Tíminn - 29.03.1994, Síða 4

Tíminn - 29.03.1994, Síða 4
4 Wmfam Þriöjudagur 29. mars 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sfmi: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk. Umræður til hlibar vib veruleikann Moígunblaöiö skýrir frá því í Reykjavíkurbréfi um helgina aö forustumenn samtaka iönaöarins, Þjóö- hagsstofnunar og viðskiptaráðherra hafi haft uppi yfirlýsingar um veiðileyfagjald í sjávarútvegi. Síðan segir orðrétt: „Hér ber allt að sama brunni. Það er tímabært fjrir forustumenn stjórnarflokkanna að taka þetta mál upp til nýrrar umræðu og leitast við að ná samkomu- lagi við samtök sjávarútvegsins um sanngjarna gjald- töku í sjávarútvegi að hæfilegum umþóttunartíma liðnum. í því sambandi er ekki úr vegi að minna á þá hugmynd sem sett var fram hér á þessum vettvangi að sjávarútvegurinn hefði frjálsræði til þess að ákveða sjálfur án afskipta löggjafarvalds hvemig hann hagar veiðum og vinnslu innan þess ramma sem gjaldtakan setur annars vegar og ákvaröanir Haf- rannsóknarstofnunar og stjórnvalda um aflahámark hins vegar." Ritstjórn Morgunblabsins hefur nú um langt skeið barist fyrir svokölluðu veiðileyfagjaldi og boðað stríð og uppreisn í þjóðfélaginu gegn fiskveibistefnunni sem nú er við lýði. Ráðherrar Alþýðuflokksins tala í þessa vem og á fundum iönrekenda í landinu hefur nú upp á síðkastið einkum verið fjallaö um sjávarút- veginn og „sambúð hans við iðnaðinn", eins og það er orðað. Áhyggjur Þórðar Friðjónssonar eru í tengsl- um við áform ríkisstjórnarinnar um að leggja niður verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins og missa þar með tæki til sveiflujöfnunar í greininni. Þessar umræður um veiðileyfagjald hafa veriö til hliðar viö vemleikann hingað til. Það er komið mál til þess að þeir, sem barist hafa fyrirý)essari gjaldtöku ámm saman, útskýri áhrif hennar. I þessu sambandi vakna margar spurningar. Hvernig á ab stýra veiðun- um með fiskvemdunarsjónarmið í huga með veiði- leyfagjaldi? Hvernig verður komið í veg fyrir það, sem þótt hefur af mörgum ágalli kvótakerfisins, að fiskveiðiheimildir færist á milli byggðarlaga og landshluta? Hvernig kemur það í veg fyrir að heim- ildirnar færist á færri hendur? Hvernig verður sam- spil veiða og vinnslu með þessu fyrirkomulagi? Með hverjum hætti á að standa að sölu veiðiheim- ilda? Eiga allir landsmenn að eiga rétt á því að kaupa sér veiðiheimildir og láta þær síðan ganga kaupum og sölum, eða á að leggja þessi gjöld á veiðiheimildir þeirra sem nú em í útgerð? Þessar spurningar og ótal margar fleiri vakna um framkvæmd veiðileyfagjalds, en þeir sem hafa barist fyrir þessu kerfi árum saman hljóta að hafa mótaðar hugmyndir um þessi mál. Þaö er kominn tími til þess að fá þær á borðið. Umræður á fundum iðnaðarins í landinu hníga miklu fremur að því að gengið sé of hátt skráð fyrir iðnaðinn og það sé fellt jafnframt því sem gjald er lagt á sjávarútveginn. Hugmýnd sú, sem sett er fram af Morgunblaðinu, að sjávarútyegurinn hafi frjálsræði til að haga veiö- um og vinnslu án afskipta löggjafans innan þess ramma sem gjaldtakan setur, þarfnast skýringar. Þaö er mikill ábyrgðarhluti af jafn útbreiddu blaði og Morgunblaðið er að halda umræðum um stórmál gangandi árum saman án þess að ljóst sé hvað er ver- ið að fara með þeim kenningum sem blaðið setur fram. Umræðunum er haldið til hliðar við veruleik- ann. Tími slagoröa er liðinn og mál komið til að svara spurningum. Grunnskólinn, ísland og Finnland Fulltrúaráðsfundur Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, sem hald- inn var um helgina, fjallaöi m.a. um fyrirhugaðan flutning grunn- skólans yfir til sveitarfélaganna, en eins og kunnugt er hefur ríkis- stjórnin lýst því yfir að þessi flutningur eigi að fara fram þann 1. ágúst á næsta ári. Raunar er það hið þarfasta mál fyrir sveitarfélög- in og fleiri að ræða um þennan tilflutning, enda hefur hann tals- vert borið á góma aö undanfömu. Hins vegar hefur verið rætt um flutning gmnnskólans eins og hér væri fyrst og síðast um stjóm- sýslulegt vandamál að ræða. Útsvar og lífeyrismál Garri minnist þess aö hafa séð og heyrt talsvert talað um hvort heppilegra sé að útsvarsprósentan hækki til að aðstoða sveitarfélög- in viö að mæta auknum útgjöld- um eöa hvort einhver önnur leið sé betri. Garri minnist þess líka aö hafa séb umræöu um aö 70% kennara í Reykjavík séu á móti til- flutningi við óbreyttar aðstæður, en þá eru kennarar að vísa til þess að enn eigi eftir að ganga frá breytingum á kjarasamningum við þá. Lífeyrismál kennara em til daémis nokkuð stórt atriði sem ekki er fullkomlega ljóst hvemig fariö verður með. Bæði þessi tæknilegu atriði em nefnd í ályktun fulltrúaráös sveit- arfélaganna og tekið fram að það verbi að liggja fyrir hvernig þau verði leyst ábur en tilflutningur- inn fari fram. Garri getur tekið undir það með sveitarstjórnar- mönnunum aö brýnt sé ab þessi mál séu á hreinu, en þó er þaö svo ab þetta er ekki það sem áhuga- verðast er í ályktuninni. Þaö áhugaverða er, að í ályktuninni er minnst á nokkuð sem næstum al- veg hefur gleymst í allri umræð- liverfanda hveli' Finnsk menntun a ÚTLÖND unni um tilflutning gmnnskól- ans, nefnilega menntun gmnn- skólabama. Orðrétt ályktaði full- trúaráöið svona: „Meginmark- miðið með tilfærslunni er aö bæta menntun íslenskra gmnn- skólabama". Aö vísu er þetta þab eina sem fram kemur um mennt- un gmnnskólanema í þessari ályktun og af einhverjum ástæö- um hefur engum þótt ástæða til að orölengja mjög mikið um það hvemig tilflumingur skólans á að bæta menntun gmnnskólanema. Þeir allra þolinmóðustu, sem ganga lengst í því að útskýra þessi GARRI mál fyrir fólki eins og Garra, hafa aö vísu géfið þá skýringu að betri árangur náist í starfi ef stjómvald í hérabi sjái um þessi mál en ef fjarlægt ríkisvaldið geri það. Finnskt stjórnvald í héraði Þetta er hins vegar dálítið tak- mörkuð útskýring og ekki síst fyr- ir þá sem hafa staðið í þeirri mein- ingu að gmnnskólinn snerist um annaö og meira en lífeyrisréttindi kennara, skattatæknilegar út- færslur á skiptingu opinberra gjalda eða valdahlutföll milli ríkis og sveitarfélaga. En hafi þessar fullyrðingar einar og sér um að mennrim skólabama muni batna við tilfærslu skólans til sveitarfé- laganna einhvem tíma þótt sann- færandi, þá em þær þab ekki leng- ur. Tíminn birti frétt af því um helgina hvemig skólakerfið í Finnlandi hmndi viö tilflutning yfir til sveitarfélaganna. Dæmi um það sem gerðist þar er að kennslustundum hefur fækkað, kennsluefni hrakað, sálfræði og sérkennsluúrræði dregist stórlega saman og kennarar em sendir í lauanalaus leyfi á miðju skólaári og minni skólar hreinlega lagöir niður. í Finnlandi var líka sagt að til- flutningurinn til stjómvalds sem stendur nær fólkinu myndi bæta ástandiö, en vegna þess að það var ekki nægjanlega skilgreint hvemig aö málum átti aö standa og vegna þess að spamaöurinn var svo mikill, versnaði ástandið til mikilla muna. Garra dettur í sjálfu sér ekki í hug ab halda því fram að þaö sama muni nauösyn- lega gerast hér og í Finnlandi. Hins vegar vill Garri fá að heyra í þeim, sem um þessi mál fjalla, af hverju þetta muni ekki gerast hér. Ef yfirvöld landsins og þær fag- stéttir sem tengjast gmnnskólan- um telja rétt að færa skólann til þess ab hann batni er eölilegt að færa skólann. Hins vegar verður að sýna fram á það með rökum og útfærslu hvers vegna þessi aðgerð muni skila annarri niðurstööu á íslandi en í Finnlandi. Þá fyrst er hægt að búast við að almenning- ur fari að anda léttar. Garri Dillibossar og mellufar Kynlífsumræðan er nú að þokast úr staðnaðri smokkadýrkun og yf- irþyrmandi nauðgunammfjöllun yfir á svolítib fjölbreyttari svib. Rökuðu strákarnir frá Ameríku sem dilluðu sér og skóku framan í kvenþjóðina á íslandi og leyfðu henni að káfa á kynfæmm sínum gegn gjaldi hleyptu dulitlu fjöri í deyfðina sem allt smokkataliö hefur fjötrab kynlífið í. Sjónvörp og blöð keppast við ab kynna og sýna dillibossana frá Ameríku og misjafnlega litfagrir íslendingar taka til við að auglýsa hve geðslega þeir em skaptir nið- ur um sig og vitna um hvílíka lukku þeir geri í kvennasam- kvæmum, berlæraðir upp að skeggrót. Sú kynlífsbylting sem nú berst ab íslandsströndum er orðin gömul og útjöskuð í öbmm lönd- um, en aldrei er of seint í rassinn gripið, eins og kerlingin sagði þegar hún gómaði einn dilliboss- ann og slengdi hundraðkalli und- ir pungbindiö. Alhæfingar Og mörg tíöindi gerast í senn á kynlífssviöinu. í miklu blaöavið- tali sem tekib var viö atvinnu- mann í tippasýningum upplýsti hann að íslenskar konur væm al- veg vitlausar í hömndsdökka karlmenn og alhæfði svo að til- tekin starfsstétt kvenna sængabi undnatekningarlaust hjá negr- um. Ekki var spurt um frekari heim- ildir fyrir svona fréttaflutningi. Þegar ab er gáö er hann ekkert óábyrgari en sá áróbur sem heil- fbrigðisyfirvöld láta frá sér fara um að fjórði hver karlmaöur sem fer til útlanda í um geri bisniss við vændiskonur. Hins vegar sækir aðeins áttundi kver karl sem fer í öbmm erindagjörðum á erlendar slóðir gleðikonur heim. Hvernig þessar tölur em fengnar þarf ekki að upplýsa fremur en klámstrákurinn þarf að standa við sínar fullyrðingar um hvernig ís- lenskar stúlkur vilji hafa sína Á víbavangi rekkjunauta á litinn. Hins vegar kom Verslunanáö af fjöllum þegar borið var undir þab virðulega selskap, hvort þab væri virkilega satt aö fjórði hver maður í viðskiptaferö erlendis keypti sér mellu auk annarra viðskipta. En af því ab heilbrigðisyfirvöld hafa ekki annað þarfara ab bar- dúsa en ab snubra uppi heim- sóknir manna til vændiskvenna eftir starfsstéttum og básúna þann skrýtna fróöleik út í fjöl- miblum hlýtur fólki sem hefur at- vinnu af að sýna kynfæri sín að fyrirgefast þegar þab ibkar svip- aöa upplýsingastarfsemi, sem byggð er á álíka traustum gmnni. Ruglandi Mang kaupsýslumanna við hómr er liður í hræbsluáróbri heilbrigö- isráðuneytisins til ab spoma við útbreiðslu eyðni. Þaöan er allt smokkatalið komið sem gefur grænt ljós á allt lauslæti því heil- agur smokkurinn veitir vörn gegn öllu illu eins og sálmasöngur og krossmark gerðu fyrir daga kát- sjúksins. í krossferðunum gegn eyðninni er keppst við að sýna fram á að plágan smitist ekki. Láti einhver í ljósi hræðslu vib smit em þaö kallaðir fordómar og sá sem er ásakaður um síkt er í vondum málum. Hins vegar er ekki loku fyrir það skotiö að veikin smitist milli manna eftir einhverjum dular- fullum leiðum sem aldrei má nefna en ef smokkurinn er með í för er engin hætta á ferðum. Ruglandinn í þessum áróðri er slíkur að kaupsýslumenn em orðnir aðaláhættuhópurinn og þá væntanlega smitberar, ef heil- brigðisráðneytiö getur yfirleitt viburkennt að til séu smitberar aörir en vændiskonur. En þakka skal dillibossum með útyfli og fjörlegum útlistunum heilbrigöisráðuneytisins á vib- skiptaferðum kaupsýslumanna að kynlífsumfjöllunin kemst úr víta- hring smokkaþvælunnar sem hef- ur tröllriöið henni í næstum ára- tug og er ekki örgrannt um aö ýmsir séu famir aö kvarta um náttúmleysi af hennar völdum. En ef til vill væri farsælast og sið- legast að menn stundubu sitt kynlíf, hver með sínum hætti, innan fjögurra veggja og án alls þess fyrirgangs sem tíðkabur er í fjölmiðlum um efnið eða sam- kvæmt fyrirskipunum úr heil- brigðisráðimeytinu. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.