Tíminn - 15.06.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.06.1994, Blaðsíða 4
4 Mi&vikudagur 15. júní 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmi&ja Frjálsrar fjölmi&lunar hf. Mánaöaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk. Breytt viöhorf í fiskveiöum Sú grundvallarbreyting hefur oröið á sjávarútvegsmál- um íslendinga aö hætt er aö stunda sjávarútveg ein- göngu á skilmálum strandríkis, en íslenskir sjómenn eru úthafsveiðimenn aö hluta. Þetta kallar á nýjan rök- stuöning og önnur vinnubrögð til hafréttarmála. Smugan í Barentshafi er óumdeilanlega alþjóðlegt hafsvæöi og viö höfum sótt þangað á þeim forsendum að viö höfum rétt þar til veiða eins og aörar þjóðir. Rök Norðmanna í Smugumálinu byggjast á því aö stofninn í Barentshafi hafi veriö byggöur upp meö veiðitak- mörkunum í Noregi. Hér sé um sama stofninn aö ræða og þess vegna eigi Norömenn aö njóta ávaxtanna. ís- lendingar hafa meöal annars borið þau rök fyrir sig í Smugudeilunni aö Norömenn veiði karfa á Reykjanes- hrygg átölulaust af okkar hálfu. Viö íslendingar höfum haft þá grundvallarstefnu í fiskveiðum aö allar veiöar eigi aö vera undir stjórn. Það hefur verið og er enn okkar stefna að vandamál sem upp koma í fiskveiðum á hafinu eigi aö leysa meö samkomulagi. Þaö breytir því ekki aö íslendingar hljóta aö eiga rétt til veiöa eins og aðrir á alþjóölegum hafsvæöum og við eigum ekki að gefa eftir þann rétt í samningum. Þjóöirnar á noröurhveli jaröar, Kanadamenn, Græn- lendingar, Norömenn íslendingar, Rússar og Færey- ingar eiga gífurlega hagsmuni undir því aö samkomu- lag takist um nýtingu auðlinda hafsins og stjórn á veiðum. Þaö er mjög áþreifanlegt hvernig fariö getur ef veiöar eru stjórnlausar, eins og dæmi eru um við strendur Nýfundnalands. Afdrif norsk-íslenska síldar- stofnsins eru einnig dæmi þar um, en þau gleðilegu tíöindi eru nú aö gerast aö síld af þeim stofni er aftur farin aö veiðast. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra, hefur ítrekaö hreyft þeim hugmyndum að reynt veröi að ná samstööu þessara þjóöa um nýtingu fiski- miöanna. Þetta er gífurlega stórt verkefni, en þessar hugmyndir eru fullrar athygli verðar. Nýting fiskimið- anna mundi þá byggjast á gagnkvæmum veiðiheim- ildum eftir ástandi fiskistofna hverju sinni. Þaö er ekki einfalt verk að koma á slíkri skipan, en samskipti þjóö- anna á sviöi sjávarútvegs lenda í úlfakreppu fyrr en varir ef svo heldur sem horfir. Enn er ósamið viö Grænlendinga um veiðar úr sameiginlegum stofnum og fyrir dyrum stendur endurnýjun á samningum þeirra við Evrópubandalagið. Deilan um veiðarnar á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða og á alþjóðlegu haf- svæði í Smugunni harönar smám saman. Finna verður leiðir til að semja sig að niðurstöðu í þessum málum viö samningaborðiö. Úthafsveiðarnar eru dýrar og áhættusamar, en þær eru auðvitað nauðvörn útgerðarmanna í því ástandi sem nú ríkir á íslandsmiðum, sérstaklega hvað varðar þorskstofninn. Það er ekki hægt að ásaka þá fyrir að bjarga sér með því að nýta alla hugsanlega möguleika. Því meiri nauðsyn er á því að finna leiðir í þessu máli svo hægt sé að stunda þessar veiðar á þann hátt að út- gerðin viti hvar hún stendur gagnvart yfirvöldum annarra ríkja, og íslendingar geti áfram staðið á stefnu sem hingað til hefur verið fylgt í nýtingu auðlinda hafsins að þær eigi að vera undir stjórn. Hin raunverulega martröð „Og jafnvel himnarnir gráta af gleði" mun útvarpsþulurinn Helgi Hjörvar hafa sagt þegar hann iýsti lýðveldishátíöinni á Þingvöllum 1944 fyrir þeim sem þurftu að sitja heima og fylgjast með herlegheitunum úr fjarlægð. Ástæðan fyrir þessu dramatíska orðalagi Helga var að bannað var að út- varpa veðurlýsingum vegna stríðsins en fæstir sem á hann hlýddu velktust í vafa um að það var grenjandi rigning á Þingvöllum. Nú, fimmtíu árum síðar, stefnir í að það verði aftur grenjandi rigning á Þingvöll- um. En viðhorf unga fólksins til hátíðarhaldanna í dag er ef- laust ekki eins alvöruþrungið og hátíðlegt og það var 1944, enda ótrúlegt að í beinum út- sendingum í sjónvarpi og út- varpi veröi talaö um gleöigrát- ur himinsins þótt hann rigni, enda vita ljósvakans ljósvík- ingar núorðið það jafn vel og Sverrir Stormsker að „heims- styrjaldir verða í öðrum lönd- um, og því best að horfa bara á björtu hliðarnar." Hátíö æskunnar Forráðamenn hátíðarhald- anna á Þingvöllum hafa talað um það sem réttlætingu fyrir svo umfangsmiklu afmæli nú, að binda þurfi saman kynslóð- ir í minningunni um lýðveldis- hátíð og stofnun lýðveldisins. Hátíðin er því fyrst og fremst fyrir æskuna. En Garri er hræddur um að Þjóðhátíðar- nefnd vanmeti áhrif veðurs á unglingana með því að gera svo lítið úr rigningunni sem raun ber vitni. Meðal unglinga gengur nú brandari sem er eitt- hvað á þessa leið: Hvað er lint og þurrt fyrir notkun, spennt, stinnt og blautt á meðan það er í notkun, og blautt og lint eftir notkun? Svarið er regnhlíf sem farið verður með á hátíðina á Þingvöllum. Tvíræðni af þessu tagi, þótt saklaus sé, lýsir ekki þeim ungmennafélagsanda og þeirri lotningu fyrir afmæli lýðveldisins íslenska sem líkleg er til að draga ungmenni á GARRI Þingvöll í roki og rigningu eins og gerðist fyrir 50 árum. Þá er ótalinn sá stóri dragbítur á mætinguna á Þingvöllum sem er bein útsending úr sjón- varpi. Aðstandendur kapp- leikja þekkja það vel hvernig beinar útsendingar af vellinum geta dregið úr aðsókn, ekki síst ef eitthvað er að veðri. Garri heyrir það á fjölda manns að þeim finnist varla taka því að fara á Þingvöll, enda verði þetta nú allt sýnt beint hvort eð er og eins og allir viti sjáist dagskráin miklu betur í sjón- varpinu heldur en ef menn væru að norpa í mannþröng- inni á staðnum. Auk þess byrji beinar sendingar frá heims- meistarakeppninni í Bandaríkj- unum seinnipartinn og vissara að vera þá ekki fastur í ein- hverri bílalest á Þingvöllum. Verst af öllu..... Hin raunverulega martröð sem hátíðin á Þingvöllum á 17. júní býður upp á er þess vegna ekki endilega að þar verði erfitt að koma fyrir svo vel sé 60-80.000 manns. Þvert á móti gæti farið svo, að þarna kæmu aðeins 6-8.000 manns og hinir sætu heima í stofu og fylgdust með! Hátíðarumgjörðin myndi í slíku tilfelli skrölta utan um gestina. Þrjátíu og fimm þús- und kleinur myndu þorna upp af elli og nýtt heimsmet yrði sett í fjölda fjallkvenna á mann í einum og sama þjóð- garðinum. í rauninni væri slík uppá- koma alveg skelfileg og kannski það eina sem væri skelfilegra en að hátíðin sprengdi utan af sér hátíðar- svæðið venga margmennis. Garri vill því gera það að til- lögu sinni að sjónvarpsútsend- ingar verði takmarkaðar frá Þingvöllum og sýningu á fót- boltaleik frá Bandaríkjunum frestað um nokkra klukkutíma í það minnsta. Þjóðhátíðar- nefnd standi fyrir almenn- ingskennslu í notkun regnfatnaðar og sannfæri menn í enn ríkari mæli um að umferðin muni ganga snurðu- laust fyrir sig. Allt til þess að ekki verði sagt um 50 ára lýð- veldisafmælið að þá hafi himnarnir yfir Þingvöllum grátið af einskærri einmana- kennd. Garri Upplýsingaskyldur fréttamanna Mikið var barist fyrir frelsi í út- varpsmálum þegar ríkið einokaði ljósvakann og skammtaði leikrit og framhaldssögur í útvarpi og sjónvarpi, sem einnig lét mjög til sín taka í kynningu á skandina- vískum vandamálum og friðar- baráttu vítt um heim. Þá var allt- af á hreinu hver var friðspillir og hver baráttukempa friðar og frelsis. Þegar frelsisdagur ljósvakans loks rann upp var kveikt á ótal útvarpsstöðvum sem poppuðu sig og rokkuðu út í algleymi gjaldþrotanna og hugumstórir framkvæmdamenn komu sér upp alfrjálsri sjónvarpsstöð, sem ekki var öðru háð en smekk inn- kaupastjóra á erlendum mynd- böndum en umfram allt hluthöf- um sem heimta sínar arðgreiðsl- ur og ekkert röfl um það. Síðan frelsisöldin reið yfir hafa útvarpsfyrirtæki gleypt hvert annað og loks stóð uppi einn risi sem útvarpar allan sólarhringinn og á tvær sjónvarpsrásir og ævin- týralega skuldasúpu. Frelsib í framkvæmd Hallarbyltingarnar í íslenska út- varpsfélaginu reka hver aðra og eru misjafnlega sögulegar. Út- varpsstjórar fara og koma og hluthafarnir kaupa hver annan út og inn og hafa ýmsir betur og margir verr í þeim viðskiptum. Nú rísa úfar hærra meb hluthöf- um en oftast áður og eigast þar við höföingjamir Ingimundur í Heklu og Sigurjón í Hollywood og fara mikinn. Hermt er að þeg- ar rök þrýtur á stjórnarfundum reyni á hversu vöðvastæltir hlut- hafar séu og eru samkomurnar hinar fjömgustu. Frelsishetjur frjálsa markaðarins bera hver aðra þungum sökum og þótti t.d. skítlegt af Holly- woodgreifanum að þykjast vera að selja hlutabréf í félagi þeirra félaga en var þá í raun að kaupa. í hverju varmennskan er fólgin Á víöavangi hefur enn ekki verið útskýrt fyrir þeim sem ekki kunna á hlutafé- lög. Þá er dálítið erfitt fyrir viðvan- inga að átta sig á öllum hlutafé- lögunum sem eiga stöðvarnar og íslenska útvarpsfélagið. Stöð 2, Sýn, Bylgjan og Stjarnan em í einhvers konar hlutafélagaflækju sem gengur undir mörgum nöfn- um. Ljóst er að hluthafarnir sjálf- ir vita ekki hver á hvað í vendlin- um og er óþarfi fyrir aöra að reyna ab skilja þau markaðslög- mál og leikreglur sem hluthafar íslenska útvarpsfélagsins halda að gildi í innbyrðis vi&skiptum þeirra. Meiri- og minnihlutar En flott var það þegar fyrrver- andi meirihluti í Stöð 2 seldi bónda norður í landi glás af hlutabréfum í Alþingisrásinni Sýn og náði þannig meirihluta í því fyrirtæki. Núverandi meiri- hluti í Stöð 2 reyndi þegar að setja lögbann á núverandi meiri- hluta í Sýn, en sá meirihluti er minnihluti í Stöð 2 eins og meirihluti Stöðvar 2 er minni- hluti í Sýn. Svona gengur þab til í hlutafélagaflækjunum. Frjálsu útvarps- og sjónvarps- stöðvarnar stjórnast þannig af hinu frjálsa markaðskerfi og eru því til sóma í hvívetna. Lögbannskröfur og brigsl um svik og ólögmætt hátterni ganga á víxl milli hluthafa íslenska út- varpsfélagsins og er heldur erfitt fyrir þá sem utan standa að skilja hver er að selja hverjum hvab og fyrir hvað. En það mun allt skýrast þegar fréttastofa Stöðvar 2 fer ofan í málin. Hallur mun að sjálfsögðu safna gögnum um fjármálalega stöbu fyrirtækjanna og síðan samningum um kaup og sölu hlutabréfanna og á hverju þeir sem heimta lögbann á sölu þeirra byggja kröfur sínar. Hluthafar verða kallaðir fyrir í nokkra fréttatíma þar sem Hallur og aðrir fréttamenn og -konur munu veifa plöggum um gjörn- inga og heimta skýringar á þessu og hinu sem sakborningarnir hljóta að svara undanbragða- laust. Þegar fréttamenn Stöbvar 2 verða búnir aö sinna þeim skyld- um sínum að upplýsa almenning um hvernig fjármál íslenska út- varpsfélagsins standi og hvab hæft sé í þeim ásökunum sem hluthafar bera hverjir á aðra er kannski von til ab maður fari aö skilja um hvað sé deilt og hvers konar mjöl leynist í pokahorni hluthafa íslenska útvarpsfélags- ins. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.