Tíminn - 26.03.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.03.1994, Blaðsíða 1
SIMI 631600 STOFNAÐUR 1917 78. árgangur Laugardagur 26. mars 1994 Krakkarnir í Hlíbaskóla œfbu sig um stund utan dyra í gœr og kvibu ekki frumsýningunni í kvöld. Tímamynd CS Heilbrigöisráöherra vill breyta lögum um tannsmíöavinnu í samrœmi viö dóm Hœstaréttar Tannsmibir geti fengið rétt til vinnu í munnholi Iieilbrigðisráðherra kynnti ríkisstjóminni frumvarp um breytingu á lögum um tann- lækningar í gær. Meb frum- varpinu er ætlunin aö breyta gildandi lögum í samræmi vib dóm Hæstaréttar fyrr í þessum mánuöi þar sem lög- Elín Hirst, varafréttastjóri Stöövar 2, tekur við af Ingva Hrafni Jórissyni í vor. í kjölfariö verba væntanlega mannabreyt- ingar á fréttastofunni og meiri áhersla veröur lögö á haröari fréttir. Eftir aö Ingvi Hrafn var á sínum tíma rekinn úr starfi fréttastjóra á Ríkissjónvarpinu gaf hann út bók um árin á Sjónvarpinu, sem heit- ir Hrafninn flýgur. Hrafninn hættir nú í sambærilegu starfi en flýgur þó ekki langt. Að sögn Páls Magnússonar, útvarpsstjóra ís- lenska útvarpsfélagsins, hættir Ingvi Hrafn aö eigin ósk, en Ingvi mun koma til starfa viö dagskrár- banni á tannsmíöavinnu tannsmiös í munnholi var hnekkt. Páll Sigurösson, ráöimeytis- stjóri í Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráöuneytinu, segir aö frumvarpiö verði sennilega til- búiö í næstu viku. „Ætlunin er gerö hjá íslenska útvarpsfélaginu eftir sumarleyfi í haust. „Með nýju fólki koma óneitan- lega nýjar áherslur," sagöi Elín Hirst aöspurö um væntanlegar breytingar í gærkvöldi. „Við get- um kannski sagt aö ég sé á aðeins haröari línu en Ingvi Hrafn. Ég tel aö fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar eigi aö skipa sér við hlið almennings og vera málsvari hans gagnvart stjómvöldum og öðrum þeim sem þurfa aöhald, svo að ég vitni beint í stefnuyfir- lýsingu fyrirtækisins. Ég vil líka gera ákveönar mannabreytingar á fréttastofunni. Sigmundur Emir hefur samþykkt aö vera vara- að setja inn ákvæði um rétt ráðhena til aö gefa tannsmið- um heimild til að vinna svona vinnu. Þetta er gert í framhaldi af dómi Hæstaréttar, við telj- um útilokaö annaö en að taka á þessu í lögum. Þetta er bara smábreyting á einni grein." fréttastjóri minn og viö munum vinna náiö saman hér eftir sem hingað til." — Getur þú sagt nánar í hverju mannabreytingarnar veröa fólgn- ar? „Ekki á þessari stundu, en viö er- um aö athuga ýmislegt. — Séröu eftir Ingva, Elín? „Milli okkar Ingva hefur þróast góö vinátta, en hann fer ekki langt því aö hann mun væntan- lega taka viö spennandi verkefni hér á Stöðinni viö dagskrárgerö." -ÁG Sjá einnig vibtal vib Pál Magnússon á bls. 2. Bryndís Kristinsdóttir tann- smiöur hefur átt í deilu viö Tannlæknafélag íslands í 19 ár. Deilan snýst um hvort Bryn- dísi sé heimilt aö stunda tann- smíðavinnu í munnholi sjúk- linga án þess aö tannlæknir komi þar nærri. Tannlæknafé- lagið kærði hana fyrst áriö 1975 fyrir að stunda tann- lækningar án tilskilinna leyfa. Ákæruvaldiö felldi kæruna niður en síðan hefur hún feng- iö á sig nokkrar kærur og einu sinni hlotið áminningu frá landlækni. Áriö 1992 geröi Bryndís samning við Trygg- ingastofnun ríkisins þess efnis að stofnunin greiddi hluta af kostnaöi fólks , við smíði gervitanna. Tannlæknafélagið krafðist þess fyrir dómi aö lög- bann yröi sett á samninginn og fékk þaö staðfest í Héraðs- dómi hvaö varðaöi tann- smíðavinnu Bryndísar í munnholi sjúklinga. Hæsti- réttur hnekkti hins vegar dómi Héraðsdóms fyrr í þessum mánuöi og nam þar með lög- bannið úr gildi. Jón Ásgeir Eyjólfsson, for- maður Tannlæknafélagsins, sagði í gær aö hann hefði ekki heyrt af þessari fyrirhuguðu lagabreytingu og því gæti hann ekki tjáö sig um máliö. -GBK Mannabreytingar hjá Stöö 2 í kjölfar fréttastjóraskipta: Hrafninn flýgur og Elín Hirst tekur vib Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 60. tölublað 1994 Unglingadeild Hlíbaskóla frumsýnir söngleik: Hæfileikar leynast undir Öskju- hlíb Nemendur í unglingadeildum Hlíöaskóla ftumsýna söngleik- inn „Undir Öskjuhlíð" í hátíð- arsal skólans í kvöld. Leikstjórar em kennaramir Anna Flosa- dóttir og Rakel Guömundsdótt- ir en nemendur sjá sjálfir um leik, hljóöfæraleik, sviösmynd, búninga, föröun, hárgTeiðslu, tæknivinnu og annað þaö sem nauðsynlegt er til að setja upp jafnviöamikla sýningu. Anna Flosadóttir myndmenntakenn- ari átti hugmyndina aö söng- leiknum. „Þetta kom til tals í kringum áramótin. Þá höföum við frétt af því aö margir af krökkunum í unglingadeild- inni væm í klassísku tónlistar- námi, dansnámi eða í kómm og þeir væm aö setja upp góöar leiksýningar í Tónabæ. En ekk- ert af þessu nýttist héma í skól- anum. Þess vegna ákváöum viö aö reyna að safna öllu saman á einn stað og setja upp stóra sýningu. Útkoman var sú að um 60 krakkar taka þátt í henni." Anna segir aö sögu- þráður söngleiksins hafi veriö samin í skólanum og síöan val- in lög í kringum hann. „Ólafur Þórðarson, tónlistarkennari í Hlíöaskóla, stjómar tónlistinni. Við tókum lög úr þekktum am- erískum söngleikjum svo sem West Side Story, Superstar og Grease og sömdum nýja texta við þau. Auk þess samdi Ólafur þrjú lög sem ég samdi líka texta við," segir Anna. Þrjár sýningar á söngleiknum hafa veriö aug- lýstar og er þegar uppselt á tvær þeirra. Miöasala fer fram í Hlíðaskóla. -GBK Félagsmálastofnun: Ekki greitt út fyrir páska Félagsmálastjóri Reykjavíkur- borgar segir aö fjárhagsaðstoö Félagsmálastofnunar verði ekki greidd út fyrir páska eins og líf- eyrir Tryggingastofnunar. Hjá Félagsmálastofnun er greitt út á ákveönum vikudögum, ýmist á þriöjudögum eða miðvikudög- um eftir hverfum. í apríl verður eins og alla aöra mánuöi greitt út fyrsta þriðjudag og miðviku- dag í mánuöinum en þeir koma upp á 5. og 6. apríl. Sveinn Ragnarsson félagsmálastjóri segir aö flestir sem njóti aðstoð- ar stofnunarinnar fái einnig bætur frá Tryggingastofnun. „Þeir fá því Tryggingabætiunar greiddar út fyrir páska og viö- bótina frá okkur eftir páska. Þaö var ekkert rætt hjá okkur hvort hægt væri að flýta greiöslum núna." Sveinn segir að engin sérstök aðstoð sé veitt vegna páskanna. Slíkt sé gert fyrir jól en enga aðra hátíðisdaga. -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.