Tíminn - 23.03.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.03.1994, Blaðsíða 5
Mibvikudagur 23. mars 1994 sifminiw 5 Valdimar Guöjónsson: Stofnum félag Hvað er heilbrigðis- tækni? spyr sjálfsagt einhver. Heilbrigðis- tækni er sú tækni sem tengist líf- og læknisfræði. Hún er bæði fræðileg og verkleg og tengist því sem á ensku er kall- að „biomedical engineering". Hún nær yfir allt ferliö hvem- ig mæli- og meðferðartæki eða hugbúnaður verður til, allt frá rannsóknum til notanda. Hún fjallar um aðferöafræði, örygg- ismál, gæðakröfur, skipulag og fleira. Víða erlendis er heil- brigðistækni orðin sérstök at- vinnugrein og umfangsmikill iðnaður. Undirbúningsnefnd hefur starfað frá því fyrir áramót við að móta starfsreglur og skil- greina starfsvettvang félags- ins. í þessari nefnd starfa tæknimenn af spítölum, sölu- maður lækningatækja og Stoð- tækjasmiður. Hugmyndin er sú að þama verði mjög breiður hópur með mismunandi . menntun og mismunandi áhugasvið, sem em þó öll tengd heilbrigöismálum á ein- hvem hátt. Þama geta þessir hópar í fyrsta sinn á íslandi miðlað þekkingu sín á milli. Stoðtækjasmiðurinn gæti til dæmis leitað til tæknimanna á spítölum með vandamál, t.d. varðandi mælingar og/eða greiningar, fengið ráðlegging- ar og öfugt. Læknar gætu leit- að til iðnaðarfyrirtækja með hugmyndir sem þeir hafa að tækjum og þannig gæti sam- starfið nýst öllum aðilum. Háskólastofnanir og fyrirtæki „Ástœðan fyrir því að nauðsynlegt er að stofna sérstakt félag um heil- brigðistœkni er ört vax- andi áhugi fyrir þessum málum. Með því að miðla upplýsingum og koma á samböndum manna á milli gcetu þró- un, rannsóknir og þekk- ing aukist á þessu sviði." VETTVANGUB stunda rannsóknir og þróun þar sem samstarf lækna og tæknimanna leiðir til betri lækningaaðferða og tækja- smíði. Fyrirtæki stunda iðnað- arframleiðslu og viðskipti á gmndvelli rannsóknanna. Fjárfestingar sjúkrahúsa í tæknibúnaði og tækniþjón- ustu geta sparað rekstrarkostn- að» til aö mynda meö skilvirk- ari greiningu og þar með lækningu sjúkdóma. Einnig geta fæðst þar hugmyndir að nýrri notkun tækjanna og að nýjum tækjum. Læknisfræðin er orðin þannig að læknir kemst ekki langt án hjálpar- tækja og ekki em horfur á öðm en að í framtíðinni verði kröf- umar enn meiri. Þannig em skólar, fyrirtæki og notendur háðir hver öðmm og geta Ómar Smári Ármannsson: um heilbrigðistækni! styrkt starfsemi sína með sam- vinnu. Ástæðan fyrir því að nauð- synlegt er að stofna sérstakt fé- lag um heilbrigðistækni er ört vaxandi áhugi fyrir þessum málum. Með því að miðla upplýsingum og koma á sam- böndum manna á milli gætu þróun, rannsóknir og þekking aukist á þessu sviði. Þannig gæti iðnaðarfyrirtækjum fjölg- að, matvælaframleiðsla orðið betri, gjaldeyrir sparast, störf- um fjölgað og síðast en ekki síst læknisþjónusta batnað. Fé- lagiö gæti náð markmiðum sínum með ráðstefnum, fé- lagsfundum, vinnuhópum, fræðslufundum, leshringjum, fréttabréfaútgáfu og fleiru. íslendingar byggja afkomu sína að miklu leyti á matvæla- framleiðslu. Landbúnaður og sjósókn hafa verið stunduð hér alla tíð og sífellt eru að bætast viö nýjar hugmyndir í þessum geira. Að hafa vald á þeirri tækni sem tengist þess- ari framleiðslu eða að vera í fararbroddi, gæti skipt okkur miklu máli. Hér em tilrauna- stöðvar og rannsóknarstofur sem nýta sér það nýjasta í tækniheiminum. Þar er þekk- ing á sviði heilbrigðistækninn- ar. Sú þekking gæti gert vinn- una skilvirkari og jafnvel skil- að okkur söluvöm. Líf- og læknisfræðilegar stofnanir em í samstarfi við erlenda aðila sem hafa ábyggilega áhuga á að kaupa sér lausn sinna vandamála. Á íslandi em skólar sem mennta fólk í tækni- og heil- brigðisfögum og hingaö flykk- ist fólk aftur eftir nám erlendis á hinum ýmsu sviðum. Hér er því gott umhverfi fyrir rann- sóknir og þróun. Hér er gott heilbrigðiskerfi og myndarleg- ar heilbrigðisstofnanir. Þar er að finna ýmiss konar tækni- búnað. Hér hefur um áramga skeið verið viðhald á lækn- inga- og rannsóknarbúnaði og er mikil þekking tengd því. Síðustu ár hafa íslensk fyrir- tæki litið dagsins Ijós, sem hafa það að markmiði að lifa á framleiðslu heilbrigðistækni- legra vara fyrir einstaklinga og sjúkrastofnanir. Hverjir gæm haft áhuga á svona framtaki? Sviðið er breitt og erfitt að segja hverjir eiga þangað erindi og hverjir ekki. Tæknimenntað fólk með áhuga á líf- eða læknisfræði eða fólk úr heilbrigðiskerfinu með tækniáhuga er líklegt. Starfsfólk tæknideilda og ann- arra tæknivæddra deilda á sjúkrahúsum, fyrirtækjum eða einstaklingar sem tengjast beint eða óbeint iðnaðarfram- leiðslu og viðskiptum á heil- brigðistæknisviðinu. Stofnfundur verður haldinn í Gerðubergi fösmdaginn 25. mars klukkan 15.00. Á dagskrá verða auk stofnunar félagsins nokkrir stuttir fyrirlestrar. Viktor Magnússon, rafeinda- tæknir á Landspítalanum, mun tala um „Nýja tækni í heilbrigðisþjónustu", Kristinn Sigvaldason, svæfingalæknir á Borgarspítalanum, mun tala um „Þarfir notanda fyrir tækniþjónustu", Þórður Helgason, verkfræðingur á Landspítalanum, mun tala um „Nýsköpun í heilbrigðis- tækni" og Erla Rafnsdóttir, markaðsstjóri hjá Össuri hf., mun tala um markaðssetn- ingu. Undirbúningsnefndin setti upp lista yfir þá einstaklinga og þau fyrirtæki sem hún taldi að hefðu áhuga á málinu og sendi þeim bréf með fundar- boði. Þar sem sá listi er engan veginn tæmandi, kynnum við þessi mál hér. Allir, sem áhuga hafa á tæknimálum sem tengj- ast á einhvem hátt heilbrigðis- sviði, em velkomnir meðan húsrými leyfir. Aðgangur er ókeypis. Höfundur er stoötækjasmiöur og starf- ar hjá Össuri hf. Mikil eða lítil löggæsla ITímanum föstudaginn 18. mars sl. birtist grein eftir Krist- in Snæland undir fyrirsögn- inni „Lítil löggæsla". Hann finn- ur m.a. „að linkind og lítilli eða slakri löggæslu varðandi hin minni brot í umferðinni", og seg- ir „að ef þau líðist sé líklegt að þau ýti undir hin meiri og hættulegri. Gagnvart öllum þessum smábrot- um, sem eftir atvikum geta verið afar alvarleg og afdrifarík, þyrfti að snúast. Ekki með sektum eða dómum, heldur með því að stöðva viökomandi og áminna". Kristinn segir að til þess þurfi lög- reglufólk að vera bæði á merktum og ómerktum farartækjum. Þá finnst honum umferðareftirlit lögreglunnar vera og lítið og vek- ur athygli á því að samdráttur hafi orðiö varöandi vegalöggæsl- una svokölluöu. Hægt er að taka undir margt hjá Kristni. En hann og abrir mega ekki gleyma því að afbrot er fyrst og fremst þeim um að kenna, sem þab fremur. Aðrir þættir hafa þar vissulega áhrif, svosem mögu- leiki, tækifæri og aðstaöa. Þar skipta og viöhorf, skilningur og vilji miklu máli. Ef árangúr á að nást, þarf aö vinna með alla þessa þætti og löggæslan gerir það ásamt mörgu öbru. Hennar er m.a. að gera sitt til þess aö sjá til þess aö samfélagið megi vera’með þeim hætti ab sem flestir geti við unað. Það er ekki létt verk, en hún reynir þaö þó af fremsta megni eftir því sem hún hefur möguleika og abstööu til á hverj- um tíma. Ekki má þó gleyma að „Lögreglan er skömmuð jafnt fyrir það sem hún gerir og það sem hún á að hafa gert, fyrir það sem hún á að gera en hefur ekki gert, hefði bet- urgerteða hefði betur látið ógert, allt eftir því hver hlut á að máli." beina athyglinni ákveðið að þeim, sem ekki fara aö settum reglum eða sýna af sér ámælis- verða háttsemi. Lögreglan gengur eðlilega út frá því að hún kemur aldrei til með aö geta haft afskipti af öllum þeim sem brjóta af sér í umferð- inni. Hún hlýtur því aö forgangsr- ..i' •: ' _ VETTVANGUR aða verkefnum sínum eftir mikil- vægi og áherslum frá einum tíma til annars. Á undanfömum ámm hefur lögreglan í Reykjavík t.d. ár- lega þurft að sekta, áminna eba hafa önnur afskipti af a.m.k. tutt- ugu þúsund ökumönnum eða öörum vegfarendum. Fjöldinn er að vísu allnokkru meiri, en ná- kvæm tala liggur ekki fyrir vegna þess að afskipti lögreglumanna af hinum minni brotum eru yfirleitt ekki skráb sérstaklega. Tiltal eða létt áminning er venjulega látin nægja í þeim tilvikum. Þá sinna lögreglumenn árlega u.þ.b. 40.000 öðrum útköllum og rita um 32.000 skýrslur, auk þeinar miklu vinnu, sem fylgir fram- haldsrannsókn og eftirfylgju hinna ýmsu mála. Lögreglan er skömmuð jafnt fyr- ir þab sem hún gerir og þab sem hún á að hafa gert, fyrir þaö sem hún á að gera en hefur ekki gert, hefði betur gert eða hefði betur látib ógert, allt eftir því hver hlut á ab máli. Þá er hún jafnt skömm- uð fyrir ab vera of virk og af- skiptasöm í starfi og að sinna ekki nægilega vel hinum smærri mál- um. En eins og gefur að skilja í jafnmargslungnu starfi og lög- reglumannsstarfið er verður aldr- ei hægt að gera öllum alltaf til hæfis. Slík' er fullkomnunin ekki orðin enn. Þangað til kemur hún til með aö sæta gagnrýni frá þeim sem telja sig vita betur eða hafa abra skoðun á einstökum málefn- um löggæslunnar. Lögreglan hef- ur þó síst á móti sanngjamri og málefnalegri umfjöllun um störf sín. Ástæða er til að taka undir þá kröfu Kristins að lögreglan eigi að starfa af fullum krafti. Og þab em fáir honum meira sammála um að efla beri löggæsluna í landinu en lögreglumennimir sjálfir. Höfundur er abstobaryfirlögregluþjónn í Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.