Tíminn - 12.04.1994, Side 7

Tíminn - 12.04.1994, Side 7
Þri&judagur 12. apríl d 994 7 Hamingjusöm og nýtrúlofuö. Ragnheiöur og Sigurjón ásamt tví- burunum sem vilja ólmir komast meö í Kerlingafjöll. Þeir áttuöu sig ekki alveg á þýöingu trúlofunar- innar og þeim feikna hátíöarhöld- um sem voru um helgina. En pabbi og mamma eru samt alltaf best, líka þótt þau séu búin aö trúlofast. Tímamyndir GS Tvíburarnir voru ófeimnir viö Ijósmyndara Tímans. "Jv ' , Trúlofunarleikur FM og Tímans: Meö hringana á lofti! A föstudaginn fór frara annar hluti trúlofunarleiks FM á 957 og Tlmans þegar ungt og huggulegt par trúlofaöist í beinni útsendingu í þættinum hjá Valdísi Gunnarsdóttur. Hin heppnu voru a& þessu sinni Ragnheiöur Bjömsdóttir og Sigurjón Gu&nason. Ragnheiður og Sigurjón eru bú- in að vera saman í 6 ár og eiga tveggja ára tvíbura, tvo stráka. Ragnheiöur er 24 ára en Sigur- jón er 23 ára. Sigurjón er að læra rafvirkjun en Ragnheiður sér um strákana. Þau kynntust í BYKO, þar sem þau voru að vinna á sínum tíma, hún á kassa og hann ab leggja rafmagn. Þau búa í sér- íbúö heima hjá foreldrum hans og það var hún sem hringdi inn og bab hans. Hann játti með miklum tilþrifum. Eins og venjulega fylgdi í kjöl- farib gríðarleg veisla sem þau munu seint gleyma. Á föstudag- inn fóru þau í Gull og silfur og fengu trúlofunarhringa. Blóma- búöin Dögg gaf þeim blóm. Hann fékk síðan að velja sér föt í Sautján en hún fór í Blu di blu sömu erinda. Hárgreiðsluna sá Stúdíó Hallgerður um, en Rúna, íslandsmeistari í förðun, sá um ab farða Ragnheibi með Elísabet Arden snyrtivörum frá Stefáni Thorarensen. Þá var ekkert að vanbúnaöi að fara í glæsilegan kvöldverð á Lækjarbrekku en nóttinni eyddi hið nýtrúlofaða par á Flughóteli í Keflavík. Á laugardag lánaði Bílaleiga Ævars í Keflavík þeim síðan bíl til að komast í Bláa lónið. Allt varð þetta til að gera helgina ógleym- anlega fyrir Ragnheiði og Sigur- jón, en þau geta þó hlakkað til enn eins ennþá. Skíbaskólinn í Kerlingafjöllum hefur nefnilega boðið þeim aö koma til sín til stuttrar dvalar og er trúlegt aö þau skötuhjúin taki guttana litlu með sér. ■ Cvuö! Ert'aö mynda hana núna! Hún er ekki komin í. Þaö er nauösynlegt aö máta og vera helst í hvítu á trúlofunardaginn. Dögg í Blu di Blu aö- stoöar Ragnheiöi. Þaö dugar ekki annaö en aö vera smart a trulofunardaginn. Sigurjon nýt- ur hér faglegrar aöstoöar Reynis Þorvaldssonar viö aö velja sér viöeigandi klœönaö í Sautján. Þaö var mikiö um gull og silfur í G ulli og silfri, og þau skötuhjúin völdu sér fingurgull til marks um aö þau til- heyröu hvort ööru um aldur og cevi. Þau eru hér meö eigandanum, Siguröi Steinþórssyni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.