Tíminn - 10.06.1994, Síða 5

Tíminn - 10.06.1994, Síða 5
Föstudagur 10. júní 1994 13 IE Q Bandarískir sérfrœbingar á Hótel Sögu: Opinn fundur um lífræna ræktun Þrír bandarískir sérfræöingar á sviöi lífrænnar og visthæfrar matvælaframleiöslu koma hingaö til lands 20. júní til aö kanna möguleika íslendinga á útflutningi landbúnaöaraf- uröa á forsendum hollustu, hreinleika og gæöa. Bandaríkjamennirnir dvelja hér í viku og munu meðal ann- ars kynna sér aðstæður við framleiðslu og úrvinnslu í ís- lenskum landbúnaöi og mat- vælaiðnaði. Þeir eru hér í boði bændasamtakanna en 24. júní verður haldinn opinn fræðslu- fundur á Hótel Sögu þar sem þeir flytja erindi um myndun innlendra og erlendra markaða fyrir íslenskar lífrænt ræktaöar afurðir, markaðsmöguleika náttúrulegs kjöts í Bandaríkjun- umogjapano.fl. ■ Eftirtalinn búnaður innifalinn í tiiboðsverði: • Vökvatengi fyrir rúllugreip • 520 lítra skófla, br. 160 cm • Stuðgrind framan á vél • Sjálfvirk stöðustilling á skóflu • Þriggja staðla skóflu-hraðtengi • Vökva stjórnventill • Ein stjórnstöng stjómar öllum aðgerðum Verð aöeins kr. 249.000 án vsk. Burðargeta 5t - sturtar á þrjá vegu. Fylgihlutir. Hemlakerfi - stöðuhemill - Ljós 12 volt Stillanlegt dráttarbeisli. G. Skaptason Sími 91-682880, fax 91-682881 Tækin eru fyríríiggjandi eða til afgreiðslu með stuttum fyrirvara- Globusí Lágmúla 5, s:681555 ALÖ QUICKE 620 á flestar alaenaar aerð/r dráttarvéla 55-80 ha. Vortilboð aðeins kr. 399.000, án vsk. Formaöur Landssamtaka sauöfjárbœnda: „ Enginn veit hversu slæmt ástandib er" STJORNTÆKI! Öllum aðgerðum ámoksturstækjanna er stjórnað með einni stjórnstöng. Einnig vökvaúttökum fyrir rúllubaggagreip o.fl. Arnór Karlsson, formaöur Landssamtaka sauöfjárbænda og bóndi í Arnarholti í Bisk- upstungum, segir rekstrarerf- iöleika sauöfjárbænda ekki al- menna, heldur nái þeir ein- ungis til hluta þeirra. Hann segir höfuömeiniö vera aö of margir séu í þessari fram- leiöslu miöaö viö núverandi ástand. — Ástandið virðist vera vægast sagt slæmt á mörgum stöðum, eða hvað? „Þetta eru í rauninni allt sam- an nafnlausar fullyrðingar. Það veit enginn hvernig ástandið er í raun og veru. En því miður ótt- ast maður að það sé slæmt. — Eru erfiðleikarnir ekki orðn- ir miklir þegar bændur eiga ekki fyrir áburði á tún? „Sem betur fer er ekki nema takmarkaður hluti af bændum sem er í þessum erfiðleikum. Það er svo sem nógu alvarlegt að einhver hluti þeirra standi þetta illa, en ég held að það sé ekki rétt aö túlka það þannig að sauðfjárbændur séu almennt í greiðsluerfiðleikum." — Eftir skerðingar á fram- leiðslurétti undanfarin ár hafa margir bændur bent á að búin séu í mörgum tilfellu moröin of lítil til þess að hægt sé að lifa af þeim. Hvað segirðu um það? „Breytileikinn er gífurlega mik- ill í þessu. Þetta fer til dæmis mikið eftir því hversu menn eru með miklar skuldir. Það er auð- vitað mjög eðlilegt að þeir sem áttu fullt í fangi með að ná end- um saman fyrir skerðinguna geti það ekki núna." — Sjá bændur fyrir endann á niðurskurðinum, eða næst markmiðið ekki í haust? „Ég geri mér vonir um að þetta ár verði versta árið. Við upphaf búvörusamningsins urðu of miklar birgðir og greiðslumark- ið reyndist of hátt. Það var ým- islegt í upphafi sem kom illa út, eins og t.d. útsala á eldra kjöti og of lítið fé til markaðsstarfs innanlands. Það má segja að bændur séu að endurgreiða núna það sem þeir fengu um- fram það sem grundvöllur var fyrir. Það var ekki grundvöllur fyrir svona háu greiðslumarki, samkvæmt þessum reglum." — En er þá ekki allt sem bygg- ist á þessum útreikningum hreinlega rangt og þar á meðal vísitölubúið og sá grundvöllur sem sauðfjárbændur eiga að geta lifað af? „Það er vafalaust. Auðvitað er það höfuðmeinið að það eru of margir í þessari framleiðslu. Vísitölubúið er yfirleitt ekki til staðar lengur. Við vorum bara settir í þá stöðu við gerð bú- vörusamningsins, að þurfa að lifa á framleiðslu fyrir innan- landsmarkað og því sem fæst fyrir útflutninginn. Það hefur enginn aðili sýnt nokkurn vilja til að koma til móts við þetta, t.d. með því að verðbæta kjöt til útflutnings. Þessa erfiðleika núna má rekja til afnáms út- flutningsbótanna og það var náttúrlega ákaflega harkaleg að- gerð á sínum tíma." ■ Arnór Karlsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.