Tíminn - 15.06.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.06.1994, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 15. júní 1994 3 Fjármálaráöuneytiö hefur fundiö út aö niöurskuröur ríkisútgjalda er leiöin til aö lcekka vextina og draga úr atvinnu- leysinu: „Hlýtur ab kosta svita og tár þegar skera þarf niður" I fjármálará&uneytinu hafa menn nú fundiö út, aö öfugt vi& þaö sem flestir hafa hald- i& fram, þá sé niöurskuröur ríkisútgjalda einmitt lei&in til þess a& örva atvinnulífiö, skapa fleiri störf og snarlækka vexti á næstu árum. Fjármálará&herra kynnti í gær skýrslu um þetta efni fyrir ríkis- stjórninni og síöan fréttamönn- um. Hann sagöi ekki liggja fyrir nákvæmar tillögur um hvar yröi skorið. Og hann efast held- ur ekki um aö þaö hljóti aö „kosta svita og tár" þegar aö því kemur aö skera niður. En veröi ekki gripiö til aöhaldsaögerða í ríkisfjármálum, muni hallinn á ríkissjóði tvöfaldast á næstu fjórum árum, skuldir ríkisins aukast um þriðjung, raunvextir hækka í 7% (í stað þess að lækka í 3,5%) og atvinnu- leysi veröa a.m.k. 6% næstu ár- in. Varðandi niöurskuröinn verö- ur fyrst og fremst Iögö áhersla á aö lækka samneysluútgjöld um 3-4% aö raungildi til ársins 1998, m.a. meö því „aö þeir sem njóta þjónustunnar taki meiri þátt í kostnaöi henni samfara" [án skattalækkunar þar á mótij. í ööru lagi er ráö- gert aö lækka framlög til ein- staklinga, fyrirtækja og samtaka um 3% aö raungildi frá fjárlög- um 1994. Þyngst vegi þar lækk- un á framlögum til landbúnaö- ar og almannatrygginga, en einnig eru nefnd framlög til LÍN og sveitarfélaga. Og í þriöja lagi er gert ráö fyrir fimmtungs samdrætti í fjárfestingu frá fjár- lögum 1994. Umrædd skýrsla er niöurstaöa sérstaks vinnuhóps fjármála- ráöuneytisins sem fjármálaráö- herra fól fyrr á þessu ári aö leggja drög aö og halda utan um gerö áætlunar í ríkisf jármál- um til næstu fjögurra ára. í skýrslunni eru skoöuö tvö dæmi: Annars vegar svonefnt „halladæmi", sem byggir á framreikningi útgjalda og tekna á grunni gildandi laga, reglna, samninga og ákvaröana. Hins vegar er stillt upp tilbúnu „jafn- aðardæmi", þar sem gert er ráð fyrir aö jafnvægi náist í ríkisfjár- málum áriö 1998 og skulda- söfnun ríkisins veröi stöðvuð. í báöum dæmunum er byggt á mati Þjóðhagsstofnunar á efna- hagshorfum næstu fjögur ár, að teknu tilliti til mismunandi þróunar í ríkisfjármálum. í „halladæminu" er taliö aö raunvextir fari hækkandi, upp í 7% a.m.k.. Og jafnvel ennþá meira aö mati Seölabankans. í „jafnaðardæminu", þ.e. með jafnvægi í ríkisfjármálum og stöövun skuldasöfnunar, verö- ur niðurstaðan hins vegar sú aö raunvextir lækki verulega frá því sem nú er, eða í 3,5%. Og það er einmitt vaxtalækk- unin sem fjármálaráöherra segir grundvöll alls bata í efnahags- málum og atvinnulífi. Vaxta- lækkunin í „jafnaöardæminu" leiði til aukinna fjárfestinga fyr- irtækja og einstaklinga. At- vinnuleysi fer niður fyrir 5%. og almenn eftirspurn eykst án þess aö stööugleika í verölagi og gengi veröi stofnað í hættu. Fjármálaráðherra segir næsta skrefið veröa það aö vinna að frekari útfærslu þessara hug- mynda eöa annarra sem skili svipaöri niöurstööu. ■ Alþjóöasamtök foreldrafélaga krabbameinssjúkra Megintilgangurinn ab mibla reynslu Stofnun Alþjó&asamtaka for- eldrafélaga krabbameins- sjúkra barna var ákve&in á fundi í Valencia á Spáni fyrir skömmu. Nítján félög í sextán löndun Evrópu og Ameríku stóöu a& ákvöröuninni. Und- irbúningur hefur sta&i& í tvö ár. Enska er opinbert tungu- mál samtakanna (The inter- national Confederation of Childhood Cancér Parent Organizations). Megintilgangurinn, aö sögn samtakanna, er aö stuðla aö því aö foreldrar karabbameins- sjúkra barna geti skipst á skoö- unum og miðlaö reynslu sín í milli og jafnframt aö styöja fé- lögin á alþjóðavettvangi. Sam- tökin hyggjast líka stuöla að stofnun foreldrafélaga í lönd- um þar sem engin slík félög starfa. Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna í Svíþjóö hefur tek- iö að sér aö sjá um skrifstofu- hald fyrir samtökin fyrsta áriö. Foreldrafélög krabbameins- sjúkra barna þurfa að sækja um aðild aö samtökunum. Sú aöild getur verið ferns konar: Aðild- arfélög, aðildarlönd, aukafélag- ar og heiöursfélagar. Þing, sem einn fulltrúi frá hverju aðildarlandi situr, fer meö stjórn nýju samtakanna. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuö til að sjá um fram- kvæmdir á milli þingfunda. Formaöur hennar er Jesús M. Gonzáles Marin frá Spáni. ■ Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda, afhendir Sigrúnu Arnadóttur, fram- kvœmdastjóra RKi, og Sigríbi Guömundsdóttur, yfirmanni alþjóöastarfs RKÍ, framlag fyrirtcekisins ísöfnunina „Þau eru á þínum vegum". Höfbingleg gjöf „Okkur er þaö sönn ánægja aö gefa þessa peninga í söfnun Rauða krossins. Við vitum aö sendifulltrúar Rauða krossins vinna þarft verk í þágu fólks, sem sannarlega er hjálparþurfi. Þjóðin getur verið stolt af þeim," sagöi Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiöjunnar Odda, þegar hann færöi Sigrúnu Árnadóttur, framkvæmdastjóra RKÍ, 250.000 króna ávísun í söfnunina „Þau eru á þínum vegum", sem er í þann mund að ljúka. Alls hafa safnast um fjórar millj- ónir króna í söfnuninni, sem hófst fyrir rúmum mánuöi. Hún fór þannig fram að bréf meö áföstum gíróseðli var sent inn á heimili landsmanna. í bréfinu var leitað eftir stuöningi viö Verald- arvakt Rauöa kross íslands, en vaktina standa svokallaðir sendi- fulltrúar, um 50 manns úr ýms- um starfsgreinum, sem eru reiðu- búnir að fara utan til hjálparstarfa með stuttum fyrirvara. Árlega sendir RKÍ á þriöja tug sendifull- trúa utan og þeir hafa starfaö í 30 löndum. Rauöi kross íslands þakkar stuðninginn. ■ Mynd: Vigdís Finnbogadóttir óskar Ágústi Þór Árnasyni til hamingju meö bókina. Guöjón Magnússon fylgist meö. Tímamynd CS Islensk kennslubók um mannréttindi komin út Fyrsta íslenska kennslubókin um alþjóðleg mannréttindi er komin út. Bókin sem ber heitið Mannréttindi er skrifuö af Ág- ústi Þór Árnasyni blaðamanni og gefin út á vegum Rauöa kross íslands. Bókin er ætluð nemendum í efri bekkjum grunnskóla og fylgja henni verkefnahefti fyrir hvern árgang. Rauði krossinn telur aö kennsla í mannréttind- um stuðli aö betra mannlífi. Markmiö hennar eru að auka skilning, umburðarlyndi og vin- áttu milli þjóöa, kynþátta og trúarhópa og stuðla þar meö að friöi í heiminum. Rauði krossinnn segir að um- ræöan um mannréttindamál hafi veriö fremur lítil á íslandi til þessa. Á málþingi RKÍ um mannréttindi og Genfarsátt- málana um alþjóðleg mannúö- arlög, sem haldiö var fyrir þremur árum, hafi m.a. verið rætt um aö ekki væri til heild- stætt rit um mannréttindi í landinu og aö tímabært væri aö ráöa bót á því. í framhaldi af því boöaöi RKI til fundar með full- trúum ýmissa samtaka og stofn- ana og niðurstaðan varð sú að Ágúst Þór Árnason fréttamaður, sem nam við Die Freie Univers- itat í Berlín, var fenginn til aö skrifa bókina. Námsgagnastofn- un mun dreifa bókinni og verk- efnaheftum. ■ Borgarráö: Allir meb í ab breyta strætó Borgarráö samþykkti meö öll- um atkvaeöum á fundi sínum í gær a& breyta Strætisvögn- um Reykjavíkur hf. aftur í borgarstofnun og slíta hluta- félaginu. Borgarráö leggur til viö borgarstjórn a& kjósa fimm menn og jafnmarga til vara í a&al- og varastjóm SVR á fundi sínum á morgun. Borgarráösfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins óskuðu bókaö á fundinum aö þeir féllust á til- löguna meö vísan til umsagnar Hjörleifs B. Kvaran, fram- kvæmdastjóra lögfræöi- og stjórnsýsludeildar, sem gjörö var aö beiðni fyrri borgarstjóra. Fulltrúar Reykjavíkurlistans létu bóka eftirfarandi. „Við full- trúar Reykjavíkurlistans fögn- um því aö fulltrúar Sjálfstæöis- flokksins skuli hafa séð aö sér og snúiö af braut einkavæöing- arstefnu sinnar sem mörkuð var með eftirminnilegum hætti fyrir ári. Nú fer í gang flókiö ferli meb tilheyrandi kostnaði sem betra heföi veriö aö losna viö." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.