Tíminn - 18.03.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.03.1994, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 18. mars 1994 flMtlM STOFNAÐUR 1 7. MARS 1917 Útgáfufélag: Tfmamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiðja Frjálsrar fjölmiölunar hf. Mánaöaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö f lausasölu 125 kr. m/vsk. Ruglað í ríminu Haft er fyrir satt að stærðfræðin sé rökvísust allra mennta. Samt eru niðurstöður hennar ekki síður umdeilanlegar en önnur mannanna verk og er þá kannski fremur forsendum um að kenna en sjálfri reiknikúnstinni. Er hún oftar en ekki notuð í blekk- ingarskyni fremur en til að bregða ljósi á staðreynd- ir. Merkileg deila stendur ný yfir milli Félags ísl. sfór- kaupmanna og Eimskips. Fer hún fram fyrir opnum tjöldum og skírskota deiluaðilar óspart til almenn- ings í gegnum fjölmiðla. Lögð eru fram gögn sem sýna að farmgjöld skipafélaga hafi hækkað verulega á tilteknu árabili og séu mun hærri en sambærileg gjöld erlendra skipafélaga. Gagnrök eru lögð fram sem sýna að farmgjöld Eim- skips hafi lækkað verulega á tímabilinu og séu síst hærri en gerist í útlöndum. Byggt er á óhlutdrægum erlendum rannsóknum, að sagt er, og í umræðunni eru fram reiddar alls kyns tölur, útreikningar, prósentur og línu- og súlurit, sem sanna og afsanna að rétt sé með farið. Hér eru engin efni til að taka afstöðu til hvort farm- gjöld fara hækkandi eða lækkandi eða hvort þau eru hærri eða lægri en tíðkast hjá erlendum skipafélög- um. En hitt er víst að aðferðir deiluaðila eru ekki traustvekjandi og færi betur á að þeir kæmu sér sam- an um leikreglur áður en þeir hefja áróðursstríð, sem hefur það að markmiði að rugla almenning í ríminu. Samanburðarfræðin, sem styrkt er með talna- og prósenturunum, hefur löngum verið notuð með góðum árangri til að villa um fyrir fólki. Með svona aðferðum er iðulega rekinn óskammfeilinn áróður, sem oft nær tilgangi sínum, þar sem einatt er erfitt að sannreyna hvort nokkur rök séu fyrir því sem ver- ið er að halda að manni. Dögum oftar er verið að gera samanburð á einhverj- um íslenskum veruleika, oft upplognum, og hvemig tekið er á hliðstæðum málum í útlöndum. Ef auglýsa þarf upp eitthvert innlent ágæti, er það „með þvi besta sem gerist í nágrannalöndunum." Ef þrýsta skal á um opinber fjárframlög til einhvers konar hagsmunaaðila, er gripið til samanburðartalna við hliðstæður í forríkum löndum og sýnt fram á hve hörmulega íslendingar búa að þeim greinum, sem ætla sér að njóta góðs af' samanburðinum. Oftast nær er svona samanburður út í hött, misfar- ið með tölur og þær rangtúlkaðar, sem og allar að- stæður. Allir vita hve illa er búið að íslensku menntakerfi og alltof litlu veitt til þess af almannafé. Ótal sannanir eru fyrir hendi, sem sýna og sanna hve mikið aðrar þjóðir leggja til þessa mikilvæga málaflokks. Um þann samanburð er aldrei efast. Nýverið kom svo niðurstaða erlendrar rannsóknar um að íslenska menntakerfið sé afar lélegt á tilteknu sviði. Um það sagði merkur íslenskur skólamaður, að ekkert væri að marka erlendar rannsóknir, þær skildu ekki íslenskar aðstæður. Á hverju á að taka mark, þegar staðhæfingar eru að meira og minna leyti byggðar á fullyrðingum og talnadæmum, sem áróðursfólk þarf ekki að sýna fram á hvernig eru fengin? Öll sú hundalógík, sem yfir dynur, byggir á brengl- uðum forsendum, oft heimatilbúnum, og er vel til þess fallin að villa mönnum sýn. Sú hlálega deila, sem reiknimeistarar stórkaup- manna og Eimskips eiga nú í, er aðeins lítið dæmi um hvemig hagsmunaaðilar á öllum sviðum þyrla upp moldviðri til að gera einföld dæmi torskilin og nota blekkingar sér í hag. Þrjú andlit íhalds Markús Árni Þegar Davíð Oddsson stóð í kosningabaráttunni fyrir síð- ustu borgarstjórnarkosningar, sagði hann svellkaldur að sá sem greiddi honum atkvæði gæti verið viss um að hann væri að kjósa mann til starfa út kjör- tímabilið. Davíð hætti. Markús Öm Antonsson, borg- arstjóri fyrrverandi, sagði þegar hann leitaöi eftir umboði flokksmanna sinna í prófkjöri, að hann vildi fá pólitískt um- boð frá’ flokki sínum til að vera borgarstjóraefni flokksins á næsta kjörtímabili. Markús ít- rekaði þetta með þjósti, þegar upp komu raddir um að verið væri að leita að öðm borgar- stjóraefni. Markús hætti. Árni Sigfússon, þriðja andlit sjálfstæðismanna á kjörtímabil- inu, segist vilja slást fyrir því aö veröa borgarstjóri á næsta kjör- tímabili og fullyrti í fjölmiðlum á dögunum að hann myndi ekki hætta, þó illa gengi í skoðana- könnunum. Þá hafa öll þrjú andlit flokksins gefið út sömu yfirlýsinguna. Davíð sagði „Ég hætti ekki", Markús sagði „Ég hætti ekki" og nú er Árni búinn að segja „Ég hætti ekki". Ekki virðist þó mikið að marka yfir- lýsingar andlitanna, því tvö em þegar hætt og trúlega verður sjálfhætt hjá því þriöja eftir 70 daga. Mál gömlu andlitanna óviökomandi Árna En eins og gerðist hjá henni Evu, sem líka haföi þrjú andlit í bíómyndinni frægu, þá em ásjónur andlita Sjálfstæðis- flokksins ólíkar og hvert hefur sinn stíl. Þannig var Davíð í hlutverki hins hrjúfa og harða stjórnanda, á meðan Ámi Sig- fússon kemur fram sem hinn mjúki leiðtogi. Ámi er reyndar kynntur sem svo ferskur og mjúkur að það sé spuming hvort hægt sé ab tala um gömlu, púkalegu andlitin í sömu andrá. í það minnsta er augljóst að stefnumál gömlu andlitanna em eitthvað sem Árna kemur ekki viö og hann leggur nú höfuðáherslu á mál R- listans, atvinnu- og fjölskyldu- GARRI málin. Þessa taktík, að reyna að breyta sér í eins konar D- lista útgáfu af R-listanum, hafa sjálf- stæðismenn verið að þróa að undanfömu og andlit númer tvö byrjaði á þessu í strætómál- inu, eins og víðfrægt er orðið. Markús gekk hins vegar ekki alla leið og breytti ekki SVR aftur í borgarfyrirtæki. Það hlýtur því að vera áhugavert að fylgjast með því hvort þriöja andlitið, sem gengið hefur lengst allra í því að afneita borgarmálastefnu fyrri andlitanna tveggja, muni ekki stíga þetta skref líka til fulls og gera SVR að borgarfyrirtæki á ný. Davíö Einn búkur — þrjú andlit Ámi Sigfússon hefur að undan- förnu gert mikið úr því að þeir, sem vilji setja fjölskyldu- og at- vinnumál á oddinn, eigi að kjósa sig frekar en frambjóðend- ur einhvers sambræðings margra ólíkra flokka. Klofning- ur hljóti aö koma upp þegar þetta fólk fari ab starfa saman og hann, þriðja andlitið, sé ein- mitt maðurinn til þess að keyra „mjúku málin" í gegn. Garri getur þó ekki annað en hugsað enn á ný til bíómyndar- innar frægu þar sem Eva var vissulega líka ein. En hún hafði þrjú andlit og hvert þeirra keppti um að komast til valda í þessum eina líkama Evu og eng- inn vissi hvaða andlit myndi birtast næst. Eins er það með Sjálfstæðisflokkinn, sem skartar sínu pólitískt mjúka andliti þessa dagana. Hversu lengi mun það andlit snúa að okkur og hversu heilsteyptur kostur er þessi flokkur fyrir Reykvikinga? Bíómyndin um Evu endaði með ósköpum og til að forðast slík ósköp á hinu pólitíska sviði er trúlega best að halda sig við R- listann. Garri Atkvæðagreibsla meb krossaprófi Þingmenn fá mikið magn af pósti inn um lúguna og í póst- hólfin sín. Þar kennir ýmissa grasa. í póstinum eru keðju- bréf, lukkubréf, tilboð um að kaupa hitt eða þetta, jafnvel fylgja gíróseðlar, ályktanir um allt milli himins og jarðar, er- indi hvers konar, og ógrynni af -fréttabréfum og ársskýrslum sem fyrirtæki og stofnanir gefa út. Allt er þetta upplýsingar um það sem er að gerast í þjóðfé- laginu, hver pappír á sinn hátt sendibréf frá þjóðarsálinni. Krossapróf Bréf eitt, sem barst þingmönn- um í þessari viku, hefur vakið athygli, en það er krossapróf frá landlækni um forgangsröð- un í heilbrigðisþjónustu. Þar stendur orðrétt: „ímyndaðu þér að þú sért „heilbrigðismála- ráðherra" og þér sé gert að spara ákveðna upphæð á árinu. Ráðgjafar þínir stinga upp á eftirtöldum 12 atriðum, sem hvert um sig svarar þeirri upp- hæð sem á að spara." Síban eru talin upp þessi tólf atriöi og á að raða þeim í tölu- röð. Þetta bréf hefur mælst illa fyr- ir hjá þingmönnum og margir hafa látið svo um mælt að þeir taki ekki þátt í leiknum. Bréfið kom í fyrstu ekki illa við mig, en þegar ég leit nánar á pappír- inn stóð með mjög smáu letri í efra hominu orðið „þingmað- ur". Á víbavangi Tek ekki þátt... Þetta gerði þaö að verkum að ég tek ekki þátt í þessari könnun og tel að landlæknisembættib, sem oft hefur hreyft við athygl- isveröum málum og er virkt og áberandi, hafi hlaupið á sig með því að senda hana frá sér. Sjálfsagt segja einhverjir sem svo, að þama séu þingmenn lif- andi komnir og þori ekki að for- gangsraða verkefnum. Því er til að svara, ab með því að merkja blöðin orðinu „þing- maöur" verður þessi skoðana- könnun að nokkurs konar at- kvæðagreiðslu í þinginu og hætt er við að niburstöðumar yrðu túlkaöar sem slíkar. At- kvæöagreiðslur fara ekki fram eftir krossaprófi. Þingmenn eiga ekki að setjast niður og krossa við svo alvarleg mál sem hér um ræðir, án und- angenginnar skobunar og upp- lýsinga um afleiðingamar. Bréf landlæknis fjallar um þá spum- ingu hvort forgangsraða á í heil- brigðisþjónustunni, og það tengist mjög náið því máli að hátækniiækningar em komnar á þab stig að spumingin fer að verða um fjármagn, en ekki möguleika. Þama er komið inn á stórmál sem ekki veröur svar- að eingöngu á fjárhagslegum gmnni, heldur einnig siðferði- legum. Svo alvarleg mál, sem hér um ræðir, afgreiða þing- menn ekki með krossaprófi um leið og þeir taka upp póstinn sinn. Hins vegar eiga þeir að hugsa um framtíð heilbrigðis- þjónustunnar í landinu og þær fjárhagslegu og siðferðilegu spumingar sem vakna. Það er eitt stærsta og vandasamasta málið sem löggjafinn stendur frammi fyrir um þessar mundir. Til gamans í lokin Svo að slegið sé á léttari strengi, þá er ekki rétt af landlæknis- embættinu að hvetja alla al- þingismenn til þess að hugsa sér að þeir séu orðnir rábherrar. Það em áreiðanlega nógu margir sem hafa slíka dagdrauma. Það getur leitt til hreinna vandræöa að ýta undir þá hugsun hjá öll- um þingheimi. ]ón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.