Tíminn - 25.05.1994, Side 11

Tíminn - 25.05.1994, Side 11
Miðvikudagur 25. maí 1994 11 Framkvœmdir fyrir landsmót UMFÍ í sumar ganga vel en m.a. veröur komiö upp upphituöum hlaupabrautum. Helgi Haraldsson, formaöur FRÍ: „Mikiö framfaraspor stigiö" -meö tilkomu nýja vallarins veröur aöstaöa til íþróttaiökunar á Laugarvatni ein sú besta á landinu. Framkvæmdir vegna landsmóts UMFÍ á Laugarvatni í sumar standa nú yfir af fullum krafti. Verið er að byggja íþróttavöll með aðstööu fyrir flestar grein- ar íþrótta. Kringum völlinn verður upphituö hlaupabraut, sú fyrsta hér á landi, en innsta brautin á íþróttavellinum í Mosfelssbæ er þó upphituð. Að sögn Helga Haraldssonar, for- manns FRÍ, er þetta mikið framfaraspor í aðstöðunni fyrir frjálsíþróttamenn og aðra íþróttamenn. „Upphaflega var þetta spum- ing um hvort hiti væri lagður í hlaupabrautina eöur ei. Á tíma- biU var búið að ákveða að ekki yrði lagður hiti. Okkar laga- og tækninefnd skrifabi þá bréf til framkvæmdaraðila þar sem því var lýst yfir að þaö væri mikiö slys ef hitinn yrði ekki lagður í híaupabrautina. Þeir tóku svo þá ákvörðun að hafa hita í brautinni sem betur fer," segir Helgi. Helgi talar um að áhrif þess að hafa upphitaðan íþróttavöll séu víðtæk. „Þegar kominn er hiti í heila hlaupabraut þá geta íþróttamenn farið að æfa miklu fyrr úti. Oft er gott veður yfir vetrartímann en snjór yfir öllu og upphituö Tartan-braut kem- ur til með að breyta miklu fyrir okkur. Áhrifin af þessari upp- hituðu hlaupabraut koma líka fram í fleiri atriðum. Rekstur íþróttamiðstöðvar íslands hlýt- ur að styrkjast mikið. Það má vel vera ljóst að á Laugarvatni veröur nú hægt að vinna fjöl- hæft íþróttastarf og aðstaðan verður nú með því besta á land- inu ásamt Laugardalsvellinum og Mosfellsbæ. íþróttamenn geta farib og dvalið þama í nokkurn tíma við æfingar yfir vetrartímann þegar íþróttvöll- urinn er kominn í gagnið. Þessi aöstaöa ætti því líka aö geta sparað einhverjar utanlands- ferðir íþróttamanna. Áhrifanna gætir líka í skólamálum á Laug- arvatni því ungir og efnilegir íþróttamenn hljóta að velta þeim möguleika fyrir sér að fara til framhaldsnáms ab loknum gmnnskóla, þar sem aðstaða til íþróttaiðkana er fyrir hendi allt árið um kring. Þetta hefur aftur þau áhrif að tekjur fýrir sveitar- félagið aukast. Það er því vel ljóst að með upphitaðri hlaupa- braut á Laugarvatni er verið ab stíga mikið framfaraspor í íþróttum," sagði Helgi að lok- um. Sigríöur Anna Cuöjónsdóttir setti íslandsmet íþrístökki kvenna á vor- móti UMFA og jón Arnar Magnússon jafnaöi íslandsmetiö í 11 Om grindahlaupi. Sigríöur Anna: „Stefnan sett á lág- markiö fyrir Evrópu- meistaramótiö" Sigríöur Anna Guðjónsdóttir úr HSK setti glæsilegt íslandsmet í þrístökki á vormóti Aftureldingar sem haldið var á Varmárvelli í Mosfellsbæ um helgina. Sigríður Anna stökk þá 12.22 metra og bætti eigiö íslandsmet og Guð- rúnar Amardóttur um ellefu sentimetra. Þá jafnaði Jón Amar Magnússon úr UMSS ellefu ára gamalt íslandsmet Þorvaldar Þórssonar á sama móti í llOm grindahlaupi þegar hann fór vegalengdina á 14.36 sekúndum. Þess má geta að Jón Amar bætti íslandsmetið í 300m hlaupi fýrir skömmu og viröist vera í feikna- góðu formi þessa dagana. Sigríður Anna bætti íslandsmet- ið um þarsíðustu helgi á móti á sama stað en metiö fékkst ekki staöfest vegna of mikils með- vinds. En metið lá í loftinu. „Ég er í mjög góðu formi þessa dagana enda búin að æfa mjög vel í vetur og æfingaferðin til Flórída um páskana var mjög dýrmæt. Ég á eftir ab bæta mig meira því ég þarf ab hvíla mig betur fyrir mót- in og t.d. um helgina hafði ég lít- ið hvílt mig. Þetta var því eins- konar „óhvílt mót" en ég bætti metið samt." Sigríður Anna sagði stefnuna hjá sér vera setta á að komast á Evrópumeistaramótið í Helsinki í ágúst. „Stefnan er sett á að ná lágmarki á Evrópumeistara- mótib en þab er 13 metrar sem ég tel mig vera færa um ab ná. Þab em samt ekki mörg tækifæri sem ég fæ til að bæta mig enda mótin ekki mjög mörg. En þau helstu og stærstu em vormót FRÍ um næstu helgi, Evrópubikarkeppnin í Dublin, Reykjavíkurleikamir og Olafur og Heiba kjörin best Lokahóf HSÍ var haldið á annan í hvítasunnu og vom leikmenn úr liðum íslandsmeistaranna kjörin best. Það vom þau Heiöa Erlings- dóttir úr Víkingi og Ólafur Stef- ánsson úr Val sem hlutu nafn- bótina bestu leikmenn íslands- mótsins. Jóhann Ingi Gunnars- son, þjálfari Hauka, var kjörinn besti þjálfarinn en þess má geta að kjörib fór fram að lokinni deildarkeppninni. Efnilegustu leikmennimir vom KR-ingamir Hilmar Þórlindsson og Brynja Steinsen. Bestu markverðimir vom kosnir Guðmundur Hrafn- kelsson, Val og Kolbrún Jóhanns- dóttir Fram. Petr Baummk úr Haukum og Judit Eztergal úr ÍBV vom bestu vamarmennimir. Ól- afur Stefánsson og Sigurbur Sveinsson, Selfossi, vom bestu sóknarkarlamir og hjá konunum var það Heiða Erlingsdóttir. Bestu dómaramir vom Stefán Amaldsson og Rögnvald Erlings- son. ■ Sigríbur Anna Cuöjónsdóttir úr HSK setti glæsilegt íslandsmet íþrístökki á vormóti Aftureldingar þegar hún stökk 12.22 metra og bœtti sitt eigib Islandsmet um 11 sentimetra. Meistaramót íslands. Stefnan á öllum þessum mótum hjá mér veröur ab bæta íslandsmetið enda er þab alltaf mikil lyftistöng, ekki bara fyrir mig, heldur frjálsar íþróttir í heild þegar íslandsmet fellur. Þá er fólki Ijóst að þaö em framfarir í frjálsum hér heima," sagði Sigríður Anna Guðjónsdótt- ir, Islandsmethafi í þrístökki kvenna að lokum. Önnur helstu úrslit á vormótinu í Mosfellsbæ urðu þau að Geir- laug B. Geirlaugsdóttir úr Ár- manni sigraöi í lOOm hlaupi kvenna á 12.26 sekúndum. í lOOm grindahlaupi kvenna sigr- aöi Þuríður Ingvarsdóttir, Selfossi, á 14.89 sekúndum og í HOm grindahlaupi karla sigrabi Jón Arnar Magnússon á tímanum 14.38 sekúndum. Jón Amar sigr- abi einnig í hástökki karla, stökk tvo metra, og han sigraði einnig í langstökki, stökk 7.34m. Unnur María Bergsveinsdóttir, UMSB, sigrabi í 800m hlaupi kvenna þeg- ar hún fór vegalengdina á 2:26.45 mínútum. Haukur Sigurðsson, Ármanni, vann 200m hlaup karla og hljóp á 22.13 sekúndum. Guö- laug Osk Halldórsdóttir, UBK, sigraði í sömu grein í kvenna- flokki og hljóp á 26.05 sekúnd- um. Magnús Aron Hallgrímsson, Selfossi, sigraði í spjótkasti karla ÍÞRÓTTIR KRISTJÁN GRÍMSSON og kastaði 58.20m á meðan Birg- itta Guðjónsdóttir, UMSE, sem sigraði í kvennaflokki henti spjót- inu 46.44m. Guðbjörg Viöars- dóttir, HSK, vann í kúluvarpi kvenna og þeytti kúlunni 11.85m. ■ NBA úrslit Houston tók Utah í karphúsib Úrslitaleikur vesturdeildarinnar: Houston-Utah Jazz 100-88 Leikmenn Houston Rockets sýndu hvers megnugir þeir em í fyrsta leiknum gegn Utah í úr- slitum vesturdeildarinnar. Stab- an í hálfleik var 54-34 og var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda, Hakeem Olajuwon gerði 31 stig og Kenny Smith 27 en af þeim kom 18 úr 3ja stiga skotum. Það lið sem fyrst vinnur fjóra leiki mæt- ir New York eba Indiana í úrslit- um NBA en fyrsti leikurinn þeirra á milli var síðastliðna nótt. New York sigrabi meistara síðustu þriggja ára 87-77 og því 4-3 og mætir Indiana eins og áb- ur sagði. Indiana lagbi Atlanta ab velli 4-2. UTIVISTAR- 0G SPORTFATNAÐUR Heildsala — Smása/a SPORTBÚÐ KÓPAVOGS Hamraborg 20A • Sími 91-641000

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.