Tíminn - 29.03.1994, Qupperneq 2

Tíminn - 29.03.1994, Qupperneq 2
2 Tíminn spyr... Eiga tannsmibir a& vinna í munnholi sjúklinga? Sigfús Þór Elíasson, prófessor í tannlækningum: „Tannsmiöir hafa ekki mennt- un til þess aö vinna í munnholi sjúklinga því þeim er ekki kennt þaö. Meöan þeir hafa ekki menntun til þess finnst mér þaö ekki koma til greina. Ég geri heldur ekki ráö fyrir aö almenningur vilji hafa fólk í slíku sem ekki kann það." Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaöur: „Eg veit ekki hvort tannsmiðir hafa þá menntun sem til er ætl- ast til að framkvæma vinnu í munnholi sjúklinga. Ég hef ekki séö frumvarpið um breyt- ingu á lögum um tannlækning- ar en ég vil skoöa það gaum- gæfilega í heilbrigöis- og trygg- inganefnd hvort tannsmiöir hafi rétta menntun til að hægt sé aö útvíkka starfsvið þeirra á þennan hátt. Viö eigum mjög vel menntað starfsfólk í heil- brigðisgeiranum og ég er ekki tilbúin til aö slaka neitt þar á." Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaöur: „Eg tel aö þeir séu ekki nægi- lega menntaöir til þess eins og menntun þeirra er hagað í dag. Ég hef aö vísu ekki kynnt mér málið til fulls en miðað viö þær upplýsingar sem ég hef, tel ég aö svo sé ekki. Mér er kunnugt um aö I Danmörku hafa þeir takmörkuö réttindi til að vinna í munnholi en til þess þurfa þeir tveggja ára viðbótamám viö nám sem er sambærilegt því sem er hér. Ég lít á þetta sem iönskólanám en þegar fólk er farið aö vinna í munnholi er það farið aö vinna viö sjúkling. Tannlæknamir em þjálfaöir til aö greina ýmsar sýkingar og annað slíkt sem ekki er víst aö aörir átti sig á." Þriöjudag'ur 29. mars 1994 Samband sveitarfélaga sér fram á 500-550 milljóna fjárvöntun hjá Innheimtustofnun aftur á þessu ári: Vangreidd meðlög meb 4.200 börnum í fyrra í kjölfar ákvöröunar um hækk- un meðlaga í ársbyrjun 1993 lækkaöi hlutfall innheimtra meölaga úr rúmlega 81% áriö 1992 niður í rúm 66% á síöasta ári. Innheimtustofnun sveitar- félaga tókst þá aö innheimta um 1.026 milljónir kr., en um 520 milljónir greiddust ekki. Meölag er nú 123.600 kr. á ári meö hverju bami. Þannig aö þær 520 milljónir sem ekki tókst aö innheimta á árinu samsvara vangreiddu meölagi meö 4.200 bömum allt síöasta ár. Miðaö viö reynslu fyrstu mán- aöa þessa árs þykir ljóst að fjár- vöntun Innheimtustofnunar sveitarfélaga stefni í álíka upp- hæö aftur á þessu ári, eöa 500- 550 milljónir. Og þaö sem stofn- uninni ekki tekst að innheimta hjá meölagsgreiöendum kemur í hlut Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga aö greiða til Tryggingastofnunar ríkisins. Greiöslur Jöfnunarsjóös til sveitarfélaganna skerðast aö sama skapi og hann þarf í aukn- um mæli aö standa skil á van- greiddum meölögum. Fulltrúaráö Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér ályktun þar sem hvatt er til þess aö nú þegar verði gengiö frá sam- komulagi milli ríkisstjómarinnar og Sambands ísl. sveitarfélaga um aögeröir sem tryggi aö Jöfn- unarsjóður sveitarfélaga geti áfram gegnt hlutverki sínu, eins og segir í yfirlýsingu ríkisstjóm- arinnar og Sambands ísl. sveitar- félaga frá desember s.l. „Á engan hátt er hægt að fallast á, að einhliða ákvöröun ríkis- stjómarinnar í desember 1992 um hækkun á meðlagsgreiöslum leiöi til stóraukinna greiöslna úr Jöfnunarsjóöi sveitarfélaga þann- ig aö hann geti ekki sinnt hlut- verki sínu," segir í ályktuninni. Samkvæmt upplýsingum Áma Guöjónssonar, framkvæmda- stjóra Innheimtustofnunar, olli hin gífurlega hækkun meölag- anna, úr 7.551 kr. á mánuöi í 10.300 kr., miklu bakslagi í inn- heimtunni. Kröfur á meölagsgreiöendur hækkuöu þá á einum mánuði úr 88 milljónum í desember 1992 upp í 128 milljónir í janúar 1993, þ.e. um 40 milljónir á milli mán- aða, vegna þessarar breytingar. Þetta olli miklu bakslagi í inn- heimtuhlutfallinu sem hefur ver- iö þannig síðustu 4 árin: 1990 83,4% 1991 89,5% 1992 81,1% 1993 66,3% Breytingin hefur þannig orðiö mjög mikil. Ef innheimtuhlut- falliö heföi haldist eins og það fór hæst, 1991, hefðu um 350 milljónum meira skilaö sér í kassa Innheimtustofnunar og ógreidd meölög aöeins numiö 170 milljónum í stað 520 millj- óna króna. Á sama tíma og meö- lög hafa hækkaö geysilega hafa fjárhagserfiöleikar aukist mjög hjá almenningi. Atvinnuleysi hefur fariö hraövaxandi og laun- in rýmaö hjá mörgum sem hafa þó haldið starfi sínu. „Þeir sem eiga að greiða þessi meðlög geta veriö meö heimili, jafnvel stór heimili, sem þeir þurfa aö sjá fyr- ir. Þannig aö þeir hafa kannski ekki mikinn afgang til aö borga 1, 2, 3 eöa jafnvel fleiri meðlög," sagöi Ámi Guðjónsson. -HEI Hólmavík: Lionsklúbburinn afhend- ir ný augnlækningatæki á heilsugæslustöðina Frá Stefáni Gíslasyni, Hólmavík Sl. sunnudag afhenti Lions- klúbbur Hólmavíkur heilsu- gæslustöðinni á staðnum ný augnlækningatæki, en fjársöfn- un vegna þessara tækjakaupa hefur veriö aöalverkefni Lions- klúbbsins síðustu mánuöi. Kaupverð tækjanna var um 800 þús. kr. Þaö var Þorsteinn Sigfússon, formaður Lionsklúbbsins, sem afhenti tækin formlega á heilsu- gæslustöðinni sl. sunnudag. í máli hans kom fram, aö vegna tækjaskorts heföu ekki lengur fengist augnlæknar til að þjóna héraðinu, þar sem tæki af þessu tagi væm dýT og viðkvæm í flutningi. Til skamms tíma kom Úlfar Þóröarson augnlæknir reglulega til Hólmavíkur og flutti þá jafnan nauðsynlegustu tæki meö sér. Úlfar hefur nú lát- iö af þessari þjónustu vegna ald- urs, og yngri menn em ekki til- búnir aö leggja tæki sín í þá hættu sem flutningum fylgir. Alþjóölega Lionshreyfingin hef- ur helgaö árið í ár baráttunni gegn blindu. Því þótti einkar vel við hæfi að afhenda augnlækn- ingatækin á sjónvemdarári Lions. í máli Þorsteins kom einnig fram, að söfnunin til þessara tækjakaupa væri dæmi um ein- stakan samtakamátt fólks á starfssvæði Heilsugæslustöðvar- innar á Hólmavík, en á svæðinu búa aðeins rúmlega 900 manns. Fyrsta framlagiö í söfnunina kom á síöasta vori frá þremur 8- 9 ára stúlkum, Erlu M. Guö- mundsdóttur, Erlu B. Jónasdótt- ur og Söm Benediktsdóttur, en þær héldu hlutaveltu til að safna fé til kaupa á tækjunum. Síöan hefur Lionsklúbburinn staðið fyrir fjársöfnunum af ýmsu tagi, auk þess sem einstak- lingar, kvenfélög, sveitarfélög og fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum meö beinum framlög- um. Þannig lögöu tvær aldraöar konur á Hólmavík söfnuninni Elísabet Pálsdóttir, framkvœmdastjórí heilsugœslustöbv- arínnar á Hólma- vík, tekurvib augnlcekninga- tœkjunum af Þor- steini Sigfússyni, formanni Lions- klúbbs Hólmavík- ur. lið, en þær em Sigríöur Sigurð- ardóttir frá Stóra- Fjaröarhomi og Jakobína Áskelsdóttir, sem gaf fé til minningar um mann sinn, Vilhjálm Sigurösson, einn af stofnendum Lionsklúbbsins. Þá gáfu hjónin Þorsteinn Sigfús- son og Rósa Kjartansdóttir fé til söfnunarinnar í minningu son- ar þeirra, Kjartans Friögeirs, sem lést í bílslysi síöastliðið haust. Elísabet Pálsdóttir, fram- kvæmdastjóri heilsugæslu- stöðvarinnar á Hólmavík, tók viö tækjunum fyrir hönd stööv- arinnar, og Sigfús A. Ólafsson heilsugæslulæknir skýröi nota- gildi tækjanna. Um er að ræða annars vegar augnsmásjá meö áföstum augnþrýstimæli, og hins vegar gleraugnamæli. Kaupverö tækjanna var samtals tæpar 800 þús. krónur. Um 30 manns vom viðstaddir afhendingu tækjanna, þar á meöal stjóm heilsugæslustööv- arinnar, stjóm Lionsklúbbsins og fulltrúar annarra gefenda, þar meö taldar stúlkumar þrjár sem fyrr vom nefndar. Stjóm heilsugæslustöövarinnar bauö upp á kaffiveitingar í tilefni dagsins. Meint aöför oð veiöum smábáta farin aö berast inn á félagsfundi verkalýösfélaga: / Aróðri gegn smábátum dreift „Þetta er hiö dæmalausasta plagg þar sem því er haldiö fram aö þab séu rakalaus ósannindi ab smábátaútgerb- in skapi meiri atvinnu og sé meb betra hráefni. Tölulegar og óhrekjanlegar staöreyndir sýna bara allt annab," segir Öm Pálsson, framkvæmda- stjóri Landssambands smá- bátaeigenda, um bréf sem sjávarútvegssvib KEA á Akur- eyri lét dreifa á félagsfundi hjá Verkalýbsfélaginu Einingu fyrir skömmu. Svo virðist sem meint aöför að veiðum smábáta sé farin að ber- ast inn á fundi verkalýösfélaga, þar sem trillukörlum er stillt upp sem allsherjar blóraböggli allra vandræða sjávarútvegar- ins. Fram til þessa hefur verka- lýöshreyfingin einkum gagn- rýnt fjölgun frystitogara og talið nauösyn á aö efla vinnslu í landi. Þá hefur verkalýöshreyf- ingin ennfremur lagt til aö fallið veröi frá aö móta fiskveiðistefnu en þess í stað verði mótuð heil- steypt fiskvinnslustefna. En sú stefna miðar aö því að allur fisk- ur sem veiddur er á íslandsmiö- um fari á markað og einnig aö auka verulega vinnslustig á þeim takmarkaöa afla sem berst aö landi. Örn segir aö frystitogari komi ekki með gramm af fiski til vinnslu í landi og skapi þar af leiðandi enga atvinnu hjá fisk- vinnslufólki. Hann segir það af- ar sérkennilegt aö veriö sé aö vega aö smábátaútgerðinni þar nyröra í ljósi tölulegra staö- reynda um annað. Öm bendir m.a. á aö samkvæmt lista yfir stærstu sjávarútvegsfyrirtækin frá árinu 1992, komi t.d. fram að Samherji hf. og ÚA hafi nán- ast veriö með jafn stóran kvóta í þorskígildistonnum, eöa 13-14 þúsund tonn hvert um sig. „ÚA kemu meö allan sinn afla til vinnslu í landi. Veltan hjá fyrirtækinu var rúmir 3 millj- arðar en hjá Samherja helmingi minni, eöa 1,6 milljarður króna. Þá imnu aö meðaltali 460 starfs- menn hjá ÚA en aöeins 90 hjá Samherja," segir Öm Pálsson. Eins og kunnugt er hefur sjáv- arútvegsráðherra, LÍÚ, útvegs- bændafélög og jafnvel Sjó- mannasambandið fullyrt aö ekki sé hægt aö auka aflamark í þorski vegna veiða smábáta og þeir séu eini óvissuþátturinn í fiskveiðistjómuninni. Þessu hefur Landssamband smábátaeigenda mótmælt harö- lega og m.a. bent á aö milli- færsla aflamarks og heimild til aö veiða 5% umfram úthlutaö aflamark geti aukið afla yfir- standandi fiskveiöiárs um allt að 20 þúsund tonn, eöa sem nemur ársafla svokallaöra krókaleyfisbáta. -grh

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.