Tíminn - 15.06.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.06.1994, Blaðsíða 8
8 Mi&vikudagur 15. júní 1994 Helmut Kohl vill sam- ræmda félags- málalöggjöf Berlín, Reuter Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, vill aö félagsleg réttindi verði samræmd í ríkjum Evr- ópusambandsins en kanslarinn leggur jafnframt áherslu á aö Þjóöverjar ætli ekki aö skera í neinu niöur eigiö velferöarkerfi. Kohl lét þessi orö falla á þingi þýska alþýöusambandsins, DGB, í Berlín í gær og bætti því viö aö þýska stjórnin hygðist nota næsta hálfa ár, sem Þjóð- verjar veröa í forsæti Evrópu- sambandsins, til aö koma á rammalöggjöf um samráðs- nefnd launafólks í ríkjum ESB. „Félagsleg réttindi innan Evr- ópusambandsins ættu að færast í sömu átt, skref fyrir skref," sagði Kohl. „Hægskreiöasti bát- urinn má þó ekki ráöa siglingar- hraöa flotans." Norska Stórþingib leyfir tilraunabor- anir í Skagerak Norska Stórþingið samþykkti á mánudag, meö 96 atkvæðum gegn 54, að leyfa ríkisstjórninni aö hefja tilraunaboranir í Skage- rak. Norska fréttastofan NTB greindi frá því aö samþykkið sé bundiö viö það aö fyrst fari fram gaumgæfileg rannsókn á áhrif- um borananna á umhverfið og þá sérstaklega mögulegri meng- un af völdum hættulegra efna sem notuð eru til að nálgast ol- íu og gas. Ríkisstjórninni er skylt að láta meta niöurstöður rannsókn- anna áöur en hún gefur leyfi til borana í ágóðaskyni. Ef viö finnum gas í Skagerak þá er þaö umhverfisverkefni en ekki umhverfisvandamál, sagði Jens Stoltenberg, atvinnumála- ráöherra Noregs, í umræðu um skýrslu stjórnarinnar um ölíu- boranir Norömanna. Tilraunaboranirnar í Skagerak voru helsta tilefni gagnrýni á skýrslu stjórnarinnar. ■ Hatursmaður homma nær ekki kosningu Róm, Reuter ítalski ný-fasistinn Piero Buscar- oli, sem komst í heimspressuna fyrir skemmstu vegna þeirra um- mæla sinna að senda ætti sam- kynhneigöa í útrýmingarbúðir, náöi ekki kjöri á þing Evrópusam- bandsins í kosningunum á sunnudag. Formælandi flokksins vildi þó ekki kannast viö aö þessi ummæli Buscarolis hefðu skipt sköpum í kosningunum, en hann var sjö- undi á lista ný-fasista til Evrópu-. þingsins. Franco Grillini, helsti leiðtogi samtaka homma á Ítalíu, varð líka aö bíta í þaö súra epli aö ná ekki kjöri á þingið í Strassbourg en hann var í framboöi fyrir Flokk lýöræðissósíalista, PDS. Tilkynning f ra Osta - og’ smjörsölunm Vegna Lreytinga í símaskrá er faxnúmer oklear í söludeild nú 8? 69 06 í staá 68 69 06. SMjöRSI'-'' Rómea og Júlía samtímans í dag hefst sýning á hinu sígilda ástardrama Shakespeares ílerúsalem. Þaö vœri ekki í frásögur fœrandi nema af því aö júlía er leikin afísraelsku leikkonunni Orna Katz en í hlutverki Rómeós er palestínski leikarinn Khalifa Mato- ur. Myndin er tekin á œfingu á einu af ástaratriöum leiksins en uppsetning verksins er unnin sameiginlega af Palest- ínumönnum og ísraelsmönnum. Leikiö er bceöi á hebresku og arabísku en margir leikaranna tala bceöi málin reip- rennandi. Áframhaldandi verkfall hjá norska ríkisútvarpinu Enn er óvíst um útsendingar í Noregi á leikjum heimsmeist- arakeppninnar í knattspyrnu sem hefst í Bandaríkjunum þann 17. júní. Ástæöan er verk- fall 2200 starfsmanna Norska ríkisútvarpsins, NRK. í frétt norska dagblaðsins Af- tenposten í gær er greint frá því aö fréttaþyrstir Norðmenn hafi fært sig yfir á TV2 til að fylgjast meö því sem efst er á baugi. Rúmlega sautján hundruð þús- und manns horfðu á fréttir TV2 klukkan níu á sunnudagskvöld- ið en 315000 manns höföu horft á fréttirnar á sama tíma vikunni áður. Ekki er búist við að verkfallið leysist í bráð og í gær átti að taka ákvöröun um þaö hvort útsend- ingarréttur NKR á leikjum heimsmeistarkeppninnar yröi framseldur til einhverra af einkastöðvunum þremur; TV2, TV3 eða TVNorge. Sameinuðu þjóðimar segja að vopnahléið í Bosníu sé virt Sarajevó, Reuter Stríöandi fylkingar í Bosníu hafa haldiö aftur af sér frá því að sam- komulag náðist síðastliðinn föstudag um að leggja niöur vopn á meðan reynt yröi aö semja um varanlegt vopnahlé. Michael Rose, yfirmaöur friðar- gæsluliðs Sameinuöu þjóðanna í Bosníu, segir nauðsynlegt aö framámenn í stjórnmálahreyfing- um fylkinganna þriggja komi saman til að ganga endanlega frá samningum. „Bardagar hafa minnkað og halda áfram ab minnka," sagði Rose hershöfðingi viö fréttamenn í gær. Rose hefur lagt áherslu á sam- vinnu þjóða heims við aö koma á friði í hinni stríðshrjáðu Bosníu. Hann vill að hópur voldugustu ríkja heims komi saman til að semja friðaráætlun sem lögð veröi fullbúin fyrir stríðsaðila. Þeir fái ekki svigrúm til annars en að samþykkja eða hafna henni. í gær hljóp þó snuröa á þráðinn í alþjóðasamstarfinu þegar Rússar Kaupmannahöfn, Reuter Um 250 Danir, aðallega börn, voru í gær lögð inn á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir eitrun þegar mikið af klórgasi lak út á sundstað í Kaupmannahöfn. Formælandi sundlaugarinnar sagði að gasið hefði lekið út í vöruðu Bandaríkjamenn við því að ef þeir léttu einhliða vopna- sölubanninu af Bosníu gæti það leitt til þriðju heimsstyrjaldarinn- ar. ■ andrúmsloftið þegar verið var að flytja það í geymslu til varö- veislu áöur en það yrði notað. Flestir þeirra sem urðu fyrir eitrun fengu að fara heim eftir skoðun en 100 börnum var gert að vera áfram á sjúkrahúsinu í að minnsta kosti sólarhring. - ■ 250 Danir á sjúkra- hús vegna klorleka í sundlaug

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.