Tíminn - 14.04.1994, Qupperneq 4
4
fPímitDuH
Fimmtudagur 14. apríl 1994
Hméííii
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
RitStjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmiöja
Frjálsrar fjölmi&lunar hf.
Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 125 kr. m/vsk.
Auölindastefna Evr-
ópusambandsins er
kjarni málsins
Niðurstöður skoðanakönnunar, sem Gallup gerði
fyrir Ríkisútvarpið m.a. um afstöðu fólks til við-
ræðna um aðild að Evrópusambandinu, eru mjög
athyglisverðar. Niðurstöður könnunarinnar eni,
að sjö af hverjum tíu, sem spurðir voru, vilja að ís-
land hefji viðræður um aðild, og meirihluti er fyr-
ir því í öllum stjórnmálaflokkum.
Þessi niðurstaba er enn athyglisverðari í ljósi þess,
að ekki er nema rúmt ár síðan harðar deilur voru í
landinu um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu,
og sterk hreyfing, sem náði inn í alla stjómmála-
flokka, um að standa þar utanvið. Því er enn
áhugaverðara að velta fyrir sér hvað veldur þessum
anda gagnvart Evrópusamrunanum um þessar
mundir.
Líklegt er að samningar Norðurlandaþjóðanna
um aðild og fréttaflutningur af þeim hafi haft mik-
il áhrif. Norræn samvinna og samstaða liggur ís-
lendingum nærri þjarta. Þar hafa þeir fundið stað
í umheiminum með lík viðhorf og lífsstíl fólks.
Staðhæfingar um að Norðurlöndin séu að fara í
aðra átt en íslendingar hreyfa við þjóðarsálinni.
Það er líklegt að þetta skyggi á efnisatriði málsins.
Ekki síst er það alvarlegt að stjórnvöld halda að sér
höndum við að framkvæma vilja Alþingis um að-
gerðir. Ekki hefur enn verið aðhafst neitt í að hefja
viðræður um stöðu íslands gagnvart Evrópu-
bandalaginu, eða móta stefnu íslenskra stjórn-
valda í tvíhliða viðræðum. Ljóst er að utanríkis-
ráðherra er ekki viljugur til þess að fara þessa leið
og vill beina umræðunni að aðild að Evrópusam-
bandinu. Þeirri umræðu er haldið á floti með al-
mennu tali um einangrun, en ekki efnisatriði.
Grundvallaratriði í þessum málum er sameiginleg
auðlindastefna Evrópusambandsins. Látið hefur
verið í veðri vaka, að Norðmenn hafi fengiö mjög
hagstæðan samning í sjávarútvegsmálum og muni
fá mikil áhrif á þessi mál. Staðreyndin er hins veg-
ar sú, ab Spánverjar og Portúgalar þrýsta mjög á
um fiskveiðar í norðurhöfum og hafa nú þegar
fengið aukinn rétt fyrr en aðildarsamningur þeirra
kveður á um.
í viðtali við Morgunblaðið í gær, 13. apríl, segir
Rögnvaldur Hannesson, prófessor í fiskihagfræði í
Bergen, að niðurstaða sín sé sú að sé aðeins litið á
hagsmuni sjávarútvegsins, eigi Norðmenn ekki ab
ganga í Evrópubandalagið. Sé hins vegar á heild-
ina litið, snúist aðildin um allt aðra hluti, eins og
efnahagslega og hernaðarlega samvinnu Norð-
manna við önnur lönd í Evrópu og fleiri þætti,
sem vega þyngra en hagsmunir sjávarútvegsins.
Síðan segir Rögnvaldur orðrétt:
„Öðru máli gegnir um íslendinga. Þýðing sjávar-
útvegs hér á landi er svo miklu meiri en í Noregi
og ráðstöfunarrétturinn jfir fiskimiðunum er svo
enn þýðingarmeiri fyrir Islendinga en Norðmenn,
að íslendingar eiga ekki að ganga inn nema ESB
viðurkenni yfirráðarétt strandríkja yfir fiskistofn-
um innan 200 mílna."
Tíminn vekur athygli á þessum ummælum vegna
þess að þau snerta kjarna málsins, og út frá honum
á ab ræða Evrópumálin, en ekki óskilgreindu tali
um einangrun og „Albaníu norbursins".
Tímabil yfirbótar er runniö upp
Ætla mætti aö nú væri runninn
upp sá tími ársins, þegar kirkjan
veitti syndurum aflausn og prest-
ar hlýddu á óskir um fyrirgefn-
ingu frá iðrandi stjómmála-
mönnum. Enginn slíkur syndaaf-
lausnartími er þó afmarkaöur í
opinbem kirkjuári íslensku þjóö-
kirkjunnar og ekki heldur hjá öðr-
um trúfélögum. Þaö er því aug-
ljóst að kosningar em í nánd.
Auðmjúk náðunarbeibni
Raunasaga regnmannsins meö
lyklakippuna er að verða átakan-
legri en támm taki, og eins og
Ingibjörg Sólrún benti réttilega á,
þá hefur hann lagt inn náöunar-
beiöni til reykvískra kjósenda
með afskaplega eftirminnilegum
hætti. Ægissíðuborgarstjórinn
kaus meira aö segja aö notast viö
fábrotna regnhlíf í stað hins ríku-
lega ráöhúss, sem tákn um auð-
mýkt sína, þegar hann lagöi fyrir
kjósendur óskina um syndaaf-
lausn og aö hann fengi nábarsam-
legast aö ljúka upp hinu gullna
hliöi borgarstjómarinnar meö
öllum lyklunum sínum. í ljósi
þessa þætti Garra þaö vel viö hæfi
að borgarstjórinn kæmi berfættur
til næsta blaöamannafundar.
En fleiri stjórnmálaöfl em í svip-
uðum hugleiðingum og borgar-
stjórinn og Sjálfstæöisflokkurinn.
Alþýðuflokkurinn á það sameig-
inlegt meö Sjálfstæöisflokknum
aö vera aðili aö einhverri óvinsæl-
ustu ríkisstjóm alha tíma á ís-
landi. Samstarf flokkanna í þess-
ari stjóm hefur veriö með þeim
hætti aö Alþýðuflokkurinn er
oröinn að eins konar totu út úr
hægri síöu Sjálfstæðisflokksins.
Gamalgróin kratísk sérkenni hafa
markvisst veriö aö þurrkast út, á
meðan Alþýðuflokkurinn kok-
gleypir frjálshyggjuna í sífellt
stærri skömmtum. Þessi sjálfseyð-
ingarhvöt krata hefur verið nokk-
uö árangursrík, eins og sjá má í
skoðanakönnunum, en flokkur-
inn er við það aö komast í útrým-
GARRI
ingarhættu, vegna síendurtekinn-
ar ábyTgöar sem hann tekur á pól-
itískum óskapnaöi sem hann
framkvæmh undir áhrifum frjáls-
hyggju.
„Ég er félagshyggjumabur"
En í Alþýöuflokknum er líka
mnnið upp tímabil yfirbótarinn-
ar og í Jafnaðarmannaflokki ís-
lands heitir yfirbótin Jafnaöar-
mannafélag íslands, sem stofna á
í kvöld. Samkvæmt fréttum er til-
gangur þessa nýja félags að end-
urvekja jafnaðarmennskuna í
sjálfum Jafttaöarmannaflokknum
og segja skilið viö þá hægristefnu,
sem ráöiö hefur að undanfömu.
Þannig hefur hver kratinn á fætur
öömm gengið fram fyrir skjöldu
og vitnað um aö hann sé „félags-
hyggjumaður eins og harm afi
minn". Á þaö jafnt við um Ólínu,
Jóhönnu og Petrínu, sem allar em
meiri félagshyggjumenn en hver
önnur. Eftir tilkomu þessarar yfh-
bótar er Alþýðuflokkur meö Jafn-
aðarmannafélagi auðvitað allt
annaö en Alþýöuflokkur án Jafn-
aðarmannafélags, þó svo að allir
þeh sömu séu auðvitað í báöum
þessum útgáfum. Stóri munurinn
er sá aö Alþýðuflokkur með Jafn-
aöarmannafélagi er búinn aö af-
neita frjálshyggjunni og þar meö
ríkisstjóminni. Þess vegna er af-
neitun frjálshyggjunnar — kjami
yfirbótarinnar — sú aðgerö sem á
að breyta flokknum aftur úr totu
út úr Sjálfstæöisflokknum og í
stjómmálaflokk. Sá stjórnmála-
flokkur getur þá boðið fram í al-
þingiskosningum sem væntan-
lega fara fram í haust, ef ríkis-
stjómin lifir þá sumarib af.
Garri
Urvalslið ættanna
Sumir íslendingar em svo heppn-
ir að vera af mörgum ættum og
prýða nöfn þeirra og myndir
fjölda ættfræðibóka í mörgum
bindum og er þeirra getið í hverju
niðjatahnu af öðm.
Sumir em meira í ætt en aðrir og
þeir, sem em í hinum göfugustu
og nafntogubustu ættum, em
kannski aldrei á skrá í öðmm
niðjatölum, því það skyggir á ætt-
göfgina.
Margt er skrýtið og skemmtilegt
í ættfræöiritunum. í nibjatölun-
um kemur í ljós að tugthúslimir
og ónytjungar alls konar gátu
ekki af sér afkomendur. En emb-
ættismenn, stórbændur og lands-
stólpar af öllum sortum em þeim
mun kynsælli, og úir og grúir af
því úrvalsliði í ættum sem raktar
em af kunnáttumönnum í því að
setja saman seljanlegar ættar-
skrár.
í þeim er farið í stóran sveig í
kringum alla þá ættarskömm,
sem kastað geti rýrb á orðspor
hinna ættgöfugu.
Án forfeöra
En ærið margur Mörlandinn
verður ab sætta sig við að eiga
ekki forfeöur; em í skásta tilfelli í
einhverri fjölskyldunni, sem
kennd er við eitthvert kotiö þar
sem hann bjó hann Gvendur sem
réri átján vertíðir í Keflavík og tólf
í Leimnni og eignaðist níu böm
með henni Guggu sinni, sem öll
komust til manns og em þau
hjón úr sögunni.
Áberandi er hve misjafnlega ætt-
ríkh landshlutamir em. Á Suður-
landi til aö mynda fara flestir leik-
andi létt meb það ab vera af að
minnsta kosti fjómm stórmerk-
um ættfeðmm og taka sig út í
jafnvel enn fleiri
1 & niðjatölum.
f.ý,. Noröurland
áhefur fóstrað svo
göfug kyn að
jafnvel fimmti til
áttundi ættlibur,
sem em fyrir
mörgum manns-
öldmm fluttir á
einhverja möl-
ina, eiga sér
ættaróðul fyrir
norðan, sem þeir kenna sig við.
í öðmm landshlutum er minna
um ættir, en talsvert er um að
ættamöfn tolli furðulengi við
embættismannaslekti að vestan.
Þau ættaheiti, sem nú em hvað
mest í tísku, em tiltölulega ný af
Á ví&avangi
nálinni og væri rannsóknarefni
út af fyrir sig að komast aö því
hvemig þau em til komin og eftir
hvaða reglum fólk skipar sér í ætt-
ir.
Sköpun ætta
Fyrir nokkrum ámm gekk yfir
þjóölagadella og fundin var upp
alþýðulist, sem nú er týnd aftur.
En þjóðlagafarganið gekk svo
langt, aö snjallir menn fóm að
semja þjóðlög og var þaö í fyrsta
sinn í veraldarsögunni sem þjóð-
lagasmiðir gengu um á meðal
manna.
Nú er ekki annað sýnna en að
höfundar ætta séu famh aö skapa
þær eftir eigin höfði.
„Að setja þessa ætt af stað til aö
freista þess aö innleiða ættrækni
eða ættemi" em óbreytt orð, sém
tekin em upp úr fjölmiðli sem
hvergi má vamm sitt vita í með-
ferð máls og staðreynda.
Vonandi tekst þessi ættarmynd-
un vel og margir verði sér úti um
ætt við hæfi og komist inn í al-
mennilegt nibjatal, sem nær aftur
í aldir. Það er ab segja, ef margir af
þeim, sem boðið er inn í þá ætt
sem nú er verið að stofnsetja, em
ekki þegar í nokkmm ættum fyrir.
Ættlausir menn em ekki margra
fiska virði í augum þeirra, sem em
af ætt sem kennd er vib sveitabæ
ættföðurins, sem valinn er eftir
óskrifuðum og óskiljanlegum lög-
um þeirra sem em meha af ætt en
aðrir.
Ekki em ættleramir skárri, enda
er enginn af þeim kominn, sama
hversu mörg afkvæmi þeir eign-
ast.
Ættvísi er vísindagrein, sem nýt-
ur æ meiri áhuga eftir því sem
ættum fjölgar og fólk á þess kost
að komast inn í margar ættir sam-
tímis og ekki síst eftir að fundin
var upp aðferð til að „setja ætt af
stað".
Fer nú að vænkast hagur þeirra,
sem ekki hafa átt þess nokkum
kost hingað til að eiga sér forfeð-
iu. Því að eins og sumir em meira
af ætt en æörir, þá em aðrir svo
ættlausir að maður skilur varla
hvemig þeir komast í þjóðskrána.
En nú er hægur vandinn aö
starta ætt, halda mót og gefa út
ættartölu og vera þar meö orðinn
maður með mönnum.
En ósköp veröur það flatneskju-
legt fyrir þá ættgöfugu, ef hvaða
fjömlalli sem er getur farið að
stæra sig af því að vera af ætt. Að
því hlýtur aö koma, ef alltaf á að
vera hægt að fjölga ætftmum til
að allir geti verið með í ættartölu-
geiminu.
OÓ