Tíminn - 14.04.1994, Qupperneq 13
Fimmtudagur 14. apríl 1994
HiíiiifWff
13
Hjúkrunarfræðingar
Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing sem fýrst að
hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kumbaravogi.
(búð fýrir hendi á staðnum á vægum kjörum.
Einnig vantar hjúkrunarfræðinga í sumarafleysing-
ar og/eða 3ja árs hjúkrunamema.
Frekari upplýsingar í síma 98-31213 milli kl. 08 og
16, utan þess tíma í símum 98-31310 og 98-
31003.
HROSSABÆNDA
BÆNDAHÖLLINNI hagatorgi
Hrossabændur!
Vegna útflutnings til Japans er nauðsynlegt að flytja út
kjöt að lágmarki af 30 hrossum vikulega.
Tilkynnið sláturleyfishöfum eða Félagi hrossabænda (s:
91-630300) um siáturhross. Greitt yfirverð í apríl: 15%,
maí: 10% og júní: 5%.
Félag hrossabænda.
Framhaldsnám við
Fósturskóla íslands
Skólaárið 1994-’95 verður starfrækt við Fósturskólann
framhaldsnám fýrir fóstrur með starfsreynslu. Megin-
viðfangsefni námsins verður börn með sérþarfir.
Námið verður fullt nám í einn vetur og hefst í sept. ‘94.
Umsóknarfrestur rennur út 20. apríl.
-----------------------------------'N
Elskulegur vinur okkar og frændi
Rafn Þorsteinsson
bóndi Hrafntóftum
verður jarðsunginn frá Oddakirkju laugardaginn 16. april kl. 14.00. Blóm
og kransar afþakkaöir. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Odda-
kirkju.
Pálina Jónsdóttir
Björgúlfur Þorvarðsson
Grétar Bjömsson
og aörir vandamenn
_________________________/
Útför
Guðjóns Guðjónssonar
bónda Hllð f Skaftártungu
fer fram frá Grafarkirkju laugardaginn 16. apríl n.k. kl. 14.00. Sætaferðir
verða frá Hópferöamiöstööinni, Bfldshöfða 2, kl. 9.00 árdegis.
____________________________________________________J
Á göngu í Róm og þá þarf
mabur ab drekka í hitanum.
ísabella meb Roberto á
handleggnum og eldrí
dóttur hennar, Elettru.
Isabella Rossellini og
Michelle Pfeiffer í
nýjum hlutverkum
Michelle Pfeiffer og Isabella
Rossellini eru vanar aö vera í
sviösljósinu, enda báöar fræg-
ar og fagrar leikkonur. Hitt er
sjaldgæfara aö sjá þær í hvers-
dagslega lífinu, en hversdags-
leikinn hefur einmitt öölast
nýtt gildi fyrir þær báöar.
Þær ættleiddu báöar böm á síö-
asta ári og um þau hefur lífið
snúist. Michelle gekk lítilli
stúlku frá Kaliforníu, sem heitir
Claudia Rose, í móöur staö. Svo
skemmtilega vill til aö í haust
mun enn fjölga í fjölskyldunni,
því Michelle á von á bami með
eiginmanninum David Kelley.
Isabella átti 9 ára gamla dóttur
fyrir, Elettm, sl. ár þegar hún
ákvaö aö Iáta draum sinn rætast
og eignast strák. Þar sem hún
stóð á fertugu, þótti henni ætt-
Michelle og Claudia.
leiðing álitlegur kostur. Sonur-
inn heitir Roberto eftir föður
hennar og bróður.
Meðfylgjandi myndir sýna
Þessi unga dama eignast systkini
bráblega, því Michelle Pfeiffer á von
á sér í haust.
stjömumar tvær með bömum
sínum, í stærsta hlutverki þeirra
á lífsleiðinni: móðurhlutverk-
inu .■
Sœnski poppdúettinn Roxette hyggst taka sér frí frá
tónlistarstörfum:
Fjölskyldulífið
sett á oddinn
Sænska hljómsveitin Roxette
mun feröast um aUan heim í
sumar til aö fylgja nýjasta
geisladisknum eftir. Feröin
veröur væntanlega sú síöasta,
þar sem báöir meölimir
hljómsveitarinnar, Marie
Fredriksson og Per Gessle,
hafa ákveöiö aö einbeita sér
aö einkalífinu eftirleiöis.
í fyrra eignaðist Marie stúlku,
Inez Josefin, með tónlistar-
manninum Michael Boylos.
Marie er orðin 36 ára gömul og
því hugsar hún sér gott til glóð-
arinnar aö einbeita sér að fjöl-
skyldunni í rólegheitunum eftir
mikla velgengni síbustu ára og
stressað lífemi því samfára. Per
er 35 ára ab aldri og kvæntist
fyrir skömmu æskuástinni
sinni, Asa Nordin.
„Fjölskyldan er öUu öðm mik-
ilvægari í lífinu," segir Marie.
„Þab er auðvelt ab velja á milli
hennar og framans. Mig langar
ab eignast fleiri böm og því er
rétt ab draga sig í hlé nú, a.m.k.
um nokkurt skeið."
Það er við því ab búast ab aðdá-
endur hljómsveitarinnar verði
fyrir vonbrigðum, ef Per og
Maria standa vib fyrirætlun sína
og hætta í tónlistinni. Þó er von
á nýjum diski frá þeim nú um
næstu mánaðamót.
Marie og Per kynntust fyrst ár-
ib 1978, en stofnuðu Roxette ár-
ið 1986. Eftir smeUinn „The
Look and Joyside" var framtíðin
björt og þau hafa notið mikiUa
vinsælda um aUan heim. Marg-
oft hafa fjölmiblar reynt að
spyrða þau saman sem kæmstu-
par, en þau segjast aldrei hafa
verið annað en vinir. Þau búa
bæði skammt frá Stokkhólmi og
hafa alla tíð stundab útgerb sína
frá Svíþjób.
Maríe og Per eru ab senda
frá sér 5. geisladiskinn í lok
þessa mánabar. Hann verbur
vœntanlega sá síbasti.
í SPEGLI
TÍMANS