Tíminn - 23.03.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.03.1994, Blaðsíða 9
Símíwií 9 Mi&vikudagur 23. mars 1994 Píanógengiö Holly Hunter (v) vann Óskarínn fyrír bestan leik í abalhlutverki og Anna Paquin (m) fékk sinn fyrír besta kvenaukahlutverkib. Þœr léku móbur og dóttur í myndinni Píanó. Meb þeim á myndinni er jane Campion, höf- undur ab handríti og leikstjórí myndarínnar. Hún fékk Óskarsverblaun fyr- ir besta kvikmyndahandrítib. Spielberg sópar til sín Óskurum Los Angeles, Reuter Steven Spielberg náöi loksins langþráöu marki þegar hann fékk Óskarsverðlaunin fyrir mynd sína Listi Schindlers. Leikstjórinn, sem hefur hingaö til veriö þekktastur fyrir ævin- týra- og spennumyndir, sagöi viö athöfnina aö meö henni hefði nú lokið lengstu eyði- merkurgöngu Iífs síns. Þaö fór eins og gagnrýnendur, veömangarar og aðrir sem áhuga hafa á kvikmyndum héldu, mynd Spielbergs sópaöi til sín Óskarsverölaunum. Þau voru hvorki fleiri né færri en sjö þegar upp var staðib. Spielberg sjálfur fékk verðlaun fyrir bestu myndina og besta leikstjóm. Kvikmyndin Píanó gerði þaö líka gott og nældi í þrjá Óskara. Holly Hunter fékk verölaun fyr- ir besta kvenhlutverkið, hin 11 ára gamla Anna Paquin fékk Óskar fyrir besta kvenaukahlut- verkiö og Jane Campion fékk verölaun fyrir handritið að myndinni. Tom Hanks fékk verðlaun fyrir besta karlhlutverkiö en hann lék alnæmissmitaðan lögfræöing í myndinni Philadelphia. Hinn gamalreyndi leikari Tommy Lee Jones fékk Óskarinn fyrir aukahlutverk í kvikmynd- inni Flóttamanninum. Spielberg fékk nokkrar rósir til viðbótar í hnappagatiö því myndin Dýragarðurinn fékk þrerm verðlavm fyrir tæknibrell- ur. Kynnir kvöldsins, leikkonan vinsæla Whoopi Goldberg, not- aði tækifæriö til aö koma skoð- unum sínum á framfæri og hvatti til viröingar fyrir mann- réttindum. ■ Spánverjar og Bretar neita oð gefa eftir í deilunni um atkvœbavcegi: Vibræðum um stækkun Evrópu- bandalagsins rrestab Bmssel, Reuter Utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsríkjanna reyndu í gær árangurslaust aö ná samkomu- lagi um breytingar á stofnunum bandalagsins í kjölfar aöildar EFTA-ríkjanna fjögurra, Austur- ríkis, Finnlands, Svíþjóðar og Noregs. Bretar og Spánverjar vilja aö sami fjöldi atkvæða nægi til aö koma í veg fyrir framgang mála í ráðherraráöinu. Önnur ríki bandalagsins vilja aö eftir stækkun bandalagsins þurfi minnst 27 af 90 atkvæðum til aö stöva mál í ráðinu. Bretar og Spánverjar vilja aö fjöldinn verði áfram 23 eins og hann var á meðan heildaratkvæðafjöld- inn var 76. Grikkir, sem fara með for- mennsku í ráöherraráöinu, ætla ekki aö boða til opinbers fundar um deiluna fyrr en stjómir Breta og Spánverja hafa gefiö eftir. Þó hefur veriö ákveðið aö utanrík- isráöherrar rikjanna 12 hittist í Grikklandi um helgina til skrafs og ráöageröa. Ef deiluaðilar nálgast sjónarmið hvors annars verður spjallinu breytt í ákvörð- unarhæfan fund. ISIAND 0G EES: MEGUM VIÐ FJÁRFESTA ERMNDIS? JCAUPA UTLENDINGAR. ISLENSKAR BUJARDJR? KOMA ERLEND FLUGFELÖG I . . ISLANDSFLUGJÐ? MAISLENSKUR TRESMIÐUR . VINNA ERLENDIS? MA GRISKUR VERKAMAÐUR VIQIIJA AISLANDI? FAISLENDINGAR , ELLILIFEYRINN FLUTTAN UJ? MEÐ SAMKEPPNISSTOÐU ISJLENSKSIÐNAÐAR? MEGAISLENDINGAR GEYMA FE ISVISS? MEGUM VIÐ TRYGGJA HJÁ ERLENDUM TRYGGINGARFELOGUM? HVAÐ MEÐ NAM ERLENDIS? VILTU VITA MEIRA UM EES? n SJfllÐ ÞÁTTIHM . ÍSiAND OG íS mýara rsitiFar«. RfKISUTVARPfÐ SJÓNVARP Seinm þóttun “4 ^ ^ ' ineniima. SAMSTARFSNEFND UM KYNNINGU A EES SAMNINGNUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.