Tíminn - 15.06.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.06.1994, Blaðsíða 11
Miövikudagur 15. júní 1994 11 Markaskorarar fara hœgt oð síoð í Trópídeildinni í ár og hafa gert mun fœrri mörk eftir jafnmargar umferöir en í fyrra: 49 mörk skoruð í 1. deild en 90 í fyrra — byrjendabragur á fyrstu leikjunum, segir Ásgeir Elíasson ekki náö eins mörgum stigum og hann reiknaöi meö. Um þaö hvort einhver einhlít ástæöa væri fyrir færri mörkum skoruð- um í ár en á sama tíma í fyrra, sagöi Ásgeir það varla vera en þeir sem hafa verið að skora venjulega fyrir liöin gerðu það ekki nú. „Heröi Magnússyni hefur t.d. gengið illa aö skora og Helgi Sigurðsson hefur í flestum tilfellum verið búinn aö skora fleiri mörk miðaö við síðustu tímabil en nú. Það hafa reyndar aðrir bara skorað fyrir Fram hingað til. Sum lið spila með bara einn mann frammi en samt held ég ekki að liðin séu að leggja meiri áherslu á varnar- leikinn en áður. Liðin spila bara eins og hentar þeim. Varnarleik- urinn og markvarslan er aö mínu mati líka sterkari en und- anfarin ár. Ég held samt að það eigi eftir að rætast úr þessu þeg- ar á líður, hvort sem það verða skoruð fleiri eða færri mörk en í fyrra," sagði Ásgeir Elíasson. Á von á skemmtilegum leik milli Fram og KR Ásgeir sagðist búast viö skemmtilegum leik í kvöld þeg- ar Fram og KR mætast á Laugar- dalsvellinum. „Framarar hafa átt í vandræðum með varnar- leikinn en hefur gengið ágæt- lega að skora. KR-ingarnir eru aftur búnir að fá á sig fá mörk. Þeir skoruðu fimm mörk í fyrsta leiknum en hafa átt í vandræð- um síðan að skora mörk. Miðað við að þarna séu á ferðinni tvö lið sem eru búin að skora flest mörkin þá býst ég alveg eins við markaleik." ■ Asgeir Elíasson, landsliösþjálfari karla í knattspyrnu, segirþaö hafa komiö sér á óvart aö Þórsarar frá Akureyri hafi ekki náö ífleiri stig í Trópídeild- inni. Þeir sem hafa fylgst með 1. deildarkeppni karla í sumar finnst sjálfsagt heldur lítið af mörkum skorað í deildinni. Miöað viö árið í fyrra hefur mörkunum fækkað um 41, en í fyrra voru þau 90 talsins eftir fimm umferðir en eru nú aðeins 49. Árið 1992 voru skoruð 64 mörk í fyrstu fimm umferðun- um. Fimm leikjum hefur lokiö með 0-0 jafntefli miðað við að- eins einn í fyrra og hitteðfyrra. Tíminn spurði Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfara karlalandsliðs- ins í knattspyrnu, hvernig hon- um litist á knattspyrnuna sem spiluð væri það sem af væri Trópídeildinni. „Ég er ekki bú- inn að sjá nógu marga leiki í 1. deildinni í sumar en eitthvað þó. Ástæðan fyrir því er að ég hef veriö að fylgjast vel með leikjum 3ja flokks karla vegna 16 ára landsliðsins. Mér finnst að 1. deildarkeppnin gæti verið betri. Það er talsverður byrj- endabragur á þessu ennþá og vorið ekki alveg farið af mönn- um. Þetta er samt búið að vera allt í lagi." Ásgeir sagðist að- spurður fátt koma á óvart í 1. deildinni eftir umferðirnar fimm nema að Þórsarar hafi np V ’ §£ iropifl Hvers vegna var ekki sýnt frá EM í handbolta? Ingólfur Hannesson, íþróttastjóri RÚV: Sumariö dauður tími fyrir hand- boltaahorfendur D E I L D í kvöld 1. deild karla Fram-KR...............kl. 20 Staöan fyrir 6. umferö ÍA .............5 4 1 0 8-2 13 FH .............5 3 113-1 10 KR ..............5 2 1 2 8-3 7 ÍBK............. 5 1 40 7-3 7 Fram ............5 13 19-76 ÍBV...............5 13 12-36 Valur........... 5 1 22 3-6 5 UBK ............5 1 1 3 4-12 4 Þór............. 5 0 3 2 4-63 Stjarnan ........5 0 3 2 1-63 Mjólkurbikar -1. umferö Reynir S.-Ægir kl. 20 HK-Víöir kl. 20 Haukar-Hamar kl. 20 BÍ-Ármann kl. 20 Gk. Grind.-Leiknir kl. 20 ÍR-UMFA kl. 20 Smástund-Njarðvík kl. 20 Neisti H.-UMFT kl. 20 Hvöt-Magni kl. 20 KS-Þrymur kl. 20 Dalvík-Völsungur kl. 20 Einherji-KBS kl. 20 Huginn-Höttur kl. 20 Þróttur N.-KVA kl. 20 Neisti D.-Sindri kl. 20 Þau lið sem komast áfram fara í 32ja liða úrslit (aðalkeppni). Öll liðin í 1. deild fara beint í aðal- keppnina auk sex liða úr 2. deild en þau eru: Fylkir, Víkingur, Leiftur, KA, Grindavík og Þrótt- ur R. Það hefur vakið upp nokkrar spurningar hvers vegna það var ekkert sýnt frá nýafstöðnu Evr- ópumeistaramóti í handbolta karla sérstaklega með tilliti til þess að handboltinn er næstum þjóöaríþrótt íslendinga. Tíminn innti Ingólf Hannesson, íþrótt- stjóra RUV, eftir svörum í þessu máli. „Við ætlum ekki að sýna neinar glefsur frá EM-mótinu því það var enginn fréttadreif- ing af myndefni frá þessu móti. Við höfum bara ekki séð sjálfir myndramma af þessu móti. Þetta svissneska fyrirtæki sem átti líklega sjónvarpsréttinn af mótinu, og á einnig réttinn á HM á íslandi 1995, hefur án efa lokað fyrir alla fréttamynda- dreifingu í gegnum það frétta- samskiptakerfi sem við erum með í gegnum EBU [Evrópu- samband útvarps- og sjónvarps- stöðvaj." Aðspurður hvort íþróttadeild RUV ætlaði að reyna að verða sér út um mynd- ir af mótinu sagði Ingólfur ekki svo vera. „Við erum búnir að byggja okkur upp þannig á und- anförnum árum að annaðhvort sýna menn svona lagað beint eða ekki. Það kom til tals að sýna úrslitaleikinn beint en ekk- ert varð úr því. Þaö er nú líka svo með íslendinga að það er tæplega áhugi fyrir beinum út- sendingum þegar ísland tekur ekki þátt. Þó svo að handbolt- inn sé eins konar þjóðaríþrótt þá er áhuginn mjög lítill á vetr- aríþróttum þegar komib er fram á sumar. Það segir okkur að sumarib er dauður tími fyrir handboltann. Það hefbi verið erfitt að ná upp stemmningu þrátt fyrir ab íslenska landsliðið hefbi tekið þátt í mótinu, þó það verbi ab líta á þab í öðru samhengi. Menn eru einfald- lega komnir í sumaríþróttirnar," sagbi Ingólfur að lokum. ■ 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 -HVENÆR SKORA LIÐIN MÖRKIN 5 umferðum lokið Fyrri 1 hálfleikur 1 (20) Seinni hálfleikur ■ í A FH KR ÍBK FRA ÍBV VAL UBK ÞÓR STJ 6. umferb Trópídeildarinnar hefst í kvöld meö leik Fram og KR á Laugardalsvelli. Marteinn Geirsson: Krafan er þrjú stig í kvöld hefst 6. umferb Tróp- ídeildarinnar í knattspyrnu meb stórleik á Laugardalsvelli, þegar Fram og KR mætast kl. 20. Fram- arar eiga sjálfsagt harma ab hefna, enda töpubu þeir tvisvar sinnum stórt fyrir KR á Reykja- víkurmótinu í vor, 1-5 og 0-5. Leikir libanna á síbastlibnu ís- landsmóti voru miklir markal- eikir og voru þá skorub samtals 11 mörk í þeim. KR vann þá Fram á Laugardalsvelli 4-2, en Fram snéri taflinu vib á KR-velli meb 4-1 sigri. Marteinn Geirsson, þjálfari Fram, segir úrslitin í Reykjavíkur- mótinu ekki skipta neinu máli. „Þab er helst síðasti leikurinn sem mabur þarf að hugsa um. Við er- um að fá alltof ódýr mörk á okkur, því við erum með þab stóra og sterka varnarmenn. Við eigum því ekki ab þurfa að skilja tvo eftir á fjærstöng og ég hreinlega þoli ekki að fá mörk á mig undir þeim kringumstæðum. Það verða því einhverjar breytingar í uppstill- ingu vamarinnar. Hvað meiðslin varðar, þá stöndum við þokkalega. Þeir, sem eru búnir að vera tæpir, eru nú allir að koma til, en þeir eru varnarmennimir Ómar Sigtryggs- son, Helgi Björgvinsson og Ágúst Ólafsson. Gubmundur Steinsson og Anton Björn Markússon eru orbnir hressir og ég stilli því upp sterkasta Framliðinu í kvöld sem völ er á. Ég sætti mig við ekkert annað en sigur í kvöld. Við erum búnir ab sjá ab viö getum gert hlutina vel og höfum að mínu mati spilað best allra liða í þremur umferðum. Við komum því fullir sjálfstrausts í þennan leik og þá má búast við fjörlegum leik." Gubjón Þórbarson, þjálfari KR: „Þetta er geysilega mikilvægur ÍÞRÓTTIR KRISTjÁN GRÍMSSON Rúnar Kristinsson veröur í eldlín- unni íkvöld meö KR-ingum, en hann skoraöi eitt mark gegn Fram í fyrra í 7. deiid. leikur, því bæði lið þurfa ab vinna þennan leik, ef þau ætla að hanga í FH og Skaganum. Ég geri hefð- bundnar kröfur til minna manna um að þeir geri sitt besta og ef þeir gera það, þá er ekki hægt að biðja um meira. Ef það er ekki nóg, þá er ekki hægt að gera betur, en þeir hreinlega veröa að gera sitt besta! Um ástand leikmannanna er það að segja ab Óskar Hrafn Þorvalds- son hefur verið meiddur, en ég veit ekki betur en ab abrir séu í sæmilegu standi. Þab er reyndar bara Óskar sem tvísýnt er um hvort leikur." Guðjón sagðist að lokum ekki búast við að kúvenda libsuppstill- ingunni, en það allt kæmi til greina. „Ef maður vaknar upp í fyrramálið með hugmynd og heldur ab hún sé sú eina rétta, þá kannski prófar maður hana." Að- spuröur bætti hann því við að Oskar Hrafn gæti allt eins leikið frammi eins og reyndar hver ann- ar, því í KR væri fullt af hæfileika- ríkum leikmönnum, en hann yrði náttúrlega að vera heill heilsu hvar sem hann spilaði á vellin- um. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.