Tíminn - 10.06.1994, Page 8
16
Föstudagur 10. júní 1994
Heildsala og smásala
GÓÐAN DAG
Það er ekkert slen í kálfunum,
sem fá kálfafóðrið frá okkur.
Ef þú vilt tryggja góða fóðrun
ungkálfa, þá gefur þú þeim
kálfafóður og kraftfóður frá (
4ra daga aldri og fram til 12
vikna aldurs.
Kálfafóðrið er undanrennu-
mjöl, blandað tólg. Eitf kg af
kálfafóðri á að hræra, út í 8
lítrum af vatni. Hæfilegt er að
gefa kálfum 2,0 til 4,5 lítra af
blöndunni á dag. Það fer eftir
aldri og öðru fóðri.
Osta- og smjörsalan
Bitruhálsi 2, sími 91-691600
AFRULLARI
fyrír allar stærðir af heyrúllum
Frá búvélaprófun bútceknideildar Rala á Hvanneyri.
Bútœknideild Rannsóknastofnunar
landbúnaöarins:
Tækninýjungar
laga&ar a&
íslenskum
a&stæ&um
Til afhendingar strax
Lyftarar með afrúllara
Kynningarverð í desember
20 ára reynsla í lyftaraþjón-
ustu og nýsmíði
Einnig á lager rafmagnslyftarar 600-3.500 kg. STEINBOCK ÞJÓNUSTAN HF.
Mjög hagstætt verð! Kársnesbraut 102 - Kópavogur
Sími: 91-641600
Bútæknideild Rannsóknastofn-
unar landbúnaðarins er starf-
rækt aö Hvanneyri í Borgarfirði
og eru þar fjórir starfsmenn.
Starfsmenn deildarinnar fást
við verkefni, sem tengjast notk-
un hvers kyns tæknibúnaðar
við bústörf. Bútæknideildin er
til húsa að Hvanneyri í Borgar-
firði. Að sögn Grétars Einars-
sonar deildarstjóra er reynt að
leitast við að laga nýjungar á
sviði tækni og framleiðsluhátta
að íslenskum aðstæðum, svo og
að rannsaka vinnubrögð og
tækni við jarðrækt. Starfsmenn
deildarinnar sjá einnig um
rannsóknir á búrekstrarbygg-
ingum og vinnuumhverfi
bænda.
Grétar segir ab ekki sé hægt að
sinna nema litlum hluta þeirra
verkefna, sem þörf er á. í kjölfar
umræðu um samkeppnisstöðu
íslensks landbúnaðar og kröfu
um lækkun framleiðslukostnab-
ar, hafa menn beint sjónum
sínum ab aukinni tækni við
framleiðsluna og því er mikil-
vægt að rannsóknarstarfsemin
leggi sitt af mörkum til ab laga
búreksturinn að þessu rekstrar-
umhverfi. Með þetta fyrir aug-
um var komiö á fót verkefna-
rábi fyrir fjórum árum, sem
RALA, Stéttarsamband bænda,
Búnabarfélag íslands ög Bænda-
skólinn á Hvanneyri standa að.
Hlutverk ráðsins er að vera vett-
vangur faglegrar umræðu og
samræmingar á sviði fræðslu,
leiðbeininga, rannsókna og þró-
unar í bútækni.
Vegna umbyltingar í fóðuröfl-
un hér á landi á síðustu árum,
vegna tilkomu rúllubaggatækn-
innar, hefur megninu af starfs-
getu bútæknideildar verið varib
til að sinna verkefnum tengd-
um breytingum þessum. Eftir
að rúllubaggatæknin kom til
sögunnar má ætla að um 45-
50% heyforða séu nú verkuð á
þann hátt. Á undanförnum ár-
um hefur stór hluti búvélapróf-
ana verið tengdur þessari tækni,
auk verkunar og fóðurtilrauna.
Þá hefur verulegur tími farið í
að kanna plastfilmuefni, sem
notuð eru vib þessa verkun, og
einnig hvernig standa má að
eyðingu plastefnanna að notk-
un lokinni.
Á þessu sviði segir Grétar ýmis-
legt fleira vera gert. Haldin eru
námskeið og fræðslufundir fyrir
bændur um verkunaraðferðina,
auk þess sem bútæknideildin
tekur þátt í norrænu samstarfi á
þessu sviði.
Bútæknideildin hefur á undan-
förnum árum lagt mikla vinnu í
athuganir og rannsóknir á raf-
girbingum, sem nota má í stað
hefðbundinna girðinga, í kjöl-
far aukinnar áherslu á ab auka
beitarstjórnun með betri og
hagkvæmari nýtingu landsins í
huga. Haldin hafa verið nám-
skeib í uppsetningu og notkun
rafgirðinga í samvinnu við
Landgræðslu ríkisins og fleiri
námskeið eru fyrirhuguð í fram-
tíðinni. ■
Vissir þú....
... að verð a varahlutum í LADA og HYUNDAI bifreiðar er
í langflestum tilfellum lægst hjá okkur?
• að við eigum lika til varahluti sem henta
í aðrar bílategundir?
• að við reynum alltafað ná eins hagstæðum samningum
og kostur er við kaup á varahlutum erlendis?
• að verð á varahlutum hefur mikið að segja um upphæð
viðgerðarreiknings á verkstæði?
Notar verkstæðið sem þú skiptir við varahluti frá okkur?
Kannaðu málið - það gæti lækkað viðgerðarkostnaðinn!
OPIÐIHADEGINU
iUMEj
ARA
BIFREIÐAR &
LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
SUÐURLANDSBRAUT 14. SÍMI: 68 12 00
BEINN SÍMl: 3 92 30
Vertu á varðbergi!