Tíminn - 29.03.1994, Side 16

Tíminn - 29.03.1994, Side 16
Vebrlb I dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland og Faxaflói: Allhvöss og síban hvöss subvestan átt en hægari inn til landsins. Skúrir eba slydduél. • Breibafjörbur og Breibafjarbarmib: Subvestan eba breytileg átt, kaldi eba stinningskaldi og skúrir en allhvöss norbaustan átt á djúpmib- um meb slyddu. • Vestfirbir og Vestfjarbamib: Norbaustan átt, stinningskaldi eba allhvasst til landsins. Snjokoma ea slydda. • Strandir og Norburland vestra og Norbvesturmib: Allhvöss eba hvöss norbaustan átt og él á djúpmibum, en subaustan kaldi og dálítil rigning eba slydda öbru hvoru til landsins. • Norburland eystra, Austurland ab Glettingi, Norbausturmib og Austurmib: Subaustan og síban subvestan kaldi eba stinnlngskaldi. Dalítil rigning, einkum á mibum og annesjum, annars skýjab meb köfi- um. • Austfirbir og Austfjarbamib: Léttir til meb subvestan stinnings- kalda. Samtök fiskvinnslustööva telja fátt benda til þess ab afurbaverb muni hœkka á nœstunni og því megi búast vib áframhaldandi taprekstri: Botnfiskveiöar og vinnsla rekin meö 4,3% halla Amar Sigurmundsson, for- mabur Samtaka fiskvinnslu- stööva, segir að fátt bendi til þess aö afurbaverb muni hækka á næstunni og því sé vibbúib ab áfram verbi tap á rekstri botnfiskveiba og vinnslu. Hann segist ekki bú- ast vib ab rekstrarstaban verbi endurmetin fyrr en ákvörbun um kvóta næsta fiskveibiárs liggi fynr- Miðað viö rekstrarskilyrði botnfiskveiða og vinnslu í mars- mánuði áætla Samtök fisk- vinnslustööva að atvinnugrein- arnar séu reknar með 4,3% halla. Sýnu verst er afkoman hjá ísfisktogurum og bátum sem eru reknir með 8,8% tapi, botn- fiskvinnslan með 1,3% tapi en útgerð frystitogara er talin skila 2,3% hagnaði. Athygli vekur að þessar af- komutölur sýna mun vena ástand í atvinnugreininni en nýbirtar afkomutölur sjávarút- vegarins sem Þjóðhagsstofnun birti í síðustu viku. Þar var at- vinnugreinin sögð vera rekin með 0,5% hagnaði. Að mati Samtaka fiskvinnslustöðva er aðalástæða þessa mismunar fólgin í því að Þjóðhagsstofnun tók bæði loðnuafurðir og rækju með í sínu stööumati, auk botn- fiskveiða og vinnslu. Formaöur Samtaka fisk- vinnslustöðva segir að áætluð afkoma botnfiskveiða og vinnslu nú sé ekkert ólík þeirri niðurstöðu sem samtökin kom- ust að um reksturinn í desember sl. Ef eitthvað er þá hefur heldur hallað á afkomu frystitogara frá þeim tíma og þá aöallega vegna lækkunar á afurðaverði sjófryst- ingar. Hann segir ástæðuna fyrir tap- rekstri útgerðar vera fyrst og fremst vegna minni veiöiheim- ilda. Hvað landvinnsluna varö- ar þá hafa gengisfellingar og lækkun vaxta og afnám að- stööugjalds haft áhrif til hins betra á afkomu vinnslunnar, auk þeirra áhrifa sem hagræðing innan greinarinnar hefur haft á afkomuna. „Raungengib er lágt og við telj- um einfaldlega að þab sé búið að gera það mikið í gengismál- um aö við þurfum ekki að búast við neinu sérstöku í þeim efn- um í bráð." Amar Sigurmundsson segir að þótt góður árangur hafi náöst í lækkun vaxta, þá telji menn ab þeir eigi eftir að lækka enn frek- ar. Hann segir að framkomnar vaxtalækkanir hafi nýst sveitar- félögum og ríki betur en fyrir- tækjum og einstaklingum. Hann segir að dráttar- og nafn- vextir séu énn óeðlilega háir og vonast eftir að þeir muni lækka á næstimni og einnig raunvext- ir. -grh Víkingamynd tekin upp í Vík Um mibjan næsta mánub mun kvikmyndafyrirtækib Justin Pictures hefja kvikmyndatökur á víkingamynd sem ber nafnib „Saga Kjartans". Myndin verb- ur ab mestu leyti tekin upp á svæbinu í kringum Vík í Mýr- dal. Leikstjóri myndarinnar verður Michael Champman og kostnaö- ur er rábgeröur um 400 milljónir. Rúmlega 100 manns munu taka þátt í gerð myndarinnar þar af um 50 Islendingar. íbúar á svæðinu í kringum Vík í Mýrdal em að vonum ánægðir og er þetta talsverö búbót fyrir þá aðila á svæðinu sem að ferða- þjónustu standa, því rábgert er að þama verði um 100 manns í 6 vikur. Jóhannes Kristjánsson á Höfða- brekkku í Mýrdal sagði ab hann héldi að búið væri að útvega gistirými fyrir allt þetta fólk. Á Höfðabrekku veröur gist í 17 her- bergjum, auk þess sem hópurinn veröur aö miku leyti hjá þeim í mat. ÓB Þemavika í Hólmavíkurskóla Sigvaldi Magnússon í 4. bekk tekur á öllu sínu á þrekhjólinu á meban félagar hans í hópnum fylgjast meb hjart- sláttartíbni og annarri líkamsstarfsemi. Frá Stefáni Gíslasyni, Hólmavík: Þessa dagana stendur yfir þemavika í Gmnnskóla Hólma- víkur. Viðfangsefni vikunnar er „Heilbrigð sál í hraustum lík- ama". Skólar víða um land hafa tekib upp þann sið að breyta út af hinu hefðbundna skólastarfi í nokkra daga eða eina viku á vori hverju. Þessir dagar hafa verið nefndir ýmsum nöfnuin, svo sem lagningardagar, opin vika eöa þemavika. Þessa dagana stendur yfir þemavika í Gmnn- skólanum á Hólmavík. Nem- endur 7 neðstu bekkjanna hafa helgaö vikuna vinnu við verk- efni, sem öll fjalla á einhvern hátt um heilbrigði og hollustu, undir kjörorðinu „Heilbrigð sál í hraustum líkama". Nemendur 8.-10. bekkjar bmgðu sér hins vegar í skíðaferð til Akureyrar, Hertar abgerbir í innheimtu bílaskatta hefjast meb númeraklippingum strax eftir páska: Bí laskattar upp á 1,5 mill j arba í vanskilum Hertar abgerbir til inn- heimtu þeirra 1,5 milljarba sem I vanskilum eru af bif- reibasköttum hefjast nú strax eftir páska. Fjármála- rábuneytib hefur beint því til innheimtumanna ab þeir sjái til þess ab skráningar- númer verbi tekin af bílum þeirra sem komnir eru meb bifreibagjöldin fram yfir ein- daga. Þab á vib um 875 millj- ónir af bifreibagjöldum þessa árs og þar til vibbótar 610 milljónir af bílasköttum fyrri ára. Bifreibaskattar em þunga- skattur, bifreiöagjald og vá- trygging ökumanns. Höfuð- stóll útistandandi bifreiða- skatta vegna álagningar 1993 og fyrri ára ér tæpar 450 millj- ónir hvar af rúmar 280 millj- ónir eru frá síðasta ári. Að við- bættum dráttarvöxtum nema þessi vanskil um 610 milljón- um króna, eba um 36% hærri upphæb. ep höfuðstóllinn. Af 875 milljóna vanskilum vegna yfirstandandi árs eru dráttarvextir orbnir 21 milljón kr. Allar þessar 875 milljónir verða komnar fram yfir ein- daga 5. apríl þegar klippurnar verða dregnar fram. Þeir sem vilja forðast þær em beðnir um að gera skil hjá inn- heimtumönnum ríkissjóðs, þ.e. sýslumönnum, tollstjóra í Reykjavík og lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli. Þeir sem greiða meb gíróseblum í bönk- um eba pósthúsum geta nefni- lega átt á hættu að missa núm- erin sín, þar sem upplýsingar um slíkar greiðslur berast inn- heimtumönum ekki fyrr en í fyrsta lagi daginn eftir greibslu. Þeir sem greiða skuldir sínar þá daga sem þess- ar abgerðir standa yfir ættu að hafa afrit af greiðslukvittun á áberandi stað í bifreiðinni til að reyna að forðast óþægindi. -HEI með sömu hugsjón að leiðar- ljósi. Nemendum skólans var skipt í 8 hópa í þemavikunni, og í hverjum hópi em nemendur á öllum aldri. Hópamir takast síö- an hver af öðmm á við 8 verk- efni. Þar á meðal má nefna „Tennur, tannhiröa og tann- heilsa", „Þrek, þjálfun og út- hald" og „Áfengi og tóbak". Hver skóladagur vikunnar hefst síöan með sameiginlegri morg- unleikfimi nemenda og kennara í íþróttahúsinu. Hitaveita Reykjavíkur: Kalt vatn hitaö í neöra „Ætlunin er ab dæla nibur köldu vatni í borholur á Fremra Hálsi og láta þab svo rölta eftir göngum sem em þama í milli, 20-30 kílómetra og sjá hvab kemur upp úr hinumegin," segir Gunnar Kristinsson, hitaveitustjóri Hitaveitu Reykjavíkur. Hitaveitan hyggst ráðast í ný- stárlega tilraun á næsta ári á Fremri Hálsi í Kjós meb því að dæla þar niöur köldu vatni og fá það upp heitt á hitaveitusvæð- inu í Mosfellssbæ. En til ab sam- nýta hitaveitusvæðin á báðum stöðunum hefur Hitaveitan keypt heitavatnsréttindin á Fremri Hálsi á 28 milljónir króna. Hitaveitustjóri segir að þessi tilraun hafi ekki veriö reynd hérlendis ábur og því verbi farib varlega og mjög hægt í allar framkvæmdir. Hann segir að veitan hafi uppi hugmyndir meb niburdælingu bæði í Reykjavík og á Nesjavöllum og því sé tilraunin á Fremri Hálsi nokkurskonar undanfari þeirra. -grh

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.