóknarflokksins, telur aö íslendingar eigi aö fara í tvíhliöa viöræöur viö Evr- ópusambandiö, þar sem reynt veröi aö tryggja fram- tíöarhagsmuni Islendinga sem best. Hann segir aö þetta mál þoli enga biö og gagnrýnir stjómvöld fyrir vanrækslu í þessu máli. Þá telur hann að niöurstaða í samningaviðræðum Norð- manna við ESB um sjávarút- vegsmál séu þess eölis að þær breyta ekki í neinu afstöðu ís- lands til aðildar að ESB. Hann er jafnframt ekki bjartsýnn á aö Norðmenn nái fram ein- hverjum breytingum á sjávar- útvegsstefnu ESB við endur- skoðun hennar árið 2002. Halldór minnir á að þaö hafi verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi á síðasta ári aö íslendingar fæm þess á leit við Evrópu- sambandið að teknar yröu upp tvíhliðá viðræður við það. „Það var minn skilningur að það stæði til af hálfu íslenskra stjómvalda að undirbúa þær viðræður. Ég hélt því fram í þingræðu á sínum tíma að það ætti að fara fram á þær strax með sama hætti og hinar Norðurlandaþjóðimar hefðu beðið um aðildarviðræður," segir Halldór Ásgrímsson. Undarleg úttekt Hann segir að þótt Evrópu- sambandið hefði kannski ekki fallist á að ræða við íslendinga strax, þá hefði engu að síður átt að óska eftir þeim. „En það hefur ekki verið gert. Það er dálítið einkennilegt að núna skuli vera ákveðið að biðja um úttekt á því hvaö það þýði fyrir íslendinga aö sækja um aðild að Evrópusamband- inu." Halldór segist ekkert hafa á móti slíkri úttekt en undrast tímaseminguna og ástæður þess að það hafi þá ekki verið gert á sínum tíma. Hann segir að þegar litíð sé tíl þeirrar samninganiðurstöðu sem Norðmenn hafa fengið við ESB í sjávarútvegsmálum þá geti hann ekki séð þar neitt sem bendi til þess að íslend- ingar hafi tekið rangar ákvarð- anir varðandi aðild að ESB. Halldór Ásgrímsson alþingismaöur. Halldór segir að samkvæmt viðræðum Norðmanna við ESB um sjávarútvegsmál þurfi þeir aö veita Evrópusamband- inu meiri fiskveiðiréttíndi. Hann segir að þótt Norðmenn haldi stjómun á svæðinu norðan við 62. gráðu fyrstu þrjú árin, þá muni þeir eftir þann tíma ganga inn í fisk- veiðistefnu Evrópusambands- ins. Þorskveiöi smábáta margfaldaöist í febrúar sl. miöaö viö sama tíma i fyrra. Fiskifélagiö: Búist vib metverð- mæti lobnuafurba Bjami Grímsson fiskimála- stjóri telur aö meö tilliti til hagstæös verölags, mikillar loönufrystingar og loönu- hrognatöku á yfirstandandi veiöitímabili, megi búast viö metverömæti fyrir loönuaf- uröir á vertíöinni. En heildar- verömæti loönuafuröa í janú- ar og febrúar sl. nam rúmum 1.4 milljaröi króna. Hann segir einnig að góð þorskveiöi smábáta í sl. mánuöi skýrist að hluta til af góðum aflabrögöum á gmnnslóö en ekki síst af mjög harðri sjósókn, þar sem menn séu að keppast við aö vinna sér inn aukna afla- reynslureynslu áöur en þeir fara allir á kvóta í haust, samkvæmt gildandi lögum um stjóm fisk- veiða. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélagsins nam heildaraflinn í janúar og febrúar sl. 387 þús- und tonum á móti 433 þúsund tonnum á fyna ári. En fyrstu 13 daga janúar sl. vom sjómenn í verkfalli, eins og kunnugt er. Bæði árin munar mestu um loðnuaflann, en hann var 316 þúsund tonn nú á móti 339 þús- und tonnum í fyrra. Athygli vekur aö í janúar og febrúar sl. þrjú ár hefur loönuaflinn náö því að verða rúmlega 300 þús- und tonn þessa mánuði en í sömu mánuðum 1991 nam afl- inn um 140 þúsund tonnum. Þá var þorskveiði smábáta mjög góð í síöasta mánuði og hefur aukist til muna frá sama tíma í fyrra. Sem dæmi um aukninguna þá fiskuöu smábát- ar alls 3.457 tonn af þorski í febrúar í ár en aðeins 1245 tonn í sama mánuði í fyrra. Jafnframt er um aukningu í þorskafla smá- báta að ræða í öllum landsfjórð- ungum. Á Suöurlandi jókst þorskafli smábáta úr 25 tonnum í febrúar 1993 í 83 tonn í febrú- ar 1994, á Reykjanesi úr 321 tonni í 936 tonn, á Vesturlandi úr 290 tonnum í 940 tonn, á Vestfjöröum úr 199 tonnum í 526 tonn, á Norðurlandi úr 254 tonnum í 632 tonn og á Aust- fjörðum nam þorskafli smábáta 156 tonnum í febrúar í fyrra en var 340 tonn í sama mánuði í ár. Hinsvegar hefur þorskafli tog- ara dregist saman en bátaflot- inn hefur haldið sínu. í febrúar sl. nam þorskafli togaraflotans alls 7.950 tonnum á móti 9.471 tonni á sama tíma í fyrra. Þorsk- afli báta var 13.437 tonn í sl. mánuði á móti 13.412 á sama tíma í fyrra. Fyrstu sex mánuði yfirstand- andi fiskveiðiárs var heildar- þorskaflinn 103.407 tonn á móti 100.569 tonnum á sama tímabili í fyrra. En fyrstu sex mánuöi fiskveiðiársins 1991- 1992 var heildarþorskaflinn 104.826 tonnum. -grh Ekki ástæba til bjartsýni „Það er ekki að sjá að neitt annað gerist en að Norömenn missi þá yfirráðin yfir því svæði. Þá hefur svokallað kvótahopp verið stundað í Evrópusambandinu og m.a. hafa Spánverjar keypt fiski- skip í Bretlandi og hafa þann- ig getað gert þaðan út. Norð- menn fá aðlögunartíma varð- andi það mál, en eftir það verður ekki annað séð en að aðilar innan Evrópusam- bandsins getí keypt fiskiskip í Noregi og gert þaðan út á sama hátt og heimamenn." Halldór segir að Norðmenn virðast treysta á að þeir muni hafa mikil áhrif á endurskoð- un sjávarútvegssstefnu ESB ár- ið 2002 og þá verði hægt að koma Evrópusambandinu inn á nýja fiskveiðistefnu. „Ég sé nú ekki mikla ástæðu til mikillar bjartsýni í þeim efnum því Spánverjar og Portúgalir em með miklar kröfur um að þeir verði fullir aöilar að núverandi fiskveiði- stefnu, sem þeir fengu ekki í upphafi og þar með fá þeir meiri réttindi í lögsögu Breta, Dana og fleiri ríkja. Þannig að ég sé ekki að þessi samninga- niðurstaða Norðmanna sé þess eðlis að hún veki veruleg- ar vonir okkar í sambandi við breytta afstöðu í aðildarvið- ræðum við Evrópusamband- ið," segir Halldór Ásgrímsson. -grh Lobnuvertíbin sem nú er langt komin hefur verib afar gób og búist er vib meti í afurbaveibi. Tímamynd cs

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.