Tíminn - 20.05.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.05.1994, Blaðsíða 11
Föstudagur 20. maí 1994 11 íþróttabœrinn Akranes: / IA yfirtekur framkvæmd- ir við íþróttamannvirki Nýlega var undirrita&ur tíma- mótasamningur á milli Akra- nesbæjar og íþróttabandalags Akraness, ÍA, þar sem bandalag- ið tekur yfir allar framkvæmdir vib íþróttamannvirki á næstu þremur árum. Um er að ræða framkvæmdir fyrir 167 milljón- ir króna. Þessi samningur er einsdæmi hér á landi. íþróttamenn frá Akranesi hafa á undanfömum árum skipað sér á bekk með fremstu íþróttamönn- um landsins og má með sanni segja að Akranes beri nafnið íþróttabær, með réttu. Knatt- spyrnuliö ÍA er það besta á land- inu, auk þess sem körfuknattleiks- liðið náði einstökum árangri í úr- valsdeildinni síðastliðinn vetur og fleira mætti nefna. Hvers vegna býr Akranes, ekki stærra bæjarfélag en þaö er, yfir slíkum hæfileikamönnum á íþróttasvið- inu. Hvað hafa þeir umfram aðra? Elís Þór Sigurösson, íþrótta- og tómstundafulltrúi á Akranesi, segir ástæðuna vera þá að íþrótta- starf hafi ávallt verið í öndvegi hjá bæjarfélaginu. Akranes sé fyrst og fremst íþróttabær og rík hefð sé fyrir velgengni á því sviði. Elís segir að erfitt sé að meta hve mikla fjármuni bærinn leggi til íþrótta- og tómstundastarfs, en fyrst og fremst sé þaö í formi að- stöðu. Bæjarfélagið kostar allar framkvæmdir við íþróttamann- virki og lánar þau endurgjalds- laust til íþróttafélaganna. Tímamóta- samningur vib ÍA Framkvæmdir á þeim þremur ár- um sem samningurinn nær til em umfangsmiklar. Fyrst er gert ráð fyrir endurbyggingu malarvallar- ins á Jaðarsbökkum fyrir fimm milljónir króna. Þá verður ráðist í að ijúka framkvæmdum við íþróttamiðstöðina að Jaðarsbökk- um. Eftir er að ganga frá félagsað- stöðu, gistirými og ýmsu fleira. Framkvæmdum við íþróttamið- stöðina á aö ljúka fyrir 1. febrúar 1996, en ÍA á þá 50 ára afmæli. Þá verður ráðist í stækkun golf- vallarins úr níu holum í átján og er veitt 9,6 milljónum króna í fyrsta áfangann sem em fjórar holur. Veitt er þremur milljónum króna til geröar salar í íþróttahús- Skagablaðiö hætt Skagablaðið sem hefur komið út í tæp tíu ár er hætt að koma út. Siguröur Sverrisson, ritstjóri og útgefandi blaðs- ins, segir að vegna samdráttar í sölu blaðsins, hafi ekki verið grundvöllur til frekari útgáfu þess. Eftir að blaðið kom út í síðasta sinn, þann 25. apríl síðastlið- inn, hafi hann þó fengið mikla hvatningu, til að byrja aftur. Hann segir aö hann muni skoða það með haustinu, en í stað lausasölu, verði það athug- ab að byggja sölu á áskrift. Sigurður Sverrisson gefur einnig út sjónvarpshandbókina Pésann, sem dreift er um allt Vesturland. ■ inu við Vesturgötu og fram- kvæmdapakkanum á að ljúka með byggingu íþróttasvæðis fyrir íþróttadeild hestamannafélagsins Dreyra, fyrir um 10 milljónir króna. Hygmyndir em uppi um aö byggja stúku sjávarmegin við keppnisvöllinn á Jaðarsbökkum, en til að það megi vera, þarf að verja völlinn fyrir ágangi sjávar og er nú unnið að gerð grjótgarðs. Þær framkvæmdir kosta 14 millj- ónir. íþróttaaöstaöa Þrátt fyrir að miklar framkvæmd- ir séu nú fyrirhugaðar, þá er það ekki svo, ab lítið hafi verið gert í þeim málum hingað til. Mjög vel hefur verið staðið að aðstöðumál- varðanna beggja sem báðir hafa leikið með ÍA. Kvennaliðið hefur einnig skráð sig á spjöld knattspymusögunn- ar. Liðið hefur þrívegis oröið ís- landsmeistari og fjómm sinnum bikarmeistari, en liðiö ber þann titil nú. Eins og ábur sagði er það ekki bara knattspyrnan sem skarar fram úr, því körfuknattleiksfélag ÍA náði frábæmm árangri á síðast- liðnu keppnistímabili. Liðið lék í 1. deild í fyrra og vann sig upp í úrvalsdeild. Margir spáðu því að liðið myndi eiga erfitt uppdráttar, en strákamir gáfu öllum slíkum hugleiðingum langt nef og tryggðu sér sæti í úrslitakeppn- inni. Þar mættu þeir Grindviking- um, en þeir reyndust ofjarlar hug- djarfra Skagamanna. Engu að síb- ur einstakur árangur. Handknattleiksfélagið hefur átt erfitt uppdráttar í gegnum tíðina, en þar er þó að rofa til. í öðmm aldursflokki er hópur drengja, sem em fyrstu handknattleiks- mennirnir sem hafa alist upp hjá félaginu. Þeir leika í meistara- flokki á næsta keppnistímabili. Golfarar í golfklúbbnum Leyni hafa lagt sitt af mörkum og eiga þeir marga sterka spilara. Tveir meðlima klúbbsins eiga sæti í landsliði og aðrir í unglingalands- liði. ■ Tímamótasamningur bæjarins og ÍA tryggir ab framkvœmdum vib íþróttamibstöbina á jabarsbökkum, lýk- ur fyrir 50 ára afmœli félagsins. TtmamyndirÁc Frá œfingu íslands- og bikarmeistara ÍA, en þeir hafa haldib merki Akranesbœjar, hvab hœst á lofti á und- anförnum árum, þótt íþróttamenn í öbrum greinum, hafi einnig lagt sitt á vogaskálina. um í bænum og þá sérstaklega í tengslum við knattspymuna. íþróttasvæbið ab Jaðarsbökkum er eitt það glæsilegasta á landinu. Þar er mjög góður keppnisvöllur, malarvöllur, og risavaxib gras- svæði, þar sem koma má fyrir á bilinu 6-7 grasvöllum í löglegri stærð. Önnur íþróttaaðstaba er einnig til fyrirmyndar. Reist hafa verið tvö íþróttahús, við Vesturgötu og á Jaðarsbökkum. Þar er einnig sundlaug og félagsabstaða ÍA. Knattspyrnufélag ÍA Félagib er stofnab árið 1946. Karlaliðiö hefur 14 sinnum hampab íslandsmeistaratitlinum, í fyrsta sinn árið 1951 og er nú- verandi meistarar. Mjólkurbikar- inn er einnig í vörslu Skaga- manna og er það í sjötta sinn sem þeir vinna þann titil. Þá hafa bæði yngri og eldri flokkar náð góðum árangri og hampað titl- um. Þeir em ófáir Skagamennimir sem hafa leikið í landsliðum ís- lands í gegnum tíðina og hafa oft- ar en ekki myndaö kjamann í ís- lenska liðinu. í íslenska liðinu sem mætti Bólivíumönnum í landsleik í gærkvöldi, vom ein- mitt fimm Skagamenn, auk mark- Leikmenn Skagaliösins œfa af kappi fyrir úrtökuna í fyrstu deild: Karl Þórðarson Gamla brýnið Karl Þóröarson hefur tekið knattspymuskóna niður af hillunni eftir tveggja ára hvíld og æfir nú af kappi með fyrstu deildar liöi Skaga- manna. Kari verður 39 ára gam- all nú í lok mánaðarins og kom- ist hann inn í liö Skagamanna veröur hann að öllum líkindum elstí maður í deildinni. „Ég er langt því frá að vera ömgg- ur inn í liðib," segir hann. „í byrj- un ætlaði ég bara að stríða ungu strákunum abeins, en öllu gríni fylgir einhver alvara. Maður reyn- ir að gera eins og maöur gemr." Sumariö veröur ábyggilega gott. Ég held að vib komum til með ab verða ofarlega. Það er gott mark- mið að stefna að Evrópusæti til að byrja með. Reyndar er ekki mikli breyting á libinu, þrír úr libinu í Karl Þórbarson. Ætlabi íbyrjun ab stríba ungu strákunum í libinu. aftur í slaginn fyrra era ekki með í ár, en það koma alltaf menn í manna stað." Karl Þóröarson byrjaði 17 ára gamall að spila í 1. deild með IA árib 1972 og lék meb libinu til 1978 þegar hann gerbist atvinnu- leikmaður í Belgíu. Þar var Karl í tvö og hálft ár og næstu þrjú árin lék hann sem atvinnumaður í Frakklandi. Hann kom aftur heim árið 1984 og lék meb Skagaliðinu til 1986, en tók sér þá tveggja ára hvíld frá knattspymunni. Árið 1988 var hann aftur mættur til leiks, en það ár féllu Skagamenn niður í aðra deild. „Ég ætlaði reyndar að hætta eftir það tímabil, en hélt nú samt áfram og vib unnum okkur aftur sæti í fyrstu deildinni," segir hann. „Síöan em liöin tvö ár og nú er maöur kominn af stab aft- ur. -En af hverju þessar tveggja ára hvíldir? „Ég veit það ekki," segir hann. „Það koma svona tímabil þegar manni finnst maður vera orbinn allt of gamall og langar til að fara ab gera eitthvaö annað. Síðan vaknar fótboltabakterían á vorin. Hún grípur mann missterkt og í þessu trilfelli er hún ansi sterk. Þetta er kannski ævmtýra- mennska hjá mér, en mig langar að sjá hve maöur getur keppt við þá yngri kominn á þennan aldur - það er svolítill metnaður í mér ennþá." -Hvað verður þú lengi enn í bolt- anum? „Ætli ég þori nokkuð að segja um það. Það veröur bara að koma í ljós." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.