Tíminn - 04.06.1994, Síða 5

Tíminn - 04.06.1994, Síða 5
 5 Laugardagur 4. júní 1994 að ætlar ekki að verða mikið spennufall í pólitíkinni eftir sveit- arstjómarkosningamar og útlit er fyrir að næstu vikur verði fréttnæmar á landsmálasviðinu. Síöasta vika hefur verið mjög fréttnæm, þótt hefðbundn- um viðræðum sveitarstjómarmanna um meirihluta og minnihluta eftir kosning- ar sé sleppt. Sveitarstjórnar- kosningarnar Hins vegar vom úrslit sveitarstjórnar- kosninganna fyrstu stórtíðindin á pólit- íska sviðinu. Það hljóta að vera mikil tíð- indi, þegar meirihluti Sjálfstæbisflokks- ins fellur í Reykjavík. Sú er nú orðin stabreyndin og jafnframt ab samstarf fjögurra flokka undir merkjum Reykjav- íkurlistans gekk upp. Nú tekur alvara lífsins við eftir kosningamar, og ef sam- starfib gengur jafn vel, getur það haft víðtæk áhrif á andrúmsloftið í stjóm- málunum á komandi árum. Stjómarandstöðuflokkamir komu yfir- leitt vel út úr þessum kosningum, þar sem bobib var fram undir flokksmerkj- um. Alþýðubandalagsmenn mega eink- um vel við una. Það fer hins vegar eftir stærð sveitarfélaga og aðstæðum á hverj- um stað hvað afdráttarlausar ályktanir í landsmálum má draga af úrslitum kosn- inganna. Staðbundnar aðstæður rába mjög miklu og návígi við persónur, sem bjóða sig fram til sveitarstjóma. Tíbindi vikunnar Þessa vikuna hefur hver fréttnæmur viðburburinn rekið annan og engin gúrkutíð hefur verið hér á Tímanum, að minnsta kosti. Fyrsta fréttin var alvarleg, en hún var um ráögjöf Hafrannsóknar- stofnunar um heildarafla næsta árs. Eins og ávallt þegar þessi rábgjöf lítur dagsins ljós, upphefjast deilur um hana. Eg sé hins vegar ekki hvaða kost vib eigum að meta þessar niðurstöður með skotheld- um aðferöum. Við eigum enga stofnun í landinu á borb við Hafrannsóknarstofn- un, sem hefur áratuga rannsóknir að baki. Eina raunhæfa leiðin sem við eigum er að efla hafrannsóknim- ar, því þær em og eiga að vera forsenda veið- anna. Annað er algjört ábyrgðarleysi. Beint ofan í fréttirnar um hámarksafla koma svo fréttir um að síld úr norsk-íslenska síldar- stofninum sé farinn að færa sig vestur á bóginn. Ekki er enn vitað til hvers þetta leiðir, en þetta gætu reynst stórtíðindi. Evrópu- sambandið Þab sér á ab sambandið vib umheiminn hefur batnab. Þessi staðreynd er hættu- leg fyrir stjómmálamenn sem eiga það til að láta móðan mása í viðtölum vib er- lend blöð. Þannig bámst þau ummæli Jóns Baldvins heim með leifturhraöa að flokksþing Alþýðuflokksins mundi sam- þykkja þá stefnu að íslendingar eigi ab gerast abilar að Evrópusambandinu, þegar það kemur saman að viku liðinni. Forsætisráðherra lýsti því yfir að bragbi að slíkt væri ekki á dagskrá og þjónaði ekki hagsmunum okkar íslendinga. Norbmenn drógu síðan þá eðlilegu ályktun að ríkisstjóm íslands sé klofin í málinu. Það er líklegt að afleiðing þess- arar vitneskju forráðamanna Evrópu- sambandsins sé sú, að þeir kæri sig lítt um að eyða tíma í viðræbur við menn sem þeir vita ekki hvaba umboö hafa á bak við sig. Nú hefur utanríkisráðherra lýst því yfir að rangt sé eftir sér haft og stendur fullyrbing gegn fullyrðingu í málinu. Stundum er verið að bera stjómmál á íslandi saman vib stjómmál í nágranna- löndunum. Ég hygg að utanríkisráð- herra, sem hefði gefið slíkar yfirlýsingar þvert á stefnu forsætisráðherra í slíku stórmáli, hefði verið látinn víkja hér í nágrannalöndunum. Hér er hins vegar ekkert slíkt á döfinni og ljóst er að skilnaður ríkisstjórnarflokkanna að borði og sæng á að standa fram yfir kosn- ingar, sem verða að öllum líkindum ekki fyrr en næsta vor, vegna þess aö forustu- menn Sjálfstæðis- flokksins ætla að nota þann tíma til þess ab reyna aö ná vopn- um sínum. Jóhanna Jóhanna Sigurbardóttir tilkynnti í vik- unni að hún mundi fara í framboö til formanns Alþýðuflokksins gegn Jóni Baldvini. Jóhanna hefur haft uppi slíkar hótanir áður, en nú er teningunum kast- að. Það verður ekki aftur snúið. Kratar hafa því nóg að hugsa um næstu viku, og falla önnur mál í skuggann af þessum innanflokksátökum. Ég hef fram ab þessu verið vantrúaður á að Jóhanna færi með sigur af hólmi í viðureign við Jón Baldvin. Nú er ég hins vegar í vafa og er viss um ab slagurinn verður harbur. Jón Baldvin er ekki þeirr- ar gerðar að láta sig baráttulaust og Jó- hanna á pólitíska framtíö sína undir sigri. Það er einnig athyglisvert á hvaða tíma Jóhanna tilkynnir um framboð sitt. Hún gerir það þegar úrslitin úr sveitarstjóm- arkosningunum em ljós og það liggur fyrir að Alþýðuflokkurinn er í vöm meb minnkandi fylgi. Hún tilkynnir það einnig á þeim tíma þegar þab liggur fyrir að sveitarstjómarkosningamar vom háðar undir merkjum mjúku málanna og þau hafa miklu meira vægi en áður. Jóhanna segir einfaldlega að hún ætli að sveigja harða ásýnd Alþýðuflokksins að þessum vemleika. Þetta er hættulegur áróbur fyrir Jón Baldvin, sem hann verb- ur að finna svar vib. Vissulega getur þab verib svo að Jón Baldvin eigi stuðningsmenn í því liði, sem kosið er til flokksþings, sem ganga í vatniö fyrir hann, en að hinu má gæta að það er hefð fyrir því í Alþýðuflokkn- um að steypa formönnum af stóli, og hann sjálfur komst einmitt þannig til valda. Ég hef þó hingað til metið það þannig að Jóhanna hafi meiri stuöning hjá gras- rótinni í flokknum og jafnvel utan flokksins, heldur en í flokkskjarnanum, og hef reyndar enn þá sannfæringu. Hins vegar geta slíkar stabreyndir verið þungar á metunum, þegar fulltrúar á flokksþinginu fara ab ræða málin í skugga kosninga sem ekki komu of vel út fyrir flokkinn. Jóhanna hefur auk þess minnt á orö Jóns Baldvins run að það ætti ab skipta um karlinn í brúnni ef hann fiskar ekki. Það verður afar fróðlegt aö sjá hvemig þessari viðureign lyktar. Áhrifin á stjórnar- samstarfið Ekki lagar þessi uppákoma ástandið á stjórnarheimilinu, því hér er um sam- starfsráðherra í rikisstjórn að ræða. Jó- hanna hefur nú þegar lýst stuðningi við sjónarmið Davíðs Oddssonar í Evrópu- málum, svo ab þar er einn núningsflöt- urinn enn milli þessara foringja Alþýðu- flokksins. Hins vegar er forsætisráðherra greinilega ráöinn í því að halda sér fast í stólinn sinn og reyna þrátt fyrir vont skap eftir borgarstjómarkosningamar að vera bjartsýnn og vongóbur til vorsins. Svo bjartsýnn er hann, að niöurskuröur þorskafla um tugi þúsunda tonna kemur lítt eða ekki við kjörin, að hans dómi. Hér kveður svo sannarlega við annan tón. Nú kraumar svo sannarlega í pottinum í stjórnmálunum og næstu vikur verba athyglisverðar á þeim vettvangi. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.