Tíminn - 10.06.1994, Page 2

Tíminn - 10.06.1994, Page 2
10 Föstudagur 10. júní 1994 jj§jg|| wÆ imrí “IB i\$ -i fjíM f fíWlii j |f i.«i K ' 1 -1 ' l WærLS.\ 1 1 1 1 I j r. || | I I | J mM i Massey-Ferguson á sér langa og vibburbaríka sögu á íslandi, en þróunin hefur orbib mikil frá gamla Ferguson. FIATAGRI-DRÁTTARVÉLAR HÁGÆÐA VÉLAR Á HAGSTÆÐU VERÐI Fiat 72-94 Fiat 82-94 Fiat 82-94 DT Fiat 88-94 DT Fiat 100-90 DT 70 hö. 2x4 frá kr. 80 hö. 2x4 frá kr. 80 hö. 4x4 frá kr. 85 hö. 4x4 frá kr. 100 hö. 4x4 frá kr. 1.750.000 án vsk. 1.798.000 án vsk. 1.968.000 án vsk. 2.030.000 án vsk. 2.498.000 án vsk. Útbúnaður m.a.: Samhæfóur gírkassi og vendigír (12 áfram — 12 afturábak), „Lift-O- Matic“ vökvakerfi, öflugt þrítengibeisli með stjórnstöng aftan á vélinni, tveir tvívirkir vökvalokar, rafgalvanhúðuð yfirbygging, rúmgott ökumannshús með far- þegasæti, útvarpi og veltistýri með hæðarstillingu. Dráttarkrókur að framan, lyftutengdur dráttarkrókur að aftan, 3,3 kW startari og stórir hjólbarðar, fram- dekk 10.00-16 2x4 og 13.6-24 4x4, afturdekk 16.9-34. Auk þess geta kaupendur valið vökvayfirgír (24 áfram — 12 afturábak), 40 km ökuhr^ða og bremsur á öllum hjólum, þriggja hraða aflúttak (540-750- 100 sn./mín.) meó stafrænum snúningshraðamæli, hágæða ökumannshús (hámark 78 db hávaói), rafstýróar vökva-driflæsingar á öllum hjólum. Globus? -heimur gœba IÁCMULA S - REYK|AVÍK SÍMI 68155S Meiri sala en búist var við „Vélasalan lítur út fyrir ab verba meiri en menn áttu von á. Menn reiknubu meö sam- drætti, en hann hefur ekki orb- ib," segir Arngrímur Pálmason, sölumabur í véladeild Ingvars Helgasonar hf. Ab sögn Arngríms er salan nokkuð jöfn milli tegunda. Fyrir- tækið hefur t.d. selt talsvert meira af áburðardreifurum í vor en búist var við, og sömuleiðis er meira selt af heyvinnutækjum og dráttarvélum en reiknað var með. Þannig virðist ekki koma fram samdráttur í vélasölu, þrátt fyrir að fremur illa hafi árað í landbúnaði almennt undanfarið. Á þessu hafa menn ekki neina einhlíta skýringu. „Þab er talað um samdrátt í landbúnaði alls staðar í heimin- um, en samt eru verksmiðjur sem framleiða landbúnaðartæki al- mennt í uppsveiflu og löng bið hjá flestum framleiðendum í Evr- ópu," segir Arngrímur. Halda vibskiptum og gott betur Ingvar Helgason hf. keypti bíla- og véladeild Jötuns hf. fyrir rúmu ári síðan. Það var upphafiö ab véladeild fyrirtækisins, sem er með stærri innflutningsfyrirtækj- um á sviði búvéla. Á þeim tíma efuðust margir um að Ingvari tækist að halda fyrrum vibskipta- vinum Sambandsins. Sú varð þó raunin og gott betur. „Við höfum haldið öllum þeim mönnum, sem voru í viðskiptum við Jötun, og heldur aukið við," segir Arngrímur. „Málið er það að við tókum þetta alvarlega strax frá upphafi og við viljum sýna bændum jafn mikla lipurð í viðskiptum og við mögulega get- um. Á þessum tíma er fyrirtækið þegar orðið þekkt fyrir lipurleika og góöa þjónustu." Ingvar Helgason stób fyrir veg- legri landbúnaðarsýningu í mars í vetur, fyrst einkafyrirtækja. Þetta framtak kostabi talsvert fé, en árangurinn fór fram úr björt- ustu vonum. Fyrirfram hafði ver- ib reiknab með 500-1000 gestum, en þegar yfir lauk höfðu um 4000 manns komið á landbúnað- arsýninguna. „Þetta styrkti okkur gífurlega sem landbúnaðarfyrirtæki og sýndi bændum, sem voru tvístíg- andi í fyrra, ab þetta er tekið af fullri alvöru," segir Arngrímur. „Bændur eru almennt ákaflega traustir viðskiptavinir og hafa góða þekkingu á þeim vörum sem þeir vilja kaupa. Ef þeir sjá ab þú ert meö góða vöru á góðu verbi, hafa þeir áhuga á viðskipt- um. Bændur eru ekki einungis traustir viðskiptamenn, heldur eru þeir upp til hópa mjög skemmtilegir menn og í mörgum tilfellum hafa myndast persónu- leg tengsl á milli þeirra og okkar sölumannanna." Aukin endurvinnsla túna Eitt af umbobunum, sem Ingvar Helgason tók við af Jötni, er Kverneland, sem ef til vill er þekktast hér á landi fyrir sam- nefndar pökkunarvélar fyrir rúllubagga. Þaö hefur hins vegar gerst undanfarið ár að eftirspurn eftir plógum og jarövinnslutækj- um frá Kverneland hefur stórauk- ist. „Áhugi bænda á endurvinnslu túna og ræktarlands virðist vera að aukast með hverju ári," segir Arngrímur. „Við seldum 6 plóga í fyrra og höfum þegar selt 7 það sem af er þessu ári, og það telst gott miöað við fjölda bænda. Þessi áhugi virðist vera almennur um allt land. Bændur eiga öflugri dráttarvélar en ábur og í dag ræð- Vlð bjóðum ykkur að kynnast Gunnar Thorsteinsson, Amarstöðum, Eyjafjarðarsveit: „Við keyptum Sipma Z-269 rúllubindivél í fyrra og reyndist hún í alla staði vel.“ Z-269 Rúllubindivél .kr. 695.000 Baggapökkunarvél ..kr. 249.000 Rúllubaggavagn ......kr. 379.000 Öll verðin eru án vsk. SIPMA vandaðar, einfaldar og áreiðanlegar. G. Skaptason Sími 91-682880, fax 91-682881

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.