Tíminn - 12.04.1994, Síða 5
Þriðjudagur 12. apríl 1994
Wí-WLtWtöH-
5
Sigurjón Baldur Hafsteinsson:
Heimildarmyndir: Vald, 'texti',
áhorfendur og íslensk menning
i
Síðustu mánuöir hafa verið
áhugafólki um heimildarmynd-
ir afar skemmtilegir, en það hef-
ur meira verið rætt í dagblöð-
um, útvarpi og sjónvarpi um
heimildarkvikmyndir en oft áð-
ur. Kveikjan að þessari umræðu
em sýningar Ríkissjónvarpsins á
myndaseríu Baldurs Hermanns-
sonar,* Þjóð í hlekkjum hugar-
farsins, og núna síðast á mynd
Helgu Brekkan og Helga Felix-
sonar, Bóndi er bústólpi. Á með-
an sumir í blaðaskrifum sínum
og ummælum í útvarpi kölluðu
Þjóð í hlekkjum hugarfarsins til-
ræði við bændastéttina, þá
hamraöi Baldur Hermannsson á
því að þetta væri heimildar-
mynd sem gengi út frá ákveð-
inni skoðun um efnið — að ís-
landssagan væri þvættingur,
eins og hann komst eitt sinn að
orði. Nokkmm mánuöum síðar
sjáum við svo í umræðuþætti í
Ríkissjónvarpinu fulltrúa
bændasamtakanna gera þvi
skóna að Bóndi er bústólpi hafi
verið álíka tilræði við stéttina
og Þjóð í hlekkjum hugarfarsins
hafi verið. Taldi forsvarsmaður
bænda myndina vera byggða á
röngum upplýsingum og gefa
þar af leiðandi villandi mynd af
bændum og þeirra störfum.
Nokkm síðar eftir aö Bóndi er
bústólpi var sýnd sendir Helga
Brekkan Morgunblaðinu bréf
þess efnis að hún líti svo á að
myndin sé fyrst og fremst gagn-
rýnin umfjöllun um landbún-
aðarkerfið á íslandi. Ég geri því
ekki ráö fyrir því að þáttagerðar-
fólkið taki undir orð Arthúrs B.
Bollasonar um að myndin sé í
ætt við áróöursmyndir Þriöja
ríkisins. Báðir málsaðilar í deil-
unni telja hins vegar mögulegt
að heimildarmyndir geti „sýnt
vemleikann eins og harm í raun
er", en þá greinir hann á um
leiðir og einnig hvað séu „rétt-
ar" upplýsingar og hvernig beri
að túlka þær.
Þessi skoðanaskipti, sem hafa
kostaö suma atvinnuna, gefa
okkur tækifæri til þess að íhuga
þetta kvikmyndaform nánar og
spyrja þeirrar spumingar hvers
konar fyrirbæri það er. Ég ætla
hér á eftir að viðra þrjár hug-
myndir um það hvað heimild-
armynd er. pyrst í stað mun ég
ræða um heimildarmyndir út
frá hugtakinu um vald mynda-
tökumannsins/þáttagerðar-
fólksins. í annan stað mun ég
ræða um heimildarmyndir sem
'texta'. Og svo í þriðja lagi mun
ég ræða um heimildarmyndir út
frá skoðunum áhorfenda. Að
endingu mun ég síðan ræða að-
eins fjórða útgangspunktinn í
umræðunni, sem tekur mið af
því að „heimildarmyndir" segi
okkur meira um þá menningu
þaðan sem myndin kemur, en
það sem myndin er sögð fjalla
um.
II
Breski kvikmyndagerðarmaður-
inn John Grierson (1898-1972)
er sagður fyrstur manna hafa
notað orðið 'documentary' eða
heimildarkvikmynd, eins og
það hefur verið þýtt á íslensku.
Ásamt því að vera áhrifamikill í
kvikmyndagerð bæði í Bretlandi
og síðar Kanada, skrifaöi hann
einnig töluvert um þetta form
„Allar kvikmyndir eru
því heimildarmyndir,
heimildir um menning-
una sem bjó þær til.
Engin ffamleiðsla er úti-
lokuð, en áðurtaldar
leiðir vilja útiloka sumar
myndir frá heimildar-
myndaflokknum."
kvikmyndagerðar, heimildar-
myndir, og lagði áherslu á sam-
spil þess raunverulega og list-
ræna. Grierson taldi að heimild-
armyndir ætti að flokka út frá
þrennskonar viðmiðunum. í
fyTsta lagi áttu þær aö fjalla um
efni úr daglega lífinu. í öðru lagi
áttu þær að fjalla um venjulegt
fólk. Og svo í þriðja lagi áttu
þær að segja raunverulegar sög-
ur. Þessa blöndu átti síðan að
matreiða á listrænan hátt, með
áherslu á formrænar kröfur eða
fagurfræðilega þætti sem hefðu
mikið vægi við mat á því um
hversu góða heimildarmynd
væri að ræða. Þó svo að Grier-
son hafi ekki hafnað því að
heimildarmyndir væru túlkun,
þá gerði hann ákveönar kröfur
til þeirra, eins og ég hef minnst
á, um ákveöin tengsl við raun-
veruleikann, sem grundvallast á
valdtöku kvikmyndagerðar-
mannsins við kvikmyndagerð-
ina. Grierson ræðir um efni úr
daglega lífinu, sem andstæðu
við upptökur kvikmyndaver-
anna. Hann segir heimildar-
myndir eiga að fjalla um líf
venjulegs fólks, en ekki fólk sem
er að leika. Og loks segir hann
að heimildarmyndir eigi að
fjalla um raunverulegar sögur,
en ekki skáldaðar eins og viö
upplifum reglulega í kvik-
myndahúsum eða fyrir framan
sjónvarpsskjáinn. Kvikmynda-
gerðarmenn taka sér misjafn-
lega mikið vald í hendur við
gerö á sínum myndtun. Friðrik
Þór Friöriksson hagræddi t.a.m.
ekki gestum á tjaldstæðinu á
Skagaströnd eða endurinnrétt-
aði Kántrýbæ til þess að ná
„betri tökum" fyrir mynd sína
Kúrekar Norðursins (1983).
Fjórði hluti Verstöðvarinnar ís-
land (1992) er hins vegar dæmi
um allt annarskonar vinnu-
brögð. Kvikmyndagerðarmenn-
imir leikstýrðu myndinni og
hagræddu fólki, stöðu þess fyrir
myndavélina og jafnvel orðum
þess. Þrátt fyrir ólíkar aðferðir,
ólíka valdtöku á vettvangi, em
báðar myndimar sagðar heim-
ildarmyndir.
Annar útgangspunktur viö
greiningu á því hvað sé heimild-
armynd er að skoða kvikmyndir
eftir einkennum sem hægt er að
raöa niður í tegundir. Viö ræð-
um um myndir út frá mismun-
andi forsendum eins og þem-
um, leikstjómm, tímabilum eða
út frá þjóðlegum nótum, líkt og
við ræðum um sérstaka íslenska
kvikmyndagerð. Það, sem að-
greinir heimildarmyndir frá
öðmm tegundum kvikmynda-
gerðar, er fyrst og fremst þemu
þeirra, en oftar en ekki fjalla þær
um ákveðin þjóðfélagsleg
vandamál og em byggðar upp í
kringum efnislega framvindu
(rökræðu) sem endar á lausn.
Annað atriði, sem greinir heim-
ildarmyndir frá öðrum tegund-
um kvikmynda, er klippingar
þeirra. Heimildarmyndir em oft
klipptar á þann hátt að við
flökkum um í tíma og rúmi, án
þess að vita nokkur deili á þeim
einstaklingum sem við er rætt
eða em einfaldlega sýndir á
mynd, hvað þá hvar þeir em
staddir. Klippingarnar þjóna
fyrst og fremst því hlutverki að
fleyta röksemdafærslunni
áfram, en ekki að sýna okkur
ákveðna samfellu í tíma og
rúmi, eins og gert er í bíómynd-
um. Út frá þessum sjónarhóli
em kröfur um innihald heim-
ildarmynda á kostnað formsins,
þar sem þær era sagðar þjóna
ským félagslegu hlutverki, sem
sönnunargagn eða innlegg í til-
tekna umræðu, frekar en
skemmtun eða dægrastytting.
VETTVANGUR
Ef við lítum á heimildarmyndir
sem ákveðna gerð af 'texta', þá
verðum viö óhjákvæmilega aö
tiltaka hvers konar. Ef við segj-
um þær myndir heimildar-
myndir sem þjóni sem innlegg í
ákveðna umræöu, þá emm við
um leið að opna fyrir þeim
möguleika að líta á bíómyndir
eins og The Firm (1993) eða Last
Action Hero (1993) sem heim-
ildarmyndir, vegna þess að þá
fyrri er hægt að líta á sem inn-
legg inn í umræðu um siðferðis-
bresti stórfyrirtækja og þá síðari
sem ábendingu til ungs fólks
um aö það sem gerist á tjaldinu
er ekki raunvemlegt.
Aö endingu er hægt að miða
umræðu um heimildarmyndir
viö áhorfendur og spyrja sem
svo hvað þeim finnst um um-
rædda mynd. Heimildarmyndir
er því hægt að meta út frá því
hvað meginþorra fólks finnst
vera heimildarmynd. Ef við
segjum að Land og synir (1980)
sé ágætis heimildarmynd um
samband bæja og sveita á ís-
landi, þá er hún það. Hið sama
getum við sagt um í skugga
hrafnsins (1988), að ef hún
Talnakönnun hf. hefur und-
anfarin sjö ár gefiö út upp-
lýsingaritið íslenskt at-
vinnulíf. Það hefur á þessum tíma
skapaö sér sess sem vandað upp-
flettirit um stöðu og afkomu
flestra af helstu fyrirtækjum
landsins. Ritið hefur komið út í
tveimur bindum undanfarin ár.
Til þess að bæta þjónustu viö
áskrifendur verður nú breyting á.
í stað tveggja binda, sem áskrif-
endur þurfa að bíöa eftir mánuð-
um saman, verða nú sendir 5-7
blöðungar í hverri viku (ásamt
möppu í upphafi), þannig að
upplýsingar berast fyn til áskrif-
kemur á móts við væntingar
okkar og þekkingu á þjóðveldis-
tímanum, þá er hún ágætis
heimildarmynd um það tíma-
bil. Skilgreining af þessu tagi
byggir því á ályktun áhorfenda
um tengsl myndarinnar við
kenningar tun söguna. Með öðr-
um orðum þá er þekking fólks á
sögulegum vemleika, byggö á
reynslu eða námi, lögð til
gmndvallar og ályktun dregin
um heimildargildiö. Það, sem
veikir þessa skoðun á heimildar-
myndum, er að við hljótum að
efast um þekkingu almennings
til þess að leggja réttmætt mat á
myndina, sérstaklega ef verið er
að fást við mjög flókin fyrir-
bæri, s.s. þjóðfélagslegar afleið-
ingar fólksflutninga í bæi á ís-
landi á fyrri hluta þessarar aldar.
Eða hvað í raun og vem er hin
rétta útgáfa af víkingatímabil-
inu?
m
Ég hef aðeins rætt þrjár algeng-
ar leiðir til þess að leggja mat á
það hvort mynd sé heimildar-
mynd eður ei. Þær eiga það sam-
eiginlegt að litið er á myndir
fyrst og fremst sem umfjöllun
um menninguna og þjóðfélag-
ið. Líkt og ljósmynd eða kvik-
mynd sé spegill sem haldið er
að veruleikanum. Það fer hins
vegar lítiö fyrir skoðun á mynd-
um sem hluti af menningimni,
að sé endurspeglun, ef ég má
nota það orð, gilda þeirrar
menningar sem býr til mynd-
imar. Af þessum sjónarhóli má
enda. Út verða sendir a.m.k. 150
blöðungar. Áskriftarverö er 1.750
krónur á mánuði, án vsk. Blöð-
ungamir em auðkenndir með lit-
um sem flokka þá niöur eftir at-
vinnugreinum.
í íslensku atvinnulífi er fjallað
um helstu atriði úr rekstri síðast-
liðins árs, sagt frá stööu fyrir-
tækjanna og greint frá horfum
vegna ársins 1994. Jafnframt em
samandregnar upplýsingar úr
ársreikningum síbustu fimm ár
og reiknaðar út allar helstu
kennitölur bæði varðandi hluta-
bréfaviðskipti og rekstur fyrir-
tækjanna. Fram koma helstu
líta á allar kvikmyndir, allar
ljósmyndir, hvort heldur sem
við emm að fást við Sódómu
Reykjavík (1992), samsetta ljós-
mynd listamannsins, ljósmynd-
ir Sigfúsar Eymundssonar eöa
Króatíu, vorið 1992 (1992). Allt
em petta myndir sem gerðar em
af Islendingum og gerir þessi
kenning ráð fyrir því að þær
myndir á einhvem hátt sýni
okkur þau gildi sem íslendingar
setja á oddinn, hvaða sjónrænu
„reglum" íslendingar nota er
þeir beita myndavélinni og
einnig ab hægt sé að greina
ákvebna hugræna þætti í
myndageröinni, sem segi okkur
eitthvað um menninguna. Allar
kvikmyndir em því heimildar-
myndir, heimildir um menn-
inguna sem bjó þær til. Engin
framleiðsla er útilokuð, en ábur-
taldar leiöir vilja útiloka sumar
myndir frá heimildarmynda-
flokknum.
Ég held að sú umræöa, sem átt
hefur sér stað um heimildar-
myndir á síðustu missemm,
kalli á skoðun á því hver séu þau
menningarlegu gildi sem standi
á bakvið íslenska myndagerð.
Við þekkjum ágætlega sérstöðu
íslenskra myndlistarmanna, þar
sem „fjórðu leiðinni" hefur ver-
ið beitt á þeim vettvangi. Það fer
hins vegar lítið fyrir skilningi í
umræðu um ljósmyndir og
kvikmyndir á íslandi, sem hefur
ekki umræöugrandvöll til ab
fóta sig á, þar sem ekkert er vit-
að um menningarlegan eða fé-
lagslegan bakgmrm mynda-
gerðar hér á landi. Umræðan
um Bóndi er bústólpi og Þjóð í
hlekkjum hugarfarsins er ágætis
dæmi um þetta. Þab er komið
við kaunin á fjölmörgiun og
fullyrbingamar og fúkyrðin
fljúga manna á milli, án þess að
þab heyrist ein einasta rödd á
síðum dagblaðanna eða á öld-
um ljósvakamiðlanna, um ab
vib verðum ab skoða þessar
myndir sem hluta af menning-
ararfinum svokallaða. Hvað
segja þessar „heimildarmyndir"
um íslendinga og íslenskt þjóð-
félag? Og ekki síst, hvað segir
umræðan, sem myndimar
kveiktu, um íslenskt þjóðfélag?
stjómendur fyrirtækjanna, eig-
endur og þau hlutafélög sem fyr-
irtækin eiga hlut í. Upplýsingar
um hagnaö og gengi á hluta-
bréfamarkaði koma fram á línu-
riti. Nú þegar em í vinnslu eöa
fullunnir nálægt 15 blöbungar
og fjölgar dag frá degi. Þar á með-
al em allar eignarleigur og fjöl-
mörg fyrirtæki af hlutabréfa-
markabi. Stefnt er að því ab send-
ir séu út kaflar um fyrirtæki á
hlutabréfamarkaði innan viku
frá því að þau halda aöalfund.
Talnakönnun hf. er til húsa í
Sigtúni 7, 105 Reykjavík. Síminn
er 688644, fax 688648. ■
Höfundur er mannfræbingur.
Nýtt form á íslensku
atvinnulífi 1994