Tíminn - 15.06.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.06.1994, Blaðsíða 6
6 Mi&vikudagur 15. júní 1994 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM ALDAN fréttablaó Saubburbi lokib Sauðburbi er nú víbast hvar lokið á landinu og hefur hann gengiö vel og frjósemi veriö mikil. Á bænum Fossi í Fossfirði býr Esther Gísla- dóttir. Hún er hér á mynd- inni ásamt þremur ömmu- drengjum sínum, en þau voru í heimsókn á dögunum aö hjálpa til viö sauðburð- inn. Drengirnir heita Matthí- as Leó Matthíasson, Pálmi Þór Gíslason. Keramikframleiösla í Stykkishólmi: Markabur um allt land Fyrirtækið Keramiksalan í Stykkishólmi hóf starfsemi sína 1986. Tildrög þess voru að eigandi fyrirtækisins, Sig- ríður Pétursdóttir, fór á postulínsnámskeið og áður en varði var hún farin að steypa úr leir og brenna alls- konar styttur og gripi. Gripirnir sem Keramiksalan framleiðir eru til nánari vinnslu, þ.e.a.s. málunar og skreytingar. Þetta eru matar- ílát, styttur, minjagripir, jólaskraut og aðrir nytjahlut- ir. Sigríöur segist vera langt frá markaðnum í Reykjavíkjen samt séu samgöngur þab góðar ab það komi ekki að sök að vera með vinnsluna á Stykkishólmi. Hún segir söl- una góða en mest seljist á tímabilinu september-mars. Mikið er um að ýmsar félags- miðstöðvar og klúbbar eldri borgara kaupi, því keramik- málun sé mjög vinsæl á Sigríbur Pétursdóttiur á vinnu- stab sínum í Keramiksölunni. meðal þeirra. Sigríbur og sonur hennar, Þórir Halldórsson, vinna tvö við vinnsluna og flytur hún sjálf inn ásamt hráefni í keramikvinnsluna, liti, pensla og áhöld sem tengjast leirvinnslu. Golfæbi á Bíldudal Golfíþróttin er í mikilli upp- sveiflu í hinu nýja sveitarfé- lagi Vesturbyggð og á meðal Tálknfirðinga. Það er búið að leggja mikla vinnu í upp- byggingu á golfvöllunum á Patreksfirði og Bíldudal. Á Bíldudal er búið að inn- rétta og gera upp gamla eyði- býliö Hól og verður íbúðar- húsið notað sem golfskáli. Bálddælingar eru í óðaönn aö koma upp fleiri golfbraut- um á golfvellinum sínum, svo þeir nái upp í 9 holu golfvöll. Gífurlegur golf- áhugi er á Bíldudal og tala menn um að annar hver Bílddælingur taki sér kylfu í hönd reglulega, enda geta svo til allir verið meb í þeirri íþrótt. Frábær byrjun í Blöndu Veiði byrjar mjög vel í hún- vetnsku ánum, Blöndu og Laxá í Ásum. Veiði hefur nú staðið yfir í 10 daga. Blanda byrjar mun betur þetta árið. Upp úr ánni komu 17 laxar fyrsta daginn, en á fyrsta degi í fyrra komu fimm laxar úr ánni. Það veiðist vel á maðkinn í Kári Valgarbsson meb fyrsta lax- inn úr Blöndu þetta áriö, 19 punda hæng. Blöndu, að sögn Brynjars Pálssonar, bóksala á Krókn- um, sem löngum hefur unað sér vel meö stöng í hönd á bökkum Blöndu. Sex laxar komu á land á fyrsta degi í Laxá á Ásum. Var stærsti fiskurinn 15 pund og meöal- þyngd upp úr ánni 11 pund. Þrátt fyrir að veiöi hafi verið mun minni í Laxá þennan fyrsta dag en í Blöndu, eru Laxármenn bjartsýnir með veiðina í sumar. Æöardúnn í minna lagi „Varpib virðist ætla að verða í meðallagi en dúnninn í hreiðrunum er hinsvegar í minna lagi af hverju sem það stafar. Menn hafa nú verið með þær kenningar ab þegar vetur séu mildir sé minni dúnn. Veturinn hér til sjáv- arins var einstaklega mild- ur," sagði Rögnvaldur Steins- son, bóndi á Hrauni, um æð- arvarpið, en æburinn heldur sig mikið við ströndina að vetrinum. „Þetta fór frekar seint af stað. Við vorum lengi vel lít- ið vör vib fugl og maður var farinn að halda að varpið yrði lítið þetta árib, en svo kom hann allt í einu upp úr hvítasunnunni," sagði Rögn- valdur á Hrauni. Rögnvaldur segir líta ágæt- lega út með gróbur á Skagan- um, kalskemmdir séu litlar. Grásleppuvertíö er á enda. Var hún þokkaleg, þrátt fyrir fremur trega veibi. Sá sem mest fékk, fékk um 60 tunn- ur. Sauöárkróks- kirkju færö gjöf Fermingarárgangurinn sem séra Helgi Konráðsson fermdi í júní á lýðveldisárinu 1944, afhenti nýlega kirkj- unni ab gjöf píanó sem á að notast í Safnaðarheimilinu. Hjálmar Jónsson sóknar- prestur veitti gjafabréfinu viðtöku úr hendi eins ferm- ingarbarnsins frá 1944, Evu Snæbjarnardóttur. 1850 Fermingarbörn séra Helga frá 1944 fyrir utan Hóladómkirkju. Þa& var létt yfir þeim þessum þegar Ijósmyndari lag&i lei& sína á golf- völlinn í Bíldudal, enda er golfíþróttin skemmtilegur leikur. Norsk flugsveit var staösett á Reyöarfiröi á stríösárunum meö sex Northrop- flugvélar og á myndinni stendur flugmaöurinn Oluv Reed Olsen viö eina þeirra. Stríösárasafn á Reyöarfíröi: Söfnun muna og mynda stendur yfir Á næsta ári verður opnað veg- legt stríðsárasafn á Reyöar- firði og um þessar mundir er þriggja manna verkhópur í fullu starfi við undirbúning og söfnun muna og mynda. En á Reyðarfirði voru aðal- stöðvar landhersins á Austur- landi öll hernámsárin. Þeir, sem hafa undir höndum muni og myndir frá stríbsárun- um eða geta gefið einhverjar upplýsingar, eru beönir ab snúa sér til verkhópsins á sveitar- stjórnarskrifstofum Reyðar- fjarðarhrepps. En víða munu leynast ljósmyndir og smá- munir um setulibið og þjóðlíf þessara ára, sem liggja mörg hver undir skemmdum og eru í óðaönn að glatast. Óskað er eftir öllum ljós- myndum frá stríðsárunum, sem lýsa á einhvern hátt þjóðlífi þeirra tíma og hernáminu, s.s. myndir af hermönnum, æfing- um, stríðstólum, farartækjum, mannvirkjum, samskiptum hers og þjóðar og einstökum atburðum, svo nokkuð sé nefnt. Sömuleiðis er óskað eftir munum, allt frá byssukúlum og búningum til herjeppa og allt þar á milli. Jafnframt vill verkhópurinn góðfúslega minna þá, sem eiga í fórum sínum myndir og muni frá þessum tíma, á ab þetta eru miidlsverðar minjar um eitt lit- ríkasta tímabil íslandssögunn- ar, þótt þab láti lítið yfir sér. Á stríðsárasafninu verður öll- um þeim munum og myndum sem berast veitt nauðsynlegt vibhald og skipaður sess sem sýningargripir. Auk þess má með nútímatækni gera upp jafnvel það sem verst er farið, jafnt myndir sem muni. Stórstúkuþing 1994: Varar viö einka- væbingu Stórstúkuþing haldið í Reykja- vík 2.-3. júní 1994 varar sterk- lega við öllum hugmyndum um einkavæ&ingu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins og lækkun lögaldurs til áfengis- kaupa. Þingið þakkar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu skel- egga baráttu gegn bruggurum og markvissa upprætingu bruggverksmiöja. í yfirlýsingu frá áfengislaga- nefnd segir að reynslan, bæði vestan hafs og austan, sýni aö áfengisneysla aukist mjög í kjöl- far einkavæöingar. Minnt er á að lögaldur til áfengiskaupa er hærri í Bandaríkjunum en hér á landi og að Bandaríkjamenn telji sig koma í veg fyrir limlest- ingar og dauða þúsunda ung- menna ár hvert meb því ab hafa lögaldurinn 21 ár. Þá minnir þingið á að bruggun landa er skýlaust brot á landslögum og skorar á sýslumenn og lögreglu- yfirvöld að sjá til þess að brugg- arar hljóti verðskuldaða refsingu fyrir athæfi sitt. Á þinginu var einnig samþykkt að beina því til lögregluyfir- valda að komið verði í veg fyrir augljós brot á banni við áfengis- auglýsingum og refsingum beitt í því skyni. Þá er því beint til Al- þingis að setja tafarlaust i lög skýr ákvæ&i gegn áfengisauglýs- ingum, sambærileg við ákvæði í tóbaksy^rn.alögurp ,upr þa\i efnL. ATVR Stórstúkuþingið vekur athygli á því hættu- og ómenningar- ástandi, sem mikil fjölgun vín- veitingastaba hafi í för með sér. Þaö minnir á að eftirlit með vín- veitingastööum á lögum sam- kvæmt ekki að kosta hið opin- bera neitt, þar sem veitinga- menn eigi að endurgreiða ríkinu kostnaðinn. Þess vegna sé ástæðulaust aö slaka á eftirliti undir því yfirskini aö það sé dýrt. ■ Heimdallur: ESB ekki á dagskrá Á fundi stjórnar Heimdallar á mánudaginn var, var eftirfar- andi ályktun samþykkt: „Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, mótmælir harblega fram komnum hugmyndum um ab ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Stjórn Heimdallar ítrekar þá skobun sína að hagsmunum Is- lands verbi best borgið með al- hliða fríverslunarsamningum við erlend ríki og hvetur stjórn- völd til að vinna í þeim anda, en forðast að ganga alþjóbleg- um.skriffinpypa á þöpd." , p,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.