Tíminn - 29.03.1994, Síða 7

Tíminn - 29.03.1994, Síða 7
7 Tímamynd CS Vigfús Þór Árnason fermingakóngur meö um 200 fermingar: Fyrsta ferming í Grafarvogskirkju Fermt var í Grafarvogskirkju á sunnudag, pálmasunndag, í fyrsta sinn, en kirkjan var vígð þann 12. desember sl. Grafar- vogssókn er bammörg sókn og sóknarpresturinn þar, sr. Vig- fús Þór Ámason, er „ferminga- kóngurinn" í ár með flestar fermingamar, eða um 200 tals- ins. Hópurinn, sem fermdist á sunnudag, var sá fyrsti af átta hópum, þannig að mikið verð- ur um að vera yfir páskana á þessu sviði. Undanfarin fimm ár hafa sóknarböm í Grafarvogi fermst í Árbæjarkirkju. Á myndinni má sjá sr. Vigfús Þór Árnason í hópi fermingar- bama sinna sl. sunnudag. „Samningsstjórnun þýöir gerbreytt vinnubrögö og ööruvísi hugsun í ríkisrekstri," segir fjármálaráöherra: Hentar best stofnunum meb fá meginhlutverk „Þau vandamál, sem upp hafa komiö á Norðurlöndunum, eru m.a. þau að í ýmsum til- fellum reyndist erfitt ab skil- greina hvað stofnun var að selja. Þá höfbu stjómvöld ekki ákveðnar hugmyndir um þaö hvab þau vildu kaupa eða aö erfitt reyndist að mæla árang- ur.... Loks má nefna ab í nokkrum tilfellum jókst skrif- ræöi til muna. Stjómendur stofnana sátu yfir skýrslum til rábuneyta um árangur og ráðuneytin skrifuðu beibnir um frekari upplýsingar." Þessa athyglisverðu lýsingu gaf fjármálaráðherra, Friðrik Sophusson, á þeim vandamál- um, sem upp hafa komið hjá öðrum þjóðum sem gert hafa tilraunir með svokaUaða „samn- ingsstjórnun", sem nýlega var kynnt á ráðstefnu um nýslýpan í ríkisrekstri.Taldi ráðherra okk- ur gagnlegt að læra af reynslu hinna. Haukur Ingibergsson skilgreindi „samningsstjómun" sem stjómunaraðferb í ríkis- rekstri sem tengi saman fjárveit- ingar og afköst. Hún byggist á formlegum samningi um sam- skipti ráðuneytis og stofmmar. Megi segja að samningurinn sé um magn og gæði þeirrar þjón- ustu, sem ráðuneyti „kaupir" af stofnun, og hversu mikið það „greiðir" fyrir hana. Samnings- stjómun sameini á ýmsan hátt kosti stjómsýslu og markaöar- ins, þar sem hún skapi sveigjan- leika og svigrúm. Með samn- ingsstjómun nýti ríkisvaldið tækni markaðarins við ab ná sem bestum starfsárangri og flétta saman afköst, fjárveiting- ar og gæbi. Aðferðafræði samningsstjóm- unar eigi þó misvel viö stofnan- ir. Best henti hún stofnunum sem gegna einu eða fáum meg- inhlutverkum og þar sem árang- ur sé mælanlegur. Hún henti síður stofnunum með fjölþætt hlutverk og þar sem markaðs- hlibstæðum verbi ekki við kom- ib. Reynsla granna okkar hefur ekki öll verið á þann veg sem fyrr er lýst. Sem dæmi um góð- an árangur í Danmörku nefndi Haukur eftirfarandi: Einka- leyfastofnunin geröi ráö fyrir 3- 4% framleiðniaukningu á þriggja ára samningstíma. Reynslan sýndi 9-12% aukn- ingu þegar á fyrsta ári. í samningi við Þjóðminjasafn- ið var tilskilin 50% aukin að- sókn árin 1992-95. Markmiðinu var þegar náð árib 1992, þrátt fyrir ab hafin var innheimta að- gangseyris. Hjá Flugmálastofnim var gert ráð fyrir 3-4% framleiðniaukn- ingu á ári í þrjú ár. Um 5-8% aukning kom fram þegar á fyrsta ári. „Að sjálfsögðu hefur ekki náðst svo góður árangur í öllum til- fellum," sagbi Haukur. Hann vitnaði einnig til saman- buröar sem Hagsýsla ríkisins hafi gert á rekstri samstæðra stofnana með tilliti til afkasta og árangurs. „Þær sýna veruleg- an mun á afköstum og starfsár- angri stofnana. Ekki er fjarri lagi ab ætla að lækka megi rekstrar- kostnað þeirra stofnana, sem verstum árangri skila, um 30% án þess að skerba þjónustu vib almenning, séu þær reknar eins og bestu stofnanir í viðkomandi málaflokki. Þessar vísbendingar sýna einnig hve flatur niður- skurður fjárveitinga getur verið ósanngjam," sagði Haukur Ingi- bergsson. Fj ármálaráöherra upplýsti ab nú þegar verði hafist handa við undirbúning þjónustusamn- inga milli ráðuneyta og stofn- ana þeirra. Stofnanir, sem þar hafa orðiö fyrir valinu, eru: Bændaskólinn á Hólum, Kvennaskólinn, Geislavamir ríkisins, Rannsóknarstofnun byggingariðnaöarins og Vita- og hafnarmálastofnun. „Samn- ingsstjómun þýðir gerbreytt vinnubrögð og öðmvísi hugsun í ríkisrekstri," sagði Friðrik Sop- husson. Ráðstefnan var haldin af fjár- málaráðuneytinu í samráði við Aðgerbarannsóknarfélagið, Gæðastjómunarfélagiö, Hag- ræðingarfélagið og Stjómunar- félag íslands. - HEI Bcejarstjórn Akraness styöur ósk þingmanna um út- tekt á stööu fyrirtcekja á Vesturlandi: Fagnar fyrirhug- uðum aðgerðum á Vestfjörðum „Víba um land hefur atvinnu- ástand verið mjög slæmt án þess að gripið hafi verið til opinberra aðgerða til að draga varanlega úr atvinnuleysi. Því er ástæða til þess að fagna fyrirhuguðum að- gerðum á Vestfjörðum, enda verði gripið til svipaðra abgerða annars staðar á landinu," segir í Lífshætta í Jökuldölum Landsvirkjun varar ferðamenn á Fjallabaksleið nyrðri við hættu í Jökuldölum. Vegna mikils fannfergis þar em leiðar- ar á háspennulínunni hættu- legir mönnum, einkum vél- sleðamönnum. Þar sem fann- fergið er mest er hæðin upp í vírana aðeins um þrír metrar og lífshættulegt ab koma of nærri þeim. Mikilvægt er að allir, sem eiga leið um Jökuldal á meðan þetta ástand varir, forðist þá staði þar sem stutt er upp í leið- ara háspennulínunnar. í ár er það íslenskt Á fundi Orlofsnefndar hús- mæðra í Kópavogi var sam- þykkt tillaga þess efnis að í ár veiti nefndin aðeins styrki til hvíldardvala eða ferðalaga fyrir konur sem nota styrkinn hér innanlands. Þetta er framlag nefndarinn- ar til íslenska átaksins í at- vinnu- og iðnaðarmálum, sem verib hefur í gangi undir slagorðinu „íslenskt — já takk". Það verða því engir styrkir veittir á þessu ári til ferðalaga erlendis, eins og gert hefur verið undanfarin ár. ÓB samþykkt sem bæjarstjóm Akra- ness gerði á síðasta fundi sínum. En þar var úttekt á stöðu sjávar- útvegsfyrirtækja á Vesturlandi m.a. til umræðu. Bæjarstjómin minnir á þann vanda, sem skapast hefur á Akranesi vegna skerðingar veiði- heimilda og vanda í skipasmíba- iðnaði. Bæjarstjóm hefur ábur beint þeirri áskomn til stjóm- valda að ráðist verði gegn at- vinnuleysi og ítrekar nú þá áskomn. „Bæjarstjóm fagnar bréfi þing- manna Vesturlands til Byggba- stofnunar, þar sem óskað er eftir úttekt á stöðu fyrirtækja í Vest- urlandsumdæmi og visar til bréfs bæjarstjómar frá 12. mars 1990 um saman efni, með þeirri ósk, að árangvu verði meiri nú en áður." -HEI Stokke tripp trapp Stóllinn sem vex með barninu 5 ára ábyrgð Sama verð og annars staðar á Norðurlöndum kr. 9.760,- cpol Faxafeni 7 s. 687733 Sendum í póstkröfu um allt land AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1980-1.fl. 15.04.94 - 15.04.95 kr. 351.662,40 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, mars 1994. SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.