Tíminn - 23.03.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.03.1994, Blaðsíða 1
SIMI 631600 78. árgangur STOFNAÐUR 1917 Miðvikudagur 23. mars 1994 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 57. tölublað 1994 Keiluhöllin sett undir græna torfu? Á borgarrábsfundi í gær kom framtíö Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð til umræðu eftir að eigendum hafði veriö synjað um að byggja ofan á þá bygg- ingu sem þegar er risin. For- sendur fyrir byggingunni em nú mjög breyttar frá sjónarhóli eigenda og horfur á að borgar- yfirvöld verði að leysa málið meb einhverjum hætti og ganga frá þaki hússins og lóð þannig að vel fari. Meðal þeirra hugmynda sem em til umræðu er að tyrfa yfir þakið þannig aö húsið allt falli sem best að land- inu í kring. Þá era horfur á að Reykjavíkurborg verði að end- urgreiða eigendum hússins gatnageröargjöld aftur í tím- ann. Lífeyrisþegar fái greitt íyrir páska Gubmundur Ami Stefánsson, heilbrigðis- og tryggingamála- rábherra, hefur farið þess á leit vib fjármálaráöherra að hann heimili ab greiðslum til lífeyr- isþega Tryggingastofnunar verbi flýtt um næstu mánaba- mót og greitt út fyrir páska. í lögum um almannatryggingar er kveðib á um að bætur Trygg- ingastofnunar séu greiddar út þriðja virkan dag hvers mánað- ar. Ef farið verður eftir þessari reglu um næstu mánaðamót þýðir þab að ekki verður greitt út fýrr en 7. apríl. Gubmundur Ámi lagði til við fjármálaráðherra að greiösl- unum yrði flýtt til 30. mars, sem er síðasti virki dagur marsmánað- ar. „Greiðsludagurinn er lög- bundinn en ég held aö enginn geri við það athugasemd þótt greiðslunum sé flýtt þegar svona stendur á. Hér er um sanngimis- mál að ræða, enda kemur það mörgum illa að fá ekki greitt út fyrir páska. Auk þess verður launagreiðslum til starfsmanna ríkisins flýtt og því er eölUegt að sama gildi mn lífeyrisgreiöslum- ar. Framkvæmdin er hins vegar á höndum fjármálaráðuneytisins. Fjármálarábherra tók vel í beiöni mína og ég vona að það finnist leib til að þetta gangi eftir." -GBK Stolið úr bátum Brotist var inn í þrjá báta í Sandgerðishöfn á mánudags- kvöld. Tveimur myndbands- tækjum var stolið úr bátunum og auk þess farib í lyfjakassa. Lögreglan I Keflavík segir að þau lyf sem menn sæki mest í, hafi áður verið f jarlægð úr lyfja- kössunum en einhverju hafi þó verið stolið úr þeim. Máliö ér í vinnslu hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík. -GBK Sjávarútvegur: Hagnaður verbur 0,5% á þessu ári í nýju mati Þjóöhagsstofnun- ar á afkomu sjávarútvegarins sem kynntar hafa verið hags- munaaðilum í sjávarútvegi, kemur fram ab 0,5% hagnað- ur veröur á rekstri atvinnu- greinarinnar í ár. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra þakkar það al- mennum efnahagsráðstöfun- um ríkisstjórnar, tveimur geng- isfellingum sem bætt hafa sam- keppnisstöðu greinarinnar, lækkun vaxta, skuldbreyting- um og hagræðingu ab viðbætt- um þeim viöbrögðum atvinnu- greinarinnar að auka verömæti aflans með nýrri og verðmætari framleiðslu á mörgum sviðum. Ennfremur telur ráðherra að búhnykkur góðrar loðnuvertíð- ar hafi óneitanlega styrkt at- vinnugreinina. Ráðherra segir ab þótt sjávar- útvegurinn í heild verði rekinn með lítilsháttar hagnaöi á þessu ári, sé viðbúið að einhver halla- rekstur verði á hluta útgerðar. -grh Þorbjörn Sigurösson skipstjóri á Múlaberginu frá Ólafs- firöi, hampar hér tveimur gulum, en ástand þorskstofnsins er meb lélegasta móti og bata ekki ab vœnta fyrr en ífyrsta lagi 1997. Þorsteinn var ab landa í Hafnar- firbi í gœr, aballega þorski og ýsu, en hann var ab koma af Eldeyjar- banka. Múlabergib var eitt skip- anna sem tók þátt í togararallinu og var þá á Vestfjarbamibum. Tímamynd CS Stofnvísitala 3ja ára þorsks og eldri sú lœgsta sem mœlst hefur. Árgangur '93 sá skásti síöan '86. Kvótinn ekki aukinn Þaö verbur ekki aukib vib þorskkvótann á yfirstand- andi fiskveibiári og vibbú- ib ab aflinn verbi allt ab 15%-20% umfram þab sem Hafró lagbi til ab þorsk- kvótinn yrbi á yfirstand- andi fiskveibiári. Þar mun- ar mestu um ab þorskafli smábáta stefnir í ab verba 10 þúsund tonnum meiri en gert var ráb fyrir auk afla vegna línutvöföldun- ar. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir ab bráða- birgöaniðurstöður úr tíunda togararalli Hafrannsóknar- stofnunar gefi ekki tilefni til að auka við þorskkvótann á yfirstandandi fiskveiðiári. Hann segir það óðs manns æði að hlaupa frá fiskvemd- un og strangri fiskveiði- stjórnun þegar loksins hafa komið fram vísbendingar um að menn séu að ná settu marki um stækkun þorsk- stofnsins. En samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða hefur ráðherra heimild til að auka við kvótann fyrir 15. apríl ef forsendur em taldar fyrir því. Hann segir að ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar fyrir yfirstandandi fiskveiðiár hafi gert ráð fyrir 150 þús- und tonna þorskveiði. Hins- vegar hafi stjómvöld metið það svo að heildarþorskafl- inn mætti vera 10% umfram það, eða 165 þúsund tonn. Þá var miðab viö að þorsk- afli smábáta yrði ekki meiri en 13 þúsund tonn. Hins- vegar stefnir hann í að verða 10 þúsund tonnum meiri. „Þannig að það bendir flest til þess aflinn á þessu ári verði 15%- 20% umfram ráðgjöfina sem hljóðaði upp á 150 þúsund tonn," segir s j ávarútvesgráðherra. Hann segir að bráðabirgða- niðurstöður úr nýafstöðnu togararalli Hafró sýni að stofnvísitala 3ja ára þorsks og eldri sé sú lægsta sem hef- ur mælst frá upphafi togar- arallsins, eða 17% lægri en vísitalan 1993. „Það hefur ekkert tilefni gefist til að auka veiðamar. Þvert á móti er ástæöa til að hafa áhyggjur af því að við fömm þrátt fyrir allt of langt framúr ráðgjöfinni." Hinsvegar telur ráðherra að það ánægjulegasta við bráðabirgðaniðurstöðu tog- ararallsins sé það að 1993 þorskárgangurinn gefi til- efni til að ætla að þar séum við loksins aö fá árgang í meðallagi. „Þar að auki höfum viö vís- bendingar um það að þær friðunaraðgerðir og sú stranga fiskveiðistjómun og fiskverndunarstefna sem við höfum gripið til, séu að skila árangri. Það væri því óös manns æði að ætla að hlaupa frá henni þegar við fáum fyrstu vísbendingar um að við séum að ná settu marki um að stækka þorsk- stofninn aftur," segir Þor- steinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.