Tíminn - 20.05.1994, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.05.1994, Blaðsíða 13
Föstudagur 20. maí 1994 fi>ar&iEiiCot!lLH.1TLiL 13 Nissan Prímera SLX. I efsta sæti afbílunum fimm. Samanburöur á fimm japönskum millistœröarbílum: Nissan Primera kom best út Þýska bílabla&iö Auto-Bild birti á dögunum niburstöbur úr samanburbi á fimm jap- önskum millistær&arbílum. Þeir eru Honda Accord 2.0i, Mazda 626 LX, Nissan Primera 2.0 SLX, Toyota Carina E og Mitsubishi Galant 1800 GLSi. Þetta voru allt fjögurra strokka bensínbílar. Hondan og Prim- era eru me& 2.0 1 vél, Mazdan og Galant me& 1.81 vél og Toy- otan me& 1.6 1 vél. Bílamir voru allir með fimm gíra bein- skiptan girkassa. Samanburðarprófanir Auto-Bild eru staölaðar. Meginatri&i, sem gefnar eru einkunnir fyrir, eru hönnun og rými, vél, skipting og drifbúna&ur, þægindi, aksturs- eiginleikar og verð, rekstrar- kostnaður og endursala. Síðast- töldu liöimir eiga ekki viö hér á landi. Nissan Primera kom best út, fékk 211 stig samanlagt. Þar næst Nýr kóreskur bill frá Heklu? Svo kynni a& fara a& enn ein bílategund bættist vi& hjá Heklu hf. á næstu misserum. Um er a& ræ&a su&ur-kóresku bílana Kia, en sá framlei&andi hefur veriö í mjög örum vexti undanfarin ár. Fulltrúar frá Kia komu hingað í fyTrasumar til aö svipast um eftir heppilegu umbo&i fyrir bíl- ana og leist einna best á Heklu . hf. Hjá Heklu fengust þær upp- lýsingar að málið væri í athug- un og ekki verið tekin nein ákvörðun enn. Ástæður, sem gefnar em upp fyrir töfinni, em m.a. að mark- aðssetning Kia á Vesturlöndum hafi tafist. Jafnframt hefur heyrst að Mitsubishi, sem Hekla er umboðsaðili fyrir hér á landi, sé ekki hrifinn af því að lenda í beinni samkeppni við sambæri- lega, en ódýrari, bíla frá Kóreu. Mazda 626IX. I fjórba sœti. Ekki nógu örugg og hemlunarvegalengd oflöng. Mitsubishi Calant 1800 GLSi. Fylgdi fast á eftir Toyotunni og hafnabi í þríbja sœti. Toyota Carina meö 209 stig. Gal- antinn fylgdi fast á eftir Toyot- unni með 208 stig. Mazda 626 hlaut 204 stig og í neðsta sæti var Honda Accord með 199 stig. í heildina tekið gefa Þjóðverj- amir þessum bflum góða ein- kunn. Primeran fær sérstakt hól fyrir vandaðan frágang, skipt- ingu, aksturseiginleika og um- fram allt skemmtilega vél. Lægsta einkunn, sem Primeran fékk, var 6 fyrir bremsur. Reynd- ar vom hemlarnir veikasti Honda Accord 2.0i. Lenti í nebsta sæti. Hemlarnir fengu einungis 2 stig af 10 mögulegum. punktur japönsku bílanna. Þar kom Hondan langverst út, fékk einungis 2 stig af 10 mögulegum, sem verður að teljast lélegt, en samkvæmt prófunum þurfti bíll- inn 51,5 metra til þess að stöðv- ast á 100 km hraöa. Toyota Carina þótti rúmgóð, en aksturseiginleikamir ekki nógu góðir. Toyotan þurfti stysta vega- lengd til þess að stöðvast á 100 km hraöa, eða rúmlega 41 metra. Galantinn þótti nokkuð góður að jafnaði, en kom í engu tilfelli áberandi best út. Það, sem dró bílinn niður, var m.a. of víður beygjuradíus og léleg plássnýt- ing. Vél og skipting þótti koma vel út. Hemlar og víður beygjur- adíus vom meðal atriða, sem fundið var að hjá Mözdunni. Hún fékk góða einkunn fyrir rými og plássnýtingu, en einung- is 6 stig af 10 mögulegum fyrir öryggi. Hondan fékk sömuleiðis 6 stig af 10 fyrir öryggi, en hins vegar fékk hún fullt hús fyrir aksturseiginleika í beygjum og kom þar best út af bílunum. Hemlamir þóttu afleitir í Hond- unni og þægindi í akstri þóttu heldur ekki nógu mikil. ■ ■ Toyota Carina E var talin næstbest, en vél og skipting komu ekki jafn vel út ogf Primera.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.