Tíminn - 20.05.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.05.1994, Blaðsíða 8
8 Föstuudagur 20. maí 1994 WWWWill Norbmenn óttast útþynnt EES Samtök iönaöarins í Noregi (Næringslivets Hovedorganisa- sjon) óttast að þurfa aö búa til útþynnta útfærslu af Evrópska efnahagssvæðinu ef Noregur veröur eitt EFTA-ríkja utan Evr- ópusambandsins í framtíðinni. Samtökin telja aö EES meö aö- eins tvö EFTA-ríki innanborös, Noreg og ísland, væri lakur kostur fyrir norskt atvinnulíf. Slíkt fyrirkomulag skapaöi ekki vænlegt viöskiptaumhverfi, hvorki fyrir útflutningsiðnað- inn né þann hluta innlends iðn- aðar sem sinnti framleiðslu fyrir fyrirtæki sem stunduðu útflutn- ing. NHO bendir á aö staöan veröi sérstakiega erfiö fyrir norskan iðnaö ef Finnar og Svíar verða aðilar að Evrópusambandinu og hafi þannig mun betri sam- keppnisstöðu en Norðmenn. Samtökin mun á næstu dögum meta kosti og galla aðildar- samnings Noregs að ESB. Barist í Bosníu þrátt fyrir úrslitakosti: Frakkar hóta brottflutningi friöargæsluliðs Sarajevó, París, Reuter Bosníu-Serbar og Múslimar börðust hatrammlega í gær þrátt fyrir hótanir Sameinuðu þjóðanna um að kalla heim frið- argæsluliö sitt ef bardögum yrði ekki hætt hið snarasta. Frakkar hótuðu í gær að hefja brottflutning sinna manna ef enginn árangur yröi sýnilegur áður en fundur stórveldanna, Bandaríkjanna, Rússlands og Evrópubandalagsins, hæfist þann 13. júní næstkomandi. Lagt hefur verið til að samið verði um vopnahlé sem gildi í fjóra mánuði en múslimar hafa verið því andvígir og vilja hafa það styttra. Bosníu-Serbar létu í gær lausa ellefu franska hjálparstarfs- menn sem þeir handtóku í apríl vegna meints vopnasmygls. Flogiö var með ellefumenning- ana, tíu karla og eina konu, heim án tafar þar sem utanríkis- ráðherra Frakklands tók á móti þeim. ■ Reuter Vörubílar undir Ermarsundib Fyrstu vöruflutningabílarnir fóru ígegnum Ermarsundsgöngin ígœr en þau tengja meginlandiö og Eng- land órofa umferbaböndum. Bílarnir eru látnir aka upp á pall sem síban er dreginn af hrabskreibri járnbrautarlest knúinni rafmagni. Deilur um stöbu Danmerkur í Evrópusambandi framtíbarinnar: Uffe blæs til þjóöarat- kvæöagreiðslu Kaupmannahöfn, Reuter Áfram barist í Rúanda Kigali, Cenf, Reuter Að minnsta kosti 30 manns létu lífið þegar sprengja sem lenti á sjúkrahúsi í miðborg Ki- gali, höfuðborgar Rúanda, sprakk. Bardagar héldu áfram í og við höfuðborgina í gær. Abdul Ka- bia, framkvæmdastjóri liðsafla Sameinuðu þjóðanna í land- inu, sagöi aö fylkingarnar létu sprengjunum rigna innbyrðis í þeim mæli aö ekki væri nokkur leið fyrir flugvélar með hjálpar- gögn og mat að lenda heilu á höldnu á flugvelli borgarinnar. Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, varar við því að meiri- háttar kólerufaraldur geti brot- ist út þá og þegar og það til við- bótar við borgarastríðið gæti haft ískyggilegar afleiöingar. ■ Danir geta átt von á að þurfa aö greiða atkvæði að nýju um af- stööuna til Evrópusambandsins og það jafnvel oftar en einu sinni. „Það eiga eftir að verða meiri innanlandsátök og jafnvel marg- ar þjóðaratkvæðagreiðslur," segir Uffe Ellemann-Jensen, fyrrver- andi utanríkisráðherra og for- mabur flokks frjálslyndra, Radik- ale Venstre. Meirihluti Dana greiddi Maast- richtsamkomulaginu atkvæbi sitt fyrir réttu ári eftir að hin ESB- rík- in höfðu fallist á að veita þeim undanþágur frá vamarbandalagi ríkjanna, Vestur-Evrópusam- bandinu og myntbandalaginu sem á ab vera orðið að veruleika í síöasta lagi um aldamótin. Uffe, sem er mikill Evrópusinni, vill að Danir færi sig af þeirri sér- leið sem þeir eru komnir á og íhugi vandlega hvernig þeir geti best tryggt hagsmuni sína innan Evrópusambandsins í framtíð- inni. „Þjóöarsáttin á sér enga fram- tíð...Við munum þurfa þjóbarat- kvæðagreiðslu eina eða fleiri, Nú er orðið Ijóst að forsætisráö- herrar EFTA-ríkjanna fjögurra, Austurríkis, Finnlands, Svíþjóbar og Noregs, taka þátt í leiðtoga- fundi Evrópusambandsins í lok júní, en hann verbur haldinn á grísku eyjunni Korfu. Ákveðiö hefur verið aö aðildar- samningar EFTA-ríkjanna veröi undirritaðir að morgni dags þann 21. júní en ab kvöldi hefst leiö- togafundurinn meb formlegum vonandi fyrir 1996, til að losa okkur við undanþágurnar," sagöi utanríkisráðherrann fyrrverandi. Paul Nymp Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur og formaður sósíal-demókrata, mótmælti Uf- fe: „Við þurfum ekki ab ræða Vestur-Evrópusambandið nú. Við viljum ekki þjóðaratkvæða- greiðslu nú. Og við teljum þetta ekki rétta tímann til að ræða breytingar á stofnanaþætti ESB." Uffe hefur miklar áhyggjur af því að efnahagslíf Danmerkur hætti. Mikil vibhöfn verður í tilefni undirritunarinnar og munu for- sætisráðherrar EFTA-ríkjanna fjög- urra mæta fylktu liði á fundinn. Þeir koma þó ekki til með ab leggja orð í belg á meðan á fundi stendur. Ef aðild EFTA-ríkjanna að ESB verður samþykkt heima fyrir má reikna meö því ab forsætisráð- hermnum verði leyft að tala á leiðtogafundinum í desember. ■ beri skaða af því ab landið verði ekki með í myntbandalaginu: „Þab gefur ranga hluti til kynna, sérstaklega í ljósi þess að efna- hagsástandiö í Danmörku er betra en víðast hvar í Evrópu." __________________■ Danir kortleggja valdib Danir ætla að fá þab á hreint hvar valdið liggi í samfélag- inu. Á fundi í danska stjómar- ráðinu á þriðjudag var tekin sameiginleg ákvörðun allra dönsku stjórnmálaflokkanna um að kanna hvar valdið sé að finna í samfélaginu. Danska blaðið Jylands Post- en greindi frá þessu í gær. Blaðið segir að svipuð könnun hafi þegar farið fram í Noregi þar sem hún tók tíu ár og í Svíþjóð þar sem hún tók fimm ár. Danir ætla aftur á móti ekkert að vera ab tví- nóna vib hlutina og setja her- skara af sérfræðingum í málið sem þeir ætla að ljúka á tveim- ur tjl^þrenjur, ámm, , , , ,f V I K I N (, A IT Vinn ngstölur •,----------- miðvikudaginn: 18. mai 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n 6 af 6 1 4Í.669.000 a 5 af 6 ibonus 0 390.434 1 5 af 6 3 102.256 4 af 6 262 1.862 918 229 Heildarupphæð þessa viku: 43.064.268 áísi.: 1.395.268 UPPLYSINGAR, SÍMSVARI 91-68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 biht meo pYntnv»n» um nnENTViLLun jjj Vinningur fór til: I; Danmerkur Leibtogar EFTA-ríkjanna meb á leibtogafundi Evr- ópusambandsins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.