Tíminn - 10.06.1994, Side 4

Tíminn - 10.06.1994, Side 4
12 Wmmm Föstudagur 10. júní 1994 Bændur á íslandi takast nú á við eina mestu erfiðleika sem gengið hafa yfir greinina frá því í heimskepp- unni á 4. áratugnum. Kreppan er einna mest hjá sauðfjár- bændum, en framleiðsluréttur þeirra hefur verib skertur um allt aö 40% undanfarin ár. Víða um land eiga menn ekki fyrir áburði á túnin og ótti leikur á aö bændur verði gjaldþrota og hrekist af jörðum sínum í stór- um stíl. Fáir búast viö nokkurri aðstoð frá stjórnvöldum. Að sögn talsmanna Kaupfélaga sem rætt var við eru erfiðleik- arnir mestir hjá þeim bændum sem ráöist hafa í fjárfestingar á undanförnum árum. Þetta á ekki einungis við um sauðfjár- bændur. Hér er frekar um yngri bændur að ræða sem ráöist hafa í framkvæmdir á jörðum sínum og búreksturinn ekki staðið undir þeim með versandi af- komu. Enn skorið nibur í haust „Ég sé ekki að staða bænda sé verri en hún hefur verið," sagði Geirmundur Valtýsson, fjár- málastjóri hjá Kaupfélagi Skag- firöinga. „Róðurinn er náttúr- lega þyngstur hjá sauðfjár- bændum. Framleiösluréttur þeirra er skertur um 9,3% í ár og það bitnar bæði á beingreiðsl- um og innlegginu í haust. Skerðingin hjá sauðfjárbænd- um á undanförnum fjórum ár- um er 40% og það væri ekki óeðlilegt ab hún kæmi einhvers staðar fram. En mér sýnist að bændur hafi brugöist viö þessu sjálfir með aöhaldi og sparnaði eða með því aö afla sér tekna annars staöar. Hér hafa allir fengib áburð, en mér þykir ekki ótrúlegt að það fari að þrengja um þegar skerðingin kemur fram af fullum þunga í haust." Eyfirðingar betur settir? Að sögn Árna Magnússonar, fjármálastjóra hjá Kaupfélagi Eyfirðinga er staða bænda á fé- lagssvæöi þeirra yfirleitt gób. Býli í Eyjafiröi eru í mörgum til- fellum fremur stór. Flest þeirra byggjast á mjólkurframleiðslu, en afkoma kúabænda hefur ver- ið til muna skárri en hjá sauð- fjárbændum. Hjá þeim sem ein- göngu byggja á kjötframleiöslu er útlitið dekkra og gildir það bæði um sauöfjárbændur, naut- gripa- og svínaræktendur. Þingeyjarsýslur eru eitt af sauð- fjárræktarsvæðum landsins. Þær upplýsingar fengust hjá Kaupfélagi Suður-Þingeyinga á Húsavík, að á þeirra' félagssvæöi fengju að öllum líkindum allir bændur áburð. Þeir bændur sem rætt var viö voru hins vegar sammála um ab ástandið væri gersamlega óviöunandi og ekki óalgengt að menn væru að ganga á eigur sínar. Geta ekki framfleytt sér Á Vesturlandi eru sauðfjár- bændur mun fleiri en mjólkur- bændur. Hjá Kaupfélagi Borg- firðinga verða menn greinilega varir við versnandi stöðu sauð- fjárbænda miðab við undanfar- in ár. Þótt margir reyni að bjarga sér með því aö afla tekna á annan hátt. „Það er ekkert vafamál að sauö- fjárbændur eru í erfiðleikum, sérstaklega þeir sem eru með lít- il bú" segir Georg Hermannsson hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Líkt og í Húnavatnssýslum eiga sauðfjárbændur á Vestur- landi margir í erfiðleikum með Bœndur víöa um land eiga ekki fyrir áburöi á túnin í vor og mega þó búast viö enn frekari skeröingu á framleiöslurétti: Kreppan komin heim í hlað hjá bændum ab kaupa áburö til aö bera á tún- in. „Þetta er í mörgum tilfellum komiö niöur fyrir það ab þeir geti nánast framfleytt sér af því sem búin gefa og margir eru í bullandi vandræðum meb leysa áburbarmál," segir Georg. Ekki vitab hversu stór vandinn er Gunnar V. Sigurðsson, kaupfé- lagsstjóri á Hvammstanga, sagöi í samtali við Tímann, að það væri ástæðulaust að vera að blása upp vandamál bænda. Þeir fengju að fara á hausinn í friði og engra aðgerða að vænta frá núverandi ráðamönnum þjóbarinnar. Það kvab við sama tón hjá Jóni Snæbjörnssyni, framkvæmdastjóra Búnaðar- sambandsins. Jón sagðist ekki eiga von á því ab stjórnvöld styddu neitt við bakiö á bænd- um og benti jafnframt á, að það væri erfitt fyrir bændur að gera raunhæfar fjárhagsáætlanir á meban framleibslustýring hins opinbera væri ab taka sífelldum brejtingum. Á vegum bændasamtakanna og landbúnaðarráðuneytisins er nú unnið að könnun á fjárhags- stöðu bænda og sauöfjárbænda sérstaklega. Gunnar Sæmunds- son, bóndi í Hrútatungu og for- maður Búnaöarsambands Vest- ur- Húnvetninga, segir ekki ljóst hversu alvarleg og almenn vandræði bænda séu, en hann segist óttast að bændur verði gjaldþrota og hrekist af jörbum sínum í stórum stíl á næstu misserum. Fátt til bjargar í mörgum tilfellum hafa bænd- ur ekki að neinu öðru að hverfa, þar sem víða er enga vinnu á fá í þéttbýli í næsta nágrenni. Vib það að bændum fækkar minnka enn atvinnumöguleikar í þorp- um og bæjum þar sem vinna byggist að verulegum huta á úr- vinnslu og þjónustu við land- búnað. Eins og er sjá forsvarsmenn í landbúnaði ekki mörg ráb til bjargar, en margir benda á að hagkvæmasta lausnin sé að greiða fyrir því að hægt verbi að flytja út kjöt. Þegar hefur verið unnið nokkuð markaðsstarf á þessu sviði. Útflutningur á lambakjöti skilar nú um 220- 240 krónum á kíló. Af því fer stór hluti í sláturkostnað en skilaverb til bóndans þegar aðr- ir eru búnir að fá sitt er um 150 krónur. Meðal hugmynda sem nefndar hafa veriö eru útflutn- ingsbætur sem færu stighækk- andi eftir því sem hærra skila- verð fengist fyrir kjötið og slát- ur- og vinnslukostnaður yrði niðurgreiddur. í því sambandi hafa bændur bent á að Atvinnu- leysistryggingasjóður hafi á sín- um tíma hjálpað loðnuvinnsl- unni þegar erfiðleikar voru í greininni með því að borga laun verkafólks í vinnslunni. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.